Færsluflokkur: Lífstíll

Að sjá það ósýnilega!

Það sem þú sérð er eitthvað allt annað en það sem ég sé í flestum tilvikum. 

Ég fer með son minn að versla og öryggisvörðurinn sér óþolandi barn sem fiktar í hliðinu, ég sé strák sem er að velta fyrir sér hvernig hliðið opnast og lokast. 

Ég fer með son minn að versla og ókunnugir sjá illa upp alinn krakka sem grætur, leggst í gólfið eða jafnvel öskrar ég sé strák sem á erfitt með að vera í þessum aðstæðum og ræður illa við tilfiningarnar sínar. 

Ég fer með son minn á læknavaktina og afgreiðslukonan pirrast á að þessi strákur er að kalla á lyftuna aftur og aftur en ég sé strák sem finnst ekkert skemmtiegra í heimonum en að sjá lyftu opnast sem er svo sem ekkert örðuvísi en barn sem er að opna pakka því þetta finnst honum skemmtilegt! 

Ég fer með son minn á kaffihús og afgreiðslukonan spyr hvað heitirðu og finnst henni það dónalegt að hann svari ekki, ég sé bara strák sem getur ekki svarað en ekki af því hann skilur það ekki og ekki af þvi hann veit ekki svarið, bara einfaldlega honum finnst hann ekki þurfa að svara. 

Ég fer með son minn í flugvél og farþegi öskrar á strákinn minn fyrir að tromma með höndunum því það pirrar hann, það sem ég sé er barn sem er að róa sjálfan sig og bara með því að tromma þá er hann ekki að gera neinum neitt illt. 

Ég fer í Byko með son minn og þar eru ljós og læti svona rétt fyrir jólin. Strákurinn æsist upp við allt áreitið og var þetta kannski of einum of mikið fyrir hann. Hann hendir í æsingnum niður kössum af ljósaseríum og gamall maður tekur í hálsmálið á honum og skammar hann. Hann sem finnst hann þurfa að "ala upp" son minn í miðju Byko gerði sér örugglega ekki grein fyrir hversu illt hann var að gera syni mínum þar sem hann var grátandi og öskrandi í klukkutíma eftir þetta. En Takk þú sem fannst þú verða að taka í son minn sem var bara allt of spenntur inn í búð. 

Ég fer á bílaþvottastöðina til að þvo bílinn með syni mínum og hann vill auðvitað "Hjálpa mér" en ég kemst svo að því að básinn er  bilaður. Strákurinn minn þolir illa breytingar af einhverju tagi svo að fara upp í bílinn og færa hann er ekki til í stöðunn svo ég þarf að finna einhvern nálægt til að færa bílinn fyrir mig bara til að halda friðinn og að hann fái ekki "meltdown" á miðju planinu. 

Fólk gagnrýnir að hann sé dekraður því það er eldað sérstaklega fyrir hann í hverju hádegi og á kvöldin en ég þakka fyrir að hafa fundið eitthvað sem honum finnst gott að borða.

Svona tilfelli eru orðin svo mörg að ég get ekki talið þau lengur því þetta gerist í hverjum mánuði, í hverrri viku og nánast daglega. Það sem gerir það að verkum að fólk sér ekki það sama og ég því fólk er illa upplýst um einhverfu, það er illa upplýst um að það er margt fólk með alls konar einkenni sem eru ekki sjáanleg og gerir það að verkum að þau hegða sér kannski ekki akkurat eftir einhverjum félagslegum ramma. 

Stundum hugsa ég þótt ljótt sé að það væri auðveldrara þá sérstaklega gagnhvart öðru fólki ef barnið mitt væri með sjáanlega fötlun því ef hann væri t.d. í hjólastól þá þyrfti ég ekki að vera afsaka hann. Mér finnst sem móður að ég eigi ekki að þurfa að afsaka son minn eða útskýra fyrir fólki afhverju hann er eins og hann er því fyrir mér er hann er alveg fullkominn eins og hann er. Fólk á það til að dæma of fljótt og vera of skoðanaglatt en það sem ég hef lært á síðustu árum er að þolinmæði kemur manni langt áfram sem og að pirra sig ekki á litlu hlutunum sem á endanum skipta ekki máli. Við skiljum kannski ekki alltaf hvernig einhverfir hegða sér eða hvað þau hugsa en það er líka pottþétt að þau skilja heldur ekki hvernig og afhverju við hin hegðum okkur eins og við gerum. 

Ég hef lært meira á síðustu 4 árum en ég gerði á 31 ári og það er allt bara með að horfa á heiminn út frá syni mínum og reyna að setja mig í þau spor hvernig hann sér og skynjar heiminn. Áður fyrr taldi ég upp á 2 en í dag upp á 1000. Ég hef náð að læra að bera virðingu fyrir öllum hvort sem þau séu yngri eða eldri og bara það að brosa og segja við fólk eigðu góðan dag því það kostar engan neitt. Ég er reyndar talsvert þreyttari en ég var fyrir 5 árum en ekkert sem að kaffi getur ekki lagað :) 

Ein stór ást frá einhverfu mömmu

-Ansy  

 

 

 


Er þetta þín eða mín jarðaför?

Það er lítill bær á lítilli eyju sem er staðsett á milli frakklands og ítalíu, Sardegnía og heitir þessi litli bær Sarroch. Ef við hoppum til baka árið 1930 á Reyðarfjörð þá ertu komin með ágætis hugmynd um hvernig þessi bær virkar. Það eru 3.200 manns sem búa þar og 2 af þeim eru tengdarforeldrar mínir og auðvitað öll fjölskylda mannsins míns, fyrir utan einn sem varð svo djarfur að fá sér vinnu í Róm sem er alveg 40 min flug frá eyjunni(sama land tæknilega séð en hvað um það). 

Þrátt fyrir fjöldann sem búa þarna þá þekkjast nánir allir alla því það hefur alltaf verið sama fólkið þarna og einnig er fólkið þarna einstaklega forvitið að þegar eitthvað gerist eins og t.d. þegar maðurinn minn kemur í heimsókn í bæinn sinn má sjá mörg andlit gæjast á hliðið á húsinu. 

Við eyðum þó nokkrum tíma á þessari eyju á hverju ári og einnig eyðum við miklum tíma með tengdaforeldrum mínum. Þau eru alveg einstök hvor í sínu lagi en málið var í sumar þá dó ein vinkona tengdamóður minnar sem var alveg orðin 78 ára og búin að vera veik ansi lengi en jarðaför á ítalíu er bara nokkrum dögum eftir að manneskjan deyr og var tengdamamma nokkuð viss um að hún ætti að vera á laugardeginum. Tengdó vildi samt ekki spurja nákvæmlega hvenær jarðaförin var enda fréttist allt bara á spjalli við grænmetissölu manninn eða við fólkið í súpermarkaðnum. Á föstudeginum kemur tengarpabbi hinsvegar hlaupandi inn um dyrnar gargandi að jarðaförin sé að byrja því hann sá fólk labba með kistu inn í kirkjuna og hann þekkti fólk sem var að labba inn, það er alltaf vitað í þessum bæ hvenær fólk deyr og hvaða jarðafarir eru í gangi eins mikil skemmtun og það er.

Kallinn sem er kominn vel yfir sjötugt tók sturtu á sirka 2 min, komin í kristinlegu kirkjufötin sín (polo bol, svartar stuttubuxur og sólgleraugu) þaut af stað í jarðaförina en því miður var tengdarmamma ekki eins fljót á sér eins og sagði hún að hún færi sko ekki í jarðaför í bænum ómáluð... Hann fer í jarðaförina fyrir hönd fjölskyldunar, sest á bekk framlega þar sem hann er einnig góður vinur eiginmanns konunar sem dó en hann fattar í miðri jarðaför þegar presturinn var að tala um þennan látna að þetta var bara alls ekki rétt jarðaför. Hann sat í vitlausri jarðaför!!! Hann kannaðst jú við suma þarna en manneskjan sem var í kistunni þekkti hann alls ekki neitt. Hann sat jú alla 2 tímana sem jarðaförin var en var svo snöggur að forða sér út. Næsta dag fór hann semagt með tengdó í réttu jarðaför og enn og aftur kirkju klæddur.

Eftir allt þetta þá fóru þau að spyrjast fyrir um en þá var jarðaförin á föstudeginum hjá einum manni sem var úr næsta bæ við hliðin á en kirkjan þar var bara upptekin. 

Jah allt getur gerst segi ég bara

 


Einkenni einhverfu

Strákurinn minn er kominn með enn eina flesnuna og hefur þetta gengið á síðan í september. Lungnbólga, eyrnabólga, flensa og núna vírus svo ég er bara heima að lesa mér til um einhverfu sem ég geri reglulega þegar ég hef tíma því maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Ég hef fengið margar fyrirspurning á snappinu mínu (ansybjorg) um hvernig ég fann út að strákurinn minn væri einhverfur því hann er eins og má segja með "mild autism". Ég var auðvitað mjög heppin þar sem ég bjó í Slóvakíu þegar sonur minn var yngri og var læknir þar sem greindi hann aðeins 14 mánaða eftir að ég hafði verið með áhyggjur af ýmsu í hans fari.  Hér á Íslandi hefur þetta tekið AÐEINS lengri tíma hér og er því miður ekki lokið.

Erfitt var að greina minn því hann segir mörg orð, er mjög gáfaður og nær vel augnsambandi en einmitt ef börn eru eitthvað talandi eða með gott augnsamband er oft útilokað að um einhverfu sé að ræða. 

En já ég veit um marga sem hafa áhyggjur af börnunum sínum eða einhverjum nákomnum því þau tala ekki, eða ná ekki augnsambandi við barnið. Einhverfan hefur marga þætti sem þegar þeir koma saman í eitt gera einhverfu.  Langar mig að setja niður hér hvaða einkenni minn sonur er og var með. Því einkennin geta verið sterk og mörg en eins og í tilfelli stráksins míns var hann ekki með nein af helstu einkennum einhverfu.  Hann var hins vegar  með önnur einkenni sem ég óttaðist alltaf innst inni að væru kannski ekki alveg eðlileg. 

