Einkenni einhverfu

Strákurinn minn er kominn með enn eina flesnuna og hefur þetta gengið á síðan í september. Lungnbólga, eyrnabólga, flensa og núna vírus svo ég er bara heima að lesa mér til um einhverfu sem ég geri reglulega þegar ég hef tíma því maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Ég hef fengið margar fyrirspurning á snappinu mínu (ansybjorg) um hvernig ég fann út að strákurinn minn væri einhverfur því hann er eins og má segja með "mild autism". Ég var auðvitað mjög heppin þar sem ég bjó í Slóvakíu þegar sonur minn var yngri og var læknir þar sem greindi hann aðeins 14 mánaða eftir að ég hafði verið með áhyggjur af ýmsu í hans fari.  Hér á Íslandi hefur þetta tekið AÐEINS lengri tíma hér og er því miður ekki lokið.

Erfitt var að greina minn því hann segir mörg orð, er mjög gáfaður og nær vel augnsambandi en einmitt ef börn eru eitthvað talandi eða með gott augnsamband er oft útilokað að um einhverfu sé að ræða. 

En já ég veit um marga sem hafa áhyggjur af börnunum sínum eða einhverjum nákomnum því þau tala ekki, eða ná ekki augnsambandi við barnið. Einhverfan hefur marga þætti sem þegar þeir koma saman í eitt gera einhverfu.  Langar mig að setja niður hér hvaða einkenni minn sonur er og var með. Því einkennin geta verið sterk og mörg en eins og í tilfelli stráksins míns var hann ekki með nein af helstu einkennum einhverfu.  Hann var hins vegar  með önnur einkenni sem ég óttaðist alltaf innst inni að væru kannski ekki alveg eðlileg. 

 

Ungabarn (0-12 mánaða)

- extra forvitinn :  þá hann horfði á allt og skoðaði allt mjög vandlega 

- svefnraskanir  : þrátt fyrir að mörg einhverf börn sofi eins og steinn þá var minn alveg öfugt og svaf helst ekki ef hann komst upp með það. 

- grátur : grét bara helst ekki, en þegar hann grét þá var mjög erfitt að stoppa það 

- matur : var farinn snemma að taka mat og borðaði allt sem er einmitt ekki þessi týpísku einhverfu taktar

- augnsamband: minn var strax með gott augnsamband en oft þegar ég leit á hann þá er eins og hann var að stara út í geiminn, eins og hann dytti út úr raunveruleikanum

- ef hann var æstur þá hristi hann hendurnar út um allt.

 

Barn (1-3 ára)

- háann sársaukaþröskuld : þetta tengist einhverfu, hann grætur ekki ef hann fær skurði eða dettur og fær högg 

- grátur : einmitt grætur mjög sjaldan nema hann sé hræddur eða þreyttur

- hræddur: er hræddur við mjög óskiljanlega hluti eins og ákveðið fólk, ákveðin herbergi og ákveðna staði 

-fyndinn: honum finnst fátt skemmtilegra en að djóka eða stríða manni sem er einmitt ekki líkt einhverfum þar sem það er oft erfitt fyrir þau að greina hvað er fyndið.

-klósett : erfitt er að koma honum á klósett þar sem þau eru svo bókstafleg að það er erfitt fyrir hann að ímynda sér hvert allt fer úr klósettinu

- hann bendir mikið og segir hlutina en það er ekki hægt að segja það snjóar úti það þarf að vera snjór fyrir framan hann.

-Svefn: Þarf lyf til að sofa því hann helst ekki sofandi nema nokkra tíma í senn.

- hræðslulaus: skynjar ekki hættur eins t,d, bílahættu og hleypur út á götu, lokar sig í dimmu herbergi sem aðrir krakkar mundu kannski ekki gera, tekur í hendurnar á ókunnugum því honum er alveg sama. Svo hann þarf að vera undir stöðugu eftirliti.

-mjög úrráðagóður: hann var farinn að geta opnað hurðalása aðeins 18 mánaða. Í dag getur hann náð í allt sem hann vill og ætlar sér alveg sama hvar það er, hann finnur auðveldlega leið. Ekkert er óyfirstíganlegt og hann er með ráð við öllu

- hefur einstakan áhuga á númerum, formum, stöfum og öllu því sem hægt er að telja upp eða raða saman. 

- gat talið auðveldlega upp á 20 á 2 tungumálum fyrir 2 ára og áq auðvelt með að læra hin erfuðustu orð

- getur ekki svarað auðveldustu spurningum en getur sungið heilu lögin orðrétt svo minnið er svakalega gott en tenging spurningar og að svara er erfiðara fyrir hann. 

 

Þetta getur verið erfitt sérstaklega þar sem minn littli maður labbar um og segir hæ ástin og hæ elskan við alla sem hann sér svo fólk tekur honum gjarnan sem hann eigi að haga sér eðlilega eins og að segja "hvað segiru Domenic"? Því af hverju hann svari ekki, er einfaldlegasta svarið það að hann getur það ekki. 

Við höfum gert þetta í litlum skrefum og fögnum við litlum sigrum :) en næsta skref er að koma honum úr bleyju og á klósettið og held ég að það sé alveg að fara að gerast! 

Það hefur sannað að með því að vinna með hlutina stöðugt, þar sem Domenic var ekki farinn að tjá sig neitt við 2 ára aldur en í dag með miklum endurtekningum og bendingum þá getur hann  látið okkur vita þegar hann er svangur og hvað hann vill, þegar hann er þyrstur og ef hann þarf að fara á klósettið bara hann vill gera það í bleyjuna :)

Vonast til að þessi flensa fari að ganga yfir svo ég geti kannski farið að læra í náminu mínu á nýju ári. 

 domenic

 Domenic gleðipinni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband