Tíska haust 2012

Nú er London tískuvikan að klárast og loksins komið að Milano! Nokkur mjög áhugaverð trend voru sýnd í London en stóðu 2 merki uppúr McQ frá Mcqueen collection og einnig Burberry Prorsum var æði! Annars var flest allt mjög litríkt og Neon-ish smá 80's fílingur í sýningunum þetta árið, ég er ekki alveg að meðtaka þessa neon tísku þar sem mér finnst það of barnalegt og fáránlega ljótt!

 

BURBERRY

burberry_prorsum.jpg

burberry.jpg

burberry2.jpg

burberry4.jpg

byrberry3.jpg

Burberry Prorsum fannst mér áhugaverðasta sýningin, bolirnir í sýningunni voru með sama munstur og regnhlýfirnar, hálsmálið er skreytt með steinum sem mynda rósir. Hnésíðu pilsin eru með hátt mitti úr flaueli og mikil hreyfing eru á pilsunum.  Mikil áhersla er lögð á smáatriðin, en Burberry er auðvitað merki sem þekkt er fyrir falleg munstur og svakalega fallegar línur á fötunum. Kápurnar í þessu Collection eru guðdómlegar, eru allar ólíkar í laginu en klæðilegar og svo eru beltin sem þeir skreyttu flest "lookin" með mikið signature look. Leður hanskar með litlum jarnbroddum svo það virðist ekki að vera fara úr tísku enþá. 

Í fáum orðum: Leður, gaddar, flauel og mikið svart 

McQ

mcq.jpg

mcq2_1137285.jpg

00340m.jpg

00350m.jpg

Hjá McQ var mikið af tjulli, einnig blandað saman tjulli, blúndum og flaueli. Hlýralausið flaueliskjólar yfir blúnduboli og háir leðurhanskar. Sýningin var sú allra flottasta og undirbúningur sá allra lengsti, þeir notuðu haust laufblöð sem þeir ræktuðu í London sérstaklega fyrir þessa sýningu þar sem núna eru ekki þessi litur á laufblöðunum. Silouettin á kjólunu, beltin og hárið var allt mjög mikið í anda Mcqueen, virkilega falleg sýning og vildi ég að ég væri að fara að gifta mig því ég mundi vilja gifta mig í þessum hvíta kjól, er ástfangin af honum!

Sýningin sem kom samt mest á óvar og veit ég ekki hvort ég sé hrædd eftir að horfa á hana eða hvort mér líkaði við þetta allt saman..minnti mig helst á  Lady Gaga á krakki 

Meadham Kirchhoff

00240m.jpg

00180m_1137289.jpg

meadham_kirchhoff.jpg

Mjög litríkt Collection, fallegt gegnsæ efni og finnst mér síðasti kjólinn svakalega fallegur en svona collectionið í heild sína er alveg fáránlega litríkt og með því að lita andlitið á modelunum í sama lit og fötin truflar það smá fyrir hvar fötin byrja, smá geimveru fílingur í þessu öllu saman. Hönnuðurinn lýsir þessi sem feminista reiði, en það fær mig ekki til að skilja þetta betur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Geggjuð efsta kápan frá Burberrys væri alveg til í eitt svona kvikindi

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.2.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband