Bleikt hár
22.4.2012 | 23:10
Hef tekið eftir að í apríl og í maí 2012 eru svakalega margar tísku myndartökur með væmnum ljós bleiku hári. Er svakalega flott á vissu týpum og finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða Editorial með þessum hárlit, þetta á eftir að verða stórt trend fyrir sumarið svo fyrir þá sem eru djarfir þá er bleikt málið:
Model: Charlotte Free
Ljósmyndari: Eric Guillemain
Magazine: Numero Tokyo, Maí 2012
Model:Naty Chabanenko:
Ljósmyndari: Kevin Sinclair
Magazine:Elle Vietnam, Apríl 2012
Model: Quinta Witzel
Ljósmyndari: Justin Hollar
Magazine: Nylon, Mars 2012
Model: charlotte Free:
Ljósmyndari: Terry Richardson
Magazine: Purple Vor/Sumar 2012
Model: Theres Alexandersson
Ljósmyndari: Camilla Akrans
Magazine: Bon Vor/Sumar 2012
Til að lita hárið í svona bleikum lit þá þarf að fyrst aflita hárið svo það nái alveg hvítum lit, svo þarf að nota lit se heitir Cotton Candy Bleikur og ekki setja litinn í hárið eins og venjulega heldur þarf að greiða hann inní svo hárið verði mislitað skola svo hárið með köldu vatni svo liturinn haldist í betur fyrir þá sem hafa áhuga á að verða bleikhærðir.
Þar til næst
-A
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flare magazine fyrir maí!
20.4.2012 | 04:12
Ég á það til að gleyma mér svona af og til með blogg eins og allt annað í lífinu. Búið að vera mikið að gera og sól hér í Mílanó svo garður og bjór stóð í vegi fyrir mér.
Ég sá hér Editorial sem er í maí blaði frá Flare Magazine. Frábært editorial, því ekkert er erfiðar en að gera látlausar myndir sem "looka" vel saman. Fötin eru líka lýsandi hvað verður í sumar, blúndur og veikir litir:
Model: Sarah Godon
Ljósmyndari: Chris Nicholls
Flare Magazine, maí 2012
- A
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gucci haust 2012
23.2.2012 | 15:26
Milano fashionweek byrjaði í gær og byrjuðu þeir með eitt af sterkustu merkjum og sýning ársinns. Frida Giannini sannaði sig enn og aftur með svakalega töff haust línu frá Gucci. Þetta Collection er í sama anda og Gucci menn 2012 sem sýnd var í síðasta mánuði, en ég alveg féll fyrir fötunum. Þau hjá Gucci nota alltaf flottustu Súper módelin og mátti meða annars sjá Anja Rubik og Natasha Poly. Fötin hafa innblástur frá 9unda áratuginum og eru þau mjög rómantísk á dramatískann hátt ekki á "sweet and cute" hátt eins og Valentino á til með að gera. Fötin lýsa sterku kvennfólki, flíkurnar eru allar mjög dökkar, mikið notað af flaueli og þunnu gegnsæju efni og skórnir ýmist hælar eða há krókodila leður stígvel yfir buxurnar. Kjólarnir hafa fallegar hreyfingar en buxurnar og jakkarnir minna helst á gamla hermannabúning. Blómamunstrið á blússunum og á kjólunum er gallalaust (flawless) og litirnir haldast vel saman, allir litir dökkir fjólublár, vínrauður, blár og grænn og einnig voru á sýningunni skemmtileg lítil hringlaga sólgleraugu fyrir haust byrjun. Ég heillaðist einnig mikið af kápunum og cape-unum. Í fáum orðum mjög fallegt Collection eins og ávallt frá Gucci:
GUCCI A/W 2012
Þetta eru myndir sem sýnir helst hvað var í boði frá Gucci fyrir haustið, og nú vonandi sér maður einhver flott editorial með fötum frá þessu Collection. Ég er alveg ástafangin af þessari sýningu þ.e.a.s. af fötunum, hárinu og make-up ... allt smellur saman!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tíska haust 2012
22.2.2012 | 17:36
Nú er London tískuvikan að klárast og loksins komið að Milano! Nokkur mjög áhugaverð trend voru sýnd í London en stóðu 2 merki uppúr McQ frá Mcqueen collection og einnig Burberry Prorsum var æði! Annars var flest allt mjög litríkt og Neon-ish smá 80's fílingur í sýningunum þetta árið, ég er ekki alveg að meðtaka þessa neon tísku þar sem mér finnst það of barnalegt og fáránlega ljótt!
BURBERRY
Burberry Prorsum fannst mér áhugaverðasta sýningin, bolirnir í sýningunni voru með sama munstur og regnhlýfirnar, hálsmálið er skreytt með steinum sem mynda rósir. Hnésíðu pilsin eru með hátt mitti úr flaueli og mikil hreyfing eru á pilsunum. Mikil áhersla er lögð á smáatriðin, en Burberry er auðvitað merki sem þekkt er fyrir falleg munstur og svakalega fallegar línur á fötunum. Kápurnar í þessu Collection eru guðdómlegar, eru allar ólíkar í laginu en klæðilegar og svo eru beltin sem þeir skreyttu flest "lookin" með mikið signature look. Leður hanskar með litlum jarnbroddum svo það virðist ekki að vera fara úr tísku enþá.
Í fáum orðum: Leður, gaddar, flauel og mikið svart
McQ
Hjá McQ var mikið af tjulli, einnig blandað saman tjulli, blúndum og flaueli. Hlýralausið flaueliskjólar yfir blúnduboli og háir leðurhanskar. Sýningin var sú allra flottasta og undirbúningur sá allra lengsti, þeir notuðu haust laufblöð sem þeir ræktuðu í London sérstaklega fyrir þessa sýningu þar sem núna eru ekki þessi litur á laufblöðunum. Silouettin á kjólunu, beltin og hárið var allt mjög mikið í anda Mcqueen, virkilega falleg sýning og vildi ég að ég væri að fara að gifta mig því ég mundi vilja gifta mig í þessum hvíta kjól, er ástfangin af honum!
Sýningin sem kom samt mest á óvar og veit ég ekki hvort ég sé hrædd eftir að horfa á hana eða hvort mér líkaði við þetta allt saman..minnti mig helst á Lady Gaga á krakki
Meadham Kirchhoff
Mjög litríkt Collection, fallegt gegnsæ efni og finnst mér síðasti kjólinn svakalega fallegur en svona collectionið í heild sína er alveg fáránlega litríkt og með því að lita andlitið á modelunum í sama lit og fötin truflar það smá fyrir hvar fötin byrja, smá geimveru fílingur í þessu öllu saman. Hönnuðurinn lýsir þessi sem feminista reiði, en það fær mig ekki til að skilja þetta betur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
MUSE fyrir Dolce&Gabbana
20.2.2012 | 22:04
Hún er GORGEOUS 47 ára ítalska gyðjan hún Monica Bellucci....
Hún er núna í auglýsingaherferð fyrir Dolce&Gabbana Make up, og er þessi mynd fyrir varlitinn úr þeirra Make up collection fyrir 2012.
Önnur MUSE fyrir Dolce & Gabbana þetta árið er ítalska super modelið Bianca Balti en hún sat fyrir Japanska Vogue í Mars útgáfunni 2012 fyrir einmitt Dolce&Gabbana
Er ánægð með Dolce&Gabbana í þetta sinn, svakalega fallegar konur og verulega smekklegar auglýsingar sem þeir eru með þetta árið!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tískuvikan í London
20.2.2012 | 16:42
Jæja þá er komið að London, ég er búin að vera að vega og meta sýningarnar sem eru komnar "so far" get ekki sagt að London sé að heilla mig. Í New York voru alveg frábærar sýningar og fannst mér Michael Kors með sína útgáfu af ull og sjölum alveg frábær, svakalega falleg cape og vesti og alveg frábær köflótt munstur. Einnig fannst mér 10 Crosby Derek Lam línan falleg, var casual og auðveld.. línan er svona fyrir hversdagsklæðnað en það voru sýnd aðeins 10 final look.
Hef enþá ekki séð neitt sem hefur sérstaklega gripið mig.. og London er alveg að gubba af milljón litum og afar sérstökum munstrum, var sérstaklega sorgmædd yfir Acne þar sem ég hef alltaf verið hrifin af því merki en plast buxurna og púffí kápurnar voru ekki alveg að gera sig fyrir mig í ár.
Hér er það "besta" af því versta frá London:
Matthew Williamson
Ég hef alltaf verið hrifin af fötunum frá Williamson einnig voru nokkur look sem mér fannst þokkalega ágæt en svona persónulega finnst mér litavalið alveg hræðilegt en turquoise og appelsínugulur fá mig til að verkja í augun og þeir saman í einum og sama kjólnum er eitthvað sem ég mun aldrei kaupa!
Acne
Minnstakosti ef maður fer í útúr púffaða plastkápu og setur á sig þröngt málmbelti að vera meira fancy, minnstakosti setja upp hæla til að maður virki ekki eins og strumpur í strandasandölum en samt á leiðinni á skíði. Eins mikið og ég fíla smekkuxur og samfestinga þá er þetta ekki að gera sig fyrir mig. Varð fyrir vonbrigðum að sjá Acne!
Louise Grey
Fötin eru að sjálfu sér ekkert ljót, punk vs 80's þema í gangi og það er vandamálið að blanda þessu saman og öllum munstrum og litum sem hægt. Þau settu fram 23 total look sem hefði betur átt að vera 40 look og setja helmingi minna á hvert model, ég veit ekki hvert ég á að horfa, á þessa risa stóru hanakamba, skæru stígvélin eða hvað?! Held að margir missi af fötunum í þessari sýningu.
Eins og áður allt of margr litir settir saman í eitt "Look"
Ég varð líka fyrir svakalegum vonbrigðum að sjá vivienne Westwood red label en bíð spennt eftir að sjá allt hitt, enda allar flotturstu sýningarnar eftir í London og svo hlakka ég til MILANO :)
Semsagt að setja þetta í nokkur orð, skærir litir, mikið af munstri, 80's is back fyrir þá sem fíla það!
Hér eru myndir frá Michael Kors til að enda þetta á jákvæðum nótum :)
Michael Kors
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Star Wars þema á Grammy klæðnaði:
13.2.2012 | 20:28
Já ég sit nokkuð orðlaus eftir að fletta yfir öll "dressin" eða hvað sem gekk á á Grammy verðlauna afhendingunni í gær. Þetta var mjög áhugavert að sjá! Get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstakt þema nema þá kannski star wars árás á vatikanið?! Það væri svona næst því að vera eitthvað þema. Annað þema sem sást er að kjóll "match-i" hárlitinn. Sá margt mjög undarlegt á rauða dreglinum hef ekki alveg orð yfir það allt en ég tók saman það sem mér fannst best, áhugaverðast og einnig það sem var einfaldlega ljótt!
Þar sem ég er að reyna að verða þessi jákvæða bubblí persóna þá ætla ég að byrja á flottu kjólunum :)
Ég tók eftir mörgum áhugaverðum hönnuðum og fallegum Couture kjólum..
Adele
Kjóll: Armani Couture
Carrie Underwood
Kjóll: Gomes and Gracia
Katy Perry
Kjóll: Elie Saab
Taylor Swift
Kjóll: Zuhair Murad
Kelly Osbourne
Kjóll: Tony Ward Couture
Svo voru nokkrir kjólar sem mér þótti áhugaverðir, ekki viss hvort Grammy sé rétti staðurinn fyrir þessa kjóla en engu að síður flottir kjólar
Paris Hilton
Kjóll: Basil Soda
Þessi kjóll minnir mig hlest á gríska gyðju og væri hann mjög fallegur sem giftingarkjóll, hún var ekki í honum á réttum stað né tíma, en samt glæsileg engu síður.
Jessie J
Vissi ekki að hún væri svona trúuð að hún vefji um sig prest skykkju og verst við þetta allt saman að hún fékk Versace að hann þessa hörmung.. EN þetta er úr silki! Eins og það skipti máli þegar hún lítur út eins og týndur hirðmaður í teiknimynd! Beint í vatikanið og biðja um vinnu við gæslu á hliðinu!
Cindy Lauper
Neiii Cindy neiiiiiii neiiiii!
Bonnie Mckee
Þetta er svona geimveru búningur með áfasta sópa um hendurnar.. kannski var hún hrædd um að detta um eitthvað svo það sé pælingin að láta þetta gula busta gólfið á undan henni! Samt nei virkar alls ekki sem "outfit"
Robyn
Ekki það mér hefur alltaf fundist hún svakalega hallærisleg en hún náði samt að toppa allt hérna.. með eina ljótustu hárgreiðslu sem ég hef séð á ævi minni. Svo er hún í "over sized" stuttermabol sem glansar og í alltof þröngu Mullet pilsi við.. talandi um sítt að aftan! OJ! Sem toppar nú þetta hvíta drasl sem hún klæðist þá er þetta alls ekki málið:
Æi nei!
Lady Gaga
Þegar maður er að velja óþægilega kjóla þarf maður að velja og hafna: eitt ef kjólinn er mjög síður og maður þarf að einnbeita sér að detta ekki, tvö að vera í einhverju úr plasti eða leðri og of hitna ekki. Númer 3 ef maður er að sýna of mikið og maður þarf að halda öllu á réttum stað og 4 ef maður er með eitthvað fyrir andlitinu eins og net, sem gerir það að verkum að maður sjái ekki alveg nógu vel og þarf að passa sig vel að detta ekki.
Að setja þetta allt saman í einn kjól þýðir bara eitt: DISASTER
Fergie
Svört nærföt og virkilega ljótur appelsínugulur vafningur með öxlum frá Jean Paul Gaultier.. ekki að gera sig! Kemst auðveldlega á listann yfir ljótustu kjólana á árinu þó það sé bara febrúar!
Þetta var svona helsta frá Grammy í ár.. áhugavert eins og ég sagði :)
Hér er svo DJ Daudman5 sem toppaði allt í ár með alltof hefðbundnum klæðnaði og skrítnum haus!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fallegir hlutir gera þig fallegri..
13.2.2012 | 16:39
Búin að vera að leita og leita af einhverju áhuga verðu á netinu, hef ekki rekist á neitt sniðugt líka núna er mest um sumartísku og hér er allt á kafi í snjó og er mjög kalt svo erfitt að hugsa um sól og opna kjóla. Ég rakst samt á síðu sem ég var búin að gleyma, en ekkert er skemmtilegra en fallegir hattar, töskur, skór og gleraugu. Ég er mun meira fyrir aukahlutina heldur en fötin sjálf svo þetta blogg tileinka ég Patriciu Field,og hennar stíl!!
Ég er nánast alltaf með gleraugu á mér svona til að gera "outfittið" áhugaverðara þá eru gleraugu mest áberandi og mikilvægur aukahlutur. En hér eru skemmtileg gleraugu:
Jeremy scott - hand gleraugu!
Jaesyn Burke- steina gleraugu
Ég fór í bæinn hér í mílanó fyrir nokkrum dögum og var ég alsæl þegar ég sá að það eru að koma aftur kúluhattar og það sem er skemmtilgra eru pípuhattar fyrir stelpur bæði svartir og rauðir. Ég er svo ástfangin af höttum og væri ég alltaf með hatta ef hausinn á mér væri ekki svona stór.. hef komist að því að hattar passa því miður ekki á minn of stóra haus sem er fullur af risastórum heila ( sem er kostur)
Bowler hattur - Æði!
Annar Kúluhattur
Svo er alltaf gaman að öðruvísi skartgripum!!
Klifur Beinagrind
Anne Holm - fjaður hálsmen
Givenchy- Eyrna og neflokkur
Þar sem það eru erfiðir tímar getur fólk með sítt
hár reddað sér svona- frítt hálsmen!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Milano
31.1.2012 | 00:45
Ég veit ekki með ykkur en ég er svo svakalega þreytt að lesa íslensk blogg, facebook pistla, síður um Sílikonbrjóst, Gillz eða einhvern blessaðan hund sem dó fyrir ári (blessuð sé minning hans). Hef verið að velta því fyrir mér hvað þarf fólk að gera til að gerast blaðamenn á íslandi? Get ekki séð að kröfurnar séu gríðalega háar! En ég ætla að skrifa um eitthvað allt annað.
Siðustu ár hef ég búið á Ítalíu í Milanó og fyrir fólk sem hefur áhuga á tísku er þetta hin besta borg. Ég hef einnig ferðast út um allt hér og finnst mér ítalía æðisleg!
Milano/Milan:
Fyrir stórborg er þessi borg mög lítil, kemst á alla staði þ.e. þvert yfir borgina á um 30 min, hægt er að labbað nánast allt ef þú hefur viljann fyrir því. Hér er þessi skemmtilega aperitivo menning sem er "basically" leyfi til að drekka mjög snemma: Aperitivo er ódýrir kokteilar á milli 7 og 10 og þú færð frítt að borða með drykkjum (hlaðborð). Ansi skemmtilegur siður fyrir félagsverur (þetta á ekki við um alla ítalíu, heldur er þetta siður hér norðan meginn). Ekki er svosem mikið að sjá hér nema maður sé mikið fyrir kirkjur það er nóg af þeim EN það er stutt í allt, tekur um klukkutíma í að fara til Liguria ströndina og tekur um klukkutíma að komast í fjöllin á skíði. einnig er stutt til Frakklands, Sviss og Króatíu. Fyrir þá sem tala ítölsku skilja mig hér, "hreimurinn" í Milano þ.e. Milanese sem fólk talar í Milano er mjög auðvelt að skilja og fáir tala "Dialetto" svo maður skilur ítölskuna hér (sem ég geri t.d. ekki í napoli, skil ekkert hvað þeir eru að segja þar) . Hér er enginn munur á þriðjudegi eða laugardegi, þú getur farið út þegar þú villt ogá hverjum degi er fullt af fólki allstaða sem er kostur að mínu mati. Uppáhalds staðurinn minn hér er án efa Naviglio fyrir markaðinn sem er á sunnudögum og svo Colonne di San Lorenzo þar sem fólk situr úti á götu og fær sér bjór!
Tískan hér er mjög fjölbreytt, hér eru búðir all frá Gucci (Montenapoleone), D&G (san babila) til H&M (allstaðar). Skemmtilegast finnst mér þó götumarkaðarnir sem selja secondhand og eru þeir að finna alla föstudaga í P.ta Genova og öðrum stöðum hina dagana. Ég fer nú nokkuð mikið út á lífið hér og sé því mikið af fólki og er ótrúlegt hversu margir ítalir hafa einstaklega ljótann stíl en hafa samt brennandi áhuga á tísku. Ítalskar stelpur klæða sig allar mjög svipað, þær eru oftar en ekki í svörtum voðalega plain kólum sem eru oftar en ekki óþarflega stuttir og svo í þessum allra ljótustu indíána plast stígvelum (grá eða hvít) við og á sumrin eru þær svo villtar að breyta um og fara í þessa skjannahvítu kjóla sem eru alveg eins og þessir svörtu og ballerínu skó við (gubb). Strákarnir eru alveg einstakir hér þeir eru sko MUN meiri fyrir tískuna heldur en stelpurnar og minna strákarnir hér mig örlítið á strákana í jersey shore (ef þið þekkið þann þátt, eini þátturinn hér sem sýndur er á ensku svo hálf neyðist til að horfa á það). Hér klæðast þeir í skyrtum , 2 efstu tölurnar eru óhnepptar, peysu yfir og seinna er svo peysan bundin um herðar eða um mitti, Gallabuxur og íþróttaskór (en allt í einhverju fancy smancy merki).. þetta á við um 85% af ítölsku strákum. Ég gæti skrifað 1000 bls bók um ítalska karlmenn, hef kynnst óþarflega mikið af þeim í gegnum tíðina enda flestir mínir vinir hér eru ítalir(karlmenn, ítalskar stelpur eru ekkert svo hrifnar af mér,surprise surprise). Spá í að láta það efni um ítalska karlmenn alveg eiga sig annars mun ég brenna mig á því.
Kenni ykkur samt bestu frasana ef þið eigið leið um Milano eða ítalíu!
Basta: Stop
Vai via : Farðu burtu
Um að gera að nota þá oft og mikið!!!!
Mæli svo með mílano enda kom ég hingað fyrst fyrir um 5 árum síðan í tungumálanám og núna er ég búin að taka háskólanámið mitt hér og er hér enn! Ákvað að skrifa smá um borgina mína þar sem ég er í tísku blokki, finnst þessa dagana allt eitthvað klisjukennt og leiðinleg,(ef maður hefur ekkert gott að segja er þá ekki bara betra að sleppa að segja það) áhugaverðasta þessa vikuna fannst mér Ís sem kemur í sterkum litum þá er nú mikið sagt!
þar til næst þegar ég tísku skot í heilann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Menn 2012 - Tíska
20.1.2012 | 16:19
Það er svo mikið af bloggum, síðum, pistlum og fleiru með tísku en einhvernveginn gleymist alltaf að það er virkilega stór markaður fyrir karlmannstísku og held ég að strákar hafa ekkert minni áhuga á tísku heldur en kvennmenn. Veit að flestir strákar hugsa um útlit sitt svo eitthvað tískuvit hlýtur að leinast hjá ykku!
Tískuvikurnar fyrir haus menn 2012 standa yfir akkurat núna og ætla ég að sýna helstu trendin sem verða á þessu ári.
Áberandi litir: Rauður,Blár, Grár og svo auðvitað Svart og Hvítt einnig eru enþá leifar af ljósbrúna litnum.
Aukahlutir: Stórar og miklar handtöskur, mikið er einnig um sólgleraugu með kol svörtum glerjum og einnig lituðum glerjum ( rauð, blá og gul) svona space gleraugu sem voru í tísku back in the day.
Stílinn í ár er mjög karlmannslegur og verða mikið um jakkaföt, nánast öll merkin einbeittu sér að aðsniðnum jakkafötum og það sem skemmtilegasta er við það að þau koma í öllum gerðum, munstrum og efnum. Mikið er um flauelis (velvet) jakkafata-jakka, buxurnar eru slim fit semsagt jakkaföt sem stelpurnar muna líka vel við. Annars er einnig mikið um rauðarbuxur þá sérstaklega gallabuxur, hvítar skyrtur, síðar úlpur með skinni, og leður buxur og leðurjakkar OG bara leður í öllu!!
Persónulega er ég "all in" í leðurbuxurnar, flauelisjakkana og leðurstígvél:)
MENN VOR 2012
MUGLER
Falleg jakkaföt, töff stíll og fallegir frakkar í þessari línu. Nicola Formichetti er töff hönnuður og greinilega ekki hræddur við að prófa nýja hluti. Eini gallinn sem er í collection línunni er ð það er mikið um ljót efni, þ.e.a.s. mjög heit og eldfim!
BALMAIN
Svakalega flottur stíll frá þessu merki, slim fit gallabuxur, gollur og jakkafata-jakkar. Strákalegt en samt töff.
Bottega Veneta
Fyrir þá sem þora að vera öðruvísi þá eru jakkafötin alveg "awesome" frá þeim. Munstrin og lita samettningarnar eru "spot on". Alltaf gaman að sjá menn í leðri :)
Louis Vuitton
Merkið sýndi mikið af hlýjum fatnaði sem er gott fyrir íslendinga, stórir teflar, síðar úlpur og frakkar.
Falleg smáatriðin hjá L.V. jakkafatanælurnar með fjöðrum!
3.1 Phillip Lim
Lítið að segja bara æðislegt merki og er allt flott frá þeim!
Er búin að þræða allar sýningarna, þetta er brot af því besta frá því sem mun verða í haust fyrir menn eða jafnvel konur sem fíla karlmanns tísku, mér finnst karlmanns tískan alltaf mun skemmtilegri heldur kvennmanns... Ég held að ég væri mjög töff gæi, ég væri alltaf í jakkafötum með vasaklút og með vasaúr! Vona einhver hefur notið góðs af þessu bloggi, skemmti sjálfri mér að minnstakosti mjög vel við að gera það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)