Meðfædd Mamma

Jæja, smá tími síðan ég hef skrifað eitthvað eða sirka hált ár eða svo. Málið var að eftir allt ferðalagið með lillan minn þá tókum við þá ákvörðun að flytja til Slovakíu í ágúst. Svo ennþá meira ferðalag með litlu orkubomsuna mína. En já ég semsagt er ennþá svona tiltölulega ný mamma og er ég ennþá alveg upp fyrir haus af verkefnum, þreytu og misskilningi. Svona áður fyrr var ég alltaf sú sem ferðaðist með kokteil við hönd og helgar drógust fram til fimmtudaga og jafnvel miðvikudaga líka. Ég forðaðist barnafólk eins og þau væru raðmorðingjar á eftir mér og sótti ég í vini sem voru svo alls ekki í barnahugleiðingum enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á að heyra sögur af ælupestum og horbörnum. Það kom sem sagt má aftan að mér þegar ég varð ólétt því ég vissi ekkert um hvernig ég átti að vera ólétt eða að eiga barn því ég hafði aldrei svo mikið sem haldið á barni áður en ég svosem hélt á dúkku eitt heilt kvöld á diskóteki í milanó þar sem það var hluti af grímu búningi ef það telst sem plús. En já svo kom óléttann með öllu sínum kláða, bakverjum og bólgum sem var jú spennandi nýtt að kljást við og svo kom barnið mitt. Ég var búin að tjá getuleysið mitt og þekkingarleysi varðandi börn og þá kom alltaf sama svar frá öllum, þegar þú færð barnið í hendurnar þá veistu hvað skal gera. 

Ég lá 20.okt 2015 á landspítalanum, útúr morfínuð eftir keisara og hélt á litla englinum mínum og auðvitað var þetta ást við fyrstu sín EN ég hafði ekki hugmynd hvað átti að gera. Barnið grét og fyrsta sem ég gerði var að kalla á hjúkkuna og spyrja hvað væri að barninu og svo eftir 2 stutta daga á spítalanum og við  komin heim, barnið grét og kallaði ég eftir mömmu minni því neiii þetta er ekkert meðfæddir hæfileikar að vera mamma. Mér fór að líða hálf kjánalega því ég horfði á barnið mitt og hafði bara ekki hugmynd hvað hann var að hugsa, afhverju hann var að horfa á mig og hvað í veröldinni vildi hann. Svo til að fá betra innsæi inn í hvernig á að vera mamma þá skráði ég mig í allskonar mömmuhópa á facebook og ekki skánaði þetta þar, allir eru með svör við öllu og ef maður er ekki lífrænt ræktandi kartöflubóndi sem gufusýður allt og notar plastfríar bleyjur, soðnar grisjur og gefur hand pikkaðar sveskjur þá er maður sko engin súpermamma. Ég sem er ennþá daginn í dag að reyna að halda mér bara vakandi meðan strákurinn minn er vakandi (jújú eftir 1 ár eru næturnar enþá svefnlitlar jafnvel þó að ALLIR hefðu sagt mér að þetta lagist sko alveg eftir fyrstu 6 mánuðina.. allt saman lygi) voga mér að kaupa krukkumat, nota pampers bleyjur og keypta blautklúta. Ekki hef ég heldur orku í að klæða barnið mitt krúttlega upp daglega, vakna fyrr og taka til svo ég geti snappað barnið mitt hreint og fínt og allt svo fallegt í kringum okkur. Ég þakka fyrir að ég finni rúmið mitt suma daga svo ég geti legið í kóma þar til að næsta vakning verður. Ég tók þann pólinn á þetta fyrir slóvakiu að hætta að hlusta á alla hina einnig ljósmóður mína sem var alltaf gáttuð að ég væri ekki hætt að gefa pela á nóttunni (hún hefur ekki átt nógu mikinn tíma með ákveðna barninu mínu sem bara gefur mér á kjaftin ef ég reyni svoleiðis vitleysu) og afhverju ég sé ekki að lesa bækur á ÍSLENSKU var sérstaklega tekið fram þar sem æfa þarf tungumálið öll kvöld,en hann á ítalskan föður, allir þeir sem hafa svona snilldar ráð fyrir mig ætla ég að bjóða að eyða svona 2 sólahringum með Domenic mínum á meðan ég sef og sjá hvort að ráðin dugi ekki vel. 

Að vera meðfædd í hlutverk sem mamma HM? Jú eflaust hafa margir  þetta í sér og nenna alveg að spjalla um kúkableyjur og að barnið þeirra sé byrjað að segja baba en það virðist að minnsta kosti koma seint hja mér. En barnið mitt  kann svo sem vel að öskra og öskrar alveg súper hátt. Ég get verið stolt af því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband