Hvert, hvað, ha!

Núna er ég komin aftur til Íslands eftir nánast stanslaust flakk síðustu 2 ár. Strákurinn minn var rétt 4 mánaða þegar ég flutti út og talar hann því nánast eingöngu ensku með smá spænsku, íslensku og ítölskuslettum hér og þar nema hann segir mjög skýrt HÆ á kínversu sem er ní háo!

Við erum búin að búa tæknilega séð í 4 löndum síðustu 2 árin og skiptist það niður á 10 mánuði í Slóvakíu, 4 mánuði í Kína, 4 mánuði á Spáni og 4 mánuði á Ítalíu svo í færri orðum erum við pró ferpatösku pakkarar og nánast skilgreinumst sem flakkarar eða "drifters" á góðri íslensku. Ekki langar  mér ekki að rifja upp hversu margar flugferðir ég hef lagt á barnið mitt eða meira kannski á mig sjáfa með Lítið barn! 

Núna er ég búin að vera 2 vikur hér heima á Íslandi og ætla ég því að halda upp á það með að skella mér til Amsterdam á morgun og sjá hvort það sé eitthvað áhugaverðara þar (færri stormar), minnsta kosti eitthvað fleira en Hollenski bjórinn og Van Gogh!

Ég ákvað upprunalega að koma til Íslands til þess eins að koma stráknum mínum inn á leikskóla svo hann mundi nú kannski læra íslenskuna og einnig svo hann fengi nú loksins að leika við einhvern annan en mömmu sína (sem er reyndar drullu skemmtileg í miklu hófi). Það virðist samt vera þrátt fyrir hversu fullkomið þetta land er og þar sem við erum auðvitað best í ÖLLU, þá er mjög margt hérna mein gallað og virkar bara alls ekki (svona miða við löndin sem ég hef búið í). Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að lýsa skoðun minni á læknisþjónustu eða heilbrigðiskerfinu í heild sinni hér. Núna eftir þriggja mánaða bið frá því að ég sótti um leikskólapláss fyrir strákinn fékk ég þau svör að mögulega, kannski, frekar líklega en samt kannski ekki fær hann pláss í september eða október . Já takk fyrir! Ég vil samt passa upp á geðheilsu sonar mína svona hans vegna og er ég því strax farin að skoða önnur lönd svo hann fái ekki nóg af mér fyrir lífstíð og það fyrir 3 ára aldurinn.

Það er nú samt fátt skemmtilegra en að pakka niður og ferðast með einn 2,5 árs... uhm!

En samt sem áður er ég farin að pakka því Amsterdam bíður! :)

-Ansy 

 

 

 


Flakk og meira flakk

Líf mitt síðustu ára hafa verið bara endalaust flakk, eftir að ég bjó í Mílanó þá hef ég reglulega farið til Sardeníu þar sem tengarfjölskyldan býr en annars hefur bara verið flakk frá Slóvakíu til Kína og núna var svo Spánn. 

Aldrei datt mér í hug að ég mundi enda sem full-time mamma á flakki því allt mitt líf snérist um tísku og vinnu áður en ég átti strákinn minn. Það kom svo þegar strákurinn okkar fæddist að mér fannst frekar mikil tímaeyðsla að hanga heima allan daginn á meðan strákurinn var svona lítill svo við bara pökkuðum saman þegar hann var 4 mánaða og fluttum með manninum mínum til Slóvakíu. 

Get mikið mælt með Slóvakíu þá sérstaklega Bratislava fyrir þá sem vilja versla ódýrt. Þar eru flott hótel sem kosta talsvert minna en annarstaðar í evrópu og einnig hefur uppvöxturinn þar verið mikill síðustu ár svo sprottið hafa upp flottar verslunarmiðstöðvar, barir og veitingahús. 

Samt fórum við reglulega yfir landamærin til Ungverjalands og varð Búdapest alltaf fyrir valinu því hún varð hjá mér svolítið uppáhalds. Þar er bærinn dásamlega fallegur, mikið af styttum, fallegur arkítektur og besta við borgina eru markaðirnir og einstaklega fallegar litlar götur út um allt. 

Ég mundi persónulega ekki flytja aftur í Slóvakíu enda var þetta ár sem við bjuggum þar alveg nóg og náði ég að sjá helling og ferðast mikið. Ég er vanari að búa í suðrinu og finnst mér ég alltaf meira komin heim þegar ég kem til ítalíu eða spánar svo ég held að leið min eigi alltaf eftir að liggja þangað.

Þarf að koma ferðinni til kína niður á blað en þar sem það var svo margt nýtt, öðruvísi og framandi að ég á enþá eftitt meða að ná huganum utanum það. 

- ansy 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband