Leður, Denim, Munstur, Blúndur og margt fleira hjá Versace í haust!
13.1.2013 | 16:54
Loksins eru sýningarnar fyrir haust 2013 að detta inn, þessi tími fyrir mér eru eins og jól og áramót í einum pakka :) "I'm in heaven"
Erfitt er að segja hver helstu trendin verða hjá mönnum/ men line það eru enþá svo fáar sýningar búnar en það sem komið er þá verður mikið af leðri, síðum frökkum, oversized buxur og hattar sem er frábært því ekkert er fallegra en að sjá karlmann með flottann hatt :)
VERSACE:
Þessi sýning Men Fall 2013 er án efa ein sú áhugaverðasta.. sýningin var frekar stefnulaus eða má segja allt of mikið að ske á pallinum. Mikil áhrif frá 8 áratuginum og einnig mjög sjáanleg áhrif frá punk tímabilinu. Á sýningarpallinum var allt frá"oversized" leðurjökkum og buxum, út krotað gallaefni, munstrótt jakkaföt með mjög áberandi prenti, litað leður, fínt "lace" (blúndu) efni í nærfatalínunni, móturhjólagalli, og einnig litir eins og rauður, blár, hvítur, grátt, silfur, brúnt og svart. Einnig er mikið af mismunandi mustri, allt frá köflóttu, röndóttu yfir í zebra og eitthvað sem minnir mann helst á eitthvað "sýrutrip"
Hér eru sýnishorn frá sýningunni - brot af því "besta":
Grá Köflótt
Zebra og sólgleraugu
Eitt af sýru munstrunum
80's árekstur!
Hvítt blúndu blúnd
"Oversized over ovesized gangsta"
já og auðvitað Fur
Já sýningin er semsagt eins og 5 sýningar settar saman í eitt.. Donatella hefur eitthvað verið ráðvillt um hvað ætti að verða "trendy" næsta vetur!
En ætla að halda áfram að skoða sýningar og umfjallanir :)
Xx
Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blúndu gríma frá Givenchy!
3.12.2012 | 15:02
Nú er komið á markaðinn frá tískuhúsinu Givenchy svokallaður blúndu gríma/eða maski! Auglýsingin og hugtakið er samt mjög misvísandi -
Þessi gríma á að slétta úr hrukkum og gefa húðinni ferskann og unglegann gljáa. Gríman var ekki notuð í tískusýningunni þar sem að þetta tilheyrir fegurðarlínunni frekar en tískunni. Le Soin Noir Mask kostar 359 Evrur eða um 50 þúsund svo ég vona fyrir þá sem kaupa sér þessa grímu að þeir líti að minnstakosti nokkrum árum yngri en fyrir notkun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yoko Ono fatalína!
28.11.2012 | 15:59
Hún Yoko sem lét gera hér friðarsúlu í nafni fyrrum eiginmann sinn John Lennon, en ekki bara það heldur gerði hún einnig "men's collection" fatalínu, sem hún gerði með innblæstri frá honum því henni fannst hann alltaf svo vel til hafður og fannst henni lélegt að ekki væru til föt til að sýna kynæsandi líkama hans, en má segja að hún hefur greinilega mjög sterka skoðun á hvað er "kynæsandi".
"I was inspired to create 'Fashions for Men' amazed at how my man was looking so great. I felt it was a pity if we could not make clothes emphasising his very sexy body. So, I made this whole series with love for his hot bod and gave it to him as a wedding present. You can imagine how he went wild and fell in love with me even more," sagði hún í samtali við WWD.
Hún gerði 52 flíkur í þessari línu,en sem einkennir línuna eru print-in en það er handafar á buxunar klofinu og einnig eru upplýst svæðið hjá geirvörtunum á toppum og bolum.
Ég er ekki alveg á sama máli hversu kynæsandi þessi lína sé hver má dæma fyrir sig:
X
-Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Milanó að sumri!
22.8.2012 | 14:21
Byrjuð að blogga eftir ágætis heita sumar pásu!
Ég hef alltaf heyrt þau svör þegar ég segi að ég búi á Ítalíu "ohh hvað þú átt það gott", og jú að mörgu leiti á ég það mjög gott en ég bý ekki alveg á þeim stað sem fólk er að hugsa sér...þar sem það eru strendur, vindur, sólbekkir, sundlaugar eða pálmatré. Mílanó að sumri er eitthvað sem er svo langt frá þessari ímynd sem getur hugsast getur..
Í dag vaknaði ég við daufann vind frá viftunni (Eddi eins og ég kalla hann því hann er nánasti vinur minn þessa daga því hann fylgir mér alltaf um alla íbúð) sem er alveg að gefa sig. Það er 38 stiga hiti og ég býst við um 40% raki! Ég sem flutti hingað til að vera "nær", læra og þrífast í tísku get ekki horft á fötin mín það er einfaldlega of heitt . Í morgun var dragsíður grænn kjóll fyrr valinu sem ég batt upp á hliðinni til að gera hann "kaldari" en hann sem allt annað varð kleprað og klístraðist við mig eftir sirka 2 mínutur.. Ég hefði átt að taka betur eftir þegar ég tók húsið á leigu fyrir 2 árum að það var Ekki loftkæling!! Ég ásamt móður minni löbbuðum í supermarkaðinn á horninu.. allt í kringum er lokað, supermarkaðurinn tómur og aðeins 2 á kassa þar sem venjulegast eru 15 kassar opnir. Allir hafa forðað sér frá hitanum sem Milano hefur með sér á sumrin, alparnir loka borgina af og ekki sem ein litil vindkviða kemst að. Bærinn minnir helst á draugabæ í gamallri hryllingsmynd.
Ætlaði að taka mér smá bjór pásu á leiðinni þvi að halda á einum innkaupa poka þessa 400 metra er of erfitt en þá var barinn á horninu er lokaður. Fréttirnar segja að þetta sé tímabundin hitabylgja frá Afríku en þar sem ég hef búið hér í 5 ár þá má alveg reikna með að það sé alltaf stanslaus hitabylgja hér því ég man ekki eftir því sumri þar sem ég hef viljað klæða mig í kjól, fara í háa skó og mála mig, ég hef þó nokkuð oft reynt það en þá líða kanski 20 minutur þar til maskarinn hefur lekið niður á háls, meikið löngu þurrkað af og hárið vel úfið og púffað í allar áttir svo maður endar mun ljótari bara fyrir að reyna.
Ég held ég láti tískuna alveg vera á þessum tíma og einbeiti mér bara að halda balansnum og hoppa í samtakt við viftuna hann Edda gamla og drekka allt það kalda sem til er í ísskápnum!
Milanó í águst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leður og ólettir menn!
26.5.2012 | 16:39
Einn minn uppáhalds tískuljósmyndari Steven Klein leitast við að ná athygli fólks með áhugaverðum leiðum. Myndirnar hans yfirleitt shokkera fólk en hann er með sterkar skoðanir á ýmsum málum og leitast við að túlka það með myndum. Hann er mjög umdeildur þar sem hann notar oft ofbeldi og kynlífstengt efni í myndirnar sínar. Hann er samt sem áður snillingur við að taka flottar myndir og eru verkin hans alltaf mjög áhugaverð. Hér er hans nýjasta Editorial "Baby Boom" fyrir Candy Magazine!
Er nú ekki alveg viss um að allir séu sammála mér en þetta Editorial er svakalega fallegt og frumlegt, samkynhneigð, ólétta (óléttur strákur) og smá leður og flott photoshop!
Bara vona að þið njótið Eurovision í kvöld :)
-Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir í tísku...
17.5.2012 | 10:15
Þar sem nær dregur að ólympíuleikum í London þá hafa bæði búningarnir sem hannaðir eru af tísku hönnuðum (t.d. Armani fyrir Ítalska liðið, Ralph Lauren fyrir USA og Stella McCartney fyrir Bretland) komist í helstu tísku blöðin og einnig hafa verið gerðar myndartökur með íþróttafólkinu sem fyrirsætum.. Eitthvað finnst mér þetta hálf klisjulegt við þetta allt saman þar sem íþróttir og íþróttaföt eru eitthvað sem er nú ekkert ofarlega á listum tískublaðanna. Í Vogue UK er mjög fallegt editorial með myndum sem sviðsmyndin er í pappírsformi en viðburðurinn eru íþróttir...
PAPER PLATES:
Model: Lara Mullen
Ljósmyndari: Tim Gutt
Vogue UK, Júní 2012
-Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brad Pitt andlit Chanel No.5
10.5.2012 | 09:51
Kom á óvart þegar Chanel gaf út þá yfirlýsingu nú á dögunum að himmm 48 ára gamli Brad Pitt verði nýja andlit Chanel No.5. Hann er fyrsti karmaður til að fá það hlutverk að vera andlit kvenn ilms, en Brad hefur 2 sinnum verið kosinn kynþokkafyllsti maður af People Magazine. Ég veit ekki alveg hvert Chanel er að fara með þessa aulgýsingaherferð en gæti verið að hugsunin á bak við þetta er að ef þú ert með Chanel No.5 þá nærðu í mann eins og Brad en held að allir vita að það er bara dagdraumar. Ekki vilja stelpur að strákir lykta eins og kvennfólk svo held að það sé ekki leiðin að þessari auglýsingu en það verður gaman að sjá hvernig þeir setja auglýsingarnar fram, hver veit nema við sjáum Brad Pitt setja upp varalit og lykta af Chanel No.5!!
Photographer: Greg Williams
Vona að þig eigið góðann dag :)
-Ansy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Anna Dello Russo fyrir H&M
6.5.2012 | 12:17
Það er engin önnur en ítalska Anna Dello Russo Creative director af Vogue Japan sem skrifaði undir samning nú á dögunum að hanna skartgripa línu fyrir H&M Haust/Vetur 2012-13. Þetta eiga að vera high fashion skartgripir en á lágu verði sem H&M veitir alltaf. Línana kemur í búðir í haust og er mikið um gyllt og turquoise litir. Ég hlakka mikið til að sjá útkomuna þar sem Dello Russo er ein sú áhrifamesta konan í tískuheiminum í dag.
Vona að þið eigið góðann sunnudag :)
-A
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sólgleraugu fyrir sumarið
28.4.2012 | 09:28
Jæja ég veit ekki hvernig það er á íslandi en hér í Mílanó er komin sól svo ég get loksinns haft not fyrir sólgleraugun mín. Sólgleraugu og gleraugu finnst mér lang mikilvægasti aukahluturinn því þau geta breytt útlitinu alveg talsvert. Þetta sumarið eru gleraugun ekki jafn litrík og var í fyrra, mun einfaldari og látlausari. Litirnir eru dökkir eða munstrótt annars er silfur og gull alltaf í tísku. Vinsælasta umgjörðin í ár er án vafa kringlótt gleraugu en í öllum stærðum ég segi því stærri því betri. Hér eru nokkur dæmi af Vor/Sumar sól gleraugum 2012:
MIU MIU
A- MORIR
RAG & BONES
ISSON
THOM BROWNE
Vil benda á að ég er með nýtt blogg í vinnslu: http://fashionfetishism.blogspot.com
Er farin út í sólina vona að þið eigið góðann dag :)
-A
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vogue Paris - Giampaolo Sgura
23.4.2012 | 23:54
Einn af bestu tískuljósmyndurum heims í dag hann Giampaolo tók myndir fyrir Vogue Paris Jewelry fyrir Maí tölublað sem kemur út á næstu dögum. Þetta er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum en hann er snillingur í að ná festa tilfiningar í myndunum. Fyrir þá sem þekkja ekki til ljósmyndarans þá gerði hann Armani nærfata herðferðina fyrir Vor/Sumar 2012 og einnig fyrir Dolce and Gabbana Jewelry
Hér er Editorial sem verður í Vogue Paris:
Model: Crystal Renn
Ljósmyndari: Giampaolo Sgura
Fleiri Editorial má sjá eftir hann í Vogue Paris Beauty (Maí) og Marie Claire Spain (Maí)
-A
Bloggar | Breytt 24.4.2012 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)