Er ekki skólaskylda fyrir öll börn á Íslandi?
22.4.2021 | 14:32
Það var skemmtileg sumargjöf sem við litla fjölskyldan í sóttkví fengum frá Reykjavíkurborg.
Barnið mitt sem er með miklar sérþarfir og þarfnast hann mikillar aðstoðar í daglegu líf, sem og 30 önnur börn af 38 umsækjendum sem fengu synjun um inngöngu í sérdeild fyrir börn með einhverfu.
Svarið var: Hann var að mati þeirra ekki í mestu þörf fyrir inngöngu þrátt fyrir töluverða þörf.
Er ekki einhver skekkja hér? Nú spyr ég mig hvað verður um þessi 30 börn sem þurfa á þessari aðstoð að halda?
Í gegnum árin sem ég hef barist fyrir réttindum barnsins mín hef ég nú séð að Reykjavíkurborg hefur þennan málaflokk alls ekki í forgang enda þarf maður að berjast fyrir öllu, en hver er sparnaðurinn hér?
Nú er um við að tala um börn sem mörg geta lítið tjáð sig, eru mörg hver með þroska raskanir, sum með skyntruflanir s.s. þola illa hávaða, ljós, snertingu og allt þar á milli. Einnig eiga þessi börn til að líðið mjög illa í stórum hópum og því fara þau í meltdown og það getur þýtt klukkutíma af öskri og grátköstum og þá er dagurinn ónýtur. Mörg stimma og getur það valdið truflun fyrir alla hina sem eru í bekknum.
Nú spyr ég mig ekki bara sem foreldri barns með sérþarfir heldur hvað með öll hin börnin? Hvernig gengur kennsla fyrir sig þegar það er barn sem er inn í bekk sem þarf 150% athygli og umönnun, hefur þráhyggju t.d. að kveikja og slökkva ljósin og erum við ekki að tala um 1 sinni eða 2 frekar 100 sinnum. Strákurinn minn þarf fullan stuðning en þó að því væri mætt þá er hann ekki að fara að sitja rólegur í 45 mínútur með fullum bekk að læra dönsku, þar sem hann er ekki farinn að svara einu sinni nafni.
Við foreldrar sem berjumst fyrir réttindum barnanna okkar þar sem þau lenda á endalausum biðlistum eftir þjálfun og stuðning en núna er einnig skólakerfið sem bregst áður en það byrjar. Er ekki vitað að þörfin fyrir skólagöngu þessara barna sé ábótavant þegar að 38 sækja um og 30 er hafnað?
Ég er hætt að botna í kerfinu hér, reiðin er svo mikil og er þetta bara sorglegt hvernig borgin sinnir OKKAR börnum sem búum hér og vera svo óheppin að fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að lifa og læra eins og öllum eðlilegum börnum er boðið uppá.
Hvað næst?
Ég er miður mín þar sem mitt fyrsta barn sem er að fara í skóla og hefur fengið neitun bæði í sérskóla og á sérdeild sem og auðvitað aðrar 30 fjölskyldur, og ég sé ekki að minn litli einhverfi strákur sé að fara í almennan bekk. Hvorki ætla ég að leggja það á hann, mig, kennarann og öll hin börnin sem eru í bekknum enda eiga þau sinn rétt á að læra í friði og ró. Er skólaskylda bara fyrir þá sem geta verið í skóla? Eigum við sem foreldrar barna með sérþarfir alltaf bara að brosa og kyngja óréttlætinu hafandi þurf að berjast fyrir hverju einustu hjálp fyrir börnin okkar!!!!
Kveðja
Ein mjög óhamingjusöm mamma í sóttkví með börnin á sumardaginn fyrsta!
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
þetta er svo sorglegt og að ekkert hafi breyst í þessum skólamálum á 30 árum segir mér að við séum aðeins á eftir í skólamálum.
Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2021 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.