Færsluflokkur: Dægurmál
Leikskóli, einhverfa og bugun á hæsta stigi.
18.9.2018 | 11:42
Tíminn líður og eru þessir 10 mánuðir sem við erum búin að bíða eftir leikskólaplássi búnir að vera einstaklega langir að líða. En loksins kom að þessu í dag Fyrsti Leikskóladagurinn! Ég get ekki lýst fyrir ykkur hversu miklar vonir ég var búin að gera mér, hvernig strákurinn minn átti eftir að blómstra og hversu ánægður og sæll hann yrði loksins með að vera kominn á stað sem væri fullt af öðrum krökkum.
Þetta kom eins og skellur á mig allt sem ég var búin að sjá fyrir mig og vonast eftir brotnaði eins og lítil ljósapera á fyrsta hálftímanum. Ég hef aldrei þurft að bera Domenic minn saman við önnur börn þar sem við umgöngumst ekkert mikið af barnafólki. Nú sá ég þetta mjög skýrt svart á hvítu að honum getur bara ekkert verið hennt inn í barnahóp og ætlast til af honum það sama og af öllum hinum börnunum.
Ég gaf honum morgunmat og klæddi hann í blátt þar sem núna er allt "blue" hjá honum og héldum við af stað í leiksólann. Við vorum ekkert búin að fá neitt sérstaklega miklar upplýsingar eins og hvar deildin hans væri svo við byrjuðum á því að mæta á vitlausan stað og þeir sem eru með einvherf börn skilja mig þegar ég segi að ekki er auðvelt að fara í gegnum margar hurðir og inn í mörg herbergi. Domenic á mjög erfitt að fara á nýja staði hvað þá ef ég er að draga hann svo aftur út til að fara aftur inn og já einfaldlega var þetta strax orðið OF mikið fyrir hann.
Loksins þegar komið var á deildina varð hans eins og illa gerður hlutur, hann bara ráfaði þarna um og ég reyndi að sýna honum eitthvað dót en hann hafði auðvitað bara áhuga á dóti sem einhver annar krakki var með, sem var lest, svo hann fór beint í að taka það af honum og þá var hann skammaður. Hann hefur því miður ekkert lært að deila og hefur hann lítinn skilning á ef t.d. krakkar gráta þá verða yfirleitt viðbrögðin hans að hlæja. Þegar við svo höfum verið 10 min á staðnum áttu allir að setjast niður og segja nöfnin sín... Jah ef þau bara vissu hvernig einhverfan virkar. Domenic sko gerði allt nema setjast niður, hann hoppaði, söng, gargaði, lagðist og velti sér í hringi. Svo kom útivera og hann var orðinn vel æstur og kominn í sinn eigin heim svo hann fór og labbaði milli allra staura og tók svo á rás fyrir framan rólu þar sem hann fékk spark í andlitið og eina sem ég fékk að heyra frá starfsmanni var að ég átti að fylgjast með honum. Ég veit ekki hvernig það á að róa mömmu einhverfs barns að ég ólétta mamman á að vera að hlaupa á eftir stráknum í aðstæðum sem hann þekkir alls ekki og ég venjulega forðast eins og heitan eldinn hans vegna og svo á ég að skilja hann eftir hjá þeim eftir 3 daga!!!
Ég fór að gráta, hórmónarnir alveg á fullu swingi og einhverfan á fullu blossi í stráknum að ég tók hann og fór heim með hann, alveg buguð á sálinni.Ég sem var búin að hlakka svo mikið til að hann færi á leiksóla, þá er afskaplega erfitt að eiga svona fyrsta dag þar sem ég og hann erum alveg búin á því.
Núna 2 tímum seinna sit ég ennþá í grenjukasti sem ég kem mér ekki út úr en litli elsku Domenic er loksins kominn í ró með sitt uppáhalds teppi og hlustar á og syngur með"Syndir feðrana" hans Bubba á fullu blasti!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Litla gjöfin mín sem baðar út höndum
15.9.2018 | 18:35
Nú heldur ferðalaginu okkar áfram hjá mér og syni mínum Domenic og finn ég það á mér að þessi 2 ár séu alveg að fara að skila sér eftir að að ég er búin að berjast gegn öllum sem sögðu að ég væri að gera "meira mál" úr því hvernig Domenic væri og hegðaði sér.
Það var fyrst þegar hann var 10 mánaða að ég fór að taka eftir þessu smáu hlutum sem voru einkennilegir eða ég var viss um að ekki öll börn hegðuðu sér sem slík. Það voru reyndar ekkert mörg "tikk" sem hann hafði þá en svona sem maður tók eftir fyrst var að hann baðaði út höndunum þegar hann var spenntur og að fá hann til að sofa og halda sér sofandi var alveg hálfs dags prógram. Þegar við bjuggum í Slóvakíu þá var hann bara ungabarn, við Andrea maðurinn minn skiptumst á að elda á kvöldin en hinn aðilinn setti sig í göngu stellingar og þrammaði fram og til baka með kerruna yfir alla hurðakanta til að róa hann eða svæfa ef heppnin var með okkur. Sjaldan vorum við það heppin og var annaðhvort okkar búin að gefast upp og farið að sofa á meðan hinn aðilinn var ennþá í kerrupúli fram eftir kvöldi og nóttu enda vorum við bæði einstaklega útkeyrðir og splæstir foreldrar.
Þegar hann varð eldri voru auðvitað fleiri atriði sem komu í ljós en eitt af því var að hann var einstaklega klár miða við sinn aldur og var hann farinn að opna hurðar með lyklum rétt um 14 mánaða og var hann búinn að læra stafróið fram og aftur á bak 18 mánaða. Hann gat einnig talið upp á 20 á 3 tungumálum og fór létt með að þylja upp öll mót (shapes) og var helst í uppáhaldi hjá honum átthyrningur og vildi hann að ég teiknaði hann oft á dag. Hann átti aftur á móti í talsverðum erfiðleikum að persónugera allt og alla eins og vita hver væri amma, hvað hann héti, hversu gamall hann væri, svara spurningum og setja saman settningar.
Nú er hann að verða 3 ára og þrátt fyrir að hann kunni hundruði orða þá eru aðeins örfáar settningar byrjaðar að mótast hjá honum og verð ég að segja að við erum öll búin að vera með endurtekningar hér eins og lag á loopi alla daga: Hvað heitirðu, heitirðu Domenic? Hvað er þetta, er þetta epli og svo framvegis og er ég farin að halda að við séum öll að verða smá klikkaðri hér frá degi til dags.
Eftir langa bið þá fórum við í þrosakamat á föstudaginn og var ég mjög kvíðin því þrátt fyrir gáfurnar hans Domenic er hann ekki að fara að gera neitt sem einhver segir honum að gera. Við byrjuðum á að fara og skoða fiskana sem voru þarna í búri fyrir framan skoðunarherbergið og þar sagði hann fiskur á 3 tungumálum (fish, fiskurinn og pesce) og lýsti hann vatninu á ítölsku sem auðvitað enginn skildi. Í sjálfri skoðununni átti hann að leysa ýmis verkefni sem sett voru fyrir hann, læknirinn gerði þá væntingar að hann mundi sitja í stól stilltur penn og prúður en það var sko ekki alveg að fara að gerast. Fyrsta verkefnið var að setja kubba í rétt hólf en auðvitað blossaði einhverfan upp í honum og hann raðaði kubbunum í línu á borðkanntinum og fór svo að telja kubbana á "spænsku". Ég horfði gapandi á strákinn þegar hann þuldi upp uno, dos, tres.... læknirinn segir við mig já er hann að telja á ítölsku jú þar sem faðir hans er ítali en nei spænska varð fyrir valinu í þetta sinn og veit ég ekki í veröldinni hvernig eða hvar hann lærði að telja á spænsku svo ég hafði ekkert svar. Næst átti hann að gefa dúkku að drekka en dúkkan fékk þá illu meðferð að vera grítt rétt framhjá hausnum á lækninum sem skall svo með dúnki í veggin og Domenic leit upp með fallegu brúnu augunum og sagði "úps datt"! Verkefnin gengu hver öðru verr og gerði hann eiginlega allt öfugt við það sem læknirinn bað hann um. Ég ætla samt að taka bara Pollyönnuna á þetta og þegar ég fæ niðurstöðurnar 26 september held ég að allt verði ljómandi gott því fyrir mér stendur hann sig eins og hetja.
Það var ein sem lýsti honum á svo fallegan hátt við mig að Domenic hefði fengi einstaka gjöf sem gerir hann að þessum fallega og sérstaka strák sem hann er og munum við takast á við allt sem kemur til okkar með bros á vör og 120% þolinmæði!
Domenic, spánn 2018
-- Ansy
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einhverfa eða ekki einhverfa..
9.9.2018 | 19:54
Það er eitthvað innra með okkur þegar kemur að börnunum okkar og maður skynjar jú ef ekki allt er með felldu. Strákurinn minn er sá allra blíðasti og er hann sá allra rólegasti og ef honum t.d. langar í eitthvað kemur hann til mín, grípur um hendina mína, horfir á mig og segir mamma koddu koddu koddu koddu.Hann er svakalega varkár og passasamur í öllu sem hann gerir. En hann á aftur á móti daga eða stundir það sem er ekki hægt að gera honum til geðs, ef hann er búinn að fókusa á eitthvað eitt eins og að fara út er bara ekkert sem mun stoppa hann. Þá einmitt getur hann grýtt alls konar hlutum, skemmir dótið sitt og slær mann svo fátt sé nefnt.
Eftir að við komum heim frá Kína fór ég beint með hann í þroskamat og nema hvað þá stóðst hann það alveg með "flying colors". Hann taldi upp á 20 fyrir hjúkkuna á ensku, nefndi öll form alveg frá " octagon - rectangle" og auðvitað er hann með alla liti á hreinu. Hann er einstaklega vel gefinn strákur, er forvitinn um allt og vill vita hvað allt heitir og snertir til að finna áferðina. Hjúkkan vildi meina að ekkert væri að þroska hans svo hann gæti ekki verið einhverfur. Þá fékk ég mat frá örðum lækni sem sagði hann vera svo: "fallegur og klár strákur" svo ég noti nú hans eigin orð og að það væri bara alls ekkert að honum. Nú var það samt svo að hann Domenic var ennþá ekki búinn að sofa heila nótt síðan hann fæddist og svaraði ekki nafninu sínu eða hlýddi neinu svo læknirinn pantaði heyrnapróf.
Ég geti mér fulla grein fyrir að í dag eru alveg greiningar fyrir allt og eru að mínu mati jafnvel kastað fram greiningum hér og þar en einhverfa er ekki eitthvað sem er hægt að hundsa. Ef ég hefði ekki barist fyrir barninu mínu, og eytt nánast öllum mínum tíma í að kenna honum þá væru mestar líkur að hann mundi ekki segja orð í dag. Í febrúar fór ég til 3 lækna og var sá síðasti sem hlustaði á mig enda brast ég í grát á miðju gólfin hjá honum og sagði að það getur ekki verið að það sé bara Ok að barni mitt sofi lítið sem ekkert, skynji ekki hættur og tjáir sig ekki um ef eitthvað er ekki í lagi. Ekki bara fyrir hann en ég fengi aldrei pásu þar sem hann væri alltaf í hættu svo hann skrifaði tilvísun til þroska og hegðunar miðstöðvarinnar. Loksins fann ég létti að eitthvað væri gert fyrir strákinn minn og hann fengi þá hjálp sem hann þarf á að halda. Ég í minni einfeldni gerði ég mér ekki grein fyrir hvernig ástandið var hér á þessu sviði því það er alls ekkert auðvelt að fá tíma fyrir börn. Ég beið frá febrúar til júlí en þá fékk ég fyrsta tímann og því fyrstu staðfestingu um að strákurinn minn væri einhverfur. Eftir alla þessa baráttu var þetta samt sjokk! Bara að heyra orðin frá lækni sem vinnur við að greina börn er þetta alltaf ákveðið sjokk fyrir foreldri en ég var svo tilbúin að taka þennan slag enda búin að berjast í tæp 2 ár fyrir að eitthvað væri gert. En Það þurfa að koma staðfestingar frá fleiri en einum lækni því sálfræðingur þarf að meta hverskonar röskun þetta er hjá mínum strák og það var ekki laus tími hjá honum fyrr en í september.
Ég get ekki lýst þeirri tilfingu að fá staðfestingu um að eitthvað sé "að" barninu þínu, vil ekki nota orðið eitthvað að því þetta fyrir mér er bara einskonar frávik sem þarf að vinna með, svo er EKKERT gert í 3 heila mánuði. Þetta hafa verið svo langir 3 mánuður þar sem ég veit hann er einhverfur en mér finnst ég svo hjálparlaus því ennþá veit ég ekki nákvæmlega hvað er að svo það er mjög erfitt fyrir mig að lesa mér meira til um þetta efni en ég hef gert. Einnig skil ég ekki svona vinnubrögð því að vera foreldri sem finnur vanmátt og hjálparleysi er auðvitað alveg hræðileg tilfinning því maður vill auðvitað allt gera fyrir börnin sín og hjálpa þeim sértstaklega ef ekki allt sé eins og á að vera.
Núna er sem betur fer bara vika í skoðun númer 2 og ætla ég að skrifa um ferlið því ef einhver á börn sem eru með svipuð einkenni eða fólk í sömu stöðu og við höfum verið en veit ekki hvert skal snúa sér í þessum málum þá vona ég að mín skrif og reynsla gefi smá innsýn í þetta ferli.
Dægurmál | Breytt 10.9.2018 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérstaka litla manneskjan mín
4.9.2018 | 09:21
Það var fyrir ári síðan núna þegar ég tók þá ákvörðun að flytja til Kína þar sem maðurinn minn Andrea (litli ítalinn minn) var að vinna. Öllu sumrinu hafði ég meira en minna eytt hjá öllum mögulegum læknum því þeir vildu finna út afhverju Domenic minn svæfi svona illa. Það var margsinnis skoðað í eyrun á honum, tekið blóð, skoðað í hálsinn, heyrnin athuguð því auðvitað var þessi fullkomni strákur ekkert einhverfur. Ég horfði upp á son minn þjást aftur og aftur eins og lítið tilraunadýr og var það orðið þannig að þegar við komum inn á læknastofu trylltist hann, og þá fyrst byrjaði hann að slá mig og sig. Ég fékk nóg að horfa upp á þetta, ég ákvað bara að taka málin í mínar hendur því fannst það betri kostur þar sem enginn var hvort eð er að hlusta á mig hér heima svo við lögðum af stað til Shanghai.
Ferðalagið tók okkur 21 klukkutíma og var móðir mín í för með mér í þetta sinn sem gerði allt mun auðveldara en hann Domenic var sem svo oft áður eins og draumur alla ferðina enda kannski orðinn vanur því hann var þegar búinn að fara í yfir 15 flugferðir. Domenic var að verða 2 ára þarna og var aðeins byrjaður að segja 5 eða 6 orð. Á þessum tíma eyddi ég öllum kvöldum fyrir svefn að lesa rannsóknir, fyrirlestra, reynslusögur og bara allt efni sem ég komst yfir um ASD ( Autism Spectrum disorder). Ég var búinn að sjá honum hraka mikið bæði í tali og hann varð meir og meir út af fyrir sig og eiginlega bara inní sér. Eftir að lesa um ASD ákvað ég að prófa mig áfram og bæði breytti ég mataræðinu hans og tók út allt lactose og einnig setti ég "ALLT" í mynd og hljóðform. Ekki er auðvelt að kenna einhverfu barni að tala eða að minnstkosti var þetta mikil vinna fyrir mig og okkur fjölskylduna. Endalausar endurtekningar, endalaust að syngja hlutina, benda á allt allstaðar og segja orðin og var þetta allt gert á 3 tungumálum. Ég var fari að standa mig að því þegar ég var meira að segja ein að þylja upp allt í kringum mig; hér er bílinn, þetta eru lyklar, hér er sími... svo fattaði ég að ég var ein. Einnig tjáði hann sig ekki neitt (sem er týpiskt fyrir einhverfa einstaklinga) svo alltaf þegar hann grét þá vissi ég ekkert hvað var að og er það svo sárt að vera svona hjálparlaus því það gat verið allt frá því að honum liði eitthvað illa, svangur eða vildi ná í eitthvað og ég þurfti að giska á allt og tók það tíma meðan hann grét þessum fallegu litlu tárum sem spíttust út um allt.
Litlir sigrar geta verið einstaklega stórir í svona málum, á stuttum 13 vikum í Kína þá fór litla barnið mitt úr að geta sagt 6 orð í að geta sagt yfir 500 orð og gat ég ekki verið stoltari af litla manninum mínum. Því það er svo skrítið fyrst þegar ég heyrði orðið einhverfur panikkaði ég svo mikið og sá ég fyrir mér bara barn sem sagði ekkert, mundi aldrei eignast vini og ætti aldrei eftir að lifa eðlilegu lífi. Þarna var ég þó strax komin með mikla von að litla gleðibomsan mín mundi ná sér á strik einhvern daginn og var það mikill léttir í smá tíma eða þar til við komum aftur til íslands en þá aftur byrjaði baráttan enn og aftur við læknakerfið og tók það mikið á eftir alla vinnuna sem við höfðum lagt á okkur án hjálpar eða leiðsagnar.
Framhald..
Domenic í Xitang 2 ára
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litla undur og meistaraverkið mitt
31.8.2018 | 23:19
Að horfa á barnið sitt og skynja að allt sé ekki eins og það á að vera er örugglega eitt það erfiðast sem ég hef gengið í gegnum um ævina.
Áður fyrr lifði ég mjög frjálslegu lífi og að hluta til mjög ágyggjulausu lífi. Ég fluttist til Mílanó þar sem ég lærði tísku, vann í showroomi og við uppsettningu á tískusýningum, ég stundaði alla helstu kokteilbari og diskótek um helgar. Ég valdi mér mjög yfirborðslegan og grunnhyggin lífstíl enda var ég bara rétt yfir 20 ára og vildi ég nýtt ævintýri daglega. Ég ferðaðist mikið og átti ég margar góðar stundir og á margar yndislegar minningar.
Líf mitt breyttist til muna þegar ég kynntist kærastanum mínum því ég varð ólétt skömmu síðar og ég fann bara strax hvernig ég breyttist til hins betra. Ég róaðist öll og varð í miklu betra jafnvægi. Það var svo daginn sem að sonur minn fæddist þar sem hann lá á bringunni minni með fallegu brúnu augun sín þar sem hann starði út í heiminn. Aldrei hafði ég séð neitt yndislegra eða fegurra en þetta litla kríli sem hélt þéttings fast í puttan á mér og lífið mitt fór allt í einu að hafa annan tilgang.
Þegar sonur minn hann Domenic náði 12 mánuðum fór ég fyrst að hugsa hvort hann væri eins og önnur börn?! Hann hummaði mikið, drakk óvenjulega mikið og baðiði út höndunum þegar hann varð spenntur.
Við bjuggum á þessum tíma í Slóvakíu og núna segi ég sem betur fer því ég fór og talaði við lækni sem var og er góð vinkona mín þegar strákurinn var orðinn 14 mánaða og bað ég hana að skoða þessa hegðun hjá honum. Hún skoðaði hann og benti mér góðlega á að þetta gæti verið "tikk" eins og ég vil kalla það, sem bentu til einhverfu.
Þarna var litla ljósið mitt með stóru brúnu augun, sem starði á mig með tóm svipbrigði og reyndi að berjast við að segja orðið mamma, orðinn "Öðruvísi". Þarna átti ég mörg mjög erfið kvöld og erfiða daga og voru þau ófá tárin sem runnu niður, ekki var það ábætandi að Domenic hafði aldrei sofið heila nótt frá fæðingu, maðurinn minn vann 6 daga vikunnar og ég var einhvern veginn ein í ókunnu landi þar sem ég skyldi engann og var ég þarna alveg búin á því á líkama og sál.
Ég fór heim til Íslands stuttu eftir að hafa fengið þessar upplýsingar um son minn, hann var þá 17 mánaða og fór ég með hann beint í ungbarnaeftirlitið. Þar lýsti ég áhyggjum mínum en mér var bara mætt með stóru brosi og fékk ég þau svör að ekkert væri að þessum litla hrausta og fullkomna dreng (ekki það að ég var aldrei með neinar áhyggjur að hann væri ekki fullkominn, ég var bara að velta fyrir mér með einhverfuna svo þessi svör komu mér virkilega á óvart)! Þegar ég kem út frá lækninum er ég týndari en nokkurn tíman fyrr þar sem læknirinn upplýsti mig um að þetta væri líklegast bara í kollinum á mér en á þessum tímapunkti fór ég að lesa mér til um sjálf hvað í veröldinni gæti verið að hrjá litla strákinn minn.
Þetta var bara byrjunin á löngu og erfiðu ferðalagi sem ég hef gengið í gegnum síðustu 2 árin með son minn sem ég ætla að skrifa um hér. Bæði vil ég skrifa þetta niður fyrir mig svo ég náið aðeins að pústa út og einnig vonast ég til að ef einhverjir eru í sömu stöðu og ég að þetta gæti mögulega komið þeim til hjálpar.
Dægurmál | Breytt 1.9.2018 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirmyndar jólabakstur
20.12.2016 | 09:57
Já svona eftir giftingu og barnseign er maður orðinn svo svaklega fullorðinn og þroskaður að ég á varla til orð yfir það. Ég ákvað að taka að mér þessar glansmóður og fyrirmyndar eiginkonu og skella mér í jólabakstur. Eina sem mér datt í hug sem er jólalegt eru sörur, ekki það ég hef aldrei bakað þær né orðið vitni af bakstri á þeim. En ég power woman ræðst auðvitað á garðinn þar sem hann er mest illgresjaður svo ákvað að spreyta mér á þessu ( sérstaklega þar sem ég gerði heiðarlega tilraun að baka sykurlausar, hveiti lausar og smjörlausar bláberjamuffins um daginn sem voru svo óætar að ég hefði frekar borða minnisbókina mína en að leggja í eina slíka múffu). En já fann uppskrift svo ákvað að eyða smá parti af sunnudeginum í þetta (endaði semsagt allur sunnudagurinn eins og hann lagði sig en það er önnur saga). Ég ofur þreytta, splæsta og taugaveiklaða mamma sem var að díla við það erfiða verkefni að þeyta eggjahvítur AKKÚRAT passlega mikið, alls ekki of lítið né of mikið og í millitíðinni að hlaupa eftir krakkanum sem var þá búinn að ýta á svo marga takka á þvottavélinn að það var komin mynd af rauðum lykili á henni og stóð 4;56 min ( jah er ekki gott að hafa barnaföt rúllandi í vatni og sápu í 5 klukkutíma á 60°í vél?!) Ok allt gott þvotturinn fékk bara súper langan og góðan þvott svo það var bara frábært, ég fékk mér rauðvín til að slaka smá á taugunum. Allt var tilbúið; deigið, kremið og alles og ekki nema 4 klukkutímar búnir.... þá koma að því að gera blessuðu kökurnar og fann ég þennan frábæra sprautupoka sem móðir mín hafði keypt (ætla að giska á í kínabúð) á spáni og ætlaði ég að gera mína fyrstu dásamlegu söru (var þara orðin rauð í kinnum því var alveg að springa úr stolti). Ég byrja að kreista pokan en puttinn stakkst í gegnum pokan og vel gerða og passlega þykka deigið mitt flaut yfir mig alla og út um allt náði ekki einu sinni að koma einni köku út því allt lak á hinn endan og út um gatið sem puttinn á mér gerði. Jæja annað rauðvínsglas..... Önnur tilraun og þetta skiptið með skeið en held að í endanum það hafi nú bara litið meira pró með skeiðinni, núna voru komnir 5 tímar og blessuð þvottavélin með vel hreina þvottinum búin en blessuð fötin voru ennþá svo pollblaut að þurrkarinn réði ekkert við þetta bara gaf frá sér skringileg stop hljóð svo annar klukkutími hvarf þar með smá hlaupa-pásum eftir barninu. Kom krakkanum fyrir framan sjónvarpið með hans uppáhalds teiknimynd, já því tek það fram að ársgamla barnið mitt á uppáhalds teiknimynd EN svona fullkomin lífræntræktuð móðir þá horfir barnið auðvitað BARA þegar við erum ekki að gera módaleir skúlptur, vatnslita málverk eða auðvitað baka múffur sem er alveg nánast daglegt brauð hér á bæ huh. Klukkan var orðin 8 um kvöld og kökurnar á leið í frysti áður en ég setti svo loka lúkkið á semsagt súkkulaðið, ég alveg að bugast með súkkulaði um allt andlit en samt ekki byrjuð að nota súkkulaðið alveg ótrúlegur andsk@** hvernig það gat skeð.. Annað rauðvínsglas og eitt tár lak þegar ég hugsaði hvað ég ætti að gera við alla blauta þottinn í vélinni þar sem ég var með pissublautan haug eftir barnið sem átti eftir að komast í vélina en það bara beið. klukkan 10 var allt klárt búin að dýfa kökunum í súkkulaði og þá var varla hreinn blettur á mer enda var sprautan farin og ég var bara að handpota þetta allt saman. Átti það til að gleyma mér og fara að klóra mér í kinnini og súkkulaði út um allt. Annað rauðvínsglas og smakk á nýbökuðum sörum, verð að viðurkenna gott var þetta en var þetta þess virði?!?! jah hver veit, ég náði góðu grenji (sem eftir óléttu og fæðingu er orðið talsvert algengara en áður) og var ég vel rauðvínslegin og sæl þegar ég fór að sofa!
Ef fólk er alveg kreisí forvitið þá bara býð ég upp á smakk á morgun milli 10:35 og 11:20! Held samt ég geti bara gleymt þessu húsmæðra 'hlutverki' þar sem er komin ágætis sönnun að matargerð og greinilega eftir þessa raun bakstur er ekki sterkasti hæfileiki minn!
Er farin að fá mér rauðvínsglas svo ég geti gleymt morgundeginum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fæðingarhræðsla og ónáttúruleg fæðing!
15.12.2016 | 21:33
Svo ég haldi nú áfram með fæðingarsögu og álit á öllu því sem tengist því það er svo fræðandi og skemmtileg (öll vitneskjan sem ég hef um þetta ferli er alveg top notch).
Ég semsagt þjáist af margskonar hræðslu og get ég nefnt hér fáein dæmi þá er ég t.d. svo bilaðaslega hrædd við köngulær að ég gæti ekki bjargað mér eða barni ef ég yrði fyrir dordingla árás, ég er hrædd við lítil rými, háa stiga og allt sem tengist hærra en meter, og jú spegla(spegla fobia ef það er til). En svo er hræðsla sem enginn virðist skilja og það er fæðingarhræðsla. Þetta finnst læknum vera eitthvað sem er voðalega barnalegt og hálf kjánalegt, maður fær svona viðbrögð; "Oh kjáninn þinn þetta er ekki neitt". Í stuttu máli er þetta bara hræðsla við að fæða. Ég semsagt útskýrði þessa hræðslu mínu við ljósmóðirina sem skildi ekki upp né niður í mér en hún sendi mig til fæðingarlæknis. Sú stúlka var sirka ári yngri en ég og þá fyrst leið mér eins og kjána í viðtalinu hjá henni en samtalið fór eitthvað á þennan veg; Ég sagði henni að ég vildi fara í keisara þar sem ég einfaldlega hef brjálaða hræðslu við að fæða, hún tekur í hendina á mér og segir elsku stúlkan mín þú sem er svona hraust og sterk stelpa þetta er ekkert mál. jah segi ég það er erfitt að segja til um það fyrir fæðingu, getum ekkert verið viss um að þetta verði geðveikt party bara 10 min og boob krakkinn poppar út geggjað hress á kantinum?! Fæðingarlækninum var ekkert skemmt og sagði að þetta fylgdi því bara við að verða óléttur og aftur kom ég með samlíkingar að þar sem við deilum heiminum er ekkert endilega sjálfgefið að ég vilji hýsa köngulær heima hjá mér(hún var ekki að skilja rökin en ok). Aftur kom hún mér skemmtilegastu rökin að ekkert er fallegra en að eiga NÁTTÚRULEGA. Ég þakkaði fyrir að ég ældi ekki í skóinn á ungu snótar lækninum. Aftur segi ég já ok ég er hrædd við þetta og eftir 31 árs hræðslu er fátt sem gæti mögulega breyst á þessum 6 mánuðum sem væru eftir. Þetta samtal hélt svona áfram í 45 min, hún kallaði mig unga stúlku sirka 17 sinnum jafnvel þó ég sé korter í að vera komin úr barneign en ung stúlka skal ég vera og allt í lagi með það þá gafst ég upp og sagði jah og annað hvort verð ég skorin eða þið náið í barnið því ég ætla ekki að ýta þessu barni út hvað sem þú segir. Eftir 2 hittinga með fæðingarlæknum, einu viðtali hjá geðlækni þá varð ég greinilega úrskurðuð svo klikkuð að vilja ekki fæða að ég fékk keisara í gegn. Hef fengið alveg hellings spurningar og alveg fordóma við þessa ákvörðun mína að vilja skera allan líkaman minn (sem er reyndar bara 1 lítill skurður) bara vegna aumingjaskaps við að vera hrædd við að fæða. En eins og ég sagði við geðlæknirinn jah ef þú ert lofthrædd og þú veist að þú ert örugg á 15 hæð á svölum ferðu samt ekki út á þær þó það séu engin rök fyrir því, held með þessu var ég stimpluð snargeðveik og hleypt heim.
1 barni síðar en engri fæðingu þar sem ég átti svo ónáttúrulega fæðingu með lyfjum og skurði og svo í þokkabót eftir allt það þá er ég ekki ennþá laus við þessa fobiu mína!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yogabuxur og aukaverkanir
28.11.2016 | 12:41
Ég hef verið mjög heilluð um þetta ferli, það er að segja meðgöngu og ferlið að verða mamma. Maður fær alveg einstaklega mörg heilræði í gegnum þetta ferli og jú auðvitað segja allir manni að fæðingin sé ekki skemmtilegasti kaflinn í þessu svo maður veit innst inni að það er eitthvað sem maður "á að hræðast", jú svo heyrði ég frá all mörgum að fyrstu 3 mánuðurnir væru þeir erfiðustu með svefnninn (jú jú það eru komnir 13 mánuðir og ekki enn hef ég sofið svo takk allir). Semsagt alls konar ráð og varnir sem fólk er einstaklega viljugt að deila með þér hvort sem þú vilt þau eður ei. Eins og ég hef sagt áður þá var ég ekki sú allra fróðasta um þetta ferli svo ég tók svona punkta hér og þar um hvað gera skal og hvað ekki en samt var ljósmóðirin alveg dugleg að segja mér að allt sem ég gerði væri ekkert allt of rétt en það er aftur á móti önnur saga. Samt eru alveg þó nokkuð margir hlutir sem enginn varar mann við eins meðgöngu aukaverkanir skulum við kalla það sem geta verið ofsakláði, gyllinæði, legsig, endaþarmsig og fullt af líkampörtum sem síga og þetta er að mér skilst bara ugginn af hvalinum. En þetta tal er ekki nógu sexy svona opinberlega miklu skemmtilegra að tala um fæðingar því allir eru æstir að heyra margra klukkutíma kvalarfullar lífsreynslu sögur sem heilræði. Ég var nú samt nokkuð "heppin" eða einu aukaverkarnirnar sem ég fékk var jú morgunógleði sem reyndist reyndar vera 24 tíma ógleði og gekk það í um 7 mánuði, held að ég hafi ælt á þessum 7 mánuðum svipað og meðal manneskja gerir á lífstíð. Einnig jú bjúg á fótum sem gerir það alveg stórkostlega erfitt fyrir mig að vera í sokkum. Ennþá daginn í dag reyni ég að komast hjá því að vera í sokkum því ég fæ köfnunartilfingu í hálsin svo slæmt var þetta bjúg "keis" sem ég var með á löppum.
En eitt annað þróaði ég með mér á meðgöngunni minni og það er gleymska en jú ég hef svosem alltaf verið frekar gleymin en þetta nær alveg svo langt að möguleiki væri að fá alzheimer greiningu á þetta. Jú jú oftast er þetta bara smávægilegt eins og ef ég kem úr kringlunni þá man ég ekki hvar ég lagði bílnum og þá fer ég að hugsa hvort ég hafi nokkið verið á bíl en ef ekki hvernig komst ég þá í kringluna en það skýrist venjulegast á svona klukkutíma eftir talsverða hugsun og gott labb. En versti parturinn á gleymskunni eru hlutir sem ættu að vera auðveldir eins og að fara í nærbuxur sem ég vissi vel hvernig maður átti að gera, og búin að vita í jah 30 ár eða svo, en það virðist bara hafa dottið úr mér. Þetta árið er ég farin að gera þetta vitlaust jah í svona 2 af hverjum 3 skiptum og þá fer ég í þær ekki bara inside out heldur eru þær líka bakið fram og öfugt. Er nú nokkuð búin að venjast að vera með poka að framan og bara hálfar nærur að aftan en það versnaði í málunum um daginn þegar ég fór í hot yoga!! Ekki nóg með að maður sé í þröngum yoga buxum heldur eru þessar 38° sem hjálpa ekki mikið en samt gera mann sveittan og klepraðan og að vera að beygja sig í nærum sem ná bara yfir hálfan bossan og skerast inn í mann eins og brazilian "thong" er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að prófa því ég get sagt ykkur það er ekki þægilegt! Annars eyði ég megnið af deginum að leita af ýmsum hlutum eins og símanum sem ég finn svo alveg í 97% tilfella í hleðslutækinu þar sem ég skildi hann eftir en gleymi því samt alltaf, fjarstýringum og svo jú auðvitað sólgleraugunum því heilinn er ekki búinn að meðtaka það að sólin sé farin í bili
Einnig í bílnum þá horfi ég stanslaust í bakspegilinn á barnið mitt bara til að vera 100% viss að ég hafi ekki gleymt að setja hann inn í bílinn því jah hver veit hvað gerist næst þar sem ég man ekki stafinm lengra, frá nærbuxum yfir í síma, þakka ég bara fyrir að ég tíni sjálfri mér ekki einhvern daginn.
Dægurmál | Breytt 29.11.2016 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðfædd Mamma
23.11.2016 | 13:39
Jæja, smá tími síðan ég hef skrifað eitthvað eða sirka hált ár eða svo. Málið var að eftir allt ferðalagið með lillan minn þá tókum við þá ákvörðun að flytja til Slovakíu í ágúst. Svo ennþá meira ferðalag með litlu orkubomsuna mína. En já ég semsagt er ennþá svona tiltölulega ný mamma og er ég ennþá alveg upp fyrir haus af verkefnum, þreytu og misskilningi. Svona áður fyrr var ég alltaf sú sem ferðaðist með kokteil við hönd og helgar drógust fram til fimmtudaga og jafnvel miðvikudaga líka. Ég forðaðist barnafólk eins og þau væru raðmorðingjar á eftir mér og sótti ég í vini sem voru svo alls ekki í barnahugleiðingum enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á að heyra sögur af ælupestum og horbörnum. Það kom sem sagt má aftan að mér þegar ég varð ólétt því ég vissi ekkert um hvernig ég átti að vera ólétt eða að eiga barn því ég hafði aldrei svo mikið sem haldið á barni áður en ég svosem hélt á dúkku eitt heilt kvöld á diskóteki í milanó þar sem það var hluti af grímu búningi ef það telst sem plús. En já svo kom óléttann með öllu sínum kláða, bakverjum og bólgum sem var jú spennandi nýtt að kljást við og svo kom barnið mitt. Ég var búin að tjá getuleysið mitt og þekkingarleysi varðandi börn og þá kom alltaf sama svar frá öllum, þegar þú færð barnið í hendurnar þá veistu hvað skal gera.
Ég lá 20.okt 2015 á landspítalanum, útúr morfínuð eftir keisara og hélt á litla englinum mínum og auðvitað var þetta ást við fyrstu sín EN ég hafði ekki hugmynd hvað átti að gera. Barnið grét og fyrsta sem ég gerði var að kalla á hjúkkuna og spyrja hvað væri að barninu og svo eftir 2 stutta daga á spítalanum og við komin heim, barnið grét og kallaði ég eftir mömmu minni því neiii þetta er ekkert meðfæddir hæfileikar að vera mamma. Mér fór að líða hálf kjánalega því ég horfði á barnið mitt og hafði bara ekki hugmynd hvað hann var að hugsa, afhverju hann var að horfa á mig og hvað í veröldinni vildi hann. Svo til að fá betra innsæi inn í hvernig á að vera mamma þá skráði ég mig í allskonar mömmuhópa á facebook og ekki skánaði þetta þar, allir eru með svör við öllu og ef maður er ekki lífrænt ræktandi kartöflubóndi sem gufusýður allt og notar plastfríar bleyjur, soðnar grisjur og gefur hand pikkaðar sveskjur þá er maður sko engin súpermamma. Ég sem er ennþá daginn í dag að reyna að halda mér bara vakandi meðan strákurinn minn er vakandi (jújú eftir 1 ár eru næturnar enþá svefnlitlar jafnvel þó að ALLIR hefðu sagt mér að þetta lagist sko alveg eftir fyrstu 6 mánuðina.. allt saman lygi) voga mér að kaupa krukkumat, nota pampers bleyjur og keypta blautklúta. Ekki hef ég heldur orku í að klæða barnið mitt krúttlega upp daglega, vakna fyrr og taka til svo ég geti snappað barnið mitt hreint og fínt og allt svo fallegt í kringum okkur. Ég þakka fyrir að ég finni rúmið mitt suma daga svo ég geti legið í kóma þar til að næsta vakning verður. Ég tók þann pólinn á þetta fyrir slóvakiu að hætta að hlusta á alla hina einnig ljósmóður mína sem var alltaf gáttuð að ég væri ekki hætt að gefa pela á nóttunni (hún hefur ekki átt nógu mikinn tíma með ákveðna barninu mínu sem bara gefur mér á kjaftin ef ég reyni svoleiðis vitleysu) og afhverju ég sé ekki að lesa bækur á ÍSLENSKU var sérstaklega tekið fram þar sem æfa þarf tungumálið öll kvöld,en hann á ítalskan föður, allir þeir sem hafa svona snilldar ráð fyrir mig ætla ég að bjóða að eyða svona 2 sólahringum með Domenic mínum á meðan ég sef og sjá hvort að ráðin dugi ekki vel.
Að vera meðfædd í hlutverk sem mamma HM? Jú eflaust hafa margir þetta í sér og nenna alveg að spjalla um kúkableyjur og að barnið þeirra sé byrjað að segja baba en það virðist að minnsta kosti koma seint hja mér. En barnið mitt kann svo sem vel að öskra og öskrar alveg súper hátt. Ég get verið stolt af því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fæðingarorlof eða frí!
1.4.2016 | 12:11
Ég var búin ad hugsa tetta allt út, fæðingarorlof, loksin tími til að gera hluti sem ég var búin ad láta biða of lengi. Gerði ekki mikid í óléttunni tar sem ég var ad jafna mig eftir lappa aðgerð, æla reglulega, einnig ýmsar skemmtilegar aukaverkanir eins og járnskortur og var tví alltaf svakalega treytt. Fékk svo jú ofsakláða vegna ofnæmis fyrir jáfnlyfjunum sem var verr en treytan og jú svo má ekki gleyma reglulegu grátkostin sem ég tók.
Fæðingarolofið ætlaði ég að nýta í að skrifa bókina sem mér langaði að skrifa, auðvitad fara í ræktina helst daglega, og svo labba um bæinn svaka fín og sæt (eftir ræktina jú) með kerruna sjá fólk og hitta vini. Einnig var ég með á plönunum að taka kanski eina borgarferð með lillan, sýna honum heiminn. Var búin að skoða mér masternám og taka fram prjónablöðin... var orðið svona hvernig Ansy sigrar heiminn!
Ég viðurkenni auðvitað að ég hef gott sem ekkert vit á börnum, fyrir mér börn hafa bara verið lítið fólk sem ég hef séð í fjarska. Hafði aldrei skipt á bleyju áður og bara engin kunnátta á barnahlutum. Sem sást ágætlega á okkur föðurnum fyrstu dagana, vorum eins og hauslausar hænur á spítalanum með alltof stórar bleyjur og alltof lítil föt með risa barnið okkar.
Dagurinn minn var svona:
2 mánuðir eftir fæðingu....
Vakna klukkan 5 eftir 3 tima svefn (sá lengsti sídan ég sá veggi landspitalans, pabbinn en að leika sér bara í Saudi Arbíu)
Hita pela og loka aðeins augunum tegar vatnid er ad sjoda... næstum sofna.
Labba um 2 km göngu um íbúðina med 6 kg á öxlum (tel tad bara sem ræktin).
Syng einhverja tvælu á einhverju tungumái líklegast ítalska, gæti svosem verid bull er bara er ekki viss lengur.
Klukkan orðin 7 gefst upp og kveiki ljós, sé skælbrosandi andlit sem er ekkert ad fara ad sofa...
Klukkan orðin 11.. eftir mikla baráttu sofnar lillinn, eh nei nei hann bara ad plata opnar augun eftir 5 minutur arggggggggggg.
Klukkan 1 er orðin nett geggjuð, sé ekki af treytu og man ekki lengur hvað ég heiti, fer með Domenic út i bílinn (eini staðurinn sem hann sefur) svo nota tíman á meðan krílið sefur og fer í búðin (afrek dagsins)
Klukkan 5, sofna í 15 min og virðist tað vera nóg bara, mesta treytan farin svo fer i sturtu!!!!
Klukkan 6, hann sefur og ég nota tíman til að stara á vegginn. Vá treytan kom á blússandi ferð alveg margfalt til baka (hvað var ég að eyða orku í að fara í sturtu?!?)
Klukkan 8 og kominn kvölmatartími.. hef ekki orku í að spá í mat heldur held mínu diet prógrammi áfram og hringi í félaga mína hjá Dominos. Held ég hafi skammast eitthvað í sendlinum áðan um að teir bjóða ekki upp á ís, er samt ekki viss.
Klukkan 11, lillinn er búin að vera vakndi bara allt of lengi, magapirr og grátur samblandast við útvarpshljóðin - litla krílið mitt er kveisubarn með big K. Rugga 6kg "litla" barninu mínu til svefns, legg hann niður og augun opnast... ég græt inní mér, hef ekki orku í að gráta tárum úffff! Leggst niður og ég sofna (hann væntarlega sofnaði á einhverjum tímapunkti líka) - svo bónus vakning korter í 12, lillinn svangur og ég fer að hugsa hvort ég mögulega gleymdi bílnum í gangi frá tví um daginn?!
Svaka ánægð með daginn, náði sturtu svo lykta minna af ælu og mjólk :D
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)