Gull tattoo sem skartgrip!
25.10.2011 | 09:00
Jæja mig langar hèr aðeins að skrifa um ný trend, eitt sem kemur mèr à òvart að èg hef sèð alveg helling af pistlum frá islendingum um tísku en enginn er að skrifa um hvað er um að vera í íslenskri tísku.
En Þar sem èg er bùsett í Milano veit èg meira hvað er um að vera hèr, og eitt af Þvi nyjasta hèr i Milano sem komið er à markaðinn er "Skin Jewelry" og er Það "wash off" tattoo en ùr ekta gulli og silfri!
Hver skartgripur eða hùðskraut helst á í allt að 4 daga.. Þetta er ágætis tilbreyting sèrstaklega Þar sem skartgripir skipta svakalega miklu màli nù til dags, fötin eru nù orðin "venjulegri" en skartgripirnir mun ýktari og meira àberandi. Þetta er líka flott trend fyrir jòlin :)
Þessi hùðskreyting kemur í semsagt 24 kt gulli og einnig í silfri og er Þetta frà merkinu Stroili Oro. Hèr hafa auglýsingarnar hlotið mikillar vinsældar en modelið i auglýsingunni er fræg "show girl" hèr á italiu àsamt Þvi að vera gift fòtboltaleikmanni Ròmar, Francesco Totti!
Auglýsing frà Stroili Oro:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Versace fyrir H&M
21.10.2011 | 09:50
Þá er komið að henni Donatellu að hanna fyrir H&M þetta haustið. H&M hefur verið í starfesemi við marga af frægustu hönnuðum í heimi þ.á.m. Roberto Cavalli, Viktor & Rolf og Sonya Rykiel. Ég er búin að bíða spennt eftir útkomunni af ódýrari útgáfu Versace, er búin að skoða held ég öll editorial sem hafa verið gerð ùr þessu "collection" en satt að segja get ég ekki gert upp hug minn á þessu. Línan er svolitið út og suður rétt eins og gerist oft með merki í samvinnu við H&M. Það eru jú eitthvað af "signature looki" "frá Versace en linan er allt frá svörtu leður metal kjólum í kjóla og leggings sem eru marglituð með safarí dýragörðum á og í verulega væmnum litum. En hver getur gert upp sinn hug :) Bíð samt spennt eftir að sjá fötin og efnin en þau verða til sölu í um 300 H&M búðum um allan heim.
VERSACE fyrir H&M:
Auglysingar/Editorials
Flikur ùr Collectioni Versace fyrir H&M
Jakki - 199 evrur
Taska - 99 evrur
Pils - 59.99 evrur
Hringur - 19.95 evrur
Verðið er mjög sanngjarnt eða frà 19,95 evrum upp í um 250 evur dýrast kjòlinn. Ítölsku hönnuðirnir eru að standa sig í samvinnunni við H&M og finnst mér það frábært. Þetta Collection er aðeins i 300 bùðum og er Collection-ið "Limited edition". Hér í Mílanó selst allt það besta upp á fyrstu klukkutímunum og byrjar röð að myndast fyrir framan búðina kvöldið á undan semsagt 16. nóvember og hér verða Versace fötin seld i búðinni á SAN BABILA.
Bloggar | Breytt 23.10.2011 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að fegra hàlsinn
18.10.2011 | 15:02
Mèr finnst fàtt skemmtilegra en aukahlutir Þegar kemur að tisku. Hver Þarf flottann kjòl ef maður er með fallega skartgripi og Þà sèrstaklega nùna Þar sem tískan er: Því stærra og meira Þvi betra... Skemmtilegasta í Þessari tisku eru Þò kragarnir, Það eru alveg svakalega fallegir hàlsmenakragar frà öllum helstu merkjunum einnig lika bara àfastir skyrtukragar og fjaðrakragar til að gera einfalda boli skemmtilegri.. Skartgripir eru nù helst ùr gulli (svona tacky gulu gulli) en jafnvel er flott að blanda bara öllu saman, hafa mörg armbönd i mismundani litum og stærðum og bara nòg af dòti à sèr.. Her gildir reglan Þvi meira Þvi betra!
Hèr eru myndir af hàlsmenum sem eru mikið i tisku nùna og auðvitað kragar af öllum gerðum :
Luis Vuitton kragar (verð skiptir ekki màli,segjum nògu dyrt!)
Gemma Lister - Gold (um 200 Evrur)
(sami kraginn, er bara svo fallegur)
House of Lavande ( Um 1.200 Evrur)
Mango (39.90 evrur)
CC SKYE - ROIT Hàlsmen ( um 120 Evrur)
ZARA kragi (79.90 evrur)
Þetta eru meira "statement" hàlsmen fyrir djammið en svo nùna loksins er að koma timi hèr i milano að vera með ullar kraga sem er nàttùrulega bara Það Þægilegasta en jà fòr ùr einu i allt annað.. Skartgripakragar jà er eitthvað sem èg mæli sterklega með!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir gervi drottningar..
13.10.2011 | 15:52
Sit hèr i vinnunni að copy-a og past-a íslenska stafi eins og crazy person.. Eftir skemmtilega trend-ið í gær Halloween appelsina, àkvað èg að skrifaí dag um meira "commercial trend" og reyna að sniðganga i leiðinni alla islenska stafi!!
Allt sem glitrar hef èg laumulega gaman af, Þar sem èg reyni alltaf að spila mig svo kùl er èg ekki oft i einhverju sem glitrar en loksins er komið i Tisku að vera með aukahluti sem glitra jafnvel flikur en samt mæli með að fara varlega i Það.. Oft sem maÞur sèr à klùbbum stelpur sem lita meira ut eins og diskòkùlur og maður neyðist til að setja upp sòlgleraugu (sem er jù annar handleggur, eitt trend sem èg skil ekki: fòlk með sòlgleuraugu inn à skemmtistöðum.. alveg Það asnalegasta) en aftur að Þvi sem glitrar og er með glimmer..
Miu Miu (vetur 2011) kom sterkast inn með Þessa tísku með glimmer ökla stígvelunum sinum en hèr eru nokkur dæmi um falleg glitrandi flíkur (Skòr hef ekki tima i annað)
MIU MIU 890.- Evrur
Giuseppe Zanotti 1.490.- Evrur
J.Crew Darby Glitter 215.- Evrur
Jeffrey Campbell 180.- Evrur
Er bùin að liggja à netinu yfir Þessu trendi Þvi Þetta kemur sèr vel fyrir jòlin.. en àður en Þið farid að eyða 150.000 i reyndar geggjaða MIU MIU, Þà er alveg svakalega einföld leið að bùa svona til... èg Eru til alveg hellings VIDEO à youtube hvernig à að gera glimmer skò og Þarf ekki nema lim, glimmer og sprey lim til að bùa Þà til (og jù skòpar ef Það var ekki augljòst). Mæli með fyrir alla Þà sem hafa gaman að Þvi að föndra (hugsa sèrstaklega til mòður minnar nùna) að pròfa að gera sina "one of a kind" glimmer skò. Verður ùffffff svakalega einstök/einstakur!
Hèr er eitt VIDEO sem èg mæli með:
http://www.youtube.com/watch?v=e-Cx37Px1eQ
Nù ef ekki Þà er bara að fara à siðu MIU MIU og panta sèr eitt stykki par af glitter boots :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að líða eins og appelsínu..
12.10.2011 | 15:39
Jæja loksins hef èg gefið mèr tíma í að blogga smà :) Loksins ekki svo mikið að gera i vinnunni svo nota minn tíma hèr.... Þar sem èg nàði að brjòta netlykilinn minn ekki einu sinni heldur 4 sinnum og nùna er hann i 4 bùtum og ENGAN vegin hægt að nota hann, er bùin að reyna margt og oft!
Skemmtilegast við að vinna sem PR hjà tískufyrirtæki er að við höfum aðgang að nànast öllum timaritum sem gefin eru ùt um tísku i Evròpu, Asíu og USA. Svo hef àkveðið að skrifa smà um helstu tísku "Trend" sem eru nù i gangi fyrir veturinn 2011-2012.
Sem helst sker i augun à mèr Þennan veturinn er liturinn Appelsinugulur, èg sjàlf get engan veginn pullað Þann lit enda er èg rauðhærð og finnst mèr mèr líða of mikid eins og "giant" Appelsinu. En Það er ràð við öllu og nù er að koma Halloween svo hver veit nema maður skelli sèr I appelsinugult og taki appelsinuna Þetta àrið..
Þràtt fyrir að liturinn sè ekki minn uppàhalds Þà fer hann mjög mörgum vel..
TREND VETUR 2011-2012:
Blumarine
Burberry Prorsum 1.950 Evrur
Vena Cava Sumar 2011
Proenza-Schouler
Calvin Klein Collection 560 Evrur
Marc Jacobs um 270 Evrur
Allt er vænt sem vel er apperlsinugult og ætla èg hèr með að vinna i að finna trend sem minnir ekki eins mikið à Halloween.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bæ bæ Paris
5.10.2011 | 12:05
Eg alveg stein gleymdi blogginu mínu þessa dagana..það er svo auðvelt að gleyma sèr i borg eins og þessari. Jæja nù fer þessum blessudu syningum að ljùka, er alveg komin með upp i kok en èg er að vinna i þessu alla daga!
Ein sýning sem èg vil skrifa um àður en èg fer að skrifa um eitthvað allt annað.. Reyndar eru fullt af syningum sem mèr langar að skrifa um en ætla að làta þetta duga i bili. það er eitthvað við þetta merki sem er svo kùl! Hvort sem það sè auglýsing eða collection frà þeim, èg var svakalega glöð að sjà þessa sýningu frà Paco Rabanne (þ.e. horfa à hana i gegnum tölvu skjàinn minn:
Smà svona 60's disco þema i gangi, sanseruð efni i allskonar litum, gridalega stòrir hattar og eins konar vængir sem "gægðust" yfir kjòlanna. Með sýningarnar þarf að hafa i huga að fötin eru ekki til sölu og er þetta innblàstur af linunni... Oft à tiðum fer þetta ùt i öfgarnar en Paco Rabanne var alveg með þetta..
Paco Rabanne S/S 2012
Eins og èg sagði stòrkostleg sýning eins og listaverk à sviði! Svo mæli èg einnig með auglýsingunni frà þeim.. alltaf skemmtilegt að horfa à Matt Gordon og hans hreyfingar.. :)
http://www.youtube.com/watch?v=RM5bR-V-9HE
Annars er èg hætt i tiskusyningunum i bili en er að vinna video með helstu trend-um sumar 2012, video hafa ekki alveg verid min sterkasta hlid, svo finn à mèr að þetta mun taka einhvern tima!
- Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Star Wars stríð í París...?
29.9.2011 | 18:56
Ég verð að segja að ég er ekki dómhörð manneskja, en eitt sem ég hef frá mínum yngri árum aldrei þolað er Star Wars. Ég hef svo gaman af tónlist og bíómyndum, ég tel mig hafa talsverða þekkingu á hvoru tveggja en ég hef þver neitað að horfa á allt sem tengist Star Wars eða hvað sem þetta heitir nú allt saman. Ég kemst svo skemmtilega að því að kærastinn minn er mikill afneitunar lúði, það er hann spilar sig nokkuð kúl en hann er samt sem áður mikið Nörd og eitt af hans ástríðum er einmitt Star Wars og eins með allt hitt "space" lúða dótið. Ég ákvað að slást til og horfði á 3 Star Wars myndir, ég legg ekki meiri á ykkur en komst að því (þ.e. þegar ég var ekki sofandi yfir myndunum) að nýju hönnuðirnir í dag eru greinilega komnir af þessari "space" kynslóð og fór ég að skilja hönnuði eins og Comme de garcon, Gareth Pugh og Mugler.. Þetta eru semsagt Star Wars lúðar og skil ég fyrst núna fötin þeirra, en verð ég að segja að myndin á ekkert í þessa hönnuði, líktust bara krakka búningum miða við latex- alien - madness sem er nú í gangi í tískuheiminum...
Ég var að horfa á sýninguna hjá Mugler, eins mikið og ég elska Nicola Formichetti (creative director) og hans sýningar og er það einnig honum að þakka að Zombie boy hefur notið svona mikillar frægðar sem módel, þá var þessi sýning frekar mikil vonbrigði . Silhouettin voru mjög einkennileg, mikið um bera maga og einhverja anga lafandi úr fötunum. Efnin í fötunum voru hins vegar mun fallegri en frá fyrri sýningu en já þessi sýning var ekki alveg að gera sig. Einnig lagið frá Lady Gaga ,en hún er mikil vinkona Nicola, var ekkert svakalega kúl, eða segjum ekki hennar besta lag.
Mugler S/S 2012
En Mugler var nú bara með frekar venjulega sýningu miða við Star Wars keppinauta á sýningunni í París. Belenciaga er mjög þekkt fyrir sértakar línur í fötum og eru þeir gjarnan með efni sem gera fötin púffí er held ég besta orðið til að lýsa fötunum. Fötin eru smá "spacuð" en engu að síður var sýningin mjög falleg og kosturinn við fötin er sá að ef það er vindur getur maður bara hoppað upp og maður breytist í human loftbelg
Belenciaga 2012:
Vinninginn í Star Wars stríðinu átti samt Gareth Pugh sem ætti ekki að koma neinum sem þekkir hönnuðinn á óvart. Fötin frá þessum hönnuði eru mjög falleg, eru mjög dökk og agressive en sýningin fór kannski smá út í öfgarnar því ekki get ég ímyndað mér að eitthvað að þessum fatnaði hér að neðan sé þægilegur til að vera í og efast ég stórlega að við eigum eftir að sjá mikið af þessu collection á rauða dreglinum nema þá kannski í mestalagi Björk. Flottast við sýninguna voru lokin en síðustu "outfittin" voru sýnd með ljósum logum.
Gareth Pugh S/S 2012:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hjúkkubúningar vinsælir í Milano
28.9.2011 | 11:06
Ég sá myndina Horrible bosses í gær og eina sem ég gat hugsað er pff ég vildi óska að yfirmenn (í ft.) mínir væru svona skemmtilegir! Meina að ætlast að fá stöðuhækkun þegar þú færð borgað?? Eiga yfirmann sem djammar of mikið??? Yfirmann sem er smá skotinn í þér?? Ég ætti nú að segja handritshöfundi þessa myndar að "joina" mig í tískuheiminum, þá mundi hann skilja hvað væri að vera með lélega yfirmenn. Ég lærði jú að vera stílisti í Milano í 3 ár og er núna að taka Stage hjá Calvin Klein sem eftir háskólanám þýðir hér að þú færð ekkert borgað en þú átt að vera til staðar fyrir alla og Alltaf. Ef þú gerir mistök (þar sem enginn hefur tíma til að kenna þér og þú neiðist til að læra allt sjálfur) þá má búast við að einhver komi og gargi á þig á ítölsku sem er jú reyndar fallegra en á ensku og ofan á allt þetta þarftu að vinna líka um helgar. Vikan mín er búin að vera 68 tímar í vinnu, er búin að snúast í kringum ritstjóra frá öllum helstu blöðum í heimi, Vogue, Elle, Marie Clair, I-D og fleirum og fólk í þessum stöðum er ekkert svakalega kurteist né almennilegt.. Ég játa mig sigraða, af hverju lærði ég ekki bara lögfræði eða viðskiptarfræði eins og hinir 80% af íslendingum, ég þurfti að fara erfiðu leiðina bara svona til að fá "smá" challenge en ég sé ekki eftir neinu er að bíða eftir að Franca Sozzani stígi niður svo ég geti gripið starfið sem Editor in Chief hjá Vogue Italy. Um að gera að setja markmiðið hátt á tímum eins og þessum. En í dag þá sit ég heima "veik" (meira lömuð af þreytu) reyna að forðast yfirmenn mína og skoða tísku sýninganar sem ég auðvitað missti af um helgina vegna vinnu :)
Þar sem ég byrja þetta á neikvæðu nótunum held ég því hér áfram!! Raf Simons fékk boð um að verða Creative director fyrir Dior en gefur það honum rétt til að eyðilegga nafn Jil Sander? Ég beið spennt eftir Jil Sander sýningunni, því miður var ég látin, af einum af yfirmönnum mínum, taka leigubíl um alla borgina til að ná í kjóla og skó og svona smotterý hér og þar allann laugardaginn svo ég sá sýninguna á litlu myndum í gegnum símann minn. Ég ætla að geta mér til eftir að hafa séð þessa sýningu að Mr. Simons sé að bíða eftir að verða rekinn frá Jil Sander svo hann geti tekið Dior stöðunni án nokkurs samviskubits. Ég set inn nokkrar myndir frá þessari sýningu sem minnir einna helst á prufu fyrir nýja spítalabúninga. Helmingurinn af þessu Collection er hvítt og minnir á hjúkku outfit frá 50 áratugnum svo eru þarna sú allra verstu munstur sem ég hef séð og síðast kom svo brúðarlína. Eitt veit ég að ég mundi aldrei gifta mig í þessum kjól - Svo á til að stytta dóminn á þessari sýningu niður í aðeins eitt orð: OJ!
Jil Sander S/S 2012
Ég ætti kannski að láta stílista Mad Men vita af þessari línu ef þeir hafa í huga að senda einhvern á spítala.. Ég mun skrifa seinna um jákvæðu hliðina á þessu öllu saman, passa mig að koma Jil Sander sýningunni út úr hausnum á mér!
Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
D&G kveður
22.9.2011 | 20:15
Ég er núna alveg að missa mig í spenningi yfir tískusýningum, mér líður eins og 13 ára gömlum strák sem er yfir sig spenntur á gamlárskvöld. Ítalía er svo rík af mörgum frábærum hönnuðum það er hægt að telja endalaust Gucci, Max Mara, Salvatore Ferragamo, Cesare Paciotti, Fendi, Dolce and Gabbana, Prada, Miu Miu, Armani, Versace, Valentino, Costume National svo eittherjir séu nefndir.... það er hægt að nefna alveg endalaust af merkjum en það gerir Milano tískuvikuna alveg einstaklega spennandi og skemmtilega.
Ég sá í dag "boðskort" eh boðskort er svakalega "understatement" þar sem kvöldmaturinn í þessu boði kostar rétt aðeins 1,64 milljónir og ef maður vill taka heilt borð fyrir 5 manns fær maður afslátt eða 6,3 milljónir. Þetta kvöd er að þessu sinni haldið í Milano og er til styrktar AIDS rannsóknum. Svo ef þið eigið alveg hellings nóg af pening og hafið ekkert að gera á laugardaginn getið skellt ykkur í smá dinner í milano: http://www.amfar.org
... en aftur að tískusýningum en aðal frétt daginns er að D&G label eitt frægasta merkið frá Dolce and Gabbana er að hætta. Þeir ákváðu að hætta með þessa línuna en þessi lína hefur verið fyrir yngra fólkið og var því ódýrari. Ég er búin að segja að mikið af munstri og mikið af litum sé ljótt og ég stend við það en guð hvílik dásemd frá D&G collecton. Það voru jú fullt af litum og fullt af munstri en fötin pössuðu svo vel saman, munstrin minna helst á klúta og sérstaklega á gömlu slæðurnar frá Chanel. Fötin eru mjög sexy án þess að ganga of langt svo fötin henta við öll tækifæri. Sumarleg lína, falleg hreyfing á kjólunum og já svakalega vel gerð þessi lína frá þeim líka allt annað en maður hefur verið að sjá frá hinum - endilega líka að taka vel eftir skónum svakalega skemmtilega útfærðir. D&G collection er fyrir Sexy hippar árið 2012 - LOVE IT!
D&G S/S 2012
Það voru svo mörg merki í dag sem eru mikilvæg í tísku heiminum en ég sá sýninguna af PRADA í dag streaming, það er einmitt það merki sem ég fíla svona upp og niður, þessi sýning var því miður meira niður á við. Allars sýningarnar í Mílanó hafa sýnt mjög sexy og kvennleg föt, stutta kjóla, gegnsæ efni og háa skó en PRADA fór að mínu mati smá geyst í þetta og er jú þeirra sýn á næsta sumar að vera með mikið bert á milli. Ég veit ekki með aðra en það hafa nú fæstir líkama á við súpermodel það er að vera 1.80 og 60 kg en bert á milli finnst mér bara ákaflega 90's gone wrong á öllum einstaklingum! Sýningin skiptist niður,bert á milli og svo er einkonar eld þema sem ég botna heldur ekkert í. Sýningin var ekki alveg að gera sig fyrir mig ekki miða við hinar allar sýningarnar sem hafa verið sýndar hér í Milano. Hér má sjá myndir af mallakútunum:
PRADA S/S 2012
Jæja ætla láta þetta nægja í bili fyrir þá em hafa mikinn ákuga á tísku vil ég einnig mæla með sýningunni frá FENDI og Max Mara sem voru í dag og Alberta Ferretti sem var í gær.
-Ansy
Bloggar | Breytt 23.9.2011 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tískuvikan komin til Milano
22.9.2011 | 10:14
Milano byrjar nù betur en hinar borgirnar en nùna er loksins komið að Milano fashion week. Vikan hjà mèr er nokkuð gòð, fèkk að hitta hönnuðinn sem hannar Mens Collection fyrir Calvin Klein hann Italo Zucchelli, en svo frètti èg að èg verði vist að vera à blaðamanna fundinum sem er à sunnudaginn, sem var mun minna gaman. Aðeins eins dags frí Þessa vikunna og èg sem ætlaði svo að fara ùt að sjà allt fallega fòlkið í bænum, en mèr verður vist að nægja að sjà krumpuðu bòtox gellurnar sem vinna með mèr!
Í gær startaði heldur betur vel tískuvikunni hèr í Milano með syningur frà Gucci. Eg reyndi að horfa à syninguna í live streaming à netinu en það gekk bara ekki ekki eins og èg gerði ràð fyrir svo style.com varð fyrir valinu, en syningin er sù allra besta fram að þessu. Gucci collection hefur verið misjafnlega gott/slæmt síðustu àr, en collection sumarið 2012 er í alla staði mjög gott, bæði eru detailin à fötunum àkaflega vel gerð og mà þà sèrstaklega nefna línurnar framan à dragtarbuxunum sem minna helst à (karlmanns) jakkafatabuxur. Það er auðsjàanlegt að hùn Giannini hafi verið að undir àhrifum frà 20 àratugnum, mikið var um stutta jakkar, dragtarbuxur buxur, skyrtur og mjög fallegir kokteilkjòla.Hèr eru myndir frà sýningunni sem og myndir frà Chanel 1920, hèr sjàst àhrifin frà 20s.
Chanel 1920-1927:
Hèr mà sjà kjòla frà Coco Chanel frà 20 àratugnum og er auðvelt að sjà sömu einkenni à fötunum frà þessu tímabili og à nýja collection línunni frà Gucci.
Hèr er nýja linan frà Gucci èg vona að fòlk verði eins hamingjusamt þegar Það sèr Þessa sýningu eins og èg var..
GUCCI S/S 2012
Þar sem Þeir breyttu syningunni sinni à síðustu mínutu voru mun færra VIP's à syningunni en vanalega. En Hùn Franca Sozzani lèt sig a syninguna en hùn er Editor in Chief hjà Vogue Italy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)