Tísku megrun?
13.1.2012 | 00:12
Gleymdi mér í smá langri pásu... en er byrjuð að blogga aftur!
Eins og með svo margir þá ákvað ég að setja mér þau áramótaheit að koma mér í form, svona borða hollar, styrkja mig og lifa heilbrigðu lífi. Ég er mjög mikið "grípa mér mat á ferðinni" manