H&M eða ekki H&M!
19.1.2012 | 22:39
Íslendingar hafa alltaf verið vitlausir í verslanirnar H&M, get vel skilið það þar sem þessi keðja er einstaklega ódýr og fötin eru oftar en ekki eftirlíkingar frá "high fashion" merkjum. Sem helst má sjá núna t.d. eru eftilíkingar frá Stellu Mccartney, gegnsætt með doppum, stjörnuskreyttar skyrtur sem tekið er frá Dolce and Gabbana 2011 og allt hitt sem tekið er frá öðrum merkjim. Ég viðurkenni að oft versla ég sjálf í H&M og geri ég sömu mistökin aftur og aftur þegar ég kaupi þar. H&M er verslun sem maður þarf sérstaklega vel að passa sig hvað maður er að kaupa. Fyrst þarf að passa gæðin á efnunum því þau eru lítil sem engin, og saumarnir illa gerðir og eiga faldarnir til með að rakna upp við enga áreinslu
Ætla ér hað segja frá reynslu minni:
Ef ég tek dæmi á síðasta ári keypti ég mér hæla skó (8cm) og ekki var það hællinn sem brotnaði heldur brotnaði botninn í tvennt í annað skiptið sem ég fór í þá. (eins gaman og það er að halda á skónum sínum í miðri samkomu)
Ég keypti kjól en faldurinn rifnaði að neðan í fyrsta skiptið sem ég fór í hann... (í góði lagi ef maður á saumavél sem ég á Ekki hér í mílanó)
Ég keypti hálsmen með 4 fjöðrum þegar ég kom heim af djamminu var 1 fjöður eftir (get kennt mér um það samt sem áður, nokkuð viss um að ég hef flækt mér í okkrum "fólkum")
Ég keypti nærföt sem voru einnota og get ég alveg talið mjög mörg önnur dæmi um boli og peysur og kjóla en nenni því ekki. En bara hér er ég búin að telja saman 150 evrur sem er 20 þús.
Eins og með margar svona ódýrar keðjur þarf að skoða vel hvaða efni er í flíkinni því H&M og eins með ZÖRU eru með mismundandi gæðaflokkur innan keðjunnar og er það merk of með "white label" sem er mjög ódýrt og algjört drasl og einnota svo er black label sem kostar aðeins meira en endist í meira en mánuð og oftar en 1 skipti (stundum er grey label þarna á milli) svo er Collection flíkur sem eru enþá dýrari og færri eintök af flíkinni.
Einnig með verslanir eins og þessar þarf að passa sig einstaklega vel á stærðum, þar sem þegar að fjöldaframleiðsla er svona svakalega mikil (og þetta er allt framleitt í asíu) þá eru stærðirnar smá ágiskun og ef það stendur 38 er það í raun og veru ekki alltaf 38! Ég fór í síðustu viku í H&M til að kaupa mér jakka og var 36 og 38 nákvæmlega sama stærðin sem er mjög furðulegt!
Svo eru stórir hönnuðir að hanna fyrir þessa keðju og sú síðasta var hún Donatella Vercase, yfir 70% af fatnaðinum var skilað vegna lélegs "quality" (orðið gæði passar helst við það) og var allt komið núna á 80% afslátt sá ég.. og voru meira segja kjólarnir sem kostuðu 159 evrur komnir niður í 30 evrur. ( þeir eru ekki einu sinni 30 evru virði verð ég að segja)
Bara svona deila pirring mínum á þessum búðum, þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt að hafa þær svona þegar manni vantar kjól fyrir 1 kvöld en að öðru leiti er þetta bara peningatap því oftar en ekki er kjólinn ónýtur daginn eftir!
Athugasemdir
Þetta er mjög skemmtilegt hjá þér Anna mín. Ég mun skoða efnin betur næst enda sit ég uppi með slatta af fötum þaðan ónotuð en rifin....
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 19.1.2012 kl. 23:18
illa samsett, hnoðrast, lita allt annað í þvottinum, liturinn fer úr, klægja það er margt sem getur komið fyrir haha á ekki við þessi vandamál að stríða þar sem ég er svo mikið tískugúrú og lít bara við fötum sem eru merkileg merki, svo merkilegt að vera ég haha :)
Ansy Björg, 19.1.2012 kl. 23:40
Ég verð svo oft fyrir vonbrigðum með H&M og ekki hægt að ganga út frá stærðum eins og þú bendir á. Hins vegar var fatnaður úr þessari verslun betri hér áður fyrr. Þykir oft lítið koma til en ég versla og er t.d. í hörkugóðum gallabuxum (mín er sko skvízýpæ núna) og já það er mega útsala en spurning eins og þú bendir á hvort það sé verið að gera góð kaup. Flott samantekt!!
www.zordis.com, 25.1.2012 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.