Leður, Denim, Munstur, Blúndur og margt fleira hjá Versace í haust!
13.1.2013 | 16:54
Loksins eru sýningarnar fyrir haust 2013 að detta inn, þessi tími fyrir mér eru eins og jól og áramót í einum pakka :) "I'm in heaven"
Erfitt er að segja hver helstu trendin verða hjá mönnum/ men line það eru enþá svo fáar sýningar búnar en það sem komið er þá verður mikið af leðri, síðum frökkum, oversized buxur og hattar sem er frábært því ekkert er fallegra en að sjá karlmann með flottann hatt :)
VERSACE:
Þessi sýning Men Fall 2013 er án efa ein sú áhugaverðasta.. sýningin var frekar stefnulaus eða má segja allt of mikið að ske á pallinum. Mikil áhrif frá 8 áratuginum og einnig mjög sjáanleg áhrif frá punk tímabilinu. Á sýningarpallinum var allt frá"oversized" leðurjökkum og buxum, út krotað gallaefni, munstrótt jakkaföt með mjög áberandi prenti, litað leður, fínt "lace" (blúndu) efni í nærfatalínunni, móturhjólagalli, og einnig litir eins og rauður, blár, hvítur, grátt, silfur, brúnt og svart. Einnig er mikið af mismunandi mustri, allt frá köflóttu, röndóttu yfir í zebra og eitthvað sem minnir mann helst á eitthvað "sýrutrip"
Hér eru sýnishorn frá sýningunni - brot af því "besta":
Grá Köflótt
Zebra og sólgleraugu
Eitt af sýru munstrunum
80's árekstur!
Hvítt blúndu blúnd
"Oversized over ovesized gangsta"
já og auðvitað Fur
Já sýningin er semsagt eins og 5 sýningar settar saman í eitt.. Donatella hefur eitthvað verið ráðvillt um hvað ætti að verða "trendy" næsta vetur!
En ætla að halda áfram að skoða sýningar og umfjallanir :)
Xx
Ansy
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.