Trend fyrir sumar 2012
20.9.2011 | 17:52
Ég er i of gòðu skapi til að skrifa um hvern og einn hönnuð sem hafa nù þegar sýnt á London Fashion week. Ég er bùin að biða eftir þessum degi til að sjá Burberry Prorsum sýninguna en svo virðist vera að þeir hafa eitthvað misskilið að þetta àtti að vera sumarlina því það er ekkert sumarlegt við þessa línu, hún minnir mann óþægilega mikið á hvernig á að vera töff í vetrarútileigu. Með allri virdingu fyrir hönnudi Burberry honum Christopher Bailey sem segist hafa fengið innblàstur frà allskonar listamönnum þá næ ég þessu bara ekki en flottar kápur þá fyrir Þar næsta vetur ef einhver mundi vera farin að hugsa svo langt fram í tímann.
Þessar flikur fà mann ekki til að hugsa: Ah það er sumar og mèr langar i ís!!
En það sem hefur glatt mig allra mest à London tískuvikunni eru Trendin sem hönnuðir hafa verið samstiga med, mikið er af dökk bláum flíkum, stuttum víðum buxum, tvöföldum kjólum með gegnsætt yfirlag og svo Silfurlitað. Þá er allt frá silfurlituðum kjólum, drögtum og pilsum, liturinn silfur er mjög praktiskur og fallegur. Gengu vel með öllum litum og að mínu mati er liturinn afar kvenlegur og elegant. Hér má sjá brot af collection sumar 2012 frà nokkrum hönnuðum :
Giles S/S 2012
Hèr mà sjá silfraðann blazer jakka fra Giles sem hèlt sina sýningu i London. Þemað á sýningunni voru svanir og var allt mjög draumalegt og fallegt. Hann var med mjog mikid af silfurklæðnaði í sinni sýningu.
Todd Lynn S/S 2012
Þessi hönnuður breytist nú ekki mikið frá ári til árs en hann hannar falleg föt, shapar línur, smá rable look á collection línunni en hún er flott. Hann skreytti margar flíkur með sikrisnælum sem gefur meira punk stíl en silfrið var einnig vinsælt í hans línu:
Hér er einnig einn bolur sem hann gerði í samvinnu við skartgripahönnuðinn Shaun Leane sem ég er viss um að við eigum eftir að sjá í öllum stæðustu tísku blöðum á næstu mánuði, alveg tilvalin flík í mydartöku:
Christopher Kane S/S 2012
Þeir sem hafa brjálæðislega gaman af tísku, fötum og fatagerð munu elska þetta merki. Kjólarnir eru settir svo skemmtilega saman og eru þeir flestir gerðir úr mörgum lögum af efnum og frábærlega útfærðir. Flott silouette og virkilega skemmtilegt collection, en á öðrum nótunum eru þetta allt meira og minna ónothæf föt og gagnslaus en engu að síður skemmtileg. Hann sýndi þó nokkrar flíkur í silfri:
Svo þá hafi þið það.. nú vitiði að ef þið eigið silfurlitaðann kjól næsta sumar þá samkvæmt tískunni eru þið kúl!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Litadýrðin veldur augnskemmdum
19.9.2011 | 20:12
Jæja þá, þetta blogg átti nú ekki að vera svona vel fókusað á tísku en þar sem ég datt inn á þetta á tísku vikunni er varla annað hægt. Skrifstofan hjá Calvin Klein er að springa þessa stundina (ekki eins og sýningin hafi verið í milano), allir á hlaupum og allir eru fyrir öllum og allir að trufla alla, mjög afslappandi og kósý tími í vinnunni huh sem byrjar klukkan 8 á morgnanna og lýkur svona um kvöldmataleytið þegar ég þykist þurfa að fara á klósettið og sný ekki aftur til sætis.
En tískan já, ég sný mér aftur að London. Það sem pirrar mig einna helst þetta árið er að allir hönnuðurnir eru að reyna svo mikið og svo mikið af öllu að tískan virðist vera frekar rótlaus og erfitt að finna línuna í trendi. Jújú það er auðvitað ákveðin element sem standa upp úr en margir ganga of langt með þeman sín og missa sig smá í litagleði.
Þá má helst nefna Matthew Williamson hann einmitt byrjar sýninguna á mjög kúl dressi með japanese blossoms kjól og fallegum blazer jakka en svo fer sýningin bara niður á við. Dressin eru illa sett saman og mjög stefnulaus collection línan hjá honum.
Hér er annað dæmi um að hönnuð sem tók þemað sitt mjög bókstaflega. Ætli hann Peter Pilotto hafi verið í smá safari pælinum???? Jah það er nú spurning!!! Þetta er því miður ekki eina svona dressið í línunni, en veit ekki hver mundi klæðast þessu og hugsa, með allar flugurnar í kringum sig, Ég er æði lítandi út eins og illa ræktð blómabeð!
Ohhhhhhhhhhhhh unaður sé bara fransk film noir svarthvítt þegar ég sá sýninguna hjá Marios Schwab. Svo fallegir kjólar, flestir hlýra eða hlýralausir með 2 földu efni (lituð að innan og svo gengsætt yfir). Rómantískt yfirbragð á þessum stíl svo eina sem kemur í hugann á mér er ohhhhhhhhhhhhh sætt! Þeir sem fíla 50s style af kjólum er þetta alveg merkið..
Mulberry eins og ávallt sýndu flottar töskur og var mest áberandi töskurnar úr gulu regnplasti, einhvernvegin virkuðu þær samt sem og "lookið" það sem þeir mixuðu gulri regnkápu við mjög elegant kjól. Ekki það að Mulberry sé ekki fallegt merki þá komu þeir samt skemmtilega á óvar með nýju línunni sinni. Var einstaklega hrifin af tvískiptu kjólunu. (mynd hér við hliðin á)
Vá vá vá Topshop Unique var alveg með vinninginn í dag. Allt svo svakalega fallegt hjá þeim, einfaldir litir eða svart,hvítt og gull að mestu leiti. Skemmtilegar línur á fötunum og þá sérstaklega hálsmálum, sem var skemmtileg tilbreyting frá öllum litglöðu skyrtunum sem hinir hönnuðurnir hafa misst sig í. Þeir sýndu hæfilega fjölbreyttni með kjólum, leggins og jökkum. Ég væri alveg til að komast showroom hjá þeim og fá lánað eins og 1 kjól og jakka. Eina sem vantaði voru aukahlutir, þeir hefði alveg mátt sýna eins og eina eða 2 töskur en að öðru leiti er allt gorgeuos í þessari línu.(mynd úr sýningnni hér til hliðar)
En svona í lokin verð ég að gefa athyggli á ljótustu náttfata hönnun ársins eða hvað sem þetta á að vera frá hönnuðinum Richard Nicoll, sumir kalla hönnunina hans list en það er þá list sem ég skil ekki. Mundi ekki einu sinni sofa í þessum fötum svona bara ef nágrannarnir eða póstmaðurinn mundi koma auga á mig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Önnur lota: London!
18.9.2011 | 17:55
Jæja, sunnudagur og ég er svakalega hress og fersk!!! Í stað þess í gær að fara út í aperitivo (ítalskt orð fyrir kokteil drykkju) þá ákvað ég að vera heima og byrja á að fara yfir sýningarnar frá London. Úff ekki man ég til þess að sýningarnar væru alltaf svona margar.. mér tókst þetta á endanum og sá allar sýningarnar sem komnar eru á einu bretti í gærkvöldi/nótt!
Fyrstu hönnuðurnir hafa sýnt í London og bíð ég spennt eftir áframhaldinu því vikan í London byrjaði vel og er ég mjög glöð í mínu litla hjarta. Fötin eru mun meira "classical", einfaldari litir, minna um munstur og skemmtilegri stíll. Það sem komið er af ss 2012 collection má segja að næsta sumar verður mikið um belti í öllum stílum, stórar töskur, "platform"hælar í litum, mikið um gegnsæu efni og einnig stórir hattar.
Hér koma nokkri hönnuði sem stóðu upp úr á góðann góðann og slæmann hátt - fyrir þá sem nenna ekki að skoða Allar þessar sýningarnar..
Ég vil byrja á að nefna merkið Basso and Brook, það eru ef till vill einhverjar manneskjur sem eru svo svakalega litaglaðar að það nægir þeim ekki að vera bara í 3 til 5 litum, þá er þetta merki alveg tilvalið fyrir þau. Ég sem er með fullkomna sjón þurfti að setja á mig gleraugu eftir að hafa skoðað þessa sýningu. Litirnir eru æpandi og munstrin alltof mörg of á hverri flík. Segi við þessu merki less is more, sem þau greinilega skilja ekki!
Og verðlaun fyrir ljótasta print vikuna fer til House of Holland. Kræst, lokið augunum og ímyndið ykkur baby bláar buxur með myndir af skýjum, þrí lituð gegnsæ skyrta (fjólublá,lillablá og bleik) og til að toppa lookið snáka skinn axlabönd já og ekki má gleyma snáka skinn skónum. Sumir eiga bara alveg að láta eiga sig að hanna föt ekki nema þá kanski barna náttföt eða dúka í mesta lagi! (hér að neðan er eitt skemmtilegt "look" frá þeim)
Þá komu aukahlutirnir frá Jeager London á óvart, stór skemmtilegir hattar, sólgleraugu og töskur frá þessum hönnuði. Fötin aftur á móti í þessari línu eru ósköp lítillát og einföld, ekkert sem fær mann til að stökkva til London að kaupa. Collection línan verður alltaf að vera smá ýkt og meira ævintýraleg.
Ég held að mörgum íslendingum muni líka við hönnunina frá Willow. Falleg silhouette og flott efni í fötunum. Einnig má sjá að hönnuðurinn er svakalega flinkur við að drape-a, sem sést á nokkrum flíkum, mætti jafnvel vera fleiri flíkur í þeim dúr. Stuttir kjólar, síð pils og pálmatré er það sem má sjá i þessari línu.
Vivienne Westwood hefur lengi verið ein af mínum uppáhalds. Sýningar hennar eru litríkar og skemmtilegar og ef ykkur finnst ekki gaman af tísku þá getið þið glaðst yfir módelum í allt of háum hælum dettandi hér og þar um sýningarpallinn. Línan hennar þetta árið Red Label by Vivienne Westwood var eins og svo oft áður alveg frábær, dragtirnar voru æði og var þar sérstaklega ein köflótt dragt sem ég tók eftir. Falleg víð hálsmál, pilsin tekin upp á hliðinni og blazer jakkar þrengdir með þunnum lituðum beltum. Sýningin endar á eld rauðum síðum, hlýralausum kjól to die for. Þessi lína er casual línan fyrir konur ef svo má orða og fær fullt hús stiga frá mér! (mynd hér að neðan)
Nú bara vona ég að London sýningarnar halda svona áfram svo ég geti skemmt mér í vinnunni á morgun :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjaftshögg frá New York!
17.9.2011 | 13:15
Þetta er mín fyrsta blogg færsla, hef séð að allir á íslandi eru farnir að blogga og fyrst mamma bættist í hópinn þá get ég ekki setið á kúlinu mínu lengur og verð að herma!
Ég er búin að sitja í vinnunni alla þessa viku og eyða meira og minna öllum tímanum mínum að horfa á tísku sýningarnar frá new york eða þá lesa gangrýni eða skoða myndir. Þar sem vinnan mín felst í að stílisera fólk fyrir sjónvarp og finna áhugaverð "look" þá nánast tengdist þetta vinnunni minni!
Eftir þessa viku stend ég uppi orðlaus...... HVAÐ ER AÐ SKE! Tískan fyrir sumar 2012 jú hefur ákveðinn stíl og það má sjá mikið af blúndu, gengsæju efni, plasti, og printi. Einnig eru sterk þema í gangi eins og hjá Michael Kors með safarí þema, Threeasfour fóru í pólitískt þema og fleira í þessum kanti.
Vonbrigði vikunnar í New York var jú Michael Kors hann hefur alltaf gert svo hreinar og fallegar línur, fötin hans alltaf verið mjög elegant en þetta árið var honum í huga Afríka svo sýning hans minnti á þorp sem var étið upp af tígrisdýra kápu. Línana hans var að mestu leiti græn - brún með slettum á og öll rifin og peysurnar hans semeru nú eitt af hans "signature looki" minntu helst á kartöflupoka.
Sama get ég sagt um Mr. Jacobs, en línan hans Marc by Marc Jacobs kom einnig sérstaklega leiðinlega á óvart. Þótt hans stíll hefur aldrei heillað mig neitt sértaklega þá hefur hann jú alltaf skemmtileg element í sýngunum, þetta árið skreytti hann modelin fyrir SUMAR tískuna með þessum forljótu húfum og vafði svo modelin í eitthvað sem virtist vera endurunnir plastpokar.. Eitthvað sem virðist vera mjög óþægilegt og enþá óþægilegra í sumarhita.
Einnig verð ég að minna á sýninguna hjá Donna Karan New York (DKNY) veit ekki hvort það sé bara ég en eina sem ég sá úr þessari sýningu er IKEA málverkin!
Printin þetta árið skil ég bara ekki, minna helst á barna rúmföt! Það er ekki að sýningarnar hafa alla verið vonlausar það var bara ekki nein sýning sem tókst að heilla mann upp úr skónum.
En burt sé frá þessu öllu get talið upp endalaust af sýningum sem voru með ansi vafasöm föt en ég vil nú frekar tala um það sem var gott og hægt að nota hugmyndir frá þeim.
Sem stóð alveg upp úr var Oscar de la Renta, sýningin hans var voðalega falleg. Byrjaði með high volume pilsum sem tóku allann sýningar ganginn. Litirnir voru skemmtilegir og í sýningunni voru fallegar draktir sem og kjólar. Hann fór ekki í öfgana með sýningar fötin, sem margir hönnuðir eiga til með að gera, þannig maður fær góða hugmynd hvernig línan hans er árið 2012.
Einnig kom línana hennar Vicroriu Beckham skemmtilega á óvar, fötin voru mjög kynþokkafull mjög "playfool" og sá maður fallega og hreina liti. Fallegt hvernig hún setur saman bláann og apperlsínugulann, en eina sem stakk í augun voru skórnir sem voru támjóri að framan með áföstum leður legghlýfum.
Chado Ralph Rucci fékk standi klapp eftir sína sýningu enda voru þarna margir kjólar sem maður á án efa eftir að sjá á rauða dreglinum. Hann notaði mikið af ullar efni og hesta hárum í fötin en það voru þarna smá plast í fötunum sem var óþægilegt að horfa á en hann kanski býst við miklu regni næsta ár svo ég segi ekkert neikvætt um það, sýning hans var svo falleg!!
Proenza shoulders voru samir við sig, settu fram falleg föt og fallega sýningu. Fötin höfðu fallegar línur og voru fötin mjög "artistic með geometric línum". Komu nokkrir vafa samir kjólar en þessi lína hefur verið smá blanda af hönnun og art svo allt er fyrirgefið. Falleg lína frá þessu merki eins og ávallt.
Merkið sem kom mér á óvar líka var Bill Blass, lógóið þeirra er akkeri og voru fötin í sjóarastíl en það sem stóð upp úr í sýningunni voru fallegir blazer jakkar, bláir með gylltum tölum sem segir það að blazer jakkarnir eru ekki að fara neitt úr tísku á næstunni svo um að gera að kaupa sér ef þið eigið ekki einn slíkann.
Áhugaverðasta sýningin og ef þið hafið ekki séð þessa sýningu mæli ég 100% með að þið farið á annaðhvort www.style.com eða þá á youtube og horfið á sýninguna frá Imitation of Christ. Þetta merki er einmitt mjög artistic og segir hönnuðurinn einmitt að tískann sé bara einn parturinn af þessu merki. Það skemmtileg við þessa sýningu varað hún var sett upp eins og brúðkaup og modelin voru eins og brúðhjón og brúðarmeyjar. Einnig í endann á sýningunni var eitt par sem gifti sig, svo þessi sýning er allt örðuvísi en hinar.
Svona í lokin verð ég að skrifa smá um Calvin Klein þar sem ég er búin að sitja fundi, kynningar og fleira á þessari línu. Hann Francesco Costa hönnuðirinn fyrir Calvin Klein Collection Konur er litill maður að hanna fyrir háar konur. Jákvæða er að hann missti sig ekki í print viltleysu og í litagleðu eða fór að vefja plasti utan um módelin svo jú hann fær plús fyrir það og læt ég það vera mín síðustu orð af New York fashion week. Núna er að halda áfram með næstu borg!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)