Klósettferðir og beinbrot!
16.7.2015 | 16:27
Apríl 20015 og ég var 97% viss um að ég var ólétt eftir öll þessi pissupróf sem ég tók og einlægnar sannfæringar frá apótekardömunni. Ég var nú ekki viss hvað skyldi gera næst enda er ég frekar illa upplýst um börn og meðgöngur á þeim og þar af leiðandi var ég mjög týnd. Ég fékk þá snjöllu hugmynd að hringja til læknis í miðju verkfalli og var það þannig að ég fékk engan tíma en fékk jú símatíma við læknirinn minn 10 dögum seinna. Himinlifandi sagði ég henni að ég héldi og mjög líklega væri ég ólétt, hún óskar mér glaðlega til hamingju en segir mér að ég væri á röngum stað og eigi að tala við ljósmóður. þetta tók allt sinn tíma og ráðlegg ég fólki að vera ekkert að vesenast í því að verða óléttur í miðju verkfalli.
Ljósmóðirin hringir í mig, eldri kona og alveg svona pollróleg minnstakosti til að byrja með. Hún fer að spyrja mig já svo þú ert ólétt? Ég svara henni með fullan vara á mér að ég héldi það nú, minnstakosti voru 2 frekar "sterkar línur" á öllum prófum sem ég hefði tekið og að daman í apótekinu var alveg full viss um það. (og ekki lýgur hún) Aftur fæ ég þá skemmtilegu Alzheimer spurningu um hvenær síðustu blæðingar voru, jah ef ég bara vissi en gaf henni svar til að gleðja hana að það gæti verið svona sirka Desmber. Henni var greinilega smá brugðið og sagði; "en það eru 4 mánuðir síðan". Jú jú mikið rétt en þar sem þetta var bara svona létt ágiskun hjá mér gæti það verið fyrr eða jafnvel seinna. Og svo kom spurningaflóðið: hefuru verið að taka vítamín? nei nei en drekk ágætlega mikið af appelsínudjús ef það hjálpar eitthvað. Hvílirðu þig reglulega? Alveg á nóttunni. Borðaru hollt? Kemur fyrir. Notaru dóp? Er hún að gera grín að mér? Ertu búin að vera veik? jú jú nokkrar æluflensur sem ég hélt að væri bara tilfallandi.
Ef maður hefur ekki hugmynd um að maður sé óléttur er maður væntalega ekki að lifa eins og ólétt kona því ekki er það neitt sérstaklega öfundsvert svo mikið veit ég núna! Ekki eins og það sé eitthvað á forgangslista hjá manni að sniðganga túnfisk, hrátt grænmeti, skelfisk, mayones, hnetur, lauk, melónu og bjór bara svona til gamans og til að bæta á það taka D vítamín bara svona incase.
En svo kom ljósmóðirin sterklega á óvart og kom mér að í miðju verkfalli í forgang til að fara í sónar og var ekki nema 5 daga bið, mér leið nánast eins og Royalty, bara speed treatment á landspítalanum og ekkert minna en það.
En hamingjan og konungslíðan stóð ekki lengi yfir því þetta gat bara verið svona auðvelt og smooth, þá kom það !boom! í öllum þessum óléttupælingum, pissuprófum í fleirtölu, uppköstum og pulsuáti þá mundi ég allt í einu að það var fótaaðgerð á planinu aðeins 2 dögum fyrir sónarinn. Úff annað skemmtilegt samtal við lækni að reyna að útskýra eitthvað sem ég hafði lítinn sem engan skilning á. Ég anda djúpt og hringi í skurðlækninn minn því það bara gat ekki mögulega verið verra en símtalið við ljósmóðurina en samtalið fór einhvernveginn á þennan hátt;
"Hæ, ég hérna er að fara í aðgerð hjá þér eftir 2 daga en var að komast að því að ég er alveg mjög líklega ólétt" hann svara mér "Ertu hvað???" gat ekki byrjað verr eða heimskulegra þar sem óléttan kikkaði stundum inn var ég að spá að skella bara á hann og láta sem þetta samtal hafi ekki átt sér stað. Læknirinn fór í smá rannsóknar vinnu og reynir svo að hughreysta mig og segir að þessi aðgerð hefur víst verið gerð á óléttum konum í örðrum löndum bara ekki hér(enda þarf að deyfa mann, tekið af 2 beinum og skrúfa sett í báðar lappir, og þarf maður að vera hálf klikkaður að gera þetta án verkjalyfja). En er ekki alltaf gott að vera svona hálfgert prufudýr einhver þarf alltaf að vera sá fyrsti.
Læknirinn spurði mig mjög oft hvort ég væri viss hvort ég vildi fara í gegnum þetta á mun minni deyfingu en er gert vanalega og án sterkja verkjalyfja eftir aðgerðina. Ég hugsaði með mér, jah aðgerðin er í 2 tíma smá skrúfur og beinbrot og svo voila ég verð eins og NÝ. Alltaf mjög stutt í kæruleysið í mér svo ég vildi slá 2 flugur í einu höggi, bilaðar lappir + ólétta tekin á einu bretti. Góð hugmynd? NEI ég get alveg sagt með fullvissu það var ekkert smá eitt né neitt við þetta, dramatískt tár lak niður kinnarnar á meðan aðgerðinni stóð yfir enda fann ég vel fyrir meintum beinbrotum og skrúfum en það var nú ekki einu sinni aðal vandamálið ég var ekki alveg búin að hugsa þetta til enda. Gæti nú verið í lagi að finna smá fyrir aðgerðinni en eftir á? ég var ekki alveg búin að hugsa hvernig ég kæmist á brottnum löppum (báðum) með spelkur og vafninga eins og box-lappir að æla um nóttina. Þeirri ferð gleymi ég nú seint þar sem það fól í sér að kærastinn minn (þessi heppni) var vakinn upp með háværum veinum, handabendingum og ælulegum kinnum. Hann þurfti sesmagt að hjálpa mér í rúllustól, rúlla mér inn á bað, planta mér svo við hliðana á klósettinu og setja púða undir blessaðar fæturnar brotnu.
Ef þessi ferð hafi bara verið sú eina þessa nótt hefði þetta verið aðeins skemmtilegra fyrir alla aðila.
Fyrsta vikan eftir meint grátkast við pulsumisskilningi byrjaði ekkert alltof vel. Svona var fyrsta óléttu vikan mín sem reynist nú samt vera sú þrettánda meðgönguvikan.
Athugasemdir
Skemmtileg frásögn hjá þér -- af óvenjulegri lífsreynslu!
Gangi ykkur vel.
Jón Valur Jensson, 16.7.2015 kl. 17:13
Hehehehe elsku snúllan! Svo fáum við vonandi Mc sögu um meinta gönguferð þess heppna um háskastræti við Miðjarðarhafið
www.zordis.com, 17.7.2015 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.