Sérstaka litla manneskjan mín
4.9.2018 | 09:21
Það var fyrir ári síðan núna þegar ég tók þá ákvörðun að flytja til Kína þar sem maðurinn minn Andrea (litli ítalinn minn) var að vinna. Öllu sumrinu hafði ég meira en minna eytt hjá öllum mögulegum læknum því þeir vildu finna út afhverju Domenic minn svæfi svona illa. Það var margsinnis skoðað í eyrun á honum, tekið blóð, skoðað í hálsinn, heyrnin athuguð því auðvitað var þessi fullkomni strákur ekkert einhverfur. Ég horfði upp á son minn þjást aftur og aftur eins og lítið tilraunadýr og var það orðið þannig að þegar við komum inn á læknastofu trylltist hann, og þá fyrst byrjaði hann að slá mig og sig. Ég fékk nóg að horfa upp á þetta, ég ákvað bara að taka málin í mínar hendur því fannst það betri kostur þar sem enginn var hvort eð er að hlusta á mig hér heima svo við lögðum af stað til Shanghai.
Ferðalagið tók okkur 21 klukkutíma og var móðir mín í för með mér í þetta sinn sem gerði allt mun auðveldara en hann Domenic var sem svo oft áður eins og draumur alla ferðina enda kannski orðinn vanur því hann var þegar búinn að fara í yfir 15 flugferðir. Domenic var að verða 2 ára þarna og var aðeins byrjaður að segja 5 eða 6 orð. Á þessum tíma eyddi ég öllum kvöldum fyrir svefn að lesa rannsóknir, fyrirlestra, reynslusögur og bara allt efni sem ég komst yfir um ASD ( Autism Spectrum disorder). Ég var búinn að sjá honum hraka mikið bæði í tali og hann varð meir og meir út af fyrir sig og eiginlega bara inní sér. Eftir að lesa um ASD ákvað ég að prófa mig áfram og bæði breytti ég mataræðinu hans og tók út allt lactose og einnig setti ég "ALLT" í mynd og hljóðform. Ekki er auðvelt að kenna einhverfu barni að tala eða að minnstkosti var þetta mikil vinna fyrir mig og okkur fjölskylduna. Endalausar endurtekningar, endalaust að syngja hlutina, benda á allt allstaðar og segja orðin og var þetta allt gert á 3 tungumálum. Ég var fari að standa mig að því þegar ég var meira að segja ein að þylja upp allt í kringum mig; hér er bílinn, þetta eru lyklar, hér er sími... svo fattaði ég að ég var ein. Einnig tjáði hann sig ekki neitt (sem er týpiskt fyrir einhverfa einstaklinga) svo alltaf þegar hann grét þá vissi ég ekkert hvað var að og er það svo sárt að vera svona hjálparlaus því það gat verið allt frá því að honum liði eitthvað illa, svangur eða vildi ná í eitthvað og ég þurfti að giska á allt og tók það tíma meðan hann grét þessum fallegu litlu tárum sem spíttust út um allt.
Litlir sigrar geta verið einstaklega stórir í svona málum, á stuttum 13 vikum í Kína þá fór litla barnið mitt úr að geta sagt 6 orð í að geta sagt yfir 500 orð og gat ég ekki verið stoltari af litla manninum mínum. Því það er svo skrítið fyrst þegar ég heyrði orðið einhverfur panikkaði ég svo mikið og sá ég fyrir mér bara barn sem sagði ekkert, mundi aldrei eignast vini og ætti aldrei eftir að lifa eðlilegu lífi. Þarna var ég þó strax komin með mikla von að litla gleðibomsan mín mundi ná sér á strik einhvern daginn og var það mikill léttir í smá tíma eða þar til við komum aftur til íslands en þá aftur byrjaði baráttan enn og aftur við læknakerfið og tók það mikið á eftir alla vinnuna sem við höfðum lagt á okkur án hjálpar eða leiðsagnar.
Framhald..
Domenic í Xitang 2 ára
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.