Biðlistar er nýja trendið á íslandi

Nú er kominn mánuður síðan strákurinn minn hætti á leikskóla. Verð ég að segja að það gekk mjög illa með hann á leikskóla og hefði mig aldrei grunað að þetta tæki svona mikið á.  

Domenic er með forgreiningu á einhverfu sem hann fékk í september eftir 8 mánaða bið hjá þroska og hegðunarstöð, en núna erum við á 17 mánaða bið (voru 20 mánuðir) eftir GREININGU semsagt bið eftir læknum sem geta staðfest einhverfuna sem 4 aðrir læknar nú þegar hafa staðfest. Greinilega ekki nóg að læknar og sálfræðingur hafa greint hann með einhverfu en á erfitt með að skilja afhverju það þarf að koma greining ofan á greiningu. 

Við vorum með hann á leikskóla þar sem hann átti að vera með fullan stuðning en það var einfaldlega ekki mannskapur í að sinna því starfi sem hann virkilega þurfti á að halda svo við sögðum upp leikskólanum í janúar. Við reyndum þetta í 4 mánuði og  á þessum tíma gátu þau ekki mannað stöðuna. Hann er greindur með kvíða og einhverfu og var það þannig að ég þurfti að skilja hann eftir hjá nýju og nýju fólki daglega og komu sá dagar að það var starfsfólk sem ég hefði aldrei séð fyrr og þ.a.l. við foreldrar  ekki alveg sátt með að skilja hann eftir i ljósi þess að hann er mjög óöruggur innan um nýtt fólk. Þetta er kannski í lagi þegar börn eru "eðlileg" en fyrir einn einhverfan sem þarf að hafa röð og reglur á öllu er þetta ansi erfitt og slítandi.

Það undarlega sem ég hef upplifað er að að fólk hefur sagt við mig eftir að hafa lesið bloggið mitt: "nei þetta er ekki svona" "strákurinn er með forgreiningu og á að fá alla þá hjálp sem greining gefur" "barnið mitt fær alla hjálp á sínum leikskóla" EN málið er að svo erum það við hin sem fáum ENGA hjálp með börnin okkar og er sonur minn svo óheppilega einn af þeim! Það virðist svona kannski háð því hjá hverjum maður lendir með að fá hjálp eða ekki hjálp og vorum við greinilega mjög óheppin með val á leikskóla.

Hann er ekki á leikskóla þar sem að okkar mati voru þau ekki með þekkingu sem þurfti til að vera með einhverft barn (tek það fram að í janúar var enginn sem þekkti inn á einhverfu eða hvernig maður meðhöndlar börn með einhverfu). Ég sótti strákinn minn oftar en einu sinni þar sem hann snérist í hringi á gólfinu og þau töldu hann vera að dansa!?!?! Ég sótti hann á leikskólann þar sem hann var einn úti því hann virtist trufla öll hin "venjulegu" börnin þegar þau voru í hvíld. Það er erfitt að útskýra hversu erfitt það er að horfa upp á barnið sitt í þessum aðstæðum, hann var alltaf hræddur, grenjaði alla leiðina á leikskólan á hverjum einasta degi og á þessum mánuðum fór honum ekkert fram. Svo já að okkar mati var leikskólinn ekki hæfur að sinna barninu okkar því littli hamingjusami strákurinn okkar var orðinn leiður og grét í tíma og ótíma. Það er jú mikil mannekla á leiksskólum hér á landi og því miður bitnar það á börnunum okkar sem og okkur foreldrum.

Núna er hann semsagt heima, er á bið eftir talþjálfun sem eru 14 mánuðir, hann er á bið hjá greiningarstöð sem eru í heild 20 mánuðir, hann er á bið eftir leikskóla sem verða væntanlega 6 mánuðir. Það er ekki mikið verið að gera líf foreldra með fötluð börn auðveldara á nokkurn hátt eða bara foreldra barna yfir höfuð því það er ekkert val fyrir okkur, allt er bara fullt svo við skulum bíða! Það er líka alveg afskaplega pirrandi að heyra út um allt að þetta á ekki að vera svona og samkvæmt lögum þá á þetta ekki að gerast. EN ÞETTA GREINILEGA GERIST! 

Ég sótti um leikskóla í janúar og virtist svo sem umsóknin hafa týnst því þau voru að skipta um kerfi hjá Reykjavíkurborg, svo þetta er allt að ganga virkilega "Smooth" hjá okkur þessa dagana ja eða bara ekki.

Greiningarstöð þarf 180.000.000 til að geta sinnt þeirri þjónustu sem þeir ættu að geta náð að sinna því eins og foreldrar einhverfa og krakka með ADHD vita að því fyrr sem greining og hjálp kemur því betra er það fyrir börnin!! Spurning að slaka á launahækkunum hjá bankastjórum og fresta kaupum pálmatré í tilraunaglösum og setja forganginn í annan farveg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband