Ást við fyrstu sín á Milano
22.9.2014 | 02:07
Sexy Sexy Milano! Oh hvað ég er ánæð með sýningarnar sem ég var að sjá um helgina minnir helst á eitt stórt fallegt málverk.
Ég semsagt vaknaði ofurhress í morgun leið eins og súper-woman planaði daginn rétt aðeins í hausnum á mér.. byrjaði auðvitað að skella mér í joga buxurnar sem eru orðnar jah Aðeins of þröngar svona fyrir minn smekk en hugsaði með mér jah þetta breytist nú bara eftir 3 tíma þegar ég er búin að hamast í ræktinni og fara í gufu þar sem það er svo afskaplega gott fyrir blessaða detoxinn. Skellti mér svo í frekar afmáðann og hnökraðann stuttermabol frá sirka 1998 (tími ekki að eyða í íþróttaföt því þar kemur út allur sparnaðurinn minn - og hvílík praktík). Labba út og það er þessi notarlega (inniveðurs) haust rigning svo ég hugsa með mér ég keyri bara út í rækt (þarf samt að taka það fram að hún er alveg 300 metra í burtu!). Ákvað þar sem ég var svo súper cool og flott í ræktarfötunum að skutlast fyrst í búðina fyrir meinta súpugerð um kvöldið. Ok til að gera þessa allt of löngu sögu styttri fór ég beinustu leið heim undir teppi eftir meinta búðarferð og pantaði mér pizzu og kók svo ég ætla bara að kenna ljótum íþróttafötum og veðri algjörlega um þennan misskilning sem átti sér stað á dagsplaninu! Svo hugsaði ég; verður pottétt betra veður á morgun þá byrja ég bara aftur í 5 sinn..... ennnn enþá held ég samt í vonina og er bara nokkuð bjartsýn:) Segi bless við detoxinn í dag og hæ við nýjum jógabuxum!
En aftur að tískunni... hér er brot af því besta frá Milano, eh líka eftir 7 ára búsetu þar er bara allt svo miklu betra sem er ítalskt :) <3 Mikil ást á þetta:
Just Cavalli
Dolce & Gabbana
Marni
Salvatore Ferragamo
Blumarine
Versace
Emilio Pucci
Einnig svona á meðan ég man þá eru sýningarnar frá Dolce and Gabbana og Versace stórskemmtilegar fyrir augun, litagleði og já í allastaði æðislegar. Hægt væri að setja endalaust af myndum þar sem sýningarnar eru frábærar þetta árið en ég verð að stoppa mig af :)
Ansy litli wannabe jóga-álfur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.