Milano
31.1.2012 | 00:45
Ég veit ekki með ykkur en ég er svo svakalega þreytt að lesa íslensk blogg, facebook pistla, síður um Sílikonbrjóst, Gillz eða einhvern blessaðan hund sem dó fyrir ári (blessuð sé minning hans). Hef verið að velta því fyrir mér hvað þarf fólk að gera til að gerast blaðamenn á íslandi? Get ekki séð að kröfurnar séu gríðalega háar! En ég ætla að skrifa um eitthvað allt annað.
Siðustu ár hef ég búið á Ítalíu í Milanó og fyrir fólk sem hefur áhuga á tísku er þetta hin besta borg. Ég hef einnig ferðast út um allt hér og finnst mér ítalía æðisleg!
Milano/Milan:
Fyrir stórborg er þessi borg mög lítil, kemst á alla staði þ.e. þvert yfir borgina á um 30 min, hægt er að labbað nánast allt ef þú hefur viljann fyrir því. Hér er þessi skemmtilega aperitivo menning sem er "basically" leyfi til að drekka mjög snemma: Aperitivo er ódýrir kokteilar á milli 7 og 10 og þú færð frítt að borða með drykkjum (hlaðborð). Ansi skemmtilegur siður fyrir félagsverur (þetta á ekki við um alla ítalíu, heldur er þetta siður hér norðan meginn). Ekki er svosem mikið að sjá hér nema maður sé mikið fyrir kirkjur það er nóg af þeim EN það er stutt í allt, tekur um klukkutíma í að fara til Liguria ströndina og tekur um klukkutíma að komast í fjöllin á skíði. einnig er stutt til Frakklands, Sviss og Króatíu. Fyrir þá sem tala ítölsku skilja mig hér, "hreimurinn" í Milano þ.e. Milanese sem fólk talar í Milano er mjög auðvelt að skilja og fáir tala "Dialetto" svo maður skilur ítölskuna hér (sem ég geri t.d. ekki í napoli, skil ekkert hvað þeir eru að segja þar) . Hér er enginn munur á þriðjudegi eða laugardegi, þú getur farið út þegar þú villt ogá hverjum degi er fullt af fólki allstaða sem er kostur að mínu mati. Uppáhalds staðurinn minn hér er án efa Naviglio fyrir markaðinn sem er á sunnudögum og svo Colonne di San Lorenzo þar sem fólk situr úti á götu og fær sér bjór!
Tískan hér er mjög fjölbreytt, hér eru búðir all frá Gucci (Montenapoleone), D&G (san babila) til H&M (allstaðar). Skemmtilegast finnst mér þó götumarkaðarnir sem selja secondhand og eru þeir að finna alla föstudaga í P.ta Genova og öðrum stöðum hina dagana. Ég fer nú nokkuð mikið út á lífið hér og sé því mikið af fólki og er ótrúlegt hversu margir ítalir hafa einstaklega ljótann stíl en hafa samt brennandi áhuga á tísku. Ítalskar stelpur klæða sig allar mjög svipað, þær eru oftar en ekki í svörtum voðalega plain kólum sem eru oftar en ekki óþarflega stuttir og svo í þessum allra ljótustu indíána plast stígvelum (grá eða hvít) við og á sumrin eru þær svo villtar að breyta um og fara í þessa skjannahvítu kjóla sem eru alveg eins og þessir svörtu og ballerínu skó við (gubb). Strákarnir eru alveg einstakir hér þeir eru sko MUN meiri fyrir tískuna heldur en stelpurnar og minna strákarnir hér mig örlítið á strákana í jersey shore (ef þið þekkið þann þátt, eini þátturinn hér sem sýndur er á ensku svo hálf neyðist til að horfa á það). Hér klæðast þeir í skyrtum , 2 efstu tölurnar eru óhnepptar, peysu yfir og seinna er svo peysan bundin um herðar eða um mitti, Gallabuxur og íþróttaskór (en allt í einhverju fancy smancy merki).. þetta á við um 85% af ítölsku strákum. Ég gæti skrifað 1000 bls bók um ítalska karlmenn, hef kynnst óþarflega mikið af þeim í gegnum tíðina enda flestir mínir vinir hér eru ítalir(karlmenn, ítalskar stelpur eru ekkert svo hrifnar af mér,surprise surprise). Spá í að láta það efni um ítalska karlmenn alveg eiga sig annars mun ég brenna mig á því.
Kenni ykkur samt bestu frasana ef þið eigið leið um Milano eða ítalíu!
Basta: Stop
Vai via : Farðu burtu
Um að gera að nota þá oft og mikið!!!!
Mæli svo með mílano enda kom ég hingað fyrst fyrir um 5 árum síðan í tungumálanám og núna er ég búin að taka háskólanámið mitt hér og er hér enn! Ákvað að skrifa smá um borgina mína þar sem ég er í tísku blokki, finnst þessa dagana allt eitthvað klisjukennt og leiðinleg,(ef maður hefur ekkert gott að segja er þá ekki bara betra að sleppa að segja það) áhugaverðasta þessa vikuna fannst mér Ís sem kemur í sterkum litum þá er nú mikið sagt!
þar til næst þegar ég tísku skot í heilann
Athugasemdir
Anna þú ert yndislega skemmtileg og lífleg, fannst ég alveg komin til Milanó á Colonne með hvítvínsglas í hendi.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 3.2.2012 kl. 22:13
Já og ég með Martini Rosato (NOT) líka blanco á fæti ...
www.zordis.com, 3.2.2012 kl. 22:19
og ég með bjór sem drukkin er úr skýrnafonti á Duomo torgi!
Ansy Björg, 13.2.2012 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.