Milanó að sumri!
22.8.2012 | 14:21
Byrjuð að blogga eftir ágætis heita sumar pásu!
Ég hef alltaf heyrt þau svör þegar ég segi að ég búi á Ítalíu "ohh hvað þú átt það gott", og jú að mörgu leiti á ég það mjög gott en ég bý ekki alveg á þeim stað sem fólk er að hugsa sér...þar sem það eru strendur, vindur, sólbekkir, sundlaugar eða pálmatré. Mílanó að sumri er eitthvað sem er svo langt frá þessari ímynd sem getur hugsast getur..
Í dag vaknaði ég við daufann vind frá viftunni (Eddi eins og ég kalla hann því hann er nánasti vinur minn þessa daga því hann fylgir mér alltaf um alla íbúð) sem er alveg að gefa sig. Það er 38 stiga hiti og ég býst við um 40% raki! Ég sem flutti hingað til að vera "nær", læra og þrífast í tísku get ekki horft á fötin mín það er einfaldlega of heitt . Í morgun var dragsíður grænn kjóll fyrr valinu sem ég batt upp á hliðinni til að gera hann "kaldari" en hann sem allt annað varð kleprað og klístraðist við mig eftir sirka 2 mínutur.. Ég hefði átt að taka betur eftir þegar ég tók húsið á leigu fyrir 2 árum að það var Ekki loftkæling!! Ég ásamt móður minni löbbuðum í supermarkaðinn á horninu.. allt í kringum er lokað, supermarkaðurinn tómur og aðeins 2 á kassa þar sem venjulegast eru 15 kassar opnir. Allir hafa forðað sér frá hitanum sem Milano hefur með sér á sumrin, alparnir loka borgina af og ekki sem ein litil vindkviða kemst að. Bærinn minnir helst á draugabæ í gamallri hryllingsmynd.
Ætlaði að taka mér smá bjór pásu á leiðinni þvi að halda á einum innkaupa poka þessa 400 metra er of erfitt en þá var barinn á horninu er lokaður. Fréttirnar segja að þetta sé tímabundin hitabylgja frá Afríku en þar sem ég hef búið hér í 5 ár þá má alveg reikna með að það sé alltaf stanslaus hitabylgja hér því ég man ekki eftir því sumri þar sem ég hef viljað klæða mig í kjól, fara í háa skó og mála mig, ég hef þó nokkuð oft reynt það en þá líða kanski 20 minutur þar til maskarinn hefur lekið niður á háls, meikið löngu þurrkað af og hárið vel úfið og púffað í allar áttir svo maður endar mun ljótari bara fyrir að reyna.
Ég held ég láti tískuna alveg vera á þessum tíma og einbeiti mér bara að halda balansnum og hoppa í samtakt við viftuna hann Edda gamla og drekka allt það kalda sem til er í ísskápnum!
Milanó í águst
Athugasemdir
Alveg rétt lýsing á sumrinu í Mílano
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 4.9.2012 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.