Tískuvikan í London

Jæja þá er komið að London, ég er búin að vera að vega og meta sýningarnar sem eru komnar "so far" get ekki sagt að London sé að heilla mig. Í  New York voru  alveg frábærar sýningar og fannst mér Michael Kors með sína útgáfu af ull og sjölum alveg frábær,  svakalega falleg cape og vesti og alveg frábær köflótt munstur. Einnig fannst mér 10 Crosby Derek Lam línan falleg, var casual og auðveld.. línan er svona fyrir hversdagsklæðnað en það voru sýnd aðeins 10 final look.

Hef enþá ekki séð neitt sem hefur sérstaklega gripið mig.. og London er alveg að gubba af milljón litum og afar sérstökum munstrum, var sérstaklega sorgmædd yfir Acne þar sem ég hef alltaf verið hrifin af því merki en plast buxurna og púffí kápurnar voru ekki alveg að gera sig fyrir mig í ár. 

Hér er það "besta" af því versta frá London:

Matthew Williamson

matthew_williamson.jpg

matthew.jpg

Ég hef alltaf verið hrifin af fötunum frá Williamson einnig voru nokkur look sem mér fannst þokkalega ágæt en svona persónulega finnst mér litavalið alveg hræðilegt en turquoise og appelsínugulur fá mig til að verkja í augun og þeir saman í einum og sama kjólnum er eitthvað sem ég mun aldrei kaupa!

Acne

acne.jpg

acne2_1137150.jpg

Minnstakosti ef maður fer í útúr púffaða plastkápu og setur á sig þröngt málmbelti að vera meira fancy, minnstakosti setja upp hæla til að maður virki ekki eins og strumpur í strandasandölum en samt á leiðinni á skíði. Eins mikið og ég fíla smekkuxur og samfestinga þá er þetta ekki að gera sig fyrir mig. Varð fyrir vonbrigðum að sjá Acne!

Louise Grey

00140m.jpg

louise_grey.jpg

Fötin eru að sjálfu sér ekkert ljót, punk vs 80's þema í gangi og það er vandamálið að blanda þessu saman og öllum munstrum og litum sem hægt. Þau settu fram 23 total look sem hefði betur átt að vera 40 look og setja helmingi minna á hvert model, ég veit ekki hvert ég á að horfa, á þessa risa stóru hanakamba, skæru stígvélin eða hvað?! Held að margir missi af fötunum í þessari sýningu.

peter_pilotto_1137149.jpg

Eins og áður allt of margr litir settir saman í eitt "Look"

Ég varð líka fyrir svakalegum vonbrigðum að sjá vivienne Westwood red label en bíð spennt eftir að sjá allt hitt, enda allar flotturstu sýningarnar eftir í London og svo hlakka ég til MILANO :) 

Semsagt að setja þetta í nokkur orð, skærir litir, mikið af munstri, 80's is back fyrir þá sem fíla það! 

Hér eru myndir frá Michael Kors til að enda þetta á jákvæðum nótum :) 

Michael Kors

00320m.jpg

00470m.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband