ófrísk eða ekki!

Nú er kominn nokkuð langur tími síðan ég skrifaði síðast og alveg ótrúlega margt hefur gerst á þessu 1 ári og 2 mánuðum.

Ég flutti frá Milano til Íslands eftir 8 ára dvöl sem var eflaust rétta ákvörðunin á þeim tíma en síðan þá hef ég séð alveg fullt af snjó og helling af rigningu smá minna af sól samnt. Ég var ein af þeim sem var að flýja land til að skoða heiminn svo ég fór í nám þar sem var æðislegt en eflaust naut ég þess meira að sitja við bakka Naviglio að drekka eins og einn eða 2 spritz í sólinni. Fyrsta mál á dagskrá var tískuskóli svo læra ítölsku, skoða ítölsku gæjana, ferðast og svo starfa innan einhvers þekkts tískuhús og þegar það var allt búið þá var ekki mikið eftir en að drekka bara spritz svo ég ákvað ég að snúa heim á leið.

Eftir mjög stutt stopp á íslandi fengum við móðir mín þá hugdettu að taka 3 mánaða ferðalag um ítalíu og auðvitað þar og þá á lítilli eyju rétt við ítalíu (sardegniu) kynnist ég kærastanum mínum. En svona til að flækja hlutina aðeins meir eins og mér er líkt þá var hann líka bara í heimsókn hjá familiunni sinni þar en var búsettur í Saudi Arabíu svo ekki nema 17 klukkustunda ferðalag á milli okkar.

Við ákváðum samt að vera bara svona ótrúlega ástfangin bara eins og skot svo við vorum trúlofuð innan 3 mánaða og svo 7 mánuðum síðar "boom". 

Við tókum þá ákvörðun jafnvel eftir mikla flensu sem ég hefði verið að berjast við að fara á sónar reykjavik. Fyrsta kvöldið sat ég á bekk fyrir framan að DEYJA úr hita í samt 4 gráðum og miklum vindi og stóð greyið kærastinn minn eins og lítil hrísla við hlið mér með töskuna mína og búinn að vefja jakkanum mínum utan um hálsinn á sér mjög nútímalegur trefill sem honum fannst hvorki sætt né skemmtilegt en það kvöld endaði áður en það byrjaði. Annað kvöldið þá afsakið orðbragð ældi ég eins og enginn væri morgunn dagurinn en náðum þó að sjá 2 bönd áður en mér varð svo heitt og það endaði á að klukkan 12 var kvöldinu lokið. En ég fékk þá hugdettu að stoppa við og kaupa pulsu á leiðinni heim og þar sem ég var með magann tómann þá átti ég alveg skilið 2 pulsur. Kærastinn minn sem hefur alveg trölla trú á kærustunni sinni ákvað að skreppa á klósettið eftir að pulsurnar voru komnar en vitið menn þá var bara allt búið þegar hann kom til baka og nennti ég ekki að bíða aftur í röð bara til þess að Hann gæti fengið sér að borða svo fórum heim 3-0 fyrir mér (skil ekki alveg hvernig sambandið sé enþá gangandi)

Eftir allar þessar pestir, vanlíðan, þreytu og uppköst þá var ég ekkert að skilja hvað var að mér. Ég var að fara í aðgerð á fótum svo var búin að vera hjá læknum og upp á spítala þó nokkuð svo var alveg á því að þetta var bara stress. Svo var það í lok mars þæa fer meintur kærasti út í sjoppu að kaupa handa mér að borða og kemur heim með jólaljósin í augunum og ætlar svo að gleðja kærustuna sína og koma henni á óvart og kaupir jú pulsu með öllu. Ég fer að hágráta sest niður og næ varla andanum hann stendur eins og kleina enda ekki íslenskur og skilur ekki neitt hvað hefði gerst, hvort hann hafi misskilið eitthvað en í gegnum tárin og ekka ná ég að stama úr mér að ég borða ekki remúlaði hann horfði á mig tómum augum svo á pulsuna og sagðist ætla að skreppa út, stuttu seinna kom hann heim færandi mér óléttupróf. 

Jahh aldrei áður hefði ég tekið óléttupróf, hef ávallt verið þessi segjum kærulausa týpa, aldrei sérstaklega viljað börn eða haft mikinn áhuga á börnum, hef bara verið í samböndum sem endast bara í um 2 ár en sem áttu bara að endast viku. En jú nú var komið að því að pissa á prik og sjá hvað gerðist. Ég geri það og það koma 2 línur á prikið, ég les á blessaða kassann engin lína þýðir ógilt, ein lína neikvætt, 2 línur jákvætt ef þær eru báðar sterkar ( báðar sterkar hugsa ég, hvernig veit maður það ef maður hefur aldrei tekið svona áður?!) jah ok 2 línur koma upp en ég er ekki alveg viss hversu sterkar þær eiga að vera en ég skondrast niðrí stofu og horfi á kærastann minn, hann er með svona spurningsleg augu eins og hann vilji fá svar. Ég bregst í grát og hálfgerðlega garga á hann "Ég skil þetta ekkert, hvað veit ég hvað er sterk lína og hvað ekki?" svipurinn á honum breyttist í hálfgerðlega hræðslu. Well ég var ekkert lengi að jafna mig á þessu kasti svo ákvað að fara bara út í apótek og fá mér nýtt próf, eitthvað sem er aðeins nákvæmara. Ég fer í apótekið og þar er þessi yndælis kona að afgreiða og ég spyr hana einfaldlega hvort hún eigi óléttupróf sem væri ekki með strikum og eitthvað nákvæmara kannski með hvað langt ég væri komin ef ég væri ólétt og eitthvað sem mundi segja bara já eða nei. Konan horfði aðeins á mig "Nei" svarar hún. Eitthvað skrítið finnst mér þetta en þá vann afgreiðslu daman upp á greiningardeild landspítalans og sagði við mig að ef 2 línur hafi komið upp þá er öruggt að ég sé ólétt. Hún spyr mig "hvenær varstu síðast á blæðingum?" mér finnst þetta nú orðið ansi persónulegt og segi jah ég man pottþétt í desember, ég reyni að fyljast sem minnst með því enda ekkert mest spennandi tímabilin á árinu þegar maður er á blæðingum, ég reyni helst bara loka augum og bíða eftir að það sé búið svo ég geti farið að gleyma því. En til að forðast fleiri spurningar frá henni svona í miðju apótekinu kippi ég 2 prófum jú með þessum blessuðu línum með mér og forða mér út. Betra að triple tékka allt. 

En þannig eftir grátköstin og 3 prófum seinna komst ég að því að ég VAR pottþétt ólétt jafnvel það hafi verið 3 mánuðum og 5 "flensum" síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta vissu jú sumir!!!

Zordis (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband