Fæðingarhræðsla og ónáttúruleg fæðing!

Svo ég haldi nú áfram með fæðingarsögu og álit á öllu því sem tengist því það er svo fræðandi og skemmtileg (öll vitneskjan sem ég hef um þetta ferli er alveg top notch). 

Ég semsagt þjáist af margskonar hræðslu og  get ég nefnt hér fáein dæmi þá er ég t.d. svo bilaðaslega hrædd við köngulær að ég gæti ekki bjargað mér eða barni ef ég yrði fyrir dordingla árás, ég er hrædd við lítil rými, háa stiga og allt sem tengist hærra en meter, og jú spegla(spegla fobia ef það er til). En svo er hræðsla sem enginn virðist skilja og það er fæðingarhræðsla. Þetta finnst læknum vera eitthvað sem er voðalega barnalegt og hálf kjánalegt, maður fær svona viðbrögð; "Oh kjáninn þinn þetta er ekki neitt". Í stuttu máli er þetta bara hræðsla við að fæða. Ég semsagt útskýrði þessa hræðslu mínu við ljósmóðirina sem skildi ekki upp né niður í mér en hún sendi mig til fæðingarlæknis. Sú stúlka var sirka ári yngri en ég og þá fyrst leið mér eins og kjána í viðtalinu hjá henni en samtalið fór eitthvað á þennan veg; Ég sagði henni að ég vildi fara í keisara þar sem ég einfaldlega hef brjálaða hræðslu við að fæða, hún tekur í hendina á mér og segir elsku stúlkan mín þú sem er svona hraust og sterk stelpa þetta er ekkert mál. jah segi ég það er erfitt að segja til um það fyrir fæðingu, getum ekkert verið viss um að þetta verði geðveikt party bara 10 min og boob krakkinn poppar út geggjað hress á kantinum?! Fæðingarlækninum var ekkert skemmt og sagði að þetta fylgdi því bara við að verða óléttur og aftur kom ég með samlíkingar að þar sem við deilum heiminum er ekkert endilega sjálfgefið að ég vilji hýsa köngulær heima hjá mér(hún var ekki að skilja rökin en ok). Aftur kom hún mér skemmtilegastu rökin að ekkert er fallegra en að eiga NÁTTÚRULEGA.  Ég þakkaði fyrir að ég ældi ekki í skóinn á ungu snótar lækninum. Aftur segi ég já ok ég er hrædd við þetta og eftir 31 árs hræðslu er fátt sem gæti mögulega breyst á þessum 6 mánuðum sem væru eftir. Þetta samtal hélt svona áfram í 45 min, hún kallaði mig unga stúlku sirka 17 sinnum jafnvel þó ég sé korter í að vera komin úr barneign en ung stúlka skal ég vera og allt í lagi með það þá gafst ég upp og sagði jah og annað hvort verð ég skorin eða þið náið í barnið því ég ætla ekki að ýta þessu barni út hvað sem þú segir. Eftir 2 hittinga með fæðingarlæknum, einu viðtali hjá geðlækni þá varð ég greinilega úrskurðuð svo klikkuð að vilja ekki fæða að ég fékk keisara í gegn. Hef fengið alveg hellings spurningar og alveg fordóma við þessa ákvörðun mína að vilja skera allan líkaman minn (sem er reyndar bara 1 lítill skurður) bara vegna aumingjaskaps við að vera hrædd við að fæða. En eins og ég sagði við geðlæknirinn jah ef þú ert lofthrædd og þú veist að þú ert örugg á 15 hæð á svölum ferðu samt ekki út á þær þó það séu engin rök fyrir því, held með þessu var ég stimpluð snargeðveik og hleypt heim. 

1 barni síðar en engri fæðingu þar sem ég átti svo ónáttúrulega fæðingu með lyfjum og skurði og svo í þokkabót eftir allt  það þá er  ég ekki ennþá laus við þessa fobiu mína! 


Yogabuxur og aukaverkanir

Ég hef verið mjög heilluð um þetta ferli, það er að segja meðgöngu og ferlið að verða mamma. Maður fær alveg einstaklega mörg heilræði í gegnum þetta ferli og jú auðvitað segja allir manni að fæðingin sé ekki skemmtilegasti kaflinn í þessu svo maður veit innst inni að það er eitthvað sem maður "á að hræðast", jú svo heyrði ég frá all mörgum að fyrstu 3 mánuðurnir væru þeir erfiðustu með svefnninn (jú jú það eru komnir 13 mánuðir og ekki enn hef ég sofið svo takk allir). Semsagt alls konar ráð og varnir sem fólk er einstaklega viljugt að deila með þér hvort sem þú vilt þau eður ei. Eins og ég hef sagt áður þá var ég ekki sú allra fróðasta um þetta ferli svo ég tók svona punkta hér og þar um hvað gera skal og hvað ekki en samt var ljósmóðirin alveg dugleg að segja mér að allt sem ég gerði væri ekkert allt of rétt en það er aftur á móti önnur saga. Samt eru alveg þó nokkuð margir hlutir sem enginn varar mann við eins meðgöngu aukaverkanir skulum við kalla það sem geta verið ofsakláði, gyllinæði, legsig, endaþarmsig og fullt af líkampörtum sem síga og þetta er að mér skilst bara ugginn af hvalinum. En þetta tal er ekki nógu sexy svona opinberlega miklu skemmtilegra að tala um fæðingar því allir eru æstir að heyra margra klukkutíma kvalarfullar lífsreynslu sögur sem heilræði. Ég var nú samt nokkuð "heppin" eða einu aukaverkarnirnar sem ég fékk var jú morgunógleði sem reyndist reyndar vera 24 tíma ógleði og gekk það í um 7 mánuði, held að ég hafi ælt á þessum 7 mánuðum svipað og meðal manneskja gerir á lífstíð. Einnig jú bjúg á fótum sem gerir það alveg stórkostlega erfitt fyrir mig að vera í sokkum. Ennþá daginn í dag reyni ég að komast hjá því að vera í sokkum því ég fæ köfnunartilfingu í hálsin svo slæmt var þetta bjúg "keis" sem ég var með á löppum. 

En eitt annað þróaði ég með mér á meðgöngunni minni og það er gleymska en jú ég hef svosem alltaf verið frekar gleymin en þetta nær alveg svo langt að möguleiki væri að fá alzheimer greiningu á þetta. Jú jú oftast er þetta bara smávægilegt eins og ef ég kem úr kringlunni þá man ég ekki hvar ég lagði bílnum og þá fer ég að hugsa hvort ég hafi nokkið verið á bíl en ef ekki hvernig komst ég þá í kringluna en það skýrist venjulegast á svona klukkutíma eftir talsverða hugsun og gott labb. En versti parturinn á gleymskunni eru hlutir sem ættu að vera auðveldir eins og að fara í nærbuxur sem ég vissi vel hvernig maður átti að gera, og búin að vita í jah 30 ár eða svo,  en það virðist bara hafa dottið úr mér. Þetta árið er ég farin að gera þetta vitlaust jah í svona 2 af hverjum 3 skiptum og þá fer ég í þær ekki bara inside out heldur eru þær líka bakið fram og öfugt. Er nú nokkuð búin að venjast að vera með poka að framan og bara hálfar nærur að aftan en það versnaði í málunum um daginn þegar ég fór í hot yoga!! Ekki nóg með að maður sé í þröngum yoga buxum heldur eru þessar 38° sem hjálpa ekki mikið en samt gera mann sveittan og klepraðan og að vera að beygja sig í nærum sem ná bara yfir hálfan bossan og skerast inn í mann eins og brazilian "thong" er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að prófa því ég get sagt ykkur það er ekki þægilegt! Annars eyði ég megnið af deginum að leita af ýmsum hlutum eins og símanum sem ég finn svo alveg í 97% tilfella í hleðslutækinu þar sem ég skildi hann eftir en gleymi því samt alltaf, fjarstýringum og svo jú auðvitað sólgleraugunum því heilinn er ekki búinn að meðtaka það að sólin sé farin í bili

Einnig í bílnum þá horfi ég stanslaust  í bakspegilinn á barnið mitt bara til að vera 100% viss að ég hafi ekki gleymt að setja hann inn í bílinn því jah hver veit hvað gerist næst þar sem ég man ekki stafinm lengra, frá nærbuxum yfir í síma, þakka ég bara fyrir að ég tíni sjálfri mér ekki einhvern daginn. 


Meðfædd Mamma

Jæja, smá tími síðan ég hef skrifað eitthvað eða sirka hált ár eða svo. Málið var að eftir allt ferðalagið með lillan minn þá tókum við þá ákvörðun að flytja til Slovakíu í ágúst. Svo ennþá meira ferðalag með litlu orkubomsuna mína. En já ég semsagt er ennþá svona tiltölulega ný mamma og er ég ennþá alveg upp fyrir haus af verkefnum, þreytu og misskilningi. Svona áður fyrr var ég alltaf sú sem ferðaðist með kokteil við hönd og helgar drógust fram til fimmtudaga og jafnvel miðvikudaga líka. Ég forðaðist barnafólk eins og þau væru raðmorðingjar á eftir mér og sótti ég í vini sem voru svo alls ekki í barnahugleiðingum enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á að heyra sögur af ælupestum og horbörnum. Það kom sem sagt má aftan að mér þegar ég varð ólétt því ég vissi ekkert um hvernig ég átti að vera ólétt eða að eiga barn því ég hafði aldrei svo mikið sem haldið á barni áður en ég svosem hélt á dúkku eitt heilt kvöld á diskóteki í milanó þar sem það var hluti af grímu búningi ef það telst sem plús. En já svo kom óléttann með öllu sínum kláða, bakverjum og bólgum sem var jú spennandi nýtt að kljást við og svo kom barnið mitt. Ég var búin að tjá getuleysið mitt og þekkingarleysi varðandi börn og þá kom alltaf sama svar frá öllum, þegar þú færð barnið í hendurnar þá veistu hvað skal gera. 

Ég lá 20.okt 2015 á landspítalanum, útúr morfínuð eftir keisara og hélt á litla englinum mínum og auðvitað var þetta ást við fyrstu sín EN ég hafði ekki hugmynd hvað átti að gera. Barnið grét og fyrsta sem ég gerði var að kalla á hjúkkuna og spyrja hvað væri að barninu og svo eftir 2 stutta daga á spítalanum og við  komin heim, barnið grét og kallaði ég eftir mömmu minni því neiii þetta er ekkert meðfæddir hæfileikar að vera mamma. Mér fór að líða hálf kjánalega því ég horfði á barnið mitt og hafði bara ekki hugmynd hvað hann var að hugsa, afhverju hann var að horfa á mig og hvað í veröldinni vildi hann. Svo til að fá betra innsæi inn í hvernig á að vera mamma þá skráði ég mig í allskonar mömmuhópa á facebook og ekki skánaði þetta þar, allir eru með svör við öllu og ef maður er ekki lífrænt ræktandi kartöflubóndi sem gufusýður allt og notar plastfríar bleyjur, soðnar grisjur og gefur hand pikkaðar sveskjur þá er maður sko engin súpermamma. Ég sem er ennþá daginn í dag að reyna að halda mér bara vakandi meðan strákurinn minn er vakandi (jújú eftir 1 ár eru næturnar enþá svefnlitlar jafnvel þó að ALLIR hefðu sagt mér að þetta lagist sko alveg eftir fyrstu 6 mánuðina.. allt saman lygi) voga mér að kaupa krukkumat, nota pampers bleyjur og keypta blautklúta. Ekki hef ég heldur orku í að klæða barnið mitt krúttlega upp daglega, vakna fyrr og taka til svo ég geti snappað barnið mitt hreint og fínt og allt svo fallegt í kringum okkur. Ég þakka fyrir að ég finni rúmið mitt suma daga svo ég geti legið í kóma þar til að næsta vakning verður. Ég tók þann pólinn á þetta fyrir slóvakiu að hætta að hlusta á alla hina einnig ljósmóður mína sem var alltaf gáttuð að ég væri ekki hætt að gefa pela á nóttunni (hún hefur ekki átt nógu mikinn tíma með ákveðna barninu mínu sem bara gefur mér á kjaftin ef ég reyni svoleiðis vitleysu) og afhverju ég sé ekki að lesa bækur á ÍSLENSKU var sérstaklega tekið fram þar sem æfa þarf tungumálið öll kvöld,en hann á ítalskan föður, allir þeir sem hafa svona snilldar ráð fyrir mig ætla ég að bjóða að eyða svona 2 sólahringum með Domenic mínum á meðan ég sef og sjá hvort að ráðin dugi ekki vel. 

Að vera meðfædd í hlutverk sem mamma HM? Jú eflaust hafa margir  þetta í sér og nenna alveg að spjalla um kúkableyjur og að barnið þeirra sé byrjað að segja baba en það virðist að minnsta kosti koma seint hja mér. En barnið mitt  kann svo sem vel að öskra og öskrar alveg súper hátt. Ég get verið stolt af því. 


Að ferðast með 6 mánaða næstum meter!

Ég geri allt á eiturhraða,kærastinn minn var svo elskulegur og bað mìn ì byrjun febrùar svo við ákváðum að halda brúðkaupið okkar á Sardeníu 1.jùni næstkomandi. Ekkert mikið að pæla í tíma eða stað bara að klára þetta af sem fyrst. Jú bara 3 og hálfur mánuður til að plana allt brúðkaupið en hversu erfitt er það að plana smá partý?! Nr. 1 kjóllinn auðvitað sem fyrir mér var nokkuð auðvelt, svo bara hin smáatriðin eins og staður, blómadót og annað dútlerý!

Ég var búin að steingleyma að Sardenía er ekkert mikið netvænt og hafa fæstir heyrt orðið google hvað þá að vera með heimasíðu það er eitthvað svo framandi í þeirra eyrum, en það gerði allt "dútlerýið" talsvert erfiðara. Að reyna að útskýra blómategundir í gegnum sìma á ítölsku reyndist bara vera einu númeri of flókið fyrir mig þar sem ég vissi ekki einu sinni heitin á þeim á íslensku. Skyndiákvörðun var tekin að skella sèr til Sardeníu og skoða blessuðu blómin,andlit við blóm "face to face". Kærastinn svo mikill ítali stundum byrjaði með ferðalista nokkrum vikum fyrir brottför og var hann allur stressaður að fljúga með "litla" 6 mánaða gamlan "allt of stóra" (lesist 10kg) strákinn okkar sem èg bara botnaði ekkert ì. Ég var mjög chilluð þar sem við máttum vera með kerruna hans alveg að hliðinu, svo væri hún bara tekin af starfsfólkinu svo ég botnaði all ekkert í þessu stressi. Ég játa mig sigraða því: Bugun!

Ferðin byrjar svona: Strákurinn er vakinn klukkan 4 um nótt og hann svona frekar pirraður við þessa svefnröskun svo hann ákvað bara að pirra foreldra sína og vera bara ALVAKANDI. 

Komum á flugvöllin og allt gekk eins og í sögu, check in gekk vel, vorum tímaleg svo náðum morgunmat og allt eins og blómið eina með kerruna alveg að hliðinu en engin varaði mig við þar!! Fugferðin til London var jú mjög svefnlaus annað en strákurinn tók heilar 20 min. lúr og þar sem hann er rétt tæpur metri gaf hann ekki foreldrunum neitt of mikið pláss í sætunum svo á milliþess að vera kramin í sætunum vorum við á röltinu með 10kg böndulinn okkar. 

Svo byrjaði stemmingin, flugfreyjan kom til mín og sagði Brosandi (he*** kvikyndið) að kerran biði bara við bandið þar sem töskurnar okkar voru, jújú takk fyrir þær fréttir sagði ég enda vissi ég ekki betur en að taka þeim fréttm góðlátlega. Við tók í London svona 2 km langur gangur og þar með 2 stigar, með 10 kg barn framan á mér og handfarangurstösku í eftirdragi. Ég orðin vel sveitt með smá gubb framan á mér þar sem hann tók smá gubbusession á leiðinni enda frekar langt hoss á svona löngu labbi. Þá blasti við svona kílómetra löng röð í passa tékk, mér var hugsað til flugfreyjunnar og gaf henni á kjaftinn í huganum á þessum tímapunkti. Um 25 minutum síðar og barnið mitt orðinn vel æst og byrjaður að hjóla eins og geðsjúklingur með löppunum tók við önnur ganga um kílómeter og þar blasti svo loksins við blessaða kerran sem ég hefði bara betur skilið eftir heima. 

Í London var svo 7 tíma bið og hann Domenic minn í fullu fjöri ennþá, og á öðrum tímanum þar var hann búinn með alla mjólkina. Þá hófst leitin að mjólk handa barninu sem var alveg orðinn súper pirraður og mátti ég ekki einu sinni líta á hann án þess að hann kvæsti. Fundum svo jú loksins mjólk, hann svona aðeins sáttari en ekkert á því að sofa né ekkert á því að vilja vera í blessuðu kerrunni enda orðin svo góður vanur að hann var bara sáttur með að láta halda á sér og hossast um allt! Næsta flug sem við áttum var með easyjet og fer ég ekki nánar útí hvað plássið var lítið með hann í fangi þar sem flugvélin var full. Strákurinn auðvitað ekkert búinn að sofa nema þessar 20 min á 9 klukkutimum, hann var með vel víruð augu og stjarfur af þreytu en alveg neitaði að sofa meira segja á tímapunkti er ég nokkuð viss að hann hafi hætt að blikka augunum. Eftir 11 tíma ferðalag lentum við á Sardeníu, ég og kærastinn minn ennþá saman sem kom mér kanski mest á óvart. Ég var á þessum tímapunkti hætt að finna fyrir höndunum á mér og kærastinn keðjureykjandi með titrandi hendur af þreytu fyrir utan flugvöllinn á Sardeníu.

En þetta tókst! Krakkinn sofnaði svo í bílnum á leiðinni á hótelið og svaf næstu 12 tímana, ég fékk mér rauðvín til að gleyma fyrripart dags og kærastinn varð eftir úti að klára sígarettupakkan sinn.

Að ferðast með stæl með einn 6 mánaða er vissulega erfitt!

Þreytta mamman.  

 


Fæðingarorlof eða frí!

Ég var búin ad hugsa tetta allt út, fæðingarorlof, loksin tími til að gera hluti sem ég var búin ad láta biða of lengi. Gerði ekki mikid í óléttunni tar sem ég var ad jafna mig eftir lappa aðgerð, æla reglulega, einnig ýmsar skemmtilegar aukaverkanir eins og járnskortur og var tví alltaf svakalega treytt. Fékk svo jú ofsakláða vegna ofnæmis fyrir jáfnlyfjunum sem var verr en treytan og jú svo má ekki gleyma reglulegu grátkostin sem ég tók. 

Fæðingarolofið ætlaði ég að nýta í að skrifa bókina sem mér langaði að skrifa, auðvitad fara í ræktina helst daglega, og svo labba um bæinn svaka fín og sæt (eftir ræktina jú) með kerruna sjá fólk og hitta vini. Einnig var ég með á plönunum að taka kanski eina borgarferð með lillan, sýna honum heiminn. Var búin að skoða mér masternám og taka fram prjónablöðin... var orðið svona hvernig Ansy sigrar heiminn!

 

Ég viðurkenni auðvitað að ég hef gott sem ekkert vit á börnum, fyrir mér börn hafa bara verið lítið fólk sem ég hef séð í fjarska. Hafði aldrei skipt á bleyju áður og bara engin kunnátta á barnahlutum. Sem sást ágætlega á okkur föðurnum fyrstu dagana, vorum eins og hauslausar hænur á spítalanum með alltof stórar bleyjur og alltof lítil föt með risa barnið okkar.

 

Dagurinn minn var svona:

2 mánuðir eftir fæðingu....

Vakna klukkan 5 eftir 3 tima svefn (sá lengsti sídan ég sá veggi landspitalans, pabbinn en að leika sér bara í Saudi Arbíu) 

Hita pela og loka aðeins augunum tegar vatnid er ad sjoda... næstum sofna.

Labba um 2 km göngu um íbúðina med 6 kg á öxlum (tel tad bara sem ræktin).

Syng einhverja tvælu á einhverju tungumái líklegast ítalska, gæti svosem verid bull er bara er ekki viss lengur. 

Klukkan orðin 7 gefst upp og kveiki ljós, sé skælbrosandi andlit sem er ekkert ad fara ad sofa...

Klukkan orðin 11.. eftir mikla baráttu sofnar lillinn, eh nei nei hann bara ad plata opnar augun eftir 5 minutur arggggggggggg. 

Klukkan 1 er orðin nett geggjuð, sé ekki af treytu og man ekki lengur hvað ég heiti, fer með Domenic út i bílinn (eini staðurinn sem hann sefur) svo nota tíman á meðan krílið sefur og fer í búðin (afrek dagsins) 

Klukkan 5, sofna í 15 min og virðist tað vera nóg bara, mesta treytan farin svo fer i sturtu!!!!  

Klukkan 6, hann sefur og ég nota tíman til að stara á vegginn. Vá treytan kom á blússandi ferð alveg margfalt til baka (hvað var ég að eyða orku í að fara í sturtu?!?)

Klukkan 8 og kominn kvölmatartími.. hef ekki orku í að spá í mat heldur held mínu diet prógrammi áfram og hringi í félaga mína hjá Dominos. Held ég hafi skammast eitthvað í sendlinum áðan um að teir bjóða ekki upp á ís, er samt ekki viss. 

Klukkan 11, lillinn er búin að vera vakndi bara allt of lengi, magapirr og grátur samblandast við útvarpshljóðin - litla krílið mitt er kveisubarn með big K. Rugga 6kg "litla" barninu mínu til svefns, legg hann niður og augun opnast... ég græt inní mér, hef ekki orku í að gráta tárum úffff! Leggst niður og ég sofna (hann væntarlega sofnaði á einhverjum tímapunkti líka) - svo bónus vakning korter í 12, lillinn svangur og ég fer að hugsa hvort ég mögulega gleymdi bílnum í gangi frá tví um daginn?!

Svaka ánægð með daginn, náði sturtu svo lykta minna af ælu og mjólk :D

 

 

 

 


Grátur á flugvellinum!

Jæja, loksins þegar hin brjálæðislega þreytta og splæsta nýbakaða móðír ákveður að fara að vera dugleg (lesist blogga reglulega, vinna í verkefnum og stunda ræktina) þá leggst maður bara í jólapestina og lillinn auðvitað með. Ef eitthvað er erfiðara að vera með nokkra vikna gamalt barn, er að vera veikur með nokkra vikna gamalt barn fárveikt.

En jæja ég var að skrifa um dásamlega sólahringinn sem ég eyddi í Milanó í sumar, ólétt og að jafna mig á fótaaðgerð..mundi segja alveg ein sú versta af mörgum vondum hugmyndum sem ég hef fengið. En já eftir daginn frá hell að vera matarlaus, föst í biðskýli eða inn í rútu með kolbiluðum ítölum (reyndar var kærastinn minn pollrólegur en hvað átti hann svosem að gera með extra viðkvæma kærustu í eftirdragi, batnaði ferðin því miður lítið. 

Við vöknuðum á hótelinu sem var sem betur fer staðsett á flugvellinum, ég hugsaði nú jah þetta getur nú varlað versnað. Eitt sem maður hefur heyrt of í gegnum tíðina eru sögur um að óléttar konur verði skapvondar og pirraðar, þá átti það alls ekki við um mig (sem betur fer því ef svo hefði verið hefði ég persónulega sjálf orðið hrædd) en ég varð aftur á móti einstaklega viðkvæm og mátti lítið ske eða segja og þá var ég tilbúin með tárin. En já ég vaknaði sem sagt svöng sem þýðir bara eitt, extra viðkvæm svo ekki byrjaði þetta vel, svo við hröðum okkur út af hótelherberginu til að reyna að finna mat á flugvellinum. Tárin mín voru alveg á stand by ef eitthvað mundi klikka.. þarna blasti við okkur mcdonalds og var Andrea sendur þangað að kaupa hamborgara, ég var sett á kerruna ofan á ferðatöskuna þar sem ég var of hægfara. Á meðan biðinni stóð var ég orðin klökk, svo þegar hamborgarinn loksins komst í hendurnar á mér var farið að renna eitt og eitt tár meðan ég tróð upp í mig þurrum ostborgara eins og enginn væri morgundagurinn. 

Svo kom restin af deginum, kerran sem tengdó gaf mér var semsagt 3 í einu og var það kerra, vagn og bílstóll og var pakkinn nánast jafn stór og ég. Inrritunin var langt því frá að vera skemmtileg, fyrst því enginn mætti fyrr en klukkutíma of seint ( ítalir aftur að koma sterkir inn með tímaskyn sitt) og svo var ég með kassa sem gat innihaldið lík af fullvöxnum karlmanni i stærri kanntinum. Þegar þetta var loksins búið þá var bara kominn tími fyrir kærastan minn að ná sínu flugi svo hann var þotinn af stað í sitt flug. Ég hálf lappa laus og komin með smá magakúlu og hormónasveiflur, wambla að hliðinu mínu. Flugið átti semsagt að fara klukkan 11 og var nú alveg að koma að því kom sú skemmtilega tilkyning að fluginu seinki ( fengum nú ekki skýringu á afhverju annað en það er allt sem seinkar í blessuðu Mílanó) en þetta var alveg dropinn sem fyllti mælinn á hjartanu mínu og grét ég þarna alein ofan í vatnsflöskuna mína og var alveg óstöðvandi. Ólétt kona að gráta getur hljómað svona nánast krúttlegt en ég var alls ekki þannig, held ég hafi frekar minnt á móðursjúkan einstakling sem var týndur. Ég grét með ekka og það gekk þannig fyrir sig að jafnvel þó ég hætti þá byrjaði ég alltaf aftur. En á þessum tímapunkti sat ég hjálparlaus ein á flugvelli og grét semsagt alla leiðina heim, náði að stoppa smá í flugvélinni þar sem það var að koma matur en þegar ég komst að því að wow tekur ekki við debetkortum þá byrjaði ég aftur. 

Var svo hæst ánægð að lenda í Keflavik eftir 4 tíma flug með tárin streymandi niður og var orðin alveg sú hressasta. Náði svo í vagninn með mikilli áreynslu og klukkan orðin 2 um nótt og mín orðin dauðþreytt og svöng auðvitað. Móðir mín tók svo á móti mér á flugvellinum og við héldum heim til Reykjavik en þá sprakk á bílnum - endalega gafst ég bara upp á öllu, gat ekki grátið þar sem öll tárin voru bara búin, ég semsagt uppþornuð í augunum svo ég grét inn í mér meðan ég beið á vegarkannti með vagn, kerru og stól að bíða eftir leigubíl. 

Note to self; Aldrei að taka sólahringsferðalag, ólétt og splæst í stórborg! 

Ég játa mig sigraða! 

 


Umferðarkreppa í Milano!

Jæja nú er prisinn minn orðinn mánaðargamall semsagt kominn í fullorðins tölu svo ég fæ smá breik hér og þar yfir daginn í að skrifa en ég var komin hálfa leið til Milanó með söguna mína. 

 

Lentum í Mílano klukkan 12:40 á staðartíma, vitlaus flugvöllur reyndar og þar sem þetta var bara sólahringsferð var það frekar mikill ókostur. Hjólastóll beið mín á vellinum og í kaupbætti fékk ég suður ítala sem ég skildi ekkert hvað sagði svona með sem bónus sem var semsagt 'driverinn' minn. Hann hefur um ævina greinilega horft of mikið á formúluna og keyrði mig um ólétta með bundnar lappir á milljón um allan flugvöllinn, kærastinn minn kom hálf skokkandi fyrir aftan okkur með töskurnar í eftirdragi og ég svona baðandi út höndunum gargandi á hann hvort hann væri ekki alveg örugglega með okkur í sjónmáli. Hélt ég mundi andast þegar hann svo tók upp símann og fór að öskra á suður ítölsku og keyrði mig með annarri svo ég "slida" um til hliðar meðan hann reynir að finna balance á þessu öllu saman. Ég fékk semsagt ekkert að stoppa við í búðum né að borða heldur keyrði kauðinn mig bara alveg út sagði svo voila gjörið þið svo vel og fór síðan burt, Þetta sólahringsfrí eftir allt flugið byrjaði einstaklega skemmtilega og vakti okkur vel upp. 

Þar sem hótelið og næsta flug var á öðrum flugvelli þurftum við að finna leið til að komast á milli, meina þetta er jú Ítalía og þeir sem þekkja sig  þar vita að samgöngur eru ekki sterkasta hlið þeirra. En ok fann rútu sem fór á milli (hljómar mjög auðvelt) en hún átti ekki að fara fyrr en 3 svo litla óléttan gat borðað þar sem ítalinn á flugvellinum skaut mér út á innan við 10 minutum þá áttum við alveg 2 tíma til að eyða þar. Linate er jú lítill flugvöllur og þar sem ég var ekki mikið göngufær á þessum tímapunkti og komst ekki langt þá var auðvitað ekkert að borða nema INNI á flugvellinum. Ok Ok ég gat mögulega lifað þessa 2 tíma af, grét smá en ekkert samt sem sást neitt svo það var í lagi. Loksins kom rútubílstjórinn hann leit út fyrir að vera 13 ára, náði varla með hausinn yfir stýrið, við komum okkur fyrir og svo var lagt af stað ekki nema hálftíma of seint (sem er met tími í Milano). Við keyrum af stað og ég sé að rútan er að fara bandvitlausa leið, hann fer upp til Norður Milano og hringsólar þar um. Eftir góðan klukkutíma fer fólk að standa upp og verða hálf pirrað margir sem greinilega voru að fara í tengiflug þá komumst við að því að þetta var fyrsta ferðin bílstjórans og hann var týndur. Ég á þessum tímapunkti orðin svo svöng og mjög sorgmædd yfir öllu þessu og pirringurinn alveg að fara að koma yfir mig en gat alveg andað rólega því þetta var bara byrjunin sem fór bara versnandi.

Eftir einn og hálfan tíma í þessari bilaðslega heitri rútu stoppaði litli bílstjórinn á bensinstöð sagði ekki neitt heldur labbaði bara út og fór í símann, ennþá vorum við inní borginni og ekki nálægt Malpensa flugvelli. Klukkan orðin 6 og þeir sem áttu flug væntanlega búnir að missa af því svo um að gera bara að slaka á, en enginn virtist vera á þeim nótunum og allir í rútunni á þessum tímapunkti byrjaðir að öskra. Litli barnabílstjórinn á sinni fyrstu ferð náði ekki að klára rúntinn sinn heldur keyrði okkur bara upp á lestarstöð kunni semsagt leiðina þangað og lét okkur vita fagnandi að það væri lest að fara eftir hálftíma upp á flugvöll. Fólk mishrifið hendist út úr rútunni og inn á lestarstöð. Við sem betur fer áttum flug daginn eftir en ég orðin svo svöng að ég þakka fyrir þann dag í dag að ég myrti ekki kærastann og át hann. 

Bílstjórinn og farþegarnir vissu ekki eitt það var föstudagur, og jú þeir sem þekkja ítalíu vita vel að föstudagar eru betur þekktir sem verkfallsdagar á öllum samgöngum sem þyðir jú að þeir fara bara eftir henntisemi. Klukkan orðin svo lítið sem 7 og allt lokað á lestarstöðinni auðvitað svo enginn matur, þarna var ég orðin buguð og bara búin að gefast upp, lestin átti að fara klukkan hálf 8 en þar sem verkfall var í fullum blasti þá fór hún aðeins eftir áætlun eða klukkan 11, í millitíðinni fór kærastinn minn að leita af mat án árangurs og ég eignaðist nýjan hobo vin frá Indlandi sem flakkar á milli lestarstöðva og hélt mér félagskap á meðan. Eftir allt þetta við orðin máttvana og vel bugað par skriðum við loksins inn á flugvallar hótelið rétt eftir miðnætti, auðvitað var matsölustaðurinn þar lokaður en á þessum tímapunkti var hin skemmtilega aukaverkun óléttunnar farin að segja til sín svo gat ekki hugsað um hungur heldur lagðist ég upp í rúm og lagðist niður dauð.

Kosturinn við þetta er að kærastinn sem aldrei hefur farið til milano fékk hana alveg beint i æð :)

 


Beinbrot og ælupokar!

jahh gleymdi mér um stund, hef eki bloggad um mína dásamlegu óléttu og adgerdar upplifun í talsverdan tíma en núna er ég bara heima og bíd eftir tví ad barnid komi í heiminn hef ég allan tann tîma í ad skrifa færslu á milli tess sem ég sef og æli (já segi tad satt Æli og komin 8 og hálfan mánud á leid). 

