Færsluflokkur: Dægurmál

Grátur á flugvellinum!

Jæja, loksins þegar hin brjálæðislega þreytta og splæsta nýbakaða móðír ákveður að fara að vera dugleg (lesist blogga reglulega, vinna í verkefnum og stunda ræktina) þá leggst maður bara í jólapestina og lillinn auðvitað með. Ef eitthvað er erfiðara að vera með nokkra vikna gamalt barn, er að vera veikur með nokkra vikna gamalt barn fárveikt.

En jæja ég var að skrifa um dásamlega sólahringinn sem ég eyddi í Milanó í sumar, ólétt og að jafna mig á fótaaðgerð..mundi segja alveg ein sú versta af mörgum vondum hugmyndum sem ég hef fengið. En já eftir daginn frá hell að vera matarlaus, föst í biðskýli eða inn í rútu með kolbiluðum ítölum (reyndar var kærastinn minn pollrólegur en hvað átti hann svosem að gera með extra viðkvæma kærustu í eftirdragi, batnaði ferðin því miður lítið. 

Við vöknuðum á hótelinu sem var sem betur fer staðsett á flugvellinum, ég hugsaði nú jah þetta getur nú varlað versnað. Eitt sem maður hefur heyrt of í gegnum tíðina eru sögur um að óléttar konur verði skapvondar og pirraðar, þá átti það alls ekki við um mig (sem betur fer því ef svo hefði verið hefði ég persónulega sjálf orðið hrædd) en ég varð aftur á móti einstaklega viðkvæm og mátti lítið ske eða segja og þá var ég tilbúin með tárin. En já ég vaknaði sem sagt svöng sem þýðir bara eitt, extra viðkvæm svo ekki byrjaði þetta vel, svo við hröðum okkur út af hótelherberginu til að reyna að finna mat á flugvellinum. Tárin mín voru alveg á stand by ef eitthvað mundi klikka.. þarna blasti við okkur mcdonalds og var Andrea sendur þangað að kaupa hamborgara, ég var sett á kerruna ofan á ferðatöskuna þar sem ég var of hægfara. Á meðan biðinni stóð var ég orðin klökk, svo þegar hamborgarinn loksins komst í hendurnar á mér var farið að renna eitt og eitt tár meðan ég tróð upp í mig þurrum ostborgara eins og enginn væri morgundagurinn. 

Svo kom restin af deginum, kerran sem tengdó gaf mér var semsagt 3 í einu og var það kerra, vagn og bílstóll og var pakkinn nánast jafn stór og ég. Inrritunin var langt því frá að vera skemmtileg, fyrst því enginn mætti fyrr en klukkutíma of seint ( ítalir aftur að koma sterkir inn með tímaskyn sitt) og svo var ég með kassa sem gat innihaldið lík af fullvöxnum karlmanni i stærri kanntinum. Þegar þetta var loksins búið þá var bara kominn tími fyrir kærastan minn að ná sínu flugi svo hann var þotinn af stað í sitt flug. Ég hálf lappa laus og komin með smá magakúlu og hormónasveiflur, wambla að hliðinu mínu. Flugið átti semsagt að fara klukkan 11 og var nú alveg að koma að því kom sú skemmtilega tilkyning að fluginu seinki ( fengum nú ekki skýringu á afhverju annað en það er allt sem seinkar í blessuðu Mílanó) en þetta var alveg dropinn sem fyllti mælinn á hjartanu mínu og grét ég þarna alein ofan í vatnsflöskuna mína og var alveg óstöðvandi. Ólétt kona að gráta getur hljómað svona nánast krúttlegt en ég var alls ekki þannig, held ég hafi frekar minnt á móðursjúkan einstakling sem var týndur. Ég grét með ekka og það gekk þannig fyrir sig að jafnvel þó ég hætti þá byrjaði ég alltaf aftur. En á þessum tímapunkti sat ég hjálparlaus ein á flugvelli og grét semsagt alla leiðina heim, náði að stoppa smá í flugvélinni þar sem það var að koma matur en þegar ég komst að því að wow tekur ekki við debetkortum þá byrjaði ég aftur. 

Var svo hæst ánægð að lenda í Keflavik eftir 4 tíma flug með tárin streymandi niður og var orðin alveg sú hressasta. Náði svo í vagninn með mikilli áreynslu og klukkan orðin 2 um nótt og mín orðin dauðþreytt og svöng auðvitað. Móðir mín tók svo á móti mér á flugvellinum og við héldum heim til Reykjavik en þá sprakk á bílnum - endalega gafst ég bara upp á öllu, gat ekki grátið þar sem öll tárin voru bara búin, ég semsagt uppþornuð í augunum svo ég grét inn í mér meðan ég beið á vegarkannti með vagn, kerru og stól að bíða eftir leigubíl. 

Note to self; Aldrei að taka sólahringsferðalag, ólétt og splæst í stórborg! 

Ég játa mig sigraða! 

 


Beinbrot og ælupokar!

jahh gleymdi mér um stund, hef eki bloggad um mína dásamlegu óléttu og adgerdar upplifun í talsverdan tíma en núna er ég bara heima og bíd eftir tví ad barnid komi í heiminn hef ég allan tann tîma í ad skrifa færslu á milli tess sem ég sef og æli (já segi tad satt Æli og komin 8 og hálfan mánud á leid). 

En aftur fer ég til baka, ég er alveg sû brádlátasta sem fyrir finnst í tessum heimi. Eftir adgerdina sem ég fór í á fótunum ætladi ég heldur betur ad slaka á og liggja med lappir upp í loft og gera ekki neitt. vika leid og ég var sjálf farin ad rúlla mér út um allt verkjalyfjalaus og standa upp án tess ad detta. Kærastinn minn fékk sîmtal ad hann væri kominn med vinnu î Saudi Arabíu og átti ad byrja í byrjun júni semsagt um 1 og hálfum mánudi eftir adgerd. Mér fannst tetta hid besta tækifæri ad fljúga med honum og ná í kerruna sem tengdaforeldrar mínir voru búnir ad kaupa handa okkur og var hún stôdd á ítalíu. Ég ákved ad skella mér til Milano med Andrea, kvedja hann og ná kerrunni heim eina fyrirstadan var ad ég komst ekki í skó, lappirnar voru allar bundnar og bólgnar og ég gat bara tekid nokkur skref í einu, morgunógledin hefdi breyst úr morgunógledi til 24/7 ógledi en annars var allt bara í blóma. 

Koman: Búid var ad panta hjólastól upp á velli, gekk eins og í sögu var bara rúllad um upp á flugvelli og ég gat bara chillad med pokana, sitjandi og fór fram fyrir allar radir. Smá svona hjólastóla VIP fílingur, ef ég hefdi ekki verid í hjólastól, med bundnar lappir og í plastskóm hefdi mér pottétt lidid eins og Celeb. 

Flug: kem inn í vélina hjá wow tá er Helga Braga flugfreyjan og ég hugsa tessi dagur getur ekki verid betri enda fór êg beint ad hugsa um Gydu sól. EN jú allt tetta góda tarf ad taka enda á einhverjum tímapunkti. Blódid rann allt nidrí lappirnar vid ad sitja í vélinni svo eftir klukkutíma voru lappirnar eins og á festar fílslappir, sá ekki lengur hvar tásurnar byrjudu eda endudu. Yndælis Helga baud mér klaka í poka til ad setja á lappirnar og turfti êg ad setja lappirnar upp á Andrea (meinta kærasta) svo flugferdin hans var ansi ótægileg get ég rêtt ímyndad mêr. Tad var ekki nema 20 minutum seinna sem ég turfti ad kalla aftur á flugfreyjuna um ad gefa mér ælupoka tar sem morgun ógledin klukkan 4 byrjadi ad kikka svona skemmtilega inn og strákurinn fyrir framan mig var greynilega ad drekka mjólk dóninn tad fannst sko á lyktinni! Tar sem ég gat ekki stadid upp né hlaupid eitt né neitt tá sat ég tarna í tröngu flugvélasæti med lappirnar upp í loft, sem reyndar litu ekkert út eins og lappir lengur og kúgadist og kúgadist. Flugfreyjan horfdi einmitt á mig med sorgaraugum og sagdi hversu skrítid henni fannst ad mér væri óglatt eftir fótaadgerd, en ég fræddi hana um ad tad væri alls ekki stadan heldur væri ég ólétt. Svipurinn henna breyttis fljótt í meira svona "hvad ertu ad pæla manneskja" svip. Tessi ferd var ad minnstakosti ógleymanleg í alla stadi. 

 

....to be continued

 


Rúllustóll og hurðakantar!

Ég tek nú eitt skref í einu og hugsa ekki lengra - stoppa bara þar og allt annað hlýtur að reddast enda munu hlutirnir alltaf fara á einhvern hátt svo afhverju að fyribyggja það versta. Smá spenna skemmtir Aldrei :)

Skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á fótunum á mér var búinn að tala um að ég mætti ekkert hreyfa mig fyrstu vikuna nema þá á klósett og þá mestalagi ná í að borða. Hann ráðlagði mér að til að vera ekki að labba á nýsöguðu beinunum mínum og skrúfunum sem tjösluðu saman beinunum að nota skrifborðsstól eitthvað sem mundi rúlla mér áfram. Ekki átti ég svoleiðis en þá fór allir að leita eftir stól sem rúllaði og viti menn á 4 degi eftir aðgerðina var kominn einn slíkur skrifborðsstóll í allri sinni dýrð heim sem að nágranni okkar var svo elskulegur að lána okkur, en ég  er nú samt alveg nokkuð viss að hann sá svo smá eftir því . Þar sem óléttan var farin að segja aðeins til sín og þar af leiðandi urðu pissuferðirnar aðeins fleiri gerði ég mér ekki alveg grein fyrir hversu HÆGT það er að koma sér upp úr rúmi, lyfta 5 kg klumpunum á löppunum niður og lyfta mér yfir á stólinn og þaðan rúlla mér inn á klósett. Jú rúllið sjálft var svosem ekkert mega mál það voru hel*v* kantarnir sem gerðu ferðina ansi erfiða og og var ég ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Ég prófa því hversu erfitt getur þetta verið; fyrsta ferðin tók mig 20 min að lyfta stólnum yfir kantinn á baðherberginu sem fól í sér að standa upp á hælana ná að balanca mig yfir kantinn sem allt í einu virtist talsvert hærri og meira óþolandi en nokkurn tíman fyrr. Ok stóð upp rétt og þá var það að lyfta stólnum yfir kantinn sem stuðning og svo koma mér sjálf restina af leiðinni með tilheyrandi ópum og smá að henda niður öllu sem var nálægt mér. 

Þetta gekk nú, samt ekki alveg eins og í sögu en gekk svo eitt stig fyrir mér og var ég mjög stolt af þessri fyrstu klósettferð án hjálpar frá örðum heimilsaðilum. Næsta ferð var ekki eins glæsileg. Barnið fór að kikka inn og þurfti ég alveg í spreng svo spurningin var að pissa í mig bara í rúminu eða ná að koma mér á ansi meiri  hraða en áður því 20 mínútur mundu verða sirka 19 min of mikið. Svo viti menn ég harka þetta af mér lyfti mér í stólinn og rúlla mér eins og ég ætti lífið að leysa, ákvað að rúlla mér bara yfir kantinn og sveifla mér yfir á klósettið. Það gekk alls ekki eins og í sögu því þegar ég rúlla mér yfir kantinn fer eitt hjólið af kvikindinu svo stólinn plompar niður með tilheyrandi látum og mér brá svo mikið að ég greip eins og ég ætti lífið að leisa í handfangið með þeim afleiðingum að handfangið brotnar undan álagi og stressi (giska ég á). Ég fell niður svona í slow motion niður rétt við klósettið næ þó að hífa mig upp og pissa í klósettið og mesta furða í öllu þessu að ég hafi ekki hreinlega pissað á mig. Ég í sælu minni búin að pissa og ná að jafna mig skælbrosandi yfir því að ég náði öllu þessu þ.e.a.s. rúlli og dettu á innan við 2 min en greyið kærasti minn í vægu hjartaáfalli yfir látum og veinum en það er fórnarkostnaður sem fylgir að eiga ólétta og beinbrotna kærustu með skapbresti og pissuvandamál. 

Þannig fór sagan af dags-rúllustólnum, en eftir þetta voru ferðirnar talsvert erfiðari enda hálf ómögulegt að halda jafnvægi á 2 hjólum en nágranninn minn átti núna ekki bara 1 stól heldur stól og 2 aukahluti sem hægt var að nota sem ágæta gestaþraut, hvert eiga hlutirnar og fara og hvernig passa þeir saman?!.

So far á ég ekkert dásamlega skemmtilega reynslu á stólum með hjólum. 

 


Klósettferðir og beinbrot!

Apríl 20015 og  ég var 97% viss um að ég var ólétt eftir öll þessi pissupróf sem ég tók og einlægnar sannfæringar frá apótekardömunni. Ég var nú ekki viss hvað skyldi gera næst enda er ég frekar illa upplýst um börn og meðgöngur á þeim og þar af leiðandi var ég mjög týnd. Ég fékk þá snjöllu hugmynd að hringja til læknis í miðju verkfalli og var það þannig að ég fékk engan tíma en fékk jú símatíma við læknirinn minn 10 dögum seinna. Himinlifandi sagði ég henni að ég héldi og mjög líklega væri ég ólétt, hún óskar mér glaðlega til hamingju en segir mér að ég væri á röngum stað og eigi að tala við ljósmóður. þetta tók allt sinn tíma og ráðlegg ég fólki að vera ekkert að vesenast í því að verða óléttur í miðju verkfalli. 

Ljósmóðirin hringir í mig, eldri kona og alveg svona pollróleg minnstakosti til að byrja með. Hún fer að spyrja mig já svo þú ert ólétt? Ég svara henni með fullan vara á mér að ég héldi það nú, minnstakosti voru 2 frekar "sterkar línur" á öllum prófum sem ég hefði tekið og að daman í apótekinu var alveg full viss um það. (og ekki lýgur hún) Aftur fæ ég þá skemmtilegu Alzheimer spurningu um hvenær síðustu blæðingar voru, jah ef ég bara vissi en gaf henni svar til að gleðja hana að það gæti verið svona sirka Desmber. Henni var greinilega smá brugðið og sagði; "en það eru 4 mánuðir síðan". Jú jú mikið rétt en þar sem þetta var bara svona létt ágiskun hjá mér gæti það verið fyrr eða jafnvel seinna. Og svo kom spurningaflóðið: hefuru verið að taka vítamín? nei nei en drekk ágætlega mikið af appelsínudjús ef það hjálpar eitthvað. Hvílirðu þig reglulega? Alveg á nóttunni. Borðaru hollt? Kemur fyrir. Notaru dóp? Er hún að gera grín að mér? Ertu búin að vera veik? jú jú nokkrar æluflensur sem ég hélt að væri bara tilfallandi.

Ef maður hefur ekki hugmynd um að maður sé óléttur er maður væntalega ekki að lifa eins og ólétt kona því ekki er það neitt sérstaklega öfundsvert svo mikið veit ég núna! Ekki eins og það sé eitthvað á forgangslista hjá manni að sniðganga túnfisk, hrátt grænmeti, skelfisk, mayones, hnetur, lauk, melónu og bjór bara svona til gamans og til að bæta á það taka D vítamín bara svona incase.

En svo kom ljósmóðirin sterklega á óvart og kom mér að í miðju verkfalli í forgang til að fara í sónar og var ekki nema 5 daga bið, mér leið nánast eins og Royalty, bara speed treatment á landspítalanum og ekkert minna en það.

En hamingjan og konungslíðan stóð ekki lengi yfir því þetta gat bara verið svona auðvelt og smooth, þá kom það !boom! í öllum þessum óléttupælingum, pissuprófum í fleirtölu, uppköstum og pulsuáti þá mundi ég allt í einu að það var fótaaðgerð á planinu aðeins 2 dögum fyrir sónarinn. Úff annað skemmtilegt samtal við lækni að reyna að útskýra eitthvað sem ég hafði lítinn sem engan skilning á. Ég anda djúpt og hringi í skurðlækninn minn því það bara gat ekki mögulega verið verra en símtalið við ljósmóðurina en samtalið fór einhvernveginn á þennan hátt;

"Hæ, ég hérna er að fara í aðgerð hjá þér eftir 2 daga en var að komast að því að ég er alveg mjög líklega ólétt" hann svara mér "Ertu hvað???" gat ekki byrjað verr eða heimskulegra þar sem óléttan kikkaði stundum inn var ég að spá að skella bara á hann og láta sem þetta samtal hafi ekki átt sér stað. Læknirinn fór í smá rannsóknar vinnu og reynir svo að hughreysta mig og segir að þessi aðgerð hefur víst verið gerð á óléttum konum í örðrum löndum bara ekki hér(enda þarf að deyfa mann, tekið af 2 beinum og skrúfa sett í báðar lappir, og þarf maður að vera hálf klikkaður að gera þetta án verkjalyfja). En er ekki alltaf gott að vera svona hálfgert prufudýr einhver þarf alltaf að vera sá fyrsti.

Læknirinn spurði mig mjög oft hvort ég væri viss hvort ég vildi fara í gegnum þetta á mun minni deyfingu en er gert vanalega og án sterkja verkjalyfja eftir aðgerðina. Ég hugsaði með mér, jah aðgerðin er í 2 tíma smá skrúfur og beinbrot og svo voila ég verð eins og NÝ. Alltaf mjög stutt í kæruleysið í mér svo ég vildi  slá 2 flugur í einu höggi, bilaðar lappir + ólétta tekin á einu bretti. Góð hugmynd? NEI ég get alveg sagt með fullvissu það var ekkert smá eitt né neitt við þetta, dramatískt tár lak niður kinnarnar á meðan aðgerðinni stóð yfir enda fann ég vel fyrir meintum beinbrotum og skrúfum en það var nú ekki einu sinni aðal vandamálið ég var ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Gæti nú verið í lagi að finna smá fyrir aðgerðinni en eftir á? ég var ekki alveg búin að hugsa hvernig ég kæmist á brottnum löppum (báðum) með spelkur og vafninga eins og box-lappir að æla um nóttina. Þeirri ferð gleymi ég nú seint þar sem það fól í sér að kærastinn minn (þessi heppni) var vakinn upp með háværum veinum, handabendingum og ælulegum kinnum. Hann þurfti sesmagt að hjálpa mér í rúllustól, rúlla mér inn á bað, planta mér svo við hliðana á klósettinu og setja púða undir blessaðar fæturnar brotnu.

Ef þessi ferð hafi bara verið sú eina þessa nótt hefði þetta verið aðeins skemmtilegra fyrir alla aðila. 

Fyrsta vikan eftir meint grátkast við pulsumisskilningi byrjaði ekkert alltof vel. Svona var fyrsta óléttu vikan mín sem reynist nú samt vera sú þrettánda meðgönguvikan.


Listræn tíska i New York

þá er það komið að Paris og öllum þeim sýningum sem fylgja þvi... eiginlega finnst mér ég eiga skilið rauðvin og fullt af ostum bara svona í tilefni dagsins.  Bara high-class ansy svo ætli ég láti það ekki eftir mèr að henda yfir mig einhverri vel fancy skyrtu svona til að poppa upp yoga buxurnar (party að ofan en heimilis/leti/ræktin að neðan). 

Er búin að ver að skoða sýningarnar og er ég alveg hoppandi kát yfir fjölbreytileikanum fyrir næsta árið. En já besta sýningin í dag var reyndar ekki frá Paris en var sett upp kynning i New York en þessi átti alveg vinninginn svo ætla ég að tileinka mér og blogginu mínu til meistarans Gareth Pugh. þetta er svo listræn sýning eins og málverk sem vakna til lífsins en hér koma myndir svo allir geta notið þess með mér:)

 

Gareth Pugh SS2015

Gareth_Pugh_021_1366 

Gareth_Pugh_002_1366 

Gareth_Pugh_018_1366 

Gareth_Pugh_034_1366 

Gareth_Pugh_036_1366

Gareth_Pugh_026_1366 

Gareth_Pugh_023_1366 

Gareth_Pugh_039_1366 

Gareth_Pugh_040_1366 

Ætla ég ekki að skemma þetta skemmtilega sjónarspil svo ætla að hætta hér

-Ansy hálf klassa dama!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband