Og þá varð það Detox!
13.9.2013 | 14:05
Ég er ákaflega áhrifagjörn manneskja og má segja að ég prófi allt sem að nær að snerta áhugann minn. Það var nú þannig að ég er búin að heyra mikið um áhrif á Detox og alla þessa heilsukúra sem eru í gangi en ég er því miður þannig að sjálfstjórnin mín er mjög lítil. Ef ég færi í lág kolvetniskúr þá mundi heilinn á mér bara ósjálfrátt kalla á kartöflur og bjór. Svo það er allt eða ekkert svo ég ákvað að prófa Detox en ég meina hvað er það að borða ekki í nokkra daga, jah ég skal segja ykkur það að það er bara alls ekkert eins auðvelt og það hljómar.
Já fyrsti dagurinn gekk svona sæmilega með 10 te bollum, sirca 5 lítra af vatni, súpu of einu boosti...
Er á degi númer 2 og það má segja að hugurinn minn sé kominn á það stig að mér langar fátt meira en að borða te-pokann sem er í te-inu mínu. Núna ætla ég að hætta að dæma fólk sem eru í einhverskonar "kúrum" því þetta er ekkert auðvelt, segi ég með fullri staðfestingu því er með útnöguð handabök.
Ætla nú alveg að sjá til með hvort ég mæli með þessum kúr, að minnstakosti er ég mjög svöng en ég las mér til um það að ég ætti að vera með alveg einstaklega hrein nýru núna, semsagt falleg líffæri í dag!
Jæja farin að drekka sítrónu-vatn og te í eftirmat!
Athugasemdir
Æi elskan mín ertu að borða handarbökin þín? Hvernig smakkast þau og já það er alveg næring í tepokum...lífrænn pappír í þeim og allt.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 13.9.2013 kl. 14:08
hehe já tepokinn var fínn smá næring :p
Ansy Björg, 13.9.2013 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.