Fallegir hlutir gera þig fallegri..

Búin að vera að leita og leita af einhverju áhuga verðu á netinu, hef ekki rekist á neitt sniðugt líka núna er mest um sumartísku og hér er allt á kafi í snjó og er mjög kalt svo erfitt að hugsa um sól og opna kjóla. Ég rakst samt á síðu sem ég var búin að gleyma, en ekkert er skemmtilegra en fallegir hattar, töskur, skór og gleraugu. Ég er mun meira fyrir aukahlutina heldur en fötin sjálf svo þetta blogg tileinka ég Patriciu Field,og hennar stíl!!

Ég er nánast alltaf með gleraugu á mér svona til að gera "outfittið" áhugaverðara þá eru gleraugu mest áberandi og mikilvægur aukahlutur. En hér eru skemmtileg gleraugu:

jeremy scott

Jeremy scott - hand gleraugu!

 

Jaesyn Burke

 Jaesyn Burke- steina gleraugu

Ég fór í bæinn hér í mílanó fyrir nokkrum dögum og var ég alsæl þegar ég sá að það eru að koma aftur kúluhattar og það sem er skemmtilgra eru pípuhattar fyrir stelpur bæði svartir og rauðir. Ég er svo ástfangin af höttum og væri ég alltaf með hatta ef hausinn á mér væri ekki svona stór.. hef komist að því að hattar passa því miður ekki á minn of stóra haus sem er fullur af risastórum heila ( sem er kostur) 

 bowler_hat_dis.jpg

Bowler hattur - Æði!

bowler-hat.jpg

 Annar Kúluhattur

Svo er alltaf gaman að öðruvísi skartgripum!!

139186_4_600.jpg

Klifur Beinagrind

Anne Holm

Anne Holm - fjaður hálsmen

givenchy

Givenchy- Eyrna og neflokkur 

134329_1_468c.jpg

 Þar sem það eru erfiðir tímar getur fólk með sítt

hár reddað sér svona- frítt hálsmen!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Vá en skemmtilegir hlutir þarna á ferðinni.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 13.2.2012 kl. 21:08

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég segi nú frekar misskemmtilegir.  Nú er ég td. hætt við að snoða mig nema ég búi til nælur og allskonar skraut úr því sem verður klippt.

Leist alls ekki á eyrna og nefskartið hehhhehe  En gaman að þessari samantekt.  Bæ ðe vei, er líkl með minni heila því ég var lengi að fatta fyrstu myndina ;-)

www.zordis.com, 13.2.2012 kl. 21:14

3 Smámynd: Ansy Björg

hahah gleraugun eru  fyndari á anditi... eins og einhver haldi fyrir augun kanski ekki besta mynd af þeim.. en heilinn minn er svo stór :)

Hár er mun nytsamlegra en margir halda!!!! 

Ansy Björg, 13.2.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband