Menn 2012 - Tíska
20.1.2012 | 16:19
Það er svo mikið af bloggum, síðum, pistlum og fleiru með tísku en einhvernveginn gleymist alltaf að það er virkilega stór markaður fyrir karlmannstísku og held ég að strákar hafa ekkert minni áhuga á tísku heldur en kvennmenn. Veit að flestir strákar hugsa um útlit sitt svo eitthvað tískuvit hlýtur að leinast hjá ykku!
Tískuvikurnar fyrir haus menn 2012 standa yfir akkurat núna og ætla ég að sýna helstu trendin sem verða á þessu ári.
Áberandi litir: Rauður,Blár, Grár og svo auðvitað Svart og Hvítt einnig eru enþá leifar af ljósbrúna litnum.
Aukahlutir: Stórar og miklar handtöskur, mikið er einnig um sólgleraugu með kol svörtum glerjum og einnig lituðum glerjum ( rauð, blá og gul) svona space gleraugu sem voru í tísku back in the day.
Stílinn í ár er mjög karlmannslegur og verða mikið um jakkaföt, nánast öll merkin einbeittu sér að aðsniðnum jakkafötum og það sem skemmtilegasta er við það að þau koma í öllum gerðum, munstrum og efnum. Mikið er um flauelis (velvet) jakkafata-jakka, buxurnar eru slim fit semsagt jakkaföt sem stelpurnar muna líka vel við. Annars er einnig mikið um rauðarbuxur þá sérstaklega gallabuxur, hvítar skyrtur, síðar úlpur með skinni, og leður buxur og leðurjakkar OG bara leður í öllu!!
Persónulega er ég "all in" í leðurbuxurnar, flauelisjakkana og leðurstígvél:)
MENN VOR 2012
MUGLER
Falleg jakkaföt, töff stíll og fallegir frakkar í þessari línu. Nicola Formichetti er töff hönnuður og greinilega ekki hræddur við að prófa nýja hluti. Eini gallinn sem er í collection línunni er ð það er mikið um ljót efni, þ.e.a.s. mjög heit og eldfim!
BALMAIN
Svakalega flottur stíll frá þessu merki, slim fit gallabuxur, gollur og jakkafata-jakkar. Strákalegt en samt töff.
Bottega Veneta
Fyrir þá sem þora að vera öðruvísi þá eru jakkafötin alveg "awesome" frá þeim. Munstrin og lita samettningarnar eru "spot on". Alltaf gaman að sjá menn í leðri :)
Louis Vuitton
Merkið sýndi mikið af hlýjum fatnaði sem er gott fyrir íslendinga, stórir teflar, síðar úlpur og frakkar.
Falleg smáatriðin hjá L.V. jakkafatanælurnar með fjöðrum!
3.1 Phillip Lim
Lítið að segja bara æðislegt merki og er allt flott frá þeim!
Er búin að þræða allar sýningarna, þetta er brot af því besta frá því sem mun verða í haust fyrir menn eða jafnvel konur sem fíla karlmanns tísku, mér finnst karlmanns tískan alltaf mun skemmtilegri heldur kvennmanns... Ég held að ég væri mjög töff gæi, ég væri alltaf í jakkafötum með vasaklút og með vasaúr! Vona einhver hefur notið góðs af þessu bloggi, skemmti sjálfri mér að minnstakosti mjög vel við að gera það!
Athugasemdir
Yndislegt blogg Anna mín. Gaman að lesa um karlmannatísku í tilefni bóndadagsins í dag.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 20.1.2012 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.