Sónar og hjólastólinn!
21.7.2015 | 18:56
Fyrsta ferð mín í sónar verður sennilega ógleymanleg, enda var hún frekar spes. Ég var semsagt í aðgerð á fótum 2 dögum áður og auðvitað voru verkirnir í takt við það. Nóttin var erfið enda með mikla ógleði og með 7 kodda undir lappirnar og svo voru þessar glæsilegu boxhanska umbúðir á báðum löppum svo þær voru sirka 5 kílóum þyngri.
Ég svaf í svona 2 tíma þessa nótt, vaknaði mjög splæst verð ég að viðurkenna, smá eins og ég hafði tekið of mörk tequilaskot kvöldinu áður og dottið í framhaldi niður stiga, þannig splæst enda búin að sofa lítið, sem og engin verkjalyf og til að bæta það þá voru nokkrar æluferðir farnar um nóttina. Það sem bætti ekki upp á "lookið" mitt var að ekkert passaði yfir þessar lappir nema íþróttabuxur svo ég ákvað að classaði það upp með að fara í blazer jakka við en það var mjög sorgleg tilraun með að líta vel út. En klukkan 7:30 fer ég að reyna að klöngrast með allar þessar lappir niður stigan þar sem ég átti tíma klukkan 9, það gekk svosem áfallarlaust fyrir sig nema það tók rétt um 45 minútur. Keyrðum upp á Landspítala en þá sá ég að það var trappa UPP fyrir framan svo ekki var fræðilegur möguleiki að ég gæti labbað það en þá var mamma sett í það að leita af hjólastól fyrir kripplinginn og kærastinn var meintur töskuberi. Jæja svo var ég komin í hjólastólinn nær Andrea ( meintur töskuberi og kærasti) að klöngrast með mig upp tröppuna en rak mig reyndar í hurðina á leiðinni inn svo auðvitað rak ég upp alveg svakalegt vein sem var bara fals alarm þarna þar sem það var ekkert barn að koma. Anderea rúllar mér svo inn á setustofu þar sem 2 kasóléttar konur sitja, setustofan er mjög lítil og ekki hjólastólavæn og þar sem ég komst ekkert auðveldlega úr stólnum þá rúllaði hann mér bara inn á mitt svæðið, læsir stólnum og fer svo sjálfur á klósettið. Ég sit þarna eins og einhver partur af húsgögnum á miðju svæðinu mjög mikið "Mætt".Konan sem var í afgreiðslunni sem er þá bakvið mig segir "jah ég held að þú sért nú á vitlausum stað elskan mín, þetta er fósturgreiningardeild". Ég reyni að snúa mér eftir bestu getu við og segi henni að jú jú ég sé að bíða eftir sónar. Þá sá ég að brosin á fólkinu breyttist í aumkunarsvip svona "æjæ hvað hún á bágt þessi, ekki nóg með að vera í hjólastól heldur líka ólétt". En ég komst nokkuð heil í gegnum sónarinn og allt gekk nú vel þar sem betur fer en það var auðvitað þetta ekki búið þar sem ég átti að fara í blóðprufu og þar sem hjúkkurnar voru í verkfalli þurfti ég að bíða til klukkan 1. Ekki gat ég 'skotist' heim með þungu lappirnar mínar og með hjólastólinn í eftir dragi svo á þessum 3 og hálfum tíma þurfti ég að bíða þarna á setustofunni og finna öll þau sorgmæddu augu á mér sem áttu leið hjá þegar þau sáu mig. Frá 9 til 3 var semsagt hjólastólað upp á Landspítalanum. Vika 2 í vitneskju af óléttu var semsagt mis skemmtileg en somehow tókst þó :)
Dressed to kill!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.