Star Wars þema á Grammy klæðnaði:
13.2.2012 | 20:28
Já ég sit nokkuð orðlaus eftir að fletta yfir öll "dressin" eða hvað sem gekk á á Grammy verðlauna afhendingunni í gær. Þetta var mjög áhugavert að sjá! Get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstakt þema nema þá kannski star wars árás á vatikanið?! Það væri svona næst því að vera eitthvað þema. Annað þema sem sást er að kjóll "match-i" hárlitinn. Sá margt mjög undarlegt á rauða dreglinum hef ekki alveg orð yfir það allt en ég tók saman það sem mér fannst best, áhugaverðast og einnig það sem var einfaldlega ljótt!
Þar sem ég er að reyna að verða þessi jákvæða bubblí persóna þá ætla ég að byrja á flottu kjólunum :)
Ég tók eftir mörgum áhugaverðum hönnuðum og fallegum Couture kjólum..
Adele
Kjóll: Armani Couture
Carrie Underwood
Kjóll: Gomes and Gracia
Katy Perry
Kjóll: Elie Saab
Taylor Swift
Kjóll: Zuhair Murad
Kelly Osbourne
Kjóll: Tony Ward Couture
Svo voru nokkrir kjólar sem mér þótti áhugaverðir, ekki viss hvort Grammy sé rétti staðurinn fyrir þessa kjóla en engu að síður flottir kjólar
Paris Hilton
Kjóll: Basil Soda
Þessi kjóll minnir mig hlest á gríska gyðju og væri hann mjög fallegur sem giftingarkjóll, hún var ekki í honum á réttum stað né tíma, en samt glæsileg engu síður.
Jessie J
Vissi ekki að hún væri svona trúuð að hún vefji um sig prest skykkju og verst við þetta allt saman að hún fékk Versace að hann þessa hörmung.. EN þetta er úr silki! Eins og það skipti máli þegar hún lítur út eins og týndur hirðmaður í teiknimynd! Beint í vatikanið og biðja um vinnu við gæslu á hliðinu!
Cindy Lauper
Neiii Cindy neiiiiiii neiiiii!
Bonnie Mckee
Þetta er svona geimveru búningur með áfasta sópa um hendurnar.. kannski var hún hrædd um að detta um eitthvað svo það sé pælingin að láta þetta gula busta gólfið á undan henni! Samt nei virkar alls ekki sem "outfit"
Robyn
Ekki það mér hefur alltaf fundist hún svakalega hallærisleg en hún náði samt að toppa allt hérna.. með eina ljótustu hárgreiðslu sem ég hef séð á ævi minni. Svo er hún í "over sized" stuttermabol sem glansar og í alltof þröngu Mullet pilsi við.. talandi um sítt að aftan! OJ! Sem toppar nú þetta hvíta drasl sem hún klæðist þá er þetta alls ekki málið:
Æi nei!
Lady Gaga
Þegar maður er að velja óþægilega kjóla þarf maður að velja og hafna: eitt ef kjólinn er mjög síður og maður þarf að einnbeita sér að detta ekki, tvö að vera í einhverju úr plasti eða leðri og of hitna ekki. Númer 3 ef maður er að sýna of mikið og maður þarf að halda öllu á réttum stað og 4 ef maður er með eitthvað fyrir andlitinu eins og net, sem gerir það að verkum að maður sjái ekki alveg nógu vel og þarf að passa sig vel að detta ekki.
Að setja þetta allt saman í einn kjól þýðir bara eitt: DISASTER
Fergie
Svört nærföt og virkilega ljótur appelsínugulur vafningur með öxlum frá Jean Paul Gaultier.. ekki að gera sig! Kemst auðveldlega á listann yfir ljótustu kjólana á árinu þó það sé bara febrúar!
Þetta var svona helsta frá Grammy í ár.. áhugavert eins og ég sagði :)
Hér er svo DJ Daudman5 sem toppaði allt í ár með alltof hefðbundnum klæðnaði og skrítnum haus!
Athugasemdir
Sammála þér Anna mín, þetta er ekki að gera sig sumt af þessu stuffi.....skemmtilegt blogg og svo skemmtilegar lýsingar á þessu stuffi!
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 13.2.2012 kl. 21:09
Sumir eru bara öðruvísi hehehehe
www.zordis.com, 17.2.2012 kl. 14:54
Hello baby, var ad uppgotva thettya skemmtilega blogg og hlo mig mattlausa af ther ad drulla yfir alla thessa vitleysinga hahaha!! "í alltof þröngu Mullet pilsi við.. talandi um sítt að aftan! OJ!" Snilld!!!
Knus a thig babe :*
Matts (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.