 

Ungabarn (0-12 mánaða)

- extra forvitinn :  þá hann horfði á allt og skoðaði allt mjög vandlega 

- svefnraskanir  : þrátt fyrir að mörg einhverf börn sofi eins og steinn þá var minn alveg öfugt og svaf helst ekki ef hann komst upp með það. 

- grátur : grét bara helst ekki, en þegar hann grét þá var mjög erfitt að stoppa það 

- matur : var farinn snemma að taka mat og borðaði allt sem er einmitt ekki þessi týpísku einhverfu taktar

- augnsamband: minn var strax með gott augnsamband en oft þegar ég leit á hann þá er eins og hann var að stara út í geiminn, eins og hann dytti út úr raunveruleikanum

- ef hann var æstur þá hristi hann hendurnar út um allt.

 

Barn (1-3 ára)

- háann sársaukaþröskuld : þetta tengist einhverfu, hann grætur ekki ef hann fær skurði eða dettur og fær högg 

- grátur : einmitt grætur mjög sjaldan nema hann sé hræddur eða þreyttur

- hræddur: er hræddur við mjög óskiljanlega hluti eins og ákveðið fólk, ákveðin herbergi og ákveðna staði 

-fyndinn: honum finnst fátt skemmtilegra en að djóka eða stríða manni sem er einmitt ekki líkt einhverfum þar sem það er oft erfitt fyrir þau að greina hvað er fyndið.

-klósett : erfitt er að koma honum á klósett þar sem þau eru svo bókstafleg að það er erfitt fyrir hann að ímynda sér hvert allt fer úr klósettinu

- hann bendir mikið og segir hlutina en það er ekki hægt að segja það snjóar úti það þarf að vera snjór fyrir framan hann.

-Svefn: Þarf lyf til að sofa því hann helst ekki sofandi nema nokkra tíma í senn.

- hræðslulaus: skynjar ekki hættur eins t,d, bílahættu og hleypur út á götu, lokar sig í dimmu herbergi sem aðrir krakkar mundu kannski ekki gera, tekur í hendurnar á ókunnugum því honum er alveg sama. Svo hann þarf að vera undir stöðugu eftirliti.

-mjög úrráðagóður: hann var farinn að geta opnað hurðalása aðeins 18 mánaða. Í dag getur hann náð í allt sem hann vill og ætlar sér alveg sama hvar það er, hann finnur auðveldlega leið. Ekkert er óyfirstíganlegt og hann er með ráð við öllu

- hefur einstakan áhuga á númerum, formum, stöfum og öllu því sem hægt er að telja upp eða raða saman. 

- gat talið auðveldlega upp á 20 á 2 tungumálum fyrir 2 ára og áq auðvelt með að læra hin erfuðustu orð

- getur ekki svarað auðveldustu spurningum en getur sungið heilu lögin orðrétt svo minnið er svakalega gott en tenging spurningar og að svara er erfiðara fyrir hann. 

 

Þetta getur verið erfitt sérstaklega þar sem minn littli maður labbar um og segir hæ ástin og hæ elskan við alla sem hann sér svo fólk tekur honum gjarnan sem hann eigi að haga sér eðlilega eins og að segja "hvað segiru Domenic"? Því af hverju hann svari ekki, er einfaldlegasta svarið það að hann getur það ekki. 

Við höfum gert þetta í litlum skrefum og fögnum við litlum sigrum :) en næsta skref er að koma honum úr bleyju og á klósettið og held ég að það sé alveg að fara að gerast! 

Það hefur sannað að með því að vinna með hlutina stöðugt, þar sem Domenic var ekki farinn að tjá sig neitt við 2 ára aldur en í dag með miklum endurtekningum og bendingum þá getur hann  látið okkur vita þegar hann er svangur og hvað hann vill, þegar hann er þyrstur og ef hann þarf að fara á klósettið bara hann vill gera það í bleyjuna :)

Vonast til að þessi flensa fari að ganga yfir svo ég geti kannski farið að læra í náminu mínu á nýju ári. 

 domenic

 Domenic gleðipinni

 

 


Einhverfan og ég

Ok ég er rétt að jafna mig eftir fyrsta leikskóladaginn og alla hina sem komu á eftir og er svona að reyna að melta allt sem er í gangi hjá mér og syni mínum. Í gær t.d. fór ég með hann á leikskólann hann grét svo mikið og reyndi að komst frá mér að hann skellti sér á jörðina og fékk blóðnasir við höggið. Þetta er alls ekki auðvelt og erfitt að fá stanslaust líka ráð hjá öllum sem segja manni hvað þarf að gera og hvernig því einhverf börn eru nei ekki eins og þau "venjulegu". 

Ég fékk niðurstöður á miðvikudaginn síðasta eftir langa 9 mánaða bið og reyndist allt rétt sem ég og við hugsuðum, litla strákurinn minn er á einhverfurófi en hann er samt ekki kominn með endalega greiningu það tekur enþá lengri tíma. Hann er eins og ég veit fluggáfaður, einstaklega glaðlyndur og fyndinn en hann á við þessa samskiptaörðuleika og félagslegu höft sem gerir honum erfitt fyrir. Núna kemur svo önnur bið eftir greiningarstöð sem er ennþá lengri því biðlistinn þar er alveg 16-20 mánuðir en maður verður að sjá ljósið og er núna loksins eitthvað ferli komið af stað og við búin að fá grun okkar staðfestan. 

Eitt sem ég verð samt orðin smá leið og pirruð yfir eru leikskólamálin hans, eins og ég hef komið inná byrjaði hann fyrir rúmum 2 vikum á leikskóla eftir bið síðan í desember 2017 svo auðvitað var ég hæstánægð með það. Aðlögunin gekk eins og mig grunaði ekkert alltof vel þar sem Domenic minn hefur lítinn sem engan áhuga á börnum og er vanur að leika sér bara sjálfur mest bara að dunda sér einn. Hann kemur þangað inn í nýtt umhverfi með nýju fólki sem er talsverð breyting fyrir hann og ekki var/er komin aðstoðarmanneskja fyrir hann né einhverjar tillögur um hvernig vistunin hans muni vera þar. Ég sem sagt skil hann eftir hágrátandi kallandi á mig og sæki hann svo aftur hágrátandi við hurðina. þetta er alveg að brjóta hjartað í mér aftur og aftur og aftur. Það er ætlast til að hann fylgi hinum krökkunum í leik og matartímum en einhverfan er eins ólík og þeir mörgu með einhverfu þá veit ég að strákurinn minn á ekki eftir að læra af börnum því áhuginn er bara ekki til staðar. Hann á sesmagt að byrja að vera bara í 2,5 tíma á leikskóla en hann er skráður í 5 tíma á dag en ákváðum að taka þetta hægt og rólega og allt í góðu með það. Ég sótti hann á miðvikudaginn þar sem öll börnin voru saman í matsal að borða nema minn litli strákur hann sat einn með fóstru inn í herbergi að púzzla með rauð og bólgin augu, þar sem ég er ólétt á ég jú kannski erfiðara með hórmónana en flest aðrir en ég brotnaði alveg í milljón mola og ég fer undantekningarlaust að gráta þegar ég sæki strákinn minn. 

Þekking eða skilningur á einhverfu  er einfaldlega mjög takmarkaður en það sem ég var að vonast eftir er að samskipta möguleikar eða hæfni hans mundu virkjast á einhvern hátt með leikskólastarfi. Eftir að hann byrjaði í leikskóla vill hann helst alltaf halda í hendina á mér, vill helst ekki fara út úr húsi og enginn má loka að sér. Auðvitað er ekki hægt að kenna neinum um hvernig hlutirnir eru og hafa þróast en mér finnst alveg fáránlegt að foreldrar eins og einhverfa þurfa alveg að berjast fyrir öllu. Núna eru komnir að verða 11 mánuðir og er strákurinn minn loksins komin í 2,5 tíma á leikskóla til að byrja með og á þessum 2,5 tíma sit ég óþreyjufull um hvenær verður hringt? hvernig er hann? er einhver að fylgjast með honum? Ætli hann sé svangur? Svo stressið hefur magnast talsvert hér heima fyrir eftir að hann komst inn á leikskólan þegar ég var búin að vonast til að loksins væri komin hjálp og ég gæti farið að anda örlítið léttar. Ég hef fengið frá svo mörgum viðbrögð um að þetta muni nú lagast, gefðu honum bara tíma hann verður aðeins að fara út fyrir þægindarramman... Verður hann ok? Mun þetta hafa góð áhrif á hann? Mun honum líða vel þarna? Verður hann kanski meira týndur? Þetta þarf ég að spurja mig daglega Verður allt bara OK því hann mun læra eins og allir hinir! 

Fyrir að telja okkur vera besta land í heimi í öllu þá er ég ekki alveg að sjá það þegar kemur að veikum börnum og vá segi bara guð hjálpi þeim sem eru einhleypir að ganga í gegnum þetta því eftir alla þessa bið þá veit ég ekki alveg hvaða vinna mundi taka mig núna í 2 tíma vinnudag það er að segja ef allt gegnur vel á leikskólanum . Þannig að undirlínan (bottom line) er að við foreldra barna með sérþarfir þurfum ekkert að vinna eða eiga líf. Ég er búin að berjast fyrir öllu sem gerist fyrir drenginn minn en samt finnst mér ég alltaf vera á byrjunarreit og þetta fer bara í hringi og við snúumst bara með. 

Smá vonlítil akkúrat núna, reikna þó með að þetta fari batnandi.

 


Leikskóli, einhverfa og bugun á hæsta stigi.

Tíminn líður og eru þessir 10 mánuðir sem við erum búin að bíða eftir leikskólaplássi búnir að vera einstaklega langir að líða. En loksins kom að þessu í dag Fyrsti Leikskóladagurinn! Ég get ekki lýst fyrir ykkur hversu miklar vonir ég var búin að gera mér, hvernig strákurinn minn átti eftir að blómstra og hversu ánægður og sæll hann yrði loksins með að vera kominn á stað sem væri fullt af öðrum krökkum. 

Þetta kom eins og skellur á mig allt sem ég var búin að sjá fyrir mig og vonast eftir brotnaði eins og lítil ljósapera á fyrsta hálftímanum. Ég hef aldrei þurft að bera Domenic minn saman við önnur börn þar sem við umgöngumst ekkert mikið af barnafólki. Nú sá ég þetta mjög skýrt svart á hvítu að honum getur bara ekkert verið hennt inn í barnahóp og ætlast til af honum það sama og af öllum hinum börnunum.

Ég gaf honum morgunmat og klæddi hann í blátt þar sem núna er allt "blue" hjá honum og héldum við af stað í leiksólann. Við vorum ekkert búin að fá neitt sérstaklega miklar upplýsingar eins og hvar deildin hans væri svo við byrjuðum á því að mæta á vitlausan stað og þeir sem eru með einvherf börn skilja mig þegar ég segi að ekki er auðvelt að fara í gegnum margar hurðir og inn í mörg herbergi. Domenic á mjög erfitt að fara á nýja staði hvað þá ef ég er að draga hann svo aftur út til að fara aftur inn og já einfaldlega var þetta strax orðið OF mikið fyrir hann. 

Loksins þegar komið var á deildina varð hans eins og illa gerður hlutur, hann bara ráfaði þarna um og ég reyndi að sýna honum eitthvað dót en hann hafði auðvitað bara áhuga á dóti sem einhver annar krakki var með, sem var lest, svo hann fór beint í að taka það af honum og þá var hann skammaður. Hann hefur því miður ekkert lært að deila og hefur hann lítinn skilning á ef t.d. krakkar gráta þá verða yfirleitt viðbrögðin hans að hlæja.  Þegar við svo höfum verið 10 min á staðnum áttu allir að setjast niður og segja nöfnin sín... Jah ef þau bara vissu hvernig einhverfan virkar. Domenic sko gerði allt nema setjast niður, hann hoppaði, söng, gargaði, lagðist og velti sér í hringi. Svo kom útivera og hann var orðinn vel æstur og kominn í sinn eigin heim svo hann fór og labbaði milli allra staura og tók svo á rás fyrir framan rólu þar sem hann fékk spark í andlitið og eina sem ég fékk að heyra frá starfsmanni var að ég átti að fylgjast með honum. Ég veit ekki hvernig það á að róa mömmu einhverfs barns að ég ólétta mamman á að vera að hlaupa á eftir stráknum í aðstæðum sem hann þekkir alls ekki og ég venjulega forðast eins og heitan eldinn hans vegna og svo á ég að skilja hann eftir hjá þeim eftir 3 daga!!! 

Ég fór að gráta, hórmónarnir alveg á fullu swingi og einhverfan á fullu blossi í stráknum að ég tók hann og fór heim með hann, alveg buguð á sálinni.Ég sem var búin að hlakka svo mikið til að hann færi á leiksóla, þá er afskaplega erfitt að eiga svona fyrsta dag þar sem ég og hann erum alveg búin á því.

Núna 2 tímum seinna sit ég ennþá í grenjukasti sem ég kem mér ekki út úr en litli elsku Domenic er loksins kominn í ró með sitt uppáhalds teppi og hlustar á og syngur með"Syndir feðrana" hans Bubba á fullu blasti! 


Hvert, hvað, ha!

Núna er ég komin aftur til Íslands eftir nánast stanslaust flakk síðustu 2 ár. Strákurinn minn var rétt 4 mánaða þegar ég flutti út og talar hann því nánast eingöngu ensku með smá spænsku, íslensku og ítölskuslettum hér og þar nema hann segir mjög skýrt HÆ á kínversu sem er ní háo!

Við erum búin að búa tæknilega séð í 4 löndum síðustu 2 árin og skiptist það niður á 10 mánuði í Slóvakíu, 4 mánuði í Kína, 4 mánuði á Spáni og 4 mánuði á Ítalíu svo í færri orðum erum við pró ferpatösku pakkarar og nánast skilgreinumst sem flakkarar eða "drifters" á góðri íslensku. Ekki langar  mér ekki að rifja upp hversu margar flugferðir ég hef lagt á barnið mitt eða meira kannski á mig sjáfa með Lítið barn! 

Núna er ég búin að vera 2 vikur hér heima á Íslandi og ætla ég því að halda upp á það með að skella mér til Amsterdam á morgun og sjá hvort það sé eitthvað áhugaverðara þar (færri stormar), minnsta kosti eitthvað fleira en Hollenski bjórinn og Van Gogh!

Ég ákvað upprunalega að koma til Íslands til þess eins að koma stráknum mínum inn á leikskóla svo hann mundi nú kannski læra íslenskuna og einnig svo hann fengi nú loksins að leika við einhvern annan en mömmu sína (sem er reyndar drullu skemmtileg í miklu hófi). Það virðist samt vera þrátt fyrir hversu fullkomið þetta land er og þar sem við erum auðvitað best í ÖLLU, þá er mjög margt hérna mein gallað og virkar bara alls ekki (svona miða við löndin sem ég hef búið í). Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að lýsa skoðun minni á læknisþjónustu eða heilbrigðiskerfinu í heild sinni hér. Núna eftir þriggja mánaða bið frá því að ég sótti um leikskólapláss fyrir strákinn fékk ég þau svör að mögulega, kannski, frekar líklega en samt kannski ekki fær hann pláss í september eða október . Já takk fyrir! Ég vil samt passa upp á geðheilsu sonar mína svona hans vegna og er ég því strax farin að skoða önnur lönd svo hann fái ekki nóg af mér fyrir lífstíð og það fyrir 3 ára aldurinn.

Það er nú samt fátt skemmtilegra en að pakka niður og ferðast með einn 2,5 árs... uhm!

En samt sem áður er ég farin að pakka því Amsterdam bíður! :)

-Ansy 

 

 

 


Sónar og hjólastólinn!

Fyrsta ferð mín í sónar verður sennilega ógleymanleg, enda var hún frekar spes. Ég var semsagt í aðgerð á fótum 2 dögum áður og auðvitað voru verkirnir í takt við það. Nóttin var erfið enda með mikla ógleði og með 7 kodda undir lappirnar og svo voru þessar glæsilegu boxhanska umbúðir á báðum löppum svo þær voru sirka 5 kílóum þyngri. 

Ég svaf í svona  2 tíma þessa nótt, vaknaði mjög splæst verð ég að viðurkenna, smá eins og ég hafði tekið of mörk tequilaskot kvöldinu áður og dottið í framhaldi niður stiga, þannig splæst enda búin að sofa lítið, sem og engin verkjalyf og til að bæta það þá voru nokkrar æluferðir farnar um nóttina. Það sem bætti ekki upp á "lookið" mitt var að ekkert passaði yfir þessar lappir nema íþróttabuxur svo ég ákvað að classaði það upp með að fara í blazer jakka við en það var mjög sorgleg tilraun með að líta vel út. En klukkan 7:30 fer ég að reyna að klöngrast með allar þessar lappir niður stigan þar sem ég átti tíma klukkan 9, það gekk svosem áfallarlaust fyrir sig nema það tók rétt um 45 minútur. Keyrðum upp á Landspítala en þá sá ég að það var trappa UPP fyrir framan svo ekki var fræðilegur möguleiki að ég gæti labbað það en þá var mamma sett í það að leita af hjólastól fyrir kripplinginn og kærastinn var meintur töskuberi. Jæja svo var ég komin í hjólastólinn nær Andrea ( meintur töskuberi og kærasti) að klöngrast með mig upp tröppuna en rak mig reyndar í hurðina á leiðinni inn svo auðvitað rak ég upp alveg svakalegt vein sem var bara fals alarm þarna þar sem það var ekkert barn að koma. Anderea rúllar mér svo inn á setustofu þar sem 2 kasóléttar konur sitja, setustofan er mjög lítil og ekki hjólastólavæn og þar sem ég komst ekkert auðveldlega úr stólnum þá rúllaði hann mér bara inn á mitt svæðið, læsir stólnum og fer svo sjálfur á klósettið. Ég sit þarna eins og einhver partur af húsgögnum á miðju svæðinu mjög mikið "Mætt".Konan sem var í afgreiðslunni sem er þá bakvið mig segir "jah ég held að þú sért nú á vitlausum stað elskan mín, þetta er fósturgreiningardeild". Ég reyni að snúa mér eftir bestu getu við og segi henni að jú jú ég sé að bíða eftir sónar. Þá sá ég að brosin á fólkinu breyttist í aumkunarsvip svona "æjæ hvað hún á bágt þessi, ekki nóg með að vera í hjólastól heldur líka ólétt". En ég komst nokkuð heil í gegnum sónarinn og allt gekk nú vel þar sem betur fer en það var auðvitað þetta ekki búið þar sem ég átti að fara í blóðprufu og þar sem hjúkkurnar voru í verkfalli þurfti ég að bíða til klukkan 1. Ekki gat ég 'skotist' heim með þungu lappirnar mínar og með hjólastólinn í eftir dragi svo á þessum 3 og hálfum tíma þurfti ég að bíða þarna á setustofunni og finna öll þau sorgmæddu augu á mér sem áttu leið hjá þegar þau sáu mig. Frá 9 til 3 var semsagt hjólastólað upp á Landspítalanum. Vika 2 í vitneskju af óléttu var semsagt mis skemmtileg en somehow tókst þó :) 

 

11156198_1041414935887185_68409996402776378_n

Dressed to kill!


ófrísk eða ekki!

Nú er kominn nokkuð langur tími síðan ég skrifaði síðast og alveg ótrúlega margt hefur gerst á þessu 1 ári og 2 mánuðum.

Ég flutti frá Milano til Íslands eftir 8 ára dvöl sem var eflaust rétta ákvörðunin á þeim tíma en síðan þá hef ég séð alveg fullt af snjó og helling af rigningu smá minna af sól samnt. Ég var ein af þeim sem var að flýja land til að skoða heiminn svo ég fór í nám þar sem var æðislegt en eflaust naut ég þess meira að sitja við bakka Naviglio að drekka eins og einn eða 2 spritz í sólinni. Fyrsta mál á dagskrá var tískuskóli svo læra ítölsku, skoða ítölsku gæjana, ferðast og svo starfa innan einhvers þekkts tískuhús og þegar það var allt búið þá var ekki mikið eftir en að drekka bara spritz svo ég ákvað ég að snúa heim á leið.

Eftir mjög stutt stopp á íslandi fengum við móðir mín þá hugdettu að taka 3 mánaða ferðalag um ítalíu og auðvitað þar og þá á lítilli eyju rétt við ítalíu (sardegniu) kynnist ég kærastanum mínum. En svona til að flækja hlutina aðeins meir eins og mér er líkt þá var hann líka bara í heimsókn hjá familiunni sinni þar en var búsettur í Saudi Arabíu svo ekki nema 17 klukkustunda ferðalag á milli okkar.

Við ákváðum samt að vera bara svona ótrúlega ástfangin bara eins og skot svo við vorum trúlofuð innan 3 mánaða og svo 7 mánuðum síðar "boom". 

Við tókum þá ákvörðun jafnvel eftir mikla flensu sem ég hefði verið að berjast við að fara á sónar reykjavik. Fyrsta kvöldið sat ég á bekk fyrir framan að DEYJA úr hita í samt 4 gráðum og miklum vindi og stóð greyið kærastinn minn eins og lítil hrísla við hlið mér með töskuna mína og búinn að vefja jakkanum mínum utan um hálsinn á sér mjög nútímalegur trefill sem honum fannst hvorki sætt né skemmtilegt en það kvöld endaði áður en það byrjaði. Annað kvöldið þá afsakið orðbragð ældi ég eins og enginn væri morgunn dagurinn en náðum þó að sjá 2 bönd áður en mér varð svo heitt og það endaði á að klukkan 12 var kvöldinu lokið. En ég fékk þá hugdettu að stoppa við og kaupa pulsu á leiðinni heim og þar sem ég var með magann tómann þá átti ég alveg skilið 2 pulsur. Kærastinn minn sem hefur alveg trölla trú á kærustunni sinni ákvað að skreppa á klósettið eftir að pulsurnar voru komnar en vitið menn þá var bara allt búið þegar hann kom til baka og nennti ég ekki að bíða aftur í röð bara til þess að Hann gæti fengið sér að borða svo fórum heim 3-0 fyrir mér (skil ekki alveg hvernig sambandið sé enþá gangandi)

Eftir allar þessar pestir, vanlíðan, þreytu og uppköst þá var ég ekkert að skilja hvað var að mér. Ég var að fara í aðgerð á fótum svo var búin að vera hjá læknum og upp á spítala þó nokkuð svo var alveg á því að þetta var bara stress. Svo var það í lok mars þæa fer meintur kærasti út í sjoppu að kaupa handa mér að borða og kemur heim með jólaljósin í augunum og ætlar svo að gleðja kærustuna sína og koma henni á óvart og kaupir jú pulsu með öllu. Ég fer að hágráta sest niður og næ varla andanum hann stendur eins og kleina enda ekki íslenskur og skilur ekki neitt hvað hefði gerst, hvort hann hafi misskilið eitthvað en í gegnum tárin og ekka ná ég að stama úr mér að ég borða ekki remúlaði hann horfði á mig tómum augum svo á pulsuna og sagðist ætla að skreppa út, stuttu seinna kom hann heim færandi mér óléttupróf. 

Jahh aldrei áður hefði ég tekið óléttupróf, hef ávallt verið þessi segjum kærulausa týpa, aldrei sérstaklega viljað börn eða haft mikinn áhuga á börnum, hef bara verið í samböndum sem endast bara í um 2 ár en sem áttu bara að endast viku. En jú nú var komið að því að pissa á prik og sjá hvað gerðist. Ég geri það og það koma 2 línur á prikið, ég les á blessaða kassann engin lína þýðir ógilt, ein lína neikvætt, 2 línur jákvætt ef þær eru báðar sterkar ( báðar sterkar hugsa ég, hvernig veit maður það ef maður hefur aldrei tekið svona áður?!) jah ok 2 línur koma upp en ég er ekki alveg viss hversu sterkar þær eiga að vera en ég skondrast niðrí stofu og horfi á kærastann minn, hann er með svona spurningsleg augu eins og hann vilji fá svar. Ég bregst í grát og hálfgerðlega garga á hann "Ég skil þetta ekkert, hvað veit ég hvað er sterk lína og hvað ekki?" svipurinn á honum breyttist í hálfgerðlega hræðslu. Well ég var ekkert lengi að jafna mig á þessu kasti svo ákvað að fara bara út í apótek og fá mér nýtt próf, eitthvað sem er aðeins nákvæmara. Ég fer í apótekið og þar er þessi yndælis kona að afgreiða og ég spyr hana einfaldlega hvort hún eigi óléttupróf sem væri ekki með strikum og eitthvað nákvæmara kannski með hvað langt ég væri komin ef ég væri ólétt og eitthvað sem mundi segja bara já eða nei. Konan horfði aðeins á mig "Nei" svarar hún. Eitthvað skrítið finnst mér þetta en þá vann afgreiðslu daman upp á greiningardeild landspítalans og sagði við mig að ef 2 línur hafi komið upp þá er öruggt að ég sé ólétt. Hún spyr mig "hvenær varstu síðast á blæðingum?" mér finnst þetta nú orðið ansi persónulegt og segi jah ég man pottþétt í desember, ég reyni að fyljast sem minnst með því enda ekkert mest spennandi tímabilin á árinu þegar maður er á blæðingum, ég reyni helst bara loka augum og bíða eftir að það sé búið svo ég geti farið að gleyma því. En til að forðast fleiri spurningar frá henni svona í miðju apótekinu kippi ég 2 prófum jú með þessum blessuðu línum með mér og forða mér út. Betra að triple tékka allt. 

En þannig eftir grátköstin og 3 prófum seinna komst ég að því að ég VAR pottþétt ólétt jafnvel það hafi verið 3 mánuðum og 5 "flensum" síðar. 


Tískan frá New York til London

Jááá ok ok nú er ég alveg dottin í vitleysuna með að vera að skoða sýningar. Vorið 2015 er svo litríkt að ég er orðin stjörf og rangeygð á að horfa á alla þessa litríku hringi sem skarta fötin. 

London er semsagt byrjað og get ég tekið gleði mína á ný. Einnig smá breytingar því þar sem ég verð að vera svo hipp og kúl eins og allt þetta fólk sem er í viðtölum nú til dags sem eru svo brálæðislega heilsusamt að lifrin í þeim eru að breytast í demtant þá skipti ég út poppinu og kókinu í gulrætur og vatn. Og jú auðvitað verð ég að skrifa um það svo fólk geti dáðst að hollustu minni á meðan ég browsa í gegnum tískustraumana fyrir næsta ár :) 

 Allir virðast vera að taka sama úrtakið af fötum og hvað er vinsælt og hvaða litir ertu komnir til að vera (næsta ár semsagt bara Allir litir sem til eru ef marka má sýningarnar sem komnar eru svo allir geta veri hoppandi glaðir eins og ég) en enginn virðist vera að taka saman hvað er ljótt. En jú þá kem ég sterk inn og ætla að bæta það og sýna hér allt það ljóta sem verður í boði á næsta ári frá New York og einnig frá London. 

Hvað á að forðast vor/sumar 2015; (da da da damm)

Nasir Mazhar 

 nasir-mazhar

 Í alla staði var þessi sýning alveg óstjórnlega illa samsett og bara furðuleg og vona ég að ég eigi ekki eftir að mæta mörgum í þessu outfitti.

The Blonds 

the blonds 

90's og barbie lenda saman í árekstri með óskemmtilegri útkomu.

House of Holland  

House of Holland 

Virðist vera sem þeim tekst þetta annaðhver ár. Búin að vera aðdáandi af þessu merki en þessi eldfimu og glansandi pils eru ekki að slá í gegn.

Ashley Williams 

Ashley_Williams_023_1366 

Gæti slegið í gegn fyrir þá sem fíla mikið svona eftir-partý look.

Sibling

AA2X0083 

Ein sú ljótasta sýning bara sem ég hef séð.

Já svo eru allar þessar sýningar einstaklega áhugaverðar þar sem ég er bara sýna brot af því besta frá þeim... restin er ekki mikið betri svo þetta er alveg ágætis tímaeyðsla að skoða þær á Style.com. 

Nú er bara það að skokka út í rækt með gulrótina mína, vatnsfloskuna og chiafræ í poka, úfff ég fegrast  bara öll upp að innan bara við tilhugsunina. 

- Ansy  


Ljósmyndataka..

Stundum elska ég að vera stílisti, það gefur manni tækifæri á að skapa og hleypa út smá listrænu sjónarhorni.

Það sem ekki allir gera sér grein fyrir er hversu mikil vinna það er að gera eina ljósmyndatöku, jú  maður sér "editorial" í blöðum sem eru 4-6 blaðsíður. Það sem erfiðara að gera sér grein fyrir er að hvað fer í eina slíka töku. 

Verkefni stílista eða creative directors er að fá hugmynd af töku, þeas búa til sögu og "look" fyrir tökuna. Svo byrjar pússluspilið um hvar takan a að eiga sér stað "location", hvernig make up á að vera, hár, hvaða módel passa og föt. 

Svo byrjar vinnan fyrir okkur stílistana, finna fötin, finna ljósmyndara, fá leyfi fyrir staðsetningunni, finna makeup og hár stílista og svo auðvitað módelið.

Tökudagurinn fer svo í það að koma öllu saman, og svo er það 8 - 12  tímar sem fara í það að koma tökunni í verk. 

Eftir allt þetta kemur eftirvinnslan. 

Langaði að koma þessu frá mér þar sem ljósmyndarar, stílistar og annað fólk sem er í tísku og listamenn fá ekki alltaf nægjanlega virðingu fyrir starfinu sem þeir inna af hendi. Einnig þar sem við búin á þessu litla landi þá eru þessum titlum eins og t.d. "ljósmyndari" alveg of notað og ekki gefið nægjanlegt credit fyrir menntuðum aðilium sem hafa eytt mörgum árum í erfiðu námi til að öðlast titilinn með réttmætanlegum hætti. 

En annars vorum við í tökum síðustu hlegi hér á Hótel Kríunes og einnig á Rauðhólum á Íslandi og var hitinn um 2°C og stóðum við úti í tæpa 6 klukkutíma voða fjör :) En eins og með þetta starf þá er svo margt yndilslegt fólk innan þessa geira og var þetta mega fjör og frábær tökudagur!

Hér er smá sample af tökunni :)

editorial-hotel1.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband