Rúllustóll og hurðakantar!

Ég tek nú eitt skref í einu og hugsa ekki lengra - stoppa bara þar og allt annað hlýtur að reddast enda munu hlutirnir alltaf fara á einhvern hátt svo afhverju að fyribyggja það versta. Smá spenna skemmtir Aldrei :)

Skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á fótunum á mér var búinn að tala um að ég mætti ekkert hreyfa mig fyrstu vikuna nema þá á klósett og þá mestalagi ná í að borða. Hann ráðlagði mér að til að vera ekki að labba á nýsöguðu beinunum mínum og skrúfunum sem tjösluðu saman beinunum að nota skrifborðsstól eitthvað sem mundi rúlla mér áfram. Ekki átti ég svoleiðis en þá fór allir að leita eftir stól sem rúllaði og viti menn á 4 degi eftir aðgerðina var kominn einn slíkur skrifborðsstóll í allri sinni dýrð heim sem að nágranni okkar var svo elskulegur að lána okkur, en ég  er nú samt alveg nokkuð viss að hann sá svo smá eftir því . Þar sem óléttan var farin að segja aðeins til sín og þar af leiðandi urðu pissuferðirnar aðeins fleiri gerði ég mér ekki alveg grein fyrir hversu HÆGT það er að koma sér upp úr rúmi, lyfta 5 kg klumpunum á löppunum niður og lyfta mér yfir á stólinn og þaðan rúlla mér inn á klósett. Jú rúllið sjálft var svosem ekkert mega mál það voru hel*v* kantarnir sem gerðu ferðina ansi erfiða og og var ég ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Ég prófa því hversu erfitt getur þetta verið; fyrsta ferðin tók mig 20 min að lyfta stólnum yfir kantinn á baðherberginu sem fól í sér að standa upp á hælana ná að balanca mig yfir kantinn sem allt í einu virtist talsvert hærri og meira óþolandi en nokkurn tíman fyrr. Ok stóð upp rétt og þá var það að lyfta stólnum yfir kantinn sem stuðning og svo koma mér sjálf restina af leiðinni með tilheyrandi ópum og smá að henda niður öllu sem var nálægt mér. 

Þetta gekk nú, samt ekki alveg eins og í sögu en gekk svo eitt stig fyrir mér og var ég mjög stolt af þessri fyrstu klósettferð án hjálpar frá örðum heimilsaðilum. Næsta ferð var ekki eins glæsileg. Barnið fór að kikka inn og þurfti ég alveg í spreng svo spurningin var að pissa í mig bara í rúminu eða ná að koma mér á ansi meiri  hraða en áður því 20 mínútur mundu verða sirka 19 min of mikið. Svo viti menn ég harka þetta af mér lyfti mér í stólinn og rúlla mér eins og ég ætti lífið að leysa, ákvað að rúlla mér bara yfir kantinn og sveifla mér yfir á klósettið. Það gekk alls ekki eins og í sögu því þegar ég rúlla mér yfir kantinn fer eitt hjólið af kvikindinu svo stólinn plompar niður með tilheyrandi látum og mér brá svo mikið að ég greip eins og ég ætti lífið að leisa í handfangið með þeim afleiðingum að handfangið brotnar undan álagi og stressi (giska ég á). Ég fell niður svona í slow motion niður rétt við klósettið næ þó að hífa mig upp og pissa í klósettið og mesta furða í öllu þessu að ég hafi ekki hreinlega pissað á mig. Ég í sælu minni búin að pissa og ná að jafna mig skælbrosandi yfir því að ég náði öllu þessu þ.e.a.s. rúlli og dettu á innan við 2 min en greyið kærasti minn í vægu hjartaáfalli yfir látum og veinum en það er fórnarkostnaður sem fylgir að eiga ólétta og beinbrotna kærustu með skapbresti og pissuvandamál. 

Þannig fór sagan af dags-rúllustólnum, en eftir þetta voru ferðirnar talsvert erfiðari enda hálf ómögulegt að halda jafnvægi á 2 hjólum en nágranninn minn átti núna ekki bara 1 stól heldur stól og 2 aukahluti sem hægt var að nota sem ágæta gestaþraut, hvert eiga hlutirnar og fara og hvernig passa þeir saman?!.

So far á ég ekkert dásamlega skemmtilega reynslu á stólum með hjólum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband