Fæðingarorlof eða frí!

Ég var búin ad hugsa tetta allt út, fæðingarorlof, loksin tími til að gera hluti sem ég var búin ad láta biða of lengi. Gerði ekki mikid í óléttunni tar sem ég var ad jafna mig eftir lappa aðgerð, æla reglulega, einnig ýmsar skemmtilegar aukaverkanir eins og járnskortur og var tví alltaf svakalega treytt. Fékk svo jú ofsakláða vegna ofnæmis fyrir jáfnlyfjunum sem var verr en treytan og jú svo má ekki gleyma reglulegu grátkostin sem ég tók. 

Fæðingarolofið ætlaði ég að nýta í að skrifa bókina sem mér langaði að skrifa, auðvitad fara í ræktina helst daglega, og svo labba um bæinn svaka fín og sæt (eftir ræktina jú) með kerruna sjá fólk og hitta vini. Einnig var ég með á plönunum að taka kanski eina borgarferð með lillan, sýna honum heiminn. Var búin að skoða mér masternám og taka fram prjónablöðin... var orðið svona hvernig Ansy sigrar heiminn!

 

Ég viðurkenni auðvitað að ég hef gott sem ekkert vit á börnum, fyrir mér börn hafa bara verið lítið fólk sem ég hef séð í fjarska. Hafði aldrei skipt á bleyju áður og bara engin kunnátta á barnahlutum. Sem sást ágætlega á okkur föðurnum fyrstu dagana, vorum eins og hauslausar hænur á spítalanum með alltof stórar bleyjur og alltof lítil föt með risa barnið okkar.

 

Dagurinn minn var svona:

2 mánuðir eftir fæðingu....

Vakna klukkan 5 eftir 3 tima svefn (sá lengsti sídan ég sá veggi landspitalans, pabbinn en að leika sér bara í Saudi Arbíu) 

Hita pela og loka aðeins augunum tegar vatnid er ad sjoda... næstum sofna.

Labba um 2 km göngu um íbúðina med 6 kg á öxlum (tel tad bara sem ræktin).

Syng einhverja tvælu á einhverju tungumái líklegast ítalska, gæti svosem verid bull er bara er ekki viss lengur. 

Klukkan orðin 7 gefst upp og kveiki ljós, sé skælbrosandi andlit sem er ekkert ad fara ad sofa...

Klukkan orðin 11.. eftir mikla baráttu sofnar lillinn, eh nei nei hann bara ad plata opnar augun eftir 5 minutur arggggggggggg. 

Klukkan 1 er orðin nett geggjuð, sé ekki af treytu og man ekki lengur hvað ég heiti, fer með Domenic út i bílinn (eini staðurinn sem hann sefur) svo nota tíman á meðan krílið sefur og fer í búðin (afrek dagsins) 

Klukkan 5, sofna í 15 min og virðist tað vera nóg bara, mesta treytan farin svo fer i sturtu!!!!  

Klukkan 6, hann sefur og ég nota tíman til að stara á vegginn. Vá treytan kom á blússandi ferð alveg margfalt til baka (hvað var ég að eyða orku í að fara í sturtu?!?)

Klukkan 8 og kominn kvölmatartími.. hef ekki orku í að spá í mat heldur held mínu diet prógrammi áfram og hringi í félaga mína hjá Dominos. Held ég hafi skammast eitthvað í sendlinum áðan um að teir bjóða ekki upp á ís, er samt ekki viss. 

Klukkan 11, lillinn er búin að vera vakndi bara allt of lengi, magapirr og grátur samblandast við útvarpshljóðin - litla krílið mitt er kveisubarn með big K. Rugga 6kg "litla" barninu mínu til svefns, legg hann niður og augun opnast... ég græt inní mér, hef ekki orku í að gráta tárum úffff! Leggst niður og ég sofna (hann væntarlega sofnaði á einhverjum tímapunkti líka) - svo bónus vakning korter í 12, lillinn svangur og ég fer að hugsa hvort ég mögulega gleymdi bílnum í gangi frá tví um daginn?!

Svaka ánægð með daginn, náði sturtu svo lykta minna af ælu og mjólk :D

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband