Færsluflokkur: Ferðalög

Er þetta þín eða mín jarðaför?

Það er lítill bær á lítilli eyju sem er staðsett á milli frakklands og ítalíu, Sardegnía og heitir þessi litli bær Sarroch. Ef við hoppum til baka árið 1930 á Reyðarfjörð þá ertu komin með ágætis hugmynd um hvernig þessi bær virkar. Það eru 3.200 manns sem búa þar og 2 af þeim eru tengdarforeldrar mínir og auðvitað öll fjölskylda mannsins míns, fyrir utan einn sem varð svo djarfur að fá sér vinnu í Róm sem er alveg 40 min flug frá eyjunni(sama land tæknilega séð en hvað um það). 

Þrátt fyrir fjöldann sem búa þarna þá þekkjast nánir allir alla því það hefur alltaf verið sama fólkið þarna og einnig er fólkið þarna einstaklega forvitið að þegar eitthvað gerist eins og t.d. þegar maðurinn minn kemur í heimsókn í bæinn sinn má sjá mörg andlit gæjast á hliðið á húsinu. 

Við eyðum þó nokkrum tíma á þessari eyju á hverju ári og einnig eyðum við miklum tíma með tengdaforeldrum mínum. Þau eru alveg einstök hvor í sínu lagi en málið var í sumar þá dó ein vinkona tengdamóður minnar sem var alveg orðin 78 ára og búin að vera veik ansi lengi en jarðaför á ítalíu er bara nokkrum dögum eftir að manneskjan deyr og var tengdamamma nokkuð viss um að hún ætti að vera á laugardeginum. Tengdó vildi samt ekki spurja nákvæmlega hvenær jarðaförin var enda fréttist allt bara á spjalli við grænmetissölu manninn eða við fólkið í súpermarkaðnum. Á föstudeginum kemur tengarpabbi hinsvegar hlaupandi inn um dyrnar gargandi að jarðaförin sé að byrja því hann sá fólk labba með kistu inn í kirkjuna og hann þekkti fólk sem var að labba inn, það er alltaf vitað í þessum bæ hvenær fólk deyr og hvaða jarðafarir eru í gangi eins mikil skemmtun og það er.

Kallinn sem er kominn vel yfir sjötugt tók sturtu á sirka 2 min, komin í kristinlegu kirkjufötin sín (polo bol, svartar stuttubuxur og sólgleraugu) þaut af stað í jarðaförina en því miður var tengdarmamma ekki eins fljót á sér eins og sagði hún að hún færi sko ekki í jarðaför í bænum ómáluð... Hann fer í jarðaförina fyrir hönd fjölskyldunar, sest á bekk framlega þar sem hann er einnig góður vinur eiginmanns konunar sem dó en hann fattar í miðri jarðaför þegar presturinn var að tala um þennan látna að þetta var bara alls ekki rétt jarðaför. Hann sat í vitlausri jarðaför!!! Hann kannaðst jú við suma þarna en manneskjan sem var í kistunni þekkti hann alls ekki neitt. Hann sat jú alla 2 tímana sem jarðaförin var en var svo snöggur að forða sér út. Næsta dag fór hann semagt með tengdó í réttu jarðaför og enn og aftur kirkju klæddur.

Eftir allt þetta þá fóru þau að spyrjast fyrir um en þá var jarðaförin á föstudeginum hjá einum manni sem var úr næsta bæ við hliðin á en kirkjan þar var bara upptekin. 

Jah allt getur gerst segi ég bara

 


Litla gjöfin mín sem baðar út höndum

Nú heldur ferðalaginu okkar áfram hjá mér og syni mínum Domenic og finn ég það á mér að þessi 2 ár séu alveg að fara að skila sér eftir að að ég er búin að berjast gegn öllum sem sögðu að ég væri að gera "meira mál" úr því hvernig Domenic væri og hegðaði sér. 

Það var fyrst þegar hann var 10 mánaða að ég fór að taka eftir þessu smáu hlutum sem voru einkennilegir eða ég var viss um að ekki öll börn hegðuðu sér sem slík. Það voru reyndar ekkert mörg "tikk" sem hann hafði þá en svona sem maður tók eftir fyrst var að hann baðaði út höndunum þegar hann var spenntur og að fá hann til að sofa og halda sér sofandi var alveg hálfs dags prógram. Þegar við bjuggum í Slóvakíu þá var hann bara ungabarn, við Andrea maðurinn minn skiptumst á að elda á kvöldin en hinn aðilinn setti sig í göngu stellingar og þrammaði fram og til baka með kerruna yfir alla hurðakanta til að róa hann eða svæfa ef heppnin var með okkur. Sjaldan vorum við það heppin og var annaðhvort okkar búin að gefast upp og farið  að sofa á meðan hinn aðilinn var ennþá í kerrupúli fram eftir kvöldi og nóttu enda vorum við bæði einstaklega útkeyrðir og splæstir foreldrar.

Þegar hann varð eldri voru auðvitað fleiri atriði sem komu í ljós en eitt af því var að hann var einstaklega klár miða við sinn aldur og var hann farinn að opna hurðar með lyklum rétt um 14 mánaða og var hann búinn að læra stafróið fram og aftur á bak 18 mánaða. Hann gat einnig talið upp á 20 á 3 tungumálum og fór létt með að þylja upp öll mót (shapes) og var helst í uppáhaldi hjá honum átthyrningur og vildi hann að ég teiknaði hann oft á dag. Hann átti aftur á móti í talsverðum erfiðleikum að persónugera allt og alla eins og vita hver væri amma, hvað hann héti, hversu gamall hann væri, svara spurningum og setja saman settningar. 

Nú er hann að verða 3 ára og þrátt fyrir að hann kunni hundruði orða þá eru aðeins örfáar settningar byrjaðar að mótast hjá honum og verð ég að segja að við erum öll búin að vera með endurtekningar hér eins og lag á loopi alla daga: Hvað heitirðu, heitirðu Domenic? Hvað er þetta, er þetta epli og svo framvegis og er ég farin að halda að við séum öll að verða smá klikkaðri hér frá degi til dags. 

Eftir langa bið þá fórum við í þrosakamat á föstudaginn og var ég mjög kvíðin því þrátt fyrir gáfurnar hans Domenic er hann ekki að fara að gera neitt sem einhver segir honum að gera. Við byrjuðum á að fara og skoða fiskana sem voru þarna í búri fyrir framan skoðunarherbergið og þar sagði hann fiskur á 3 tungumálum (fish, fiskurinn og pesce) og lýsti hann vatninu á ítölsku sem auðvitað enginn skildi. Í sjálfri skoðununni átti hann að leysa ýmis verkefni sem sett voru fyrir hann, læknirinn gerði þá væntingar að hann mundi sitja í stól stilltur penn og prúður en það var sko ekki alveg að fara að gerast. Fyrsta verkefnið var að setja kubba í rétt hólf en auðvitað blossaði einhverfan upp í honum og hann raðaði kubbunum í línu á borðkanntinum og fór svo að telja kubbana á "spænsku". Ég horfði gapandi á strákinn þegar hann þuldi upp uno, dos, tres.... læknirinn segir við mig já er hann að telja á ítölsku jú þar sem faðir hans er ítali en nei spænska varð fyrir valinu í þetta sinn og veit ég ekki í veröldinni hvernig eða hvar hann lærði að telja á spænsku svo ég hafði ekkert svar. Næst átti hann að gefa dúkku að drekka en dúkkan fékk þá illu meðferð að vera grítt rétt framhjá hausnum á lækninum sem skall svo með dúnki í veggin og Domenic leit upp með fallegu brúnu augunum og sagði "úps datt"! Verkefnin gengu hver öðru verr og gerði hann eiginlega allt öfugt við það sem læknirinn bað hann um. Ég ætla samt að taka bara Pollyönnuna á þetta og þegar ég fæ niðurstöðurnar 26 september held ég að allt verði ljómandi gott því fyrir mér stendur hann sig eins og hetja. 

 Það var ein sem lýsti honum á svo fallegan hátt við mig að Domenic hefði fengi einstaka gjöf sem gerir hann að þessum fallega og sérstaka strák sem hann er og munum við takast á við allt sem kemur til okkar með bros á vör og 120% þolinmæði!

41795515_655533314847630_2363224352108838912_n

Domenic, spánn 2018

-- Ansy  

 

 


Hvert, hvað, ha!

Núna er ég komin aftur til Íslands eftir nánast stanslaust flakk síðustu 2 ár. Strákurinn minn var rétt 4 mánaða þegar ég flutti út og talar hann því nánast eingöngu ensku með smá spænsku, íslensku og ítölskuslettum hér og þar nema hann segir mjög skýrt HÆ á kínversu sem er ní háo!

Við erum búin að búa tæknilega séð í 4 löndum síðustu 2 árin og skiptist það niður á 10 mánuði í Slóvakíu, 4 mánuði í Kína, 4 mánuði á Spáni og 4 mánuði á Ítalíu svo í færri orðum erum við pró ferpatösku pakkarar og nánast skilgreinumst sem flakkarar eða "drifters" á góðri íslensku. Ekki langar  mér ekki að rifja upp hversu margar flugferðir ég hef lagt á barnið mitt eða meira kannski á mig sjáfa með Lítið barn! 

Núna er ég búin að vera 2 vikur hér heima á Íslandi og ætla ég því að halda upp á það með að skella mér til Amsterdam á morgun og sjá hvort það sé eitthvað áhugaverðara þar (færri stormar), minnsta kosti eitthvað fleira en Hollenski bjórinn og Van Gogh!

Ég ákvað upprunalega að koma til Íslands til þess eins að koma stráknum mínum inn á leikskóla svo hann mundi nú kannski læra íslenskuna og einnig svo hann fengi nú loksins að leika við einhvern annan en mömmu sína (sem er reyndar drullu skemmtileg í miklu hófi). Það virðist samt vera þrátt fyrir hversu fullkomið þetta land er og þar sem við erum auðvitað best í ÖLLU, þá er mjög margt hérna mein gallað og virkar bara alls ekki (svona miða við löndin sem ég hef búið í). Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að lýsa skoðun minni á læknisþjónustu eða heilbrigðiskerfinu í heild sinni hér. Núna eftir þriggja mánaða bið frá því að ég sótti um leikskólapláss fyrir strákinn fékk ég þau svör að mögulega, kannski, frekar líklega en samt kannski ekki fær hann pláss í september eða október . Já takk fyrir! Ég vil samt passa upp á geðheilsu sonar mína svona hans vegna og er ég því strax farin að skoða önnur lönd svo hann fái ekki nóg af mér fyrir lífstíð og það fyrir 3 ára aldurinn.

Það er nú samt fátt skemmtilegra en að pakka niður og ferðast með einn 2,5 árs... uhm!

En samt sem áður er ég farin að pakka því Amsterdam bíður! :)

-Ansy 

 

 

 


Flakk og meira flakk

Líf mitt síðustu ára hafa verið bara endalaust flakk, eftir að ég bjó í Mílanó þá hef ég reglulega farið til Sardeníu þar sem tengarfjölskyldan býr en annars hefur bara verið flakk frá Slóvakíu til Kína og núna var svo Spánn. 

Aldrei datt mér í hug að ég mundi enda sem full-time mamma á flakki því allt mitt líf snérist um tísku og vinnu áður en ég átti strákinn minn. Það kom svo þegar strákurinn okkar fæddist að mér fannst frekar mikil tímaeyðsla að hanga heima allan daginn á meðan strákurinn var svona lítill svo við bara pökkuðum saman þegar hann var 4 mánaða og fluttum með manninum mínum til Slóvakíu. 

Get mikið mælt með Slóvakíu þá sérstaklega Bratislava fyrir þá sem vilja versla ódýrt. Þar eru flott hótel sem kosta talsvert minna en annarstaðar í evrópu og einnig hefur uppvöxturinn þar verið mikill síðustu ár svo sprottið hafa upp flottar verslunarmiðstöðvar, barir og veitingahús. 

Samt fórum við reglulega yfir landamærin til Ungverjalands og varð Búdapest alltaf fyrir valinu því hún varð hjá mér svolítið uppáhalds. Þar er bærinn dásamlega fallegur, mikið af styttum, fallegur arkítektur og besta við borgina eru markaðirnir og einstaklega fallegar litlar götur út um allt. 

Ég mundi persónulega ekki flytja aftur í Slóvakíu enda var þetta ár sem við bjuggum þar alveg nóg og náði ég að sjá helling og ferðast mikið. Ég er vanari að búa í suðrinu og finnst mér ég alltaf meira komin heim þegar ég kem til ítalíu eða spánar svo ég held að leið min eigi alltaf eftir að liggja þangað.

Þarf að koma ferðinni til kína niður á blað en þar sem það var svo margt nýtt, öðruvísi og framandi að ég á enþá eftitt meða að ná huganum utanum það. 

- ansy 


Að ferðast með 6 mánaða næstum meter!

Ég geri allt á eiturhraða,kærastinn minn var svo elskulegur og bað mìn ì byrjun febrùar svo við ákváðum að halda brúðkaupið okkar á Sardeníu 1.jùni næstkomandi. Ekkert mikið að pæla í tíma eða stað bara að klára þetta af sem fyrst. Jú bara 3 og hálfur mánuður til að plana allt brúðkaupið en hversu erfitt er það að plana smá partý?! Nr. 1 kjóllinn auðvitað sem fyrir mér var nokkuð auðvelt, svo bara hin smáatriðin eins og staður, blómadót og annað dútlerý!

Ég var búin að steingleyma að Sardenía er ekkert mikið netvænt og hafa fæstir heyrt orðið google hvað þá að vera með heimasíðu það er eitthvað svo framandi í þeirra eyrum, en það gerði allt "dútlerýið" talsvert erfiðara. Að reyna að útskýra blómategundir í gegnum sìma á ítölsku reyndist bara vera einu númeri of flókið fyrir mig þar sem ég vissi ekki einu sinni heitin á þeim á íslensku. Skyndiákvörðun var tekin að skella sèr til Sardeníu og skoða blessuðu blómin,andlit við blóm "face to face". Kærastinn svo mikill ítali stundum byrjaði með ferðalista nokkrum vikum fyrir brottför og var hann allur stressaður að fljúga með "litla" 6 mánaða gamlan "allt of stóra" (lesist 10kg) strákinn okkar sem èg bara botnaði ekkert ì. Ég var mjög chilluð þar sem við máttum vera með kerruna hans alveg að hliðinu, svo væri hún bara tekin af starfsfólkinu svo ég botnaði all ekkert í þessu stressi. Ég játa mig sigraða því: Bugun!

Ferðin byrjar svona: Strákurinn er vakinn klukkan 4 um nótt og hann svona frekar pirraður við þessa svefnröskun svo hann ákvað bara að pirra foreldra sína og vera bara ALVAKANDI. 

Komum á flugvöllin og allt gekk eins og í sögu, check in gekk vel, vorum tímaleg svo náðum morgunmat og allt eins og blómið eina með kerruna alveg að hliðinu en engin varaði mig við þar!! Fugferðin til London var jú mjög svefnlaus annað en strákurinn tók heilar 20 min. lúr og þar sem hann er rétt tæpur metri gaf hann ekki foreldrunum neitt of mikið pláss í sætunum svo á milliþess að vera kramin í sætunum vorum við á röltinu með 10kg böndulinn okkar. 

Svo byrjaði stemmingin, flugfreyjan kom til mín og sagði Brosandi (he*** kvikyndið) að kerran biði bara við bandið þar sem töskurnar okkar voru, jújú takk fyrir þær fréttir sagði ég enda vissi ég ekki betur en að taka þeim fréttm góðlátlega. Við tók í London svona 2 km langur gangur og þar með 2 stigar, með 10 kg barn framan á mér og handfarangurstösku í eftirdragi. Ég orðin vel sveitt með smá gubb framan á mér þar sem hann tók smá gubbusession á leiðinni enda frekar langt hoss á svona löngu labbi. Þá blasti við svona kílómetra löng röð í passa tékk, mér var hugsað til flugfreyjunnar og gaf henni á kjaftinn í huganum á þessum tímapunkti. Um 25 minutum síðar og barnið mitt orðinn vel æst og byrjaður að hjóla eins og geðsjúklingur með löppunum tók við önnur ganga um kílómeter og þar blasti svo loksins við blessaða kerran sem ég hefði bara betur skilið eftir heima. 

Í London var svo 7 tíma bið og hann Domenic minn í fullu fjöri ennþá, og á öðrum tímanum þar var hann búinn með alla mjólkina. Þá hófst leitin að mjólk handa barninu sem var alveg orðinn súper pirraður og mátti ég ekki einu sinni líta á hann án þess að hann kvæsti. Fundum svo jú loksins mjólk, hann svona aðeins sáttari en ekkert á því að sofa né ekkert á því að vilja vera í blessuðu kerrunni enda orðin svo góður vanur að hann var bara sáttur með að láta halda á sér og hossast um allt! Næsta flug sem við áttum var með easyjet og fer ég ekki nánar útí hvað plássið var lítið með hann í fangi þar sem flugvélin var full. Strákurinn auðvitað ekkert búinn að sofa nema þessar 20 min á 9 klukkutimum, hann var með vel víruð augu og stjarfur af þreytu en alveg neitaði að sofa meira segja á tímapunkti er ég nokkuð viss að hann hafi hætt að blikka augunum. Eftir 11 tíma ferðalag lentum við á Sardeníu, ég og kærastinn minn ennþá saman sem kom mér kanski mest á óvart. Ég var á þessum tímapunkti hætt að finna fyrir höndunum á mér og kærastinn keðjureykjandi með titrandi hendur af þreytu fyrir utan flugvöllinn á Sardeníu.

En þetta tókst! Krakkinn sofnaði svo í bílnum á leiðinni á hótelið og svaf næstu 12 tímana, ég fékk mér rauðvín til að gleyma fyrripart dags og kærastinn varð eftir úti að klára sígarettupakkan sinn.

Að ferðast með stæl með einn 6 mánaða er vissulega erfitt!

Þreytta mamman.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband