og eitt annað heilsublogg með Detox ívafi!

Núna er komin vika í þessu blessaða Detoxi mínu og ég er á lífi.. Langar að deila því með ykkur svona þar sem allir virðast hafa eitthvað um málið að segja. Kannski er ég orðin meðvitaðari um hvað er að ske í kringum mig en ég er bara að sjá að það er meira en önnur hver fréttagrein um lífstíl og vandamál fólks hér á þessu blessaða litla landi ef ég er ekki að lesa um einhvern sem sigraðist á einhverju þá er ég pottþétt  búin að lesa yfir mig á fólki sem hefur grennt sig, misst svona svakalega mikið af kílóum með hinum og þessum ráðum en það er ekki alveg tilgangurinn minn hér.

Ég er nú algjör snúður þegar það kemur að mataræði ég þessi týpa sem segi æi ég fór í ræktina svo ég á skilið súkkulaði og ég er líka sú sem að læðist á nóttunni bara til að ná mér í nammi eða snakka og svo maula ég það mjög hljóðlega svo örugglega enginn heyri til mín. Ég á svosem ekkert í vanda með aukakíló en ég er alveg svakalega óholl, ég DRAKK í þátíð um líter af gosi á dag og mikið af skyndibita.. Ég tók 48 tíma í alveg fljótandi, þá bara te, sítrónuvatn, hreinar súpur og var það bara ALLS ekki skemmtilegur tími skal ég segja ykkur og bara ekkert auðvelt.. ég tók sveig fram hjá pizzastöðum bara svo ég mundi ekki stelast inn..  síðan þá er ég búin að vera í hálfum detox, ég borða ekki á daginn en fæ mér kvöldmat.. ekkert hveiti, enginn sykur og ekkert KóK.

Ég ætla samt að mæla með þessu því núna er vika liðin og mér líður frábærlega, miklu meiri orka, ég sef betur, ég meira segja nenni að hreyfa mig ótilneydd! Þetta hentar væntanlega ekki öllum en þetta virkaði vel fyrir mig, svo eftir að naga upp lopann á peysunum sem ég er að prjóna og horfa á allar matarpóstanna á facebook og lifa af þá er ég bara nokkuð góð :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband