Sónar og hjólastólinn!

Fyrsta ferð mín í sónar verður sennilega ógleymanleg, enda var hún frekar spes. Ég var semsagt í aðgerð á fótum 2 dögum áður og auðvitað voru verkirnir í takt við það. Nóttin var erfið enda með mikla ógleði og með 7 kodda undir lappirnar og svo voru þessar glæsilegu boxhanska umbúðir á báðum löppum svo þær voru sirka 5 kílóum þyngri. 

Ég svaf í svona  2 tíma þessa nótt, vaknaði mjög splæst verð ég að viðurkenna, smá eins og ég hafði tekið of mörk tequilaskot kvöldinu áður og dottið í framhaldi niður stiga, þannig splæst enda búin að sofa lítið, sem og engin verkjalyf og til að bæta það þá voru nokkrar æluferðir farnar um nóttina. Það sem bætti ekki upp á "lookið" mitt var að ekkert passaði yfir þessar lappir nema íþróttabuxur svo ég ákvað að classaði það upp með að fara í blazer jakka við en það var mjög sorgleg tilraun með að líta vel út. En klukkan 7:30 fer ég að reyna að klöngrast með allar þessar lappir niður stigan þar sem ég átti tíma klukkan 9, það gekk svosem áfallarlaust fyrir sig nema það tók rétt um 45 minútur. Keyrðum upp á Landspítala en þá sá ég að það var trappa UPP fyrir framan svo ekki var fræðilegur möguleiki að ég gæti labbað það en þá var mamma sett í það að leita af hjólastól fyrir kripplinginn og kærastinn var meintur töskuberi. Jæja svo var ég komin í hjólastólinn nær Andrea ( meintur töskuberi og kærasti) að klöngrast með mig upp tröppuna en rak mig reyndar í hurðina á leiðinni inn svo auðvitað rak ég upp alveg svakalegt vein sem var bara fals alarm þarna þar sem það var ekkert barn að koma. Anderea rúllar mér svo inn á setustofu þar sem 2 kasóléttar konur sitja, setustofan er mjög lítil og ekki hjólastólavæn og þar sem ég komst ekkert auðveldlega úr stólnum þá rúllaði hann mér bara inn á mitt svæðið, læsir stólnum og fer svo sjálfur á klósettið. Ég sit þarna eins og einhver partur af húsgögnum á miðju svæðinu mjög mikið "Mætt".Konan sem var í afgreiðslunni sem er þá bakvið mig segir "jah ég held að þú sért nú á vitlausum stað elskan mín, þetta er fósturgreiningardeild". Ég reyni að snúa mér eftir bestu getu við og segi henni að jú jú ég sé að bíða eftir sónar. Þá sá ég að brosin á fólkinu breyttist í aumkunarsvip svona "æjæ hvað hún á bágt þessi, ekki nóg með að vera í hjólastól heldur líka ólétt". En ég komst nokkuð heil í gegnum sónarinn og allt gekk nú vel þar sem betur fer en það var auðvitað þetta ekki búið þar sem ég átti að fara í blóðprufu og þar sem hjúkkurnar voru í verkfalli þurfti ég að bíða til klukkan 1. Ekki gat ég 'skotist' heim með þungu lappirnar mínar og með hjólastólinn í eftir dragi svo á þessum 3 og hálfum tíma þurfti ég að bíða þarna á setustofunni og finna öll þau sorgmæddu augu á mér sem áttu leið hjá þegar þau sáu mig. Frá 9 til 3 var semsagt hjólastólað upp á Landspítalanum. Vika 2 í vitneskju af óléttu var semsagt mis skemmtileg en somehow tókst þó :) 

 

11156198_1041414935887185_68409996402776378_n

Dressed to kill!


Klósettferðir og beinbrot!

Apríl 20015 og  ég var 97% viss um að ég var ólétt eftir öll þessi pissupróf sem ég tók og einlægnar sannfæringar frá apótekardömunni. Ég var nú ekki viss hvað skyldi gera næst enda er ég frekar illa upplýst um börn og meðgöngur á þeim og þar af leiðandi var ég mjög týnd. Ég fékk þá snjöllu hugmynd að hringja til læknis í miðju verkfalli og var það þannig að ég fékk engan tíma en fékk jú símatíma við læknirinn minn 10 dögum seinna. Himinlifandi sagði ég henni að ég héldi og mjög líklega væri ég ólétt, hún óskar mér glaðlega til hamingju en segir mér að ég væri á röngum stað og eigi að tala við ljósmóður. þetta tók allt sinn tíma og ráðlegg ég fólki að vera ekkert að vesenast í því að verða óléttur í miðju verkfalli. 

Ljósmóðirin hringir í mig, eldri kona og alveg svona pollróleg minnstakosti til að byrja með. Hún fer að spyrja mig já svo þú ert ólétt? Ég svara henni með fullan vara á mér að ég héldi það nú, minnstakosti voru 2 frekar "sterkar línur" á öllum prófum sem ég hefði tekið og að daman í apótekinu var alveg full viss um það. (og ekki lýgur hún) Aftur fæ ég þá skemmtilegu Alzheimer spurningu um hvenær síðustu blæðingar voru, jah ef ég bara vissi en gaf henni svar til að gleðja hana að það gæti verið svona sirka Desmber. Henni var greinilega smá brugðið og sagði; "en það eru 4 mánuðir síðan". Jú jú mikið rétt en þar sem þetta var bara svona létt ágiskun hjá mér gæti það verið fyrr eða jafnvel seinna. Og svo kom spurningaflóðið: hefuru verið að taka vítamín? nei nei en drekk ágætlega mikið af appelsínudjús ef það hjálpar eitthvað. Hvílirðu þig reglulega? Alveg á nóttunni. Borðaru hollt? Kemur fyrir. Notaru dóp? Er hún að gera grín að mér? Ertu búin að vera veik? jú jú nokkrar æluflensur sem ég hélt að væri bara tilfallandi.

Ef maður hefur ekki hugmynd um að maður sé óléttur er maður væntalega ekki að lifa eins og ólétt kona því ekki er það neitt sérstaklega öfundsvert svo mikið veit ég núna! Ekki eins og það sé eitthvað á forgangslista hjá manni að sniðganga túnfisk, hrátt grænmeti, skelfisk, mayones, hnetur, lauk, melónu og bjór bara svona til gamans og til að bæta á það taka D vítamín bara svona incase.

En svo kom ljósmóðirin sterklega á óvart og kom mér að í miðju verkfalli í forgang til að fara í sónar og var ekki nema 5 daga bið, mér leið nánast eins og Royalty, bara speed treatment á landspítalanum og ekkert minna en það.

En hamingjan og konungslíðan stóð ekki lengi yfir því þetta gat bara verið svona auðvelt og smooth, þá kom það !boom! í öllum þessum óléttupælingum, pissuprófum í fleirtölu, uppköstum og pulsuáti þá mundi ég allt í einu að það var fótaaðgerð á planinu aðeins 2 dögum fyrir sónarinn. Úff annað skemmtilegt samtal við lækni að reyna að útskýra eitthvað sem ég hafði lítinn sem engan skilning á. Ég anda djúpt og hringi í skurðlækninn minn því það bara gat ekki mögulega verið verra en símtalið við ljósmóðurina en samtalið fór einhvernveginn á þennan hátt;

"Hæ, ég hérna er að fara í aðgerð hjá þér eftir 2 daga en var að komast að því að ég er alveg mjög líklega ólétt" hann svara mér "Ertu hvað???" gat ekki byrjað verr eða heimskulegra þar sem óléttan kikkaði stundum inn var ég að spá að skella bara á hann og láta sem þetta samtal hafi ekki átt sér stað. Læknirinn fór í smá rannsóknar vinnu og reynir svo að hughreysta mig og segir að þessi aðgerð hefur víst verið gerð á óléttum konum í örðrum löndum bara ekki hér(enda þarf að deyfa mann, tekið af 2 beinum og skrúfa sett í báðar lappir, og þarf maður að vera hálf klikkaður að gera þetta án verkjalyfja). En er ekki alltaf gott að vera svona hálfgert prufudýr einhver þarf alltaf að vera sá fyrsti.

Læknirinn spurði mig mjög oft hvort ég væri viss hvort ég vildi fara í gegnum þetta á mun minni deyfingu en er gert vanalega og án sterkja verkjalyfja eftir aðgerðina. Ég hugsaði með mér, jah aðgerðin er í 2 tíma smá skrúfur og beinbrot og svo voila ég verð eins og NÝ. Alltaf mjög stutt í kæruleysið í mér svo ég vildi  slá 2 flugur í einu höggi, bilaðar lappir + ólétta tekin á einu bretti. Góð hugmynd? NEI ég get alveg sagt með fullvissu það var ekkert smá eitt né neitt við þetta, dramatískt tár lak niður kinnarnar á meðan aðgerðinni stóð yfir enda fann ég vel fyrir meintum beinbrotum og skrúfum en það var nú ekki einu sinni aðal vandamálið ég var ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Gæti nú verið í lagi að finna smá fyrir aðgerðinni en eftir á? ég var ekki alveg búin að hugsa hvernig ég kæmist á brottnum löppum (báðum) með spelkur og vafninga eins og box-lappir að æla um nóttina. Þeirri ferð gleymi ég nú seint þar sem það fól í sér að kærastinn minn (þessi heppni) var vakinn upp með háværum veinum, handabendingum og ælulegum kinnum. Hann þurfti sesmagt að hjálpa mér í rúllustól, rúlla mér inn á bað, planta mér svo við hliðana á klósettinu og setja púða undir blessaðar fæturnar brotnu.

Ef þessi ferð hafi bara verið sú eina þessa nótt hefði þetta verið aðeins skemmtilegra fyrir alla aðila. 

Fyrsta vikan eftir meint grátkast við pulsumisskilningi byrjaði ekkert alltof vel. Svona var fyrsta óléttu vikan mín sem reynist nú samt vera sú þrettánda meðgönguvikan.


ófrísk eða ekki!

Nú er kominn nokkuð langur tími síðan ég skrifaði síðast og alveg ótrúlega margt hefur gerst á þessu 1 ári og 2 mánuðum.

Ég flutti frá Milano til Íslands eftir 8 ára dvöl sem var eflaust rétta ákvörðunin á þeim tíma en síðan þá hef ég séð alveg fullt af snjó og helling af rigningu smá minna af sól samnt. Ég var ein af þeim sem var að flýja land til að skoða heiminn svo ég fór í nám þar sem var æðislegt en eflaust naut ég þess meira að sitja við bakka Naviglio að drekka eins og einn eða 2 spritz í sólinni. Fyrsta mál á dagskrá var tískuskóli svo læra ítölsku, skoða ítölsku gæjana, ferðast og svo starfa innan einhvers þekkts tískuhús og þegar það var allt búið þá var ekki mikið eftir en að drekka bara spritz svo ég ákvað ég að snúa heim á leið.

Eftir mjög stutt stopp á íslandi fengum við móðir mín þá hugdettu að taka 3 mánaða ferðalag um ítalíu og auðvitað þar og þá á lítilli eyju rétt við ítalíu (sardegniu) kynnist ég kærastanum mínum. En svona til að flækja hlutina aðeins meir eins og mér er líkt þá var hann líka bara í heimsókn hjá familiunni sinni þar en var búsettur í Saudi Arabíu svo ekki nema 17 klukkustunda ferðalag á milli okkar.

Við ákváðum samt að vera bara svona ótrúlega ástfangin bara eins og skot svo við vorum trúlofuð innan 3 mánaða og svo 7 mánuðum síðar "boom". 

Við tókum þá ákvörðun jafnvel eftir mikla flensu sem ég hefði verið að berjast við að fara á sónar reykjavik. Fyrsta kvöldið sat ég á bekk fyrir framan að DEYJA úr hita í samt 4 gráðum og miklum vindi og stóð greyið kærastinn minn eins og lítil hrísla við hlið mér með töskuna mína og búinn að vefja jakkanum mínum utan um hálsinn á sér mjög nútímalegur trefill sem honum fannst hvorki sætt né skemmtilegt en það kvöld endaði áður en það byrjaði. Annað kvöldið þá afsakið orðbragð ældi ég eins og enginn væri morgunn dagurinn en náðum þó að sjá 2 bönd áður en mér varð svo heitt og það endaði á að klukkan 12 var kvöldinu lokið. En ég fékk þá hugdettu að stoppa við og kaupa pulsu á leiðinni heim og þar sem ég var með magann tómann þá átti ég alveg skilið 2 pulsur. Kærastinn minn sem hefur alveg trölla trú á kærustunni sinni ákvað að skreppa á klósettið eftir að pulsurnar voru komnar en vitið menn þá var bara allt búið þegar hann kom til baka og nennti ég ekki að bíða aftur í röð bara til þess að Hann gæti fengið sér að borða svo fórum heim 3-0 fyrir mér (skil ekki alveg hvernig sambandið sé enþá gangandi)

Eftir allar þessar pestir, vanlíðan, þreytu og uppköst þá var ég ekkert að skilja hvað var að mér. Ég var að fara í aðgerð á fótum svo var búin að vera hjá læknum og upp á spítala þó nokkuð svo var alveg á því að þetta var bara stress. Svo var það í lok mars þæa fer meintur kærasti út í sjoppu að kaupa handa mér að borða og kemur heim með jólaljósin í augunum og ætlar svo að gleðja kærustuna sína og koma henni á óvart og kaupir jú pulsu með öllu. Ég fer að hágráta sest niður og næ varla andanum hann stendur eins og kleina enda ekki íslenskur og skilur ekki neitt hvað hefði gerst, hvort hann hafi misskilið eitthvað en í gegnum tárin og ekka ná ég að stama úr mér að ég borða ekki remúlaði hann horfði á mig tómum augum svo á pulsuna og sagðist ætla að skreppa út, stuttu seinna kom hann heim færandi mér óléttupróf. 

Jahh aldrei áður hefði ég tekið óléttupróf, hef ávallt verið þessi segjum kærulausa týpa, aldrei sérstaklega viljað börn eða haft mikinn áhuga á börnum, hef bara verið í samböndum sem endast bara í um 2 ár en sem áttu bara að endast viku. En jú nú var komið að því að pissa á prik og sjá hvað gerðist. Ég geri það og það koma 2 línur á prikið, ég les á blessaða kassann engin lína þýðir ógilt, ein lína neikvætt, 2 línur jákvætt ef þær eru báðar sterkar ( báðar sterkar hugsa ég, hvernig veit maður það ef maður hefur aldrei tekið svona áður?!) jah ok 2 línur koma upp en ég er ekki alveg viss hversu sterkar þær eiga að vera en ég skondrast niðrí stofu og horfi á kærastann minn, hann er með svona spurningsleg augu eins og hann vilji fá svar. Ég bregst í grát og hálfgerðlega garga á hann "Ég skil þetta ekkert, hvað veit ég hvað er sterk lína og hvað ekki?" svipurinn á honum breyttist í hálfgerðlega hræðslu. Well ég var ekkert lengi að jafna mig á þessu kasti svo ákvað að fara bara út í apótek og fá mér nýtt próf, eitthvað sem er aðeins nákvæmara. Ég fer í apótekið og þar er þessi yndælis kona að afgreiða og ég spyr hana einfaldlega hvort hún eigi óléttupróf sem væri ekki með strikum og eitthvað nákvæmara kannski með hvað langt ég væri komin ef ég væri ólétt og eitthvað sem mundi segja bara já eða nei. Konan horfði aðeins á mig "Nei" svarar hún. Eitthvað skrítið finnst mér þetta en þá vann afgreiðslu daman upp á greiningardeild landspítalans og sagði við mig að ef 2 línur hafi komið upp þá er öruggt að ég sé ólétt. Hún spyr mig "hvenær varstu síðast á blæðingum?" mér finnst þetta nú orðið ansi persónulegt og segi jah ég man pottþétt í desember, ég reyni að fyljast sem minnst með því enda ekkert mest spennandi tímabilin á árinu þegar maður er á blæðingum, ég reyni helst bara loka augum og bíða eftir að það sé búið svo ég geti farið að gleyma því. En til að forðast fleiri spurningar frá henni svona í miðju apótekinu kippi ég 2 prófum jú með þessum blessuðu línum með mér og forða mér út. Betra að triple tékka allt. 

En þannig eftir grátköstin og 3 prófum seinna komst ég að því að ég VAR pottþétt ólétt jafnvel það hafi verið 3 mánuðum og 5 "flensum" síðar. 


4 daga tísku brúðkaup og mér ekki boðið!

Mér tókst að fá leið og bara nóg! og hef ég bara alfarið skippað yfir parís, eða á það bara til góða. Er á leiðinni til Danmerkur og hefur hugur minn verið í að finna staði og hluti til að sjá þar. Eina sem ég er komin með á listann minn er Carlsberg verksmiðjan ekki það að tankar af bjór heilli mig mikið en þar sem litli dökki kærastinn minn bauð mér í þessa ferð ákvað ég að vera svo góð að reyna að gleðja hann. Ekki það að ég veit ekki alveg hvernig honum eigi eftir að finnast þessi ferð þar sem ég mun líklegast ekki ná lengra en bara á barinn í inngangnum (búin að kanna þann part) plamma mér niður þar og svo láta hann sjá um alla   "skemmtunina" að svifla sér á milli tanka og glerflaskna með gamalli bjór lykt. Svo  restina af tímanum þarf ég svo að plana eitthvað skemmtilegt fyrir mig auðvitað! 

Eitt sem hefur ekki getað farið framhjá mér er giftingin hans síðbúna piparsveins George Clooney, en loksins kom þetta hjá kallinum. Ekki það að mér þótti það eitthvað merkilegt en kjólarnir sem að jú sú heppna númer 35 var í voru afskaplega vel valdnir. Þar sem giftingin var í Feneyjum tóku þau bara "all in" ítalska stælinn á þetta og stóð giftingin yfir í 4 daga.. held nú að ítalski maðurinn minn verði heppinn þegar hann kemst að ég veit alveg hvernig þetta virkar þar.. klukku og kjólahljómar hringja í hausnum á mér ding ding dong. 

Hér eru kjólarnir sem Frú Clooney Klæddist um helgina:

 

Amal-Alamuddin

1-66-amal-FLASH 

 Alexander Mcqueen, Gimbattista Valli & Dolce Gabbana 

 

29look-amal-koh-blog480

Stella Mccartney 

Og þetta var auðvitað bara upphitunar dressin fyrir sjálfan kjólinn svo hér kemur smá hugmynd fyrir þá sem eru að plana giftinguna sína og hafa bara alltof mikinn pening afgangs til að eyða í kjól en þá er þessi kjóll frá hönnuðinum Oscar dela Renta:

 

www.vogue 

 - Ansy brúðakaups áhugamanneska 


Listræn tíska i New York

þá er það komið að Paris og öllum þeim sýningum sem fylgja þvi... eiginlega finnst mér ég eiga skilið rauðvin og fullt af ostum bara svona í tilefni dagsins.  Bara high-class ansy svo ætli ég láti það ekki eftir mèr að henda yfir mig einhverri vel fancy skyrtu svona til að poppa upp yoga buxurnar (party að ofan en heimilis/leti/ræktin að neðan). 

Er búin að ver að skoða sýningarnar og er ég alveg hoppandi kát yfir fjölbreytileikanum fyrir næsta árið. En já besta sýningin í dag var reyndar ekki frá Paris en var sett upp kynning i New York en þessi átti alveg vinninginn svo ætla ég að tileinka mér og blogginu mínu til meistarans Gareth Pugh. þetta er svo listræn sýning eins og málverk sem vakna til lífsins en hér koma myndir svo allir geta notið þess með mér:)

 

Gareth Pugh SS2015

Gareth_Pugh_021_1366 

Gareth_Pugh_002_1366 

Gareth_Pugh_018_1366 

Gareth_Pugh_034_1366 

Gareth_Pugh_036_1366

Gareth_Pugh_026_1366 

Gareth_Pugh_023_1366 

Gareth_Pugh_039_1366 

Gareth_Pugh_040_1366 

Ætla ég ekki að skemma þetta skemmtilega sjónarspil svo ætla að hætta hér

-Ansy hálf klassa dama!


Sexy; trend 2015

Þá er það bara að bíða eftir sýningum frá París svo er búin að vera að setja niður í flokka hvað eru mest sjáanleg trend fyrir næsta sumar. Það sem lang flestar sýningarnar hafa sameiginlegt þetta árið er að hafa einhver gegnsæ efni, síðakjóla, eitthvað grænt eða appelsínugult og einnig mikið af blóma munstri. 

Einnig sem hefur komið helst á óvart að það var nánast undantekningarlaust svartar flíkur, svart/hvítar og einnig kápur en það er eitthvað sem oftast minna af á sumarsýningunum.

 

Hér er einmitt það sem mér fannst helst það áhugaverðasta en mikið um gegnsæ efni hafa verið á sýningunum í öllum litum;

 Giorgio Armani

Giorgio Armani 

Burberry 

Burberry prorum 

Blumarine 

blumarine 

Thomas tait 

THomas tait

Top shop  unique 

Top shop  unique 

Tom Ford  

Tom Ford 

David Coma 

Daid coma 

- Ansy  

 

 


Ást við fyrstu sín á Milano

Sexy Sexy Milano! Oh hvað ég er ánæð með sýningarnar sem ég var að sjá um helgina minnir helst á eitt stórt fallegt málverk.

Ég semsagt vaknaði ofurhress í morgun leið eins og súper-woman planaði daginn rétt aðeins í hausnum á mér.. byrjaði auðvitað að skella mér í joga buxurnar sem eru orðnar jah Aðeins of þröngar svona fyrir minn smekk en hugsaði með mér jah þetta breytist nú bara eftir 3 tíma þegar ég er búin að hamast í ræktinni og fara í gufu þar sem það er svo afskaplega gott fyrir blessaða detoxinn. Skellti mér svo í frekar afmáðann og hnökraðann stuttermabol frá sirka 1998 (tími ekki að eyða í íþróttaföt því þar kemur út allur sparnaðurinn minn - og hvílík praktík). Labba út og það er þessi notarlega (inniveðurs) haust rigning svo ég hugsa með mér ég keyri bara út í rækt (þarf samt að taka það fram að hún er alveg 300 metra í burtu!). Ákvað þar sem ég var svo súper cool og flott í ræktarfötunum að skutlast fyrst í búðina fyrir meinta súpugerð um kvöldið. Ok til að gera þessa allt of löngu sögu styttri fór ég beinustu leið heim undir teppi eftir meinta búðarferð og pantaði mér pizzu og kók svo ég ætla bara að kenna ljótum íþróttafötum og veðri algjörlega um þennan misskilning sem átti sér stað á dagsplaninu! Svo  hugsaði ég; verður pottétt betra veður á morgun þá byrja ég bara aftur í 5 sinn..... ennnn enþá held ég samt  í vonina og er bara nokkuð bjartsýn:) Segi bless við detoxinn í dag og hæ við nýjum jógabuxum! 

En aftur að tískunni... hér er brot af því besta frá Milano, eh líka eftir 7 ára búsetu þar er bara allt svo miklu betra sem er ítalskt :) <3 Mikil ást á þetta: 

 Just Cavalli

just cavalli 

Dolce & Gabbana 

 Dolce & Gabbana

Marni 

marni 

 Salvatore Ferragamo 

Salvatore Ferragamo 

Blumarine 

Blumarine 

Versace 

Versace 

Emilio Pucci 

Emilio Pucci 

Einnig svona á meðan ég man þá eru sýningarnar frá Dolce and Gabbana og Versace stórskemmtilegar fyrir augun, litagleði og já í allastaði æðislegar. Hægt væri að setja endalaust af myndum þar sem sýningarnar eru frábærar þetta árið en ég verð að stoppa mig af :) 

Ansy litli wannabe jóga-álfur!  


Tískan frá New York til London

Jááá ok ok nú er ég alveg dottin í vitleysuna með að vera að skoða sýningar. Vorið 2015 er svo litríkt að ég er orðin stjörf og rangeygð á að horfa á alla þessa litríku hringi sem skarta fötin. 

London er semsagt byrjað og get ég tekið gleði mína á ný. Einnig smá breytingar því þar sem ég verð að vera svo hipp og kúl eins og allt þetta fólk sem er í viðtölum nú til dags sem eru svo brálæðislega heilsusamt að lifrin í þeim eru að breytast í demtant þá skipti ég út poppinu og kókinu í gulrætur og vatn. Og jú auðvitað verð ég að skrifa um það svo fólk geti dáðst að hollustu minni á meðan ég browsa í gegnum tískustraumana fyrir næsta ár :) 

 Allir virðast vera að taka sama úrtakið af fötum og hvað er vinsælt og hvaða litir ertu komnir til að vera (næsta ár semsagt bara Allir litir sem til eru ef marka má sýningarnar sem komnar eru svo allir geta veri hoppandi glaðir eins og ég) en enginn virðist vera að taka saman hvað er ljótt. En jú þá kem ég sterk inn og ætla að bæta það og sýna hér allt það ljóta sem verður í boði á næsta ári frá New York og einnig frá London. 

Hvað á að forðast vor/sumar 2015; (da da da damm)

Nasir Mazhar 

 nasir-mazhar

 Í alla staði var þessi sýning alveg óstjórnlega illa samsett og bara furðuleg og vona ég að ég eigi ekki eftir að mæta mörgum í þessu outfitti.

The Blonds 

the blonds 

90&#39;s og barbie lenda saman í árekstri með óskemmtilegri útkomu.

House of Holland  

House of Holland 

Virðist vera sem þeim tekst þetta annaðhver ár. Búin að vera aðdáandi af þessu merki en þessi eldfimu og glansandi pils eru ekki að slá í gegn.

Ashley Williams 

Ashley_Williams_023_1366 

Gæti slegið í gegn fyrir þá sem fíla mikið svona eftir-partý look.

Sibling

AA2X0083 

Ein sú ljótasta sýning bara sem ég hef séð.

Já svo eru allar þessar sýningar einstaklega áhugaverðar þar sem ég er bara sýna brot af því besta frá þeim... restin er ekki mikið betri svo þetta er alveg ágætis tímaeyðsla að skoða þær á Style.com. 

Nú er bara það að skokka út í rækt með gulrótina mína, vatnsfloskuna og chiafræ í poka, úfff ég fegrast  bara öll upp að innan bara við tilhugsunina. 

- Ansy  


Tíska í neikvæðu formi

Þetter er orðið svona skemmtilegt munstur hjá mér... ég skrifa reglulega svo bara gleymi ég mér í svona nokkra mánuði til ár og svo man ég að ég hef verið að skrifa, oh ef bara fleiri gætu upplifað minn dásemdis haus. 

Jæja en ég fékk spark í rassinn núna því mitt season er loksins byrjað svo það er popp, kók og tískusýningar. 

Er búin að vera svo lengi í neikvæðiskasti því tískan í dag er einfaldlega bara ljót og leiðinleg. Virðist vera því minna efni því betra en ætti að vera öfugt þar sem maður ætti að vera að borga efniskostnað en hvað um það. Maður getur þá einfaldlega setið bara á facebook og lesið allar greinar um;

10 bestu hlutir til að gera húðina yngri

5 ráð til að gera maska fyrir hárið nánast til að það breyti um lit það á eftir að glansa svo.

101 leiðir til að sofa betur, lengur, fastar, og þurfa bara ekki að eiga rúm þú átt eftir að sofa svo vel

11 ástæður afhverju yoga bjargar bara öllum heimsins vandamálum 

Jahh hef ekki enþá farið í þann pakka að lesa öll þessi ráð enda ef þetta væri allt svona auðvelt afhverju gerði maður ekki allt bara sjálfur í eldhúsinu.. Vippa einum banana maska með smá mintu og bara spara og sleppa öllum kremum. Bræða smá vaxliti í vaselin og aldrei þurfa að kaupa varalit aftur.. Held ég þá að maður splæsir nú bara í eins og eitt anlitskrem og gloss og jú hárnæringu og spara sér tímann að lesa öll þessi frábæru ráð sem maður getur víst ekki lifað án. 

En svona fyrst ég er byrjuð á að vera neikvæð og bitur um þessa lista og má ég ekki byrja að huga alla þessa  blessuðu megrunarkúra þá get ég ekki skilið þessar skriftir eða umræður. Allt svona lagað er einstaklingsbundið og þá er erfitt að lesa 10 alþjóðlegar ástæður afhverju maður getur litið út eins og Kate Moss bara á einum degi og er það bara ekkert mál.

En jú aftur að tískunni það er nú mitt áhuga og vinnu svið því ekki er ég neinn beauty sérfræðingur, en ég er semsagt byrjuð á fullu í að lesa og skoða um sýningarnar í ár og byrja þær nú afar rólega. Hef eins og er ekkert séð neitt Mindblowing en öll stóru merkin eiga eftir að koma og einnig hef ég aldrei verið neinn stórkostlegur aðdáandi af New York sýningunum. 

Hér er brot af því hvað er komið

Sibling 

Sibling - ny 

Hver dæmir svosem fyrir sig en minnir mig helst á frekar misheppnaðan músarbúning. Ætla að hætta að skrifa og fara að beina þessari jákvæðni minni á annan veg eins og að öskra kannski á börnin hérna fyrir utan.  

Glaða Ansy 


.. skó tískan og skó unnendur!

Oh það er svo gott og gaman að skoða sumarskó-tísku, þá er það season fyrir háa hæla og opna skó. Ég veit svosem ekki hvort það séu margir "out there" sem eru eins og ég en ég get skoðað skó klukkutímunum saman, verð alveg dáleidd af litunum og lögun ( ég er auðvitað smá nut-bag þegar kemur að fötum og tísku)

Reyndar er ég búin að vera að browsa mikið um skótísku næsta sumar og verð að segja því miður er mikið um pinnahæla, sem eru alveg minn mesti óvinur þar sem ég á það til að brjóta þá eða einfaldlega bara skemma þar sem ég er svo mikið fyrir að dansa og vera með smá brussu-gang en maður lætur sig nú hafa allt. Ef svo illa vill til að hælar brotni þá er bara að skella skónum í band og yfir axlirnar og labba með þá eins og nýtt gæludýr. 

Ég datt á nýja behind the scenes myndbandið fyrir Jimmy Choo Cruise collection 2014, en eins og margir vita þá er  Jimmy Choo eitt fallegasta og virtasta skó merki í heiminum í dag.. gaman að skoða en erfiðara að kaupa slíka eign :) 

Ætla að deila hér myndbandinu, þar sem auglýsingin er ekki komin út þá varð þetta fyrir valinu;

 

 

 

 

Enjoy og bara eigiði dásamlegan dag! ;)

kv Ansy 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband