Færsluflokkur: Bloggar
Sexy; trend 2015
23.9.2014 | 16:28
Þá er það bara að bíða eftir sýningum frá París svo er búin að vera að setja niður í flokka hvað eru mest sjáanleg trend fyrir næsta sumar. Það sem lang flestar sýningarnar hafa sameiginlegt þetta árið er að hafa einhver gegnsæ efni, síðakjóla, eitthvað grænt eða appelsínugult og einnig mikið af blóma munstri.
Einnig sem hefur komið helst á óvart að það var nánast undantekningarlaust svartar flíkur, svart/hvítar og einnig kápur en það er eitthvað sem oftast minna af á sumarsýningunum.
Hér er einmitt það sem mér fannst helst það áhugaverðasta en mikið um gegnsæ efni hafa verið á sýningunum í öllum litum;
Giorgio Armani
Burberry
Blumarine
Thomas tait
Top shop unique
Tom Ford
David Coma
- Ansy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ást við fyrstu sín á Milano
22.9.2014 | 02:07
Sexy Sexy Milano! Oh hvað ég er ánæð með sýningarnar sem ég var að sjá um helgina minnir helst á eitt stórt fallegt málverk.
Ég semsagt vaknaði ofurhress í morgun leið eins og súper-woman planaði daginn rétt aðeins í hausnum á mér.. byrjaði auðvitað að skella mér í joga buxurnar sem eru orðnar jah Aðeins of þröngar svona fyrir minn smekk en hugsaði með mér jah þetta breytist nú bara eftir 3 tíma þegar ég er búin að hamast í ræktinni og fara í gufu þar sem það er svo afskaplega gott fyrir blessaða detoxinn. Skellti mér svo í frekar afmáðann og hnökraðann stuttermabol frá sirka 1998 (tími ekki að eyða í íþróttaföt því þar kemur út allur sparnaðurinn minn - og hvílík praktík). Labba út og það er þessi notarlega (inniveðurs) haust rigning svo ég hugsa með mér ég keyri bara út í rækt (þarf samt að taka það fram að hún er alveg 300 metra í burtu!). Ákvað þar sem ég var svo súper cool og flott í ræktarfötunum að skutlast fyrst í búðina fyrir meinta súpugerð um kvöldið. Ok til að gera þessa allt of löngu sögu styttri fór ég beinustu leið heim undir teppi eftir meinta búðarferð og pantaði mér pizzu og kók svo ég ætla bara að kenna ljótum íþróttafötum og veðri algjörlega um þennan misskilning sem átti sér stað á dagsplaninu! Svo hugsaði ég; verður pottétt betra veður á morgun þá byrja ég bara aftur í 5 sinn..... ennnn enþá held ég samt í vonina og er bara nokkuð bjartsýn:) Segi bless við detoxinn í dag og hæ við nýjum jógabuxum!
En aftur að tískunni... hér er brot af því besta frá Milano, eh líka eftir 7 ára búsetu þar er bara allt svo miklu betra sem er ítalskt :) <3 Mikil ást á þetta:
Just Cavalli
Dolce & Gabbana
Marni
Salvatore Ferragamo
Blumarine
Versace
Emilio Pucci
Einnig svona á meðan ég man þá eru sýningarnar frá Dolce and Gabbana og Versace stórskemmtilegar fyrir augun, litagleði og já í allastaði æðislegar. Hægt væri að setja endalaust af myndum þar sem sýningarnar eru frábærar þetta árið en ég verð að stoppa mig af :)
Ansy litli wannabe jóga-álfur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíska í neikvæðu formi
13.9.2014 | 13:52
Þetter er orðið svona skemmtilegt munstur hjá mér... ég skrifa reglulega svo bara gleymi ég mér í svona nokkra mánuði til ár og svo man ég að ég hef verið að skrifa, oh ef bara fleiri gætu upplifað minn dásemdis haus.
Jæja en ég fékk spark í rassinn núna því mitt season er loksins byrjað svo það er popp, kók og tískusýningar.
Er búin að vera svo lengi í neikvæðiskasti því tískan í dag er einfaldlega bara ljót og leiðinleg. Virðist vera því minna efni því betra en ætti að vera öfugt þar sem maður ætti að vera að borga efniskostnað en hvað um það. Maður getur þá einfaldlega setið bara á facebook og lesið allar greinar um;
10 bestu hlutir til að gera húðina yngri
5 ráð til að gera maska fyrir hárið nánast til að það breyti um lit það á eftir að glansa svo.
101 leiðir til að sofa betur, lengur, fastar, og þurfa bara ekki að eiga rúm þú átt eftir að sofa svo vel
11 ástæður afhverju yoga bjargar bara öllum heimsins vandamálum
Jahh hef ekki enþá farið í þann pakka að lesa öll þessi ráð enda ef þetta væri allt svona auðvelt afhverju gerði maður ekki allt bara sjálfur í eldhúsinu.. Vippa einum banana maska með smá mintu og bara spara og sleppa öllum kremum. Bræða smá vaxliti í vaselin og aldrei þurfa að kaupa varalit aftur.. Held ég þá að maður splæsir nú bara í eins og eitt anlitskrem og gloss og jú hárnæringu og spara sér tímann að lesa öll þessi frábæru ráð sem maður getur víst ekki lifað án.
En svona fyrst ég er byrjuð á að vera neikvæð og bitur um þessa lista og má ég ekki byrja að huga alla þessa blessuðu megrunarkúra þá get ég ekki skilið þessar skriftir eða umræður. Allt svona lagað er einstaklingsbundið og þá er erfitt að lesa 10 alþjóðlegar ástæður afhverju maður getur litið út eins og Kate Moss bara á einum degi og er það bara ekkert mál.
En jú aftur að tískunni það er nú mitt áhuga og vinnu svið því ekki er ég neinn beauty sérfræðingur, en ég er semsagt byrjuð á fullu í að lesa og skoða um sýningarnar í ár og byrja þær nú afar rólega. Hef eins og er ekkert séð neitt Mindblowing en öll stóru merkin eiga eftir að koma og einnig hef ég aldrei verið neinn stórkostlegur aðdáandi af New York sýningunum.
Hér er brot af því hvað er komið
Sibling
Hver dæmir svosem fyrir sig en minnir mig helst á frekar misheppnaðan músarbúning. Ætla að hætta að skrifa og fara að beina þessari jákvæðni minni á annan veg eins og að öskra kannski á börnin hérna fyrir utan.
Glaða Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.. skó tískan og skó unnendur!
29.10.2013 | 14:49
Oh það er svo gott og gaman að skoða sumarskó-tísku, þá er það season fyrir háa hæla og opna skó. Ég veit svosem ekki hvort það séu margir "out there" sem eru eins og ég en ég get skoðað skó klukkutímunum saman, verð alveg dáleidd af litunum og lögun ( ég er auðvitað smá nut-bag þegar kemur að fötum og tísku)
Reyndar er ég búin að vera að browsa mikið um skótísku næsta sumar og verð að segja því miður er mikið um pinnahæla, sem eru alveg minn mesti óvinur þar sem ég á það til að brjóta þá eða einfaldlega bara skemma þar sem ég er svo mikið fyrir að dansa og vera með smá brussu-gang en maður lætur sig nú hafa allt. Ef svo illa vill til að hælar brotni þá er bara að skella skónum í band og yfir axlirnar og labba með þá eins og nýtt gæludýr.
Ég datt á nýja behind the scenes myndbandið fyrir Jimmy Choo Cruise collection 2014, en eins og margir vita þá er Jimmy Choo eitt fallegasta og virtasta skó merki í heiminum í dag.. gaman að skoða en erfiðara að kaupa slíka eign :)
Ætla að deila hér myndbandinu, þar sem auglýsingin er ekki komin út þá varð þetta fyrir valinu;
Enjoy og bara eigiði dásamlegan dag! ;)
kv Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Milano gerði mig hamingjusama í dag.
19.9.2013 | 19:27
Jæja núna er rétt tæpt 1 ár síðan ég flutti frá Milanó aftur til Íslands og voru tilfinningar mínar blendnar við ákvörðuntökuna mína. Eftir 7 ára dvöl mína þar þá finnst mér ég alveg vera orðin hálf ítölsk og það eru skringilegustu hlutir sem ég sakna þaðan. Þegar fólk hugsar til ítalíu þá kemur oft í hugann kaffi, sól, strönd, rauðvín, menning og ekki má gleyma matur... þegar ég hugsa til baka þá sakna ég mest því að það heilsa manni allir hvort sem það er afgreiðslufólkið í búðinni, konan sem ég keypti lottóið af eða barþjóninn á local barnum mínum, ég sakna þess að sitja í tram í gegnum borgina og horfa á blómin en mest sakna ég búðanna og hvernig fólk klæðist. Stílinn í Milano er svo frábrugðinn frá þessum Íslenska en ég er ekki ennþá að skilja "stílinn" sem er hér.. meira og minna allir keppast um að vera örðuvísi að þetta er eins og lífrænt ræktuð, flóamarkaðs, over-sized skrúðganga með marglitað hár - munirinn er sá ef allir vilja skera sig úr og vera örðuvísi þá hver er örðuvísi.. þá er það líklegast bara manneskjan sem er í gallabuxum og stuttermabol jah maður spyr sig!
Núna er einstaklega skemmtilegur tími að vera í Milan þegar tískusýningarnar eru í gangi, mikið af litríku fólki út um allan bæ og það er einstaklega skemmtileg að fara út að skemmta sér á tískuviku því það eru svo margar uppákomur út um allt... nú sé ég borgina í hyllingum (eftir þetta litglaða og sumarlega sumar sem við erum búin að eiga hér)
En aftur að tískunni þá komu New York og einnig London með frekar leiðinlegar sýningar.. Burberry Prorsum sem sýnd var í London var með svipuðum brag og NY, pastel litir í bláu og orange, mikið af blúndu og gegnsæju, mikið brúnt og svart. Ekkert sem ég mun hrópa húrra fyrir EN svo kom mín ástkæra Milano og sneri öllu við, vona að þið sem nennið að spá í há-tísku merki njótið jafn vel og ég gerði: hér er brot af því besta:
Fendi ss2014
Gucci
Prada
Prada
í Milano voru þeir mun litaglaðari og voru sýndir sanseraðir-kjólar, mikið grænt, blátt og hot purple, mjög mikið af allskonar printum og var gaman að sjá hjá Prada að þeir voru mikið með andlits-print. Mæli samt helst með línunni frá FENDI þar sem Karl Lagerfeld fer á kostum eins og vanalega!
Jæja nú er það bara að fá sér te og skoða detailin á sýningunum.. ég kem sjálfri mér á óvart hversu óspennandi ég get orðið :)
Detox áfram áfram - held upp á 2 vikna detox með hvítvíni og dýfi Brauði ofaní það og BORÐA.... í næstu viku :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
og eitt annað heilsublogg með Detox ívafi!
18.9.2013 | 16:49
Núna er komin vika í þessu blessaða Detoxi mínu og ég er á lífi.. Langar að deila því með ykkur svona þar sem allir virðast hafa eitthvað um málið að segja. Kannski er ég orðin meðvitaðari um hvað er að ske í kringum mig en ég er bara að sjá að það er meira en önnur hver fréttagrein um lífstíl og vandamál fólks hér á þessu blessaða litla landi ef ég er ekki að lesa um einhvern sem sigraðist á einhverju þá er ég pottþétt búin að lesa yfir mig á fólki sem hefur grennt sig, misst svona svakalega mikið af kílóum með hinum og þessum ráðum en það er ekki alveg tilgangurinn minn hér.
Ég er nú algjör snúður þegar það kemur að mataræði ég þessi týpa sem segi æi ég fór í ræktina svo ég á skilið súkkulaði og ég er líka sú sem að læðist á nóttunni bara til að ná mér í nammi eða snakka og svo maula ég það mjög hljóðlega svo örugglega enginn heyri til mín. Ég á svosem ekkert í vanda með aukakíló en ég er alveg svakalega óholl, ég DRAKK í þátíð um líter af gosi á dag og mikið af skyndibita.. Ég tók 48 tíma í alveg fljótandi, þá bara te, sítrónuvatn, hreinar súpur og var það bara ALLS ekki skemmtilegur tími skal ég segja ykkur og bara ekkert auðvelt.. ég tók sveig fram hjá pizzastöðum bara svo ég mundi ekki stelast inn.. síðan þá er ég búin að vera í hálfum detox, ég borða ekki á daginn en fæ mér kvöldmat.. ekkert hveiti, enginn sykur og ekkert KóK.
Ég ætla samt að mæla með þessu því núna er vika liðin og mér líður frábærlega, miklu meiri orka, ég sef betur, ég meira segja nenni að hreyfa mig ótilneydd! Þetta hentar væntanlega ekki öllum en þetta virkaði vel fyrir mig, svo eftir að naga upp lopann á peysunum sem ég er að prjóna og horfa á allar matarpóstanna á facebook og lifa af þá er ég bara nokkuð góð :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og þá varð það Detox!
13.9.2013 | 14:05
Ég er ákaflega áhrifagjörn manneskja og má segja að ég prófi allt sem að nær að snerta áhugann minn. Það var nú þannig að ég er búin að heyra mikið um áhrif á Detox og alla þessa heilsukúra sem eru í gangi en ég er því miður þannig að sjálfstjórnin mín er mjög lítil. Ef ég færi í lág kolvetniskúr þá mundi heilinn á mér bara ósjálfrátt kalla á kartöflur og bjór. Svo það er allt eða ekkert svo ég ákvað að prófa Detox en ég meina hvað er það að borða ekki í nokkra daga, jah ég skal segja ykkur það að það er bara alls ekkert eins auðvelt og það hljómar.
Já fyrsti dagurinn gekk svona sæmilega með 10 te bollum, sirca 5 lítra af vatni, súpu of einu boosti...
Er á degi númer 2 og það má segja að hugurinn minn sé kominn á það stig að mér langar fátt meira en að borða te-pokann sem er í te-inu mínu. Núna ætla ég að hætta að dæma fólk sem eru í einhverskonar "kúrum" því þetta er ekkert auðvelt, segi ég með fullri staðfestingu því er með útnöguð handabök.
Ætla nú alveg að sjá til með hvort ég mæli með þessum kúr, að minnstakosti er ég mjög svöng en ég las mér til um það að ég ætti að vera með alveg einstaklega hrein nýru núna, semsagt falleg líffæri í dag!
Jæja farin að drekka sítrónu-vatn og te í eftirmat!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað varð um tískuna...
12.9.2013 | 15:56
Núna er ég eins og littlu krakkarnir sem bíða spenntir á jólunum eftir að fá að opna pakkana sína, en þannig er ég nákvæmlega þegar tísku sýningarnar byrja og þá sérstaklega Vor-tískan. Fallegu kjólarnir og litirnir setja mjög glatt bros á varnirnar mínar. Nú á mínum 3 degi hitaði ég mér te aldrei slíkum vant (tek það fram að ég er í detox og mun það kannski hafa áhrif á skapsveiflurnar eða að orða það léttar pirrungurinn í mér. Ég kom mér vel fyrir í sófanum, byrjaði að rúlla yfir sýningarnar, brenndi mig á teinu og þar var dagurinn minn búinn... Hvert fór tískan?! Ég tel mig nú hafa ágætis þekkingu á tísku þar sem líf mitt, nám mitt og vinnan mín hefur snúist um þennan merkilega markað síðustur 12 árin en ég veit ekki lengur hvað skal halda. New York er eins stór vonbrigði, þetter eins og hrekkjavaka sem fór alveg úr böndunum.
Alltaf beið ég eftir því góða frá eins solid hönnuðum eins og Veru Vang sem virðist þetta árið halda að allir verða á ströndinni "Alltaf" alla daga næsta árið eða hann elskulegi Marc by Marc Jacobs hann var einn af þeim sem datt inn í diskó þemað en nóg um það ef ykkur vantar búninga hugmyndir fyrir hrekkjavökuna þetta árið þá ætla ég að gefa ykkur smá hugmyndalista, njótið;
Anna Sui
Blóma-hippa stelpan sem dó úr leiðindum af of dull pastel litum
Rodarte
80´s rebel punkarinn með smá keim af 60's diskó kögri
Ralph Lauren
Skólastelpan sem varð svo djörf að fara í leður!
Jeremy Scott
Hann er einn af þeim mörgum sem misstu sig svo "all-in" í diskóið
Marc byMarc Jacobs
Littla stúlkan í diskó pallíettu gallanum sem klæjaði svo mikið að hún kyrkti sig með leðurreim!
Betsy Johnson
Misheppnuð tilraun að vera Madonna in the 80's
Ég hef aldrei verið big fan af diskó tímabilinu en það eru nokkuð margir í ár sem greinilega fengu ekki nóg á sínum tíma eða voru of ungir og vilja einfaldlega fá þennan tíma upp aftur, svo ég er alveg einstaklega pirruð yfir sýningunum í ár.. kannski er þetta detoxið sem talar því flest þessi candy-look gera mig bara svanga.
En já til að gera glaðan dag glaðlegri þá fyrir utan diskó sprengjurnar er allt mjög litlaust sem komið er eins og hefur verið síðasta ár, þá halda áfram svart/hvítu "geomatric" printin einnig mikið af leopard printi og svo eru helstu litirnit svartir, hvítir og bláir.. Nú bind ég allar mínar vonir við Evrópu!!!
Kveð hér í bili svöng með brennda vör!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Couture sýningar fyrir vor 2013!
23.1.2013 | 18:45
Það er svo gaman að skoða Couture sýningar frá helstu/stærstu tískuhúsum heimsinns. Jafnvel þó fæst okkar munum einhverntímann eiga þá peninga til að fjarfesta í slíkri flík er alltaf gaman að skoða!
Það sem var athygglisverðasta er að mikið var um stuttklippt svart hár á pöllunum ( stílnum hennar Anne Hathaway) einning eins og svo oft með Couture er svart alltaf algengast og hvítt en einnig mátti sjá mikið af bleiku, rauðu, gull og gulu! Hér koma nokkrir kjólar frá sýningunum:
Alexis Mabille
Armani Privé
Chanel
Chanel
Elie Saab
Elie Saab
Christian Dior
Christian Dior
Jean Paul Gaultier
Jean Paul Gaultier
Ulyana Segeenko
Mæli með sýningunni frá Elie Saab hún er guðdómlega falleg!!!!
X
Ansy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vogue Japan - Julia Frauche
16.1.2013 | 12:24
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)