En aftur fer ég til baka, ég er alveg sû brádlátasta sem fyrir finnst í tessum heimi. Eftir adgerdina sem ég fór í á fótunum ætladi ég heldur betur ad slaka á og liggja med lappir upp í loft og gera ekki neitt. vika leid og ég var sjálf farin ad rúlla mér út um allt verkjalyfjalaus og standa upp án tess ad detta. Kærastinn minn fékk sîmtal ad hann væri kominn med vinnu î Saudi Arabíu og átti ad byrja í byrjun júni semsagt um 1 og hálfum mánudi eftir adgerd. Mér fannst tetta hid besta tækifæri ad fljúga med honum og ná í kerruna sem tengdaforeldrar mínir voru búnir ad kaupa handa okkur og var hún stôdd á ítalíu. Ég ákved ad skella mér til Milano med Andrea, kvedja hann og ná kerrunni heim eina fyrirstadan var ad ég komst ekki í skó, lappirnar voru allar bundnar og bólgnar og ég gat bara tekid nokkur skref í einu, morgunógledin hefdi breyst úr morgunógledi til 24/7 ógledi en annars var allt bara í blóma. 

Koman: Búid var ad panta hjólastól upp á velli, gekk eins og í sögu var bara rúllad um upp á flugvelli og ég gat bara chillad med pokana, sitjandi og fór fram fyrir allar radir. Smá svona hjólastóla VIP fílingur, ef ég hefdi ekki verid í hjólastól, med bundnar lappir og í plastskóm hefdi mér pottétt lidid eins og Celeb. 

Flug: kem inn í vélina hjá wow tá er Helga Braga flugfreyjan og ég hugsa tessi dagur getur ekki verid betri enda fór êg beint ad hugsa um Gydu sól. EN jú allt tetta góda tarf ad taka enda á einhverjum tímapunkti. Blódid rann allt nidrí lappirnar vid ad sitja í vélinni svo eftir klukkutíma voru lappirnar eins og á festar fílslappir, sá ekki lengur hvar tásurnar byrjudu eda endudu. Yndælis Helga baud mér klaka í poka til ad setja á lappirnar og turfti êg ad setja lappirnar upp á Andrea (meinta kærasta) svo flugferdin hans var ansi ótægileg get ég rêtt ímyndad mêr. Tad var ekki nema 20 minutum seinna sem ég turfti ad kalla aftur á flugfreyjuna um ad gefa mér ælupoka tar sem morgun ógledin klukkan 4 byrjadi ad kikka svona skemmtilega inn og strákurinn fyrir framan mig var greynilega ad drekka mjólk dóninn tad fannst sko á lyktinni! Tar sem ég gat ekki stadid upp né hlaupid eitt né neitt tá sat ég tarna í tröngu flugvélasæti med lappirnar upp í loft, sem reyndar litu ekkert út eins og lappir lengur og kúgadist og kúgadist. Flugfreyjan horfdi einmitt á mig med sorgaraugum og sagdi hversu skrítid henni fannst ad mér væri óglatt eftir fótaadgerd, en ég fræddi hana um ad tad væri alls ekki stadan heldur væri ég ólétt. Svipurinn henna breyttis fljótt í meira svona "hvad ertu ad pæla manneskja" svip. Tessi ferd var ad minnstakosti ógleymanleg í alla stadi. 

 

....to be continued

 


Rúllustóll og hurðakantar!

Ég tek nú eitt skref í einu og hugsa ekki lengra - stoppa bara þar og allt annað hlýtur að reddast enda munu hlutirnir alltaf fara á einhvern hátt svo afhverju að fyribyggja það versta. Smá spenna skemmtir Aldrei :)

Skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á fótunum á mér var búinn að tala um að ég mætti ekkert hreyfa mig fyrstu vikuna nema þá á klósett og þá mestalagi ná í að borða. Hann ráðlagði mér að til að vera ekki að labba á nýsöguðu beinunum mínum og skrúfunum sem tjösluðu saman beinunum að nota skrifborðsstól eitthvað sem mundi rúlla mér áfram. Ekki átti ég svoleiðis en þá fór allir að leita eftir stól sem rúllaði og viti menn á 4 degi eftir aðgerðina var kominn einn slíkur skrifborðsstóll í allri sinni dýrð heim sem að nágranni okkar var svo elskulegur að lána okkur, en ég  er nú samt alveg nokkuð viss að hann sá svo smá eftir því . Þar sem óléttan var farin að segja aðeins til sín og þar af leiðandi urðu pissuferðirnar aðeins fleiri gerði ég mér ekki alveg grein fyrir hversu HÆGT það er að koma sér upp úr rúmi, lyfta 5 kg klumpunum á löppunum niður og lyfta mér yfir á stólinn og þaðan rúlla mér inn á klósett. Jú rúllið sjálft var svosem ekkert mega mál það voru hel*v* kantarnir sem gerðu ferðina ansi erfiða og og var ég ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Ég prófa því hversu erfitt getur þetta verið; fyrsta ferðin tók mig 20 min að lyfta stólnum yfir kantinn á baðherberginu sem fól í sér að standa upp á hælana ná að balanca mig yfir kantinn sem allt í einu virtist talsvert hærri og meira óþolandi en nokkurn tíman fyrr. Ok stóð upp rétt og þá var það að lyfta stólnum yfir kantinn sem stuðning og svo koma mér sjálf restina af leiðinni með tilheyrandi ópum og smá að henda niður öllu sem var nálægt mér. 

Þetta gekk nú, samt ekki alveg eins og í sögu en gekk svo eitt stig fyrir mér og var ég mjög stolt af þessri fyrstu klósettferð án hjálpar frá örðum heimilsaðilum. Næsta ferð var ekki eins glæsileg. Barnið fór að kikka inn og þurfti ég alveg í spreng svo spurningin var að pissa í mig bara í rúminu eða ná að koma mér á ansi meiri  hraða en áður því 20 mínútur mundu verða sirka 19 min of mikið. Svo viti menn ég harka þetta af mér lyfti mér í stólinn og rúlla mér eins og ég ætti lífið að leysa, ákvað að rúlla mér bara yfir kantinn og sveifla mér yfir á klósettið. Það gekk alls ekki eins og í sögu því þegar ég rúlla mér yfir kantinn fer eitt hjólið af kvikindinu svo stólinn plompar niður með tilheyrandi látum og mér brá svo mikið að ég greip eins og ég ætti lífið að leisa í handfangið með þeim afleiðingum að handfangið brotnar undan álagi og stressi (giska ég á). Ég fell niður svona í slow motion niður rétt við klósettið næ þó að hífa mig upp og pissa í klósettið og mesta furða í öllu þessu að ég hafi ekki hreinlega pissað á mig. Ég í sælu minni búin að pissa og ná að jafna mig skælbrosandi yfir því að ég náði öllu þessu þ.e.a.s. rúlli og dettu á innan við 2 min en greyið kærasti minn í vægu hjartaáfalli yfir látum og veinum en það er fórnarkostnaður sem fylgir að eiga ólétta og beinbrotna kærustu með skapbresti og pissuvandamál. 

Þannig fór sagan af dags-rúllustólnum, en eftir þetta voru ferðirnar talsvert erfiðari enda hálf ómögulegt að halda jafnvægi á 2 hjólum en nágranninn minn átti núna ekki bara 1 stól heldur stól og 2 aukahluti sem hægt var að nota sem ágæta gestaþraut, hvert eiga hlutirnar og fara og hvernig passa þeir saman?!.

So far á ég ekkert dásamlega skemmtilega reynslu á stólum með hjólum. 

 


Sónar og hjólastólinn!

Fyrsta ferð mín í sónar verður sennilega ógleymanleg, enda var hún frekar spes. Ég var semsagt í aðgerð á fótum 2 dögum áður og auðvitað voru verkirnir í takt við það. Nóttin var erfið enda með mikla ógleði og með 7 kodda undir lappirnar og svo voru þessar glæsilegu boxhanska umbúðir á báðum löppum svo þær voru sirka 5 kílóum þyngri. 

Ég svaf í svona  2 tíma þessa nótt, vaknaði mjög splæst verð ég að viðurkenna, smá eins og ég hafði tekið of mörk tequilaskot kvöldinu áður og dottið í framhaldi niður stiga, þannig splæst enda búin að sofa lítið, sem og engin verkjalyf og til að bæta það þá voru nokkrar æluferðir farnar um nóttina. Það sem bætti ekki upp á "lookið" mitt var að ekkert passaði yfir þessar lappir nema íþróttabuxur svo ég ákvað að classaði það upp með að fara í blazer jakka við en það var mjög sorgleg tilraun með að líta vel út. En klukkan 7:30 fer ég að reyna að klöngrast með allar þessar lappir niður stigan þar sem ég átti tíma klukkan 9, það gekk svosem áfallarlaust fyrir sig nema það tók rétt um 45 minútur. Keyrðum upp á Landspítala en þá sá ég að það var trappa UPP fyrir framan svo ekki var fræðilegur möguleiki að ég gæti labbað það en þá var mamma sett í það að leita af hjólastól fyrir kripplinginn og kærastinn var meintur töskuberi. Jæja svo var ég komin í hjólastólinn nær Andrea ( meintur töskuberi og kærasti) að klöngrast með mig upp tröppuna en rak mig reyndar í hurðina á leiðinni inn svo auðvitað rak ég upp alveg svakalegt vein sem var bara fals alarm þarna þar sem það var ekkert barn að koma. Anderea rúllar mér svo inn á setustofu þar sem 2 kasóléttar konur sitja, setustofan er mjög lítil og ekki hjólastólavæn og þar sem ég komst ekkert auðveldlega úr stólnum þá rúllaði hann mér bara inn á mitt svæðið, læsir stólnum og fer svo sjálfur á klósettið. Ég sit þarna eins og einhver partur af húsgögnum á miðju svæðinu mjög mikið "Mætt".Konan sem var í afgreiðslunni sem er þá bakvið mig segir "jah ég held að þú sért nú á vitlausum stað elskan mín, þetta er fósturgreiningardeild". Ég reyni að snúa mér eftir bestu getu við og segi henni að jú jú ég sé að bíða eftir sónar. Þá sá ég að brosin á fólkinu breyttist í aumkunarsvip svona "æjæ hvað hún á bágt þessi, ekki nóg með að vera í hjólastól heldur líka ólétt". En ég komst nokkuð heil í gegnum sónarinn og allt gekk nú vel þar sem betur fer en það var auðvitað þetta ekki búið þar sem ég átti að fara í blóðprufu og þar sem hjúkkurnar voru í verkfalli þurfti ég að bíða til klukkan 1. Ekki gat ég 'skotist' heim með þungu lappirnar mínar og með hjólastólinn í eftir dragi svo á þessum 3 og hálfum tíma þurfti ég að bíða þarna á setustofunni og finna öll þau sorgmæddu augu á mér sem áttu leið hjá þegar þau sáu mig. Frá 9 til 3 var semsagt hjólastólað upp á Landspítalanum. Vika 2 í vitneskju af óléttu var semsagt mis skemmtileg en somehow tókst þó :) 

 

11156198_1041414935887185_68409996402776378_n

Dressed to kill!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband