Tíska í neikvæðu formi
13.9.2014 | 13:52
Þetter er orðið svona skemmtilegt munstur hjá mér... ég skrifa reglulega svo bara gleymi ég mér í svona nokkra mánuði til ár og svo man ég að ég hef verið að skrifa, oh ef bara fleiri gætu upplifað minn dásemdis haus.
Jæja en ég fékk spark í rassinn núna því mitt season er loksins byrjað svo það er popp, kók og tískusýningar.
Er búin að vera svo lengi í neikvæðiskasti því tískan í dag er einfaldlega bara ljót og leiðinleg. Virðist vera því minna efni því betra en ætti að vera öfugt þar sem maður ætti að vera að borga efniskostnað en hvað um það. Maður getur þá einfaldlega setið bara á facebook og lesið allar greinar um;
10 bestu hlutir til að gera húðina yngri
5 ráð til að gera maska fyrir hárið nánast til að það breyti um lit það á eftir að glansa svo.
101 leiðir til að sofa betur, lengur, fastar, og þurfa bara ekki að eiga rúm þú átt eftir að sofa svo vel
11 ástæður afhverju yoga bjargar bara öllum heimsins vandamálum
Jahh hef ekki enþá farið í þann pakka að lesa öll þessi ráð enda ef þetta væri allt svona auðvelt afhverju gerði maður ekki allt bara sjálfur í eldhúsinu.. Vippa einum banana maska með smá mintu og bara spara og sleppa öllum kremum. Bræða smá vaxliti í vaselin og aldrei þurfa að kaupa varalit aftur.. Held ég þá að maður splæsir nú bara í eins og eitt anlitskrem og gloss og jú hárnæringu og spara sér tímann að lesa öll þessi frábæru ráð sem maður getur víst ekki lifað án.
En svona fyrst ég er byrjuð á að vera neikvæð og bitur um þessa lista og má ég ekki byrja að huga alla þessa blessuðu megrunarkúra þá get ég ekki skilið þessar skriftir eða umræður. Allt svona lagað er einstaklingsbundið og þá er erfitt að lesa 10 alþjóðlegar ástæður afhverju maður getur litið út eins og Kate Moss bara á einum degi og er það bara ekkert mál.
En jú aftur að tískunni það er nú mitt áhuga og vinnu svið því ekki er ég neinn beauty sérfræðingur, en ég er semsagt byrjuð á fullu í að lesa og skoða um sýningarnar í ár og byrja þær nú afar rólega. Hef eins og er ekkert séð neitt Mindblowing en öll stóru merkin eiga eftir að koma og einnig hef ég aldrei verið neinn stórkostlegur aðdáandi af New York sýningunum.
Hér er brot af því hvað er komið
Sibling
Hver dæmir svosem fyrir sig en minnir mig helst á frekar misheppnaðan músarbúning. Ætla að hætta að skrifa og fara að beina þessari jákvæðni minni á annan veg eins og að öskra kannski á börnin hérna fyrir utan.
Glaða Ansy
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.