Leikskóli, einhverfa og bugun á hæsta stigi.

Tíminn líður og eru þessir 10 mánuðir sem við erum búin að bíða eftir leikskólaplássi búnir að vera einstaklega langir að líða. En loksins kom að þessu í dag Fyrsti Leikskóladagurinn! Ég get ekki lýst fyrir ykkur hversu miklar vonir ég var búin að gera mér, hvernig strákurinn minn átti eftir að blómstra og hversu ánægður og sæll hann yrði loksins með að vera kominn á stað sem væri fullt af öðrum krökkum. 

Þetta kom eins og skellur á mig allt sem ég var búin að sjá fyrir mig og vonast eftir brotnaði eins og lítil ljósapera á fyrsta hálftímanum. Ég hef aldrei þurft að bera Domenic minn saman við önnur börn þar sem við umgöngumst ekkert mikið af barnafólki. Nú sá ég þetta mjög skýrt svart á hvítu að honum getur bara ekkert verið hennt inn í barnahóp og ætlast til af honum það sama og af öllum hinum börnunum.

Ég gaf honum morgunmat og klæddi hann í blátt þar sem núna er allt "blue" hjá honum og héldum við af stað í leiksólann. Við vorum ekkert búin að fá neitt sérstaklega miklar upplýsingar eins og hvar deildin hans væri svo við byrjuðum á því að mæta á vitlausan stað og þeir sem eru með einvherf börn skilja mig þegar ég segi að ekki er auðvelt að fara í gegnum margar hurðir og inn í mörg herbergi. Domenic á mjög erfitt að fara á nýja staði hvað þá ef ég er að draga hann svo aftur út til að fara aftur inn og já einfaldlega var þetta strax orðið OF mikið fyrir hann. 

Loksins þegar komið var á deildina varð hans eins og illa gerður hlutur, hann bara ráfaði þarna um og ég reyndi að sýna honum eitthvað dót en hann hafði auðvitað bara áhuga á dóti sem einhver annar krakki var með, sem var lest, svo hann fór beint í að taka það af honum og þá var hann skammaður. Hann hefur því miður ekkert lært að deila og hefur hann lítinn skilning á ef t.d. krakkar gráta þá verða yfirleitt viðbrögðin hans að hlæja.  Þegar við svo höfum verið 10 min á staðnum áttu allir að setjast niður og segja nöfnin sín... Jah ef þau bara vissu hvernig einhverfan virkar. Domenic sko gerði allt nema setjast niður, hann hoppaði, söng, gargaði, lagðist og velti sér í hringi. Svo kom útivera og hann var orðinn vel æstur og kominn í sinn eigin heim svo hann fór og labbaði milli allra staura og tók svo á rás fyrir framan rólu þar sem hann fékk spark í andlitið og eina sem ég fékk að heyra frá starfsmanni var að ég átti að fylgjast með honum. Ég veit ekki hvernig það á að róa mömmu einhverfs barns að ég ólétta mamman á að vera að hlaupa á eftir stráknum í aðstæðum sem hann þekkir alls ekki og ég venjulega forðast eins og heitan eldinn hans vegna og svo á ég að skilja hann eftir hjá þeim eftir 3 daga!!! 

Ég fór að gráta, hórmónarnir alveg á fullu swingi og einhverfan á fullu blossi í stráknum að ég tók hann og fór heim með hann, alveg buguð á sálinni.Ég sem var búin að hlakka svo mikið til að hann færi á leiksóla, þá er afskaplega erfitt að eiga svona fyrsta dag þar sem ég og hann erum alveg búin á því.

Núna 2 tímum seinna sit ég ennþá í grenjukasti sem ég kem mér ekki út úr en litli elsku Domenic er loksins kominn í ró með sitt uppáhalds teppi og hlustar á og syngur með"Syndir feðrana" hans Bubba á fullu blasti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel elsku Ansy, sonur þinn er einstaklega heppinn með mömmu :*

Asgerdur Ragna (IP-tala skráð) 18.9.2018 kl. 12:44

2 Smámynd: Ansy Björg

Takk <3 <3 

Ansy Björg, 18.9.2018 kl. 20:39

3 Smámynd: www.zordis.com

Þessi dagur hefur verið hreint út sagt hræðilegur!  Bíða í allan þennan tíma, passa sig að gera allt rétt og koma svo að kerfi sem er gegnsósa.  Ég er alveg búin að hugsa mitt, spyrja sjálfa mig hvernig tökum við á móti nýjum einstaklingum sem þurfa á fagaðilum að halda.  Já maður spyr sig????  Elsku Domenic gengur vonandi betur á morgun, fær að hitta sinn sérlega stuðningsaðila svo það sé hægt að taka aðlögun smátt og smátt.  Nokkuð ljóst að aðlögun í 3 daga segir ekki mikið.  Í þá gömlu góðu daga þá minnir mig að aðlögun hafi varað lengur en bara þrjá daga!  Gangi ykkur vel með allt <3 

www.zordis.com, 18.9.2018 kl. 23:13

4 Smámynd: Ansy Björg

Takk elsku besta, já þetta er alveg fáránlegt því það er svo auðvelt að bugast bara niður og gefast upp því þetta er alveg nógu erfitt ÞÓ allt gangi vel!!! 

Ansy Björg, 19.9.2018 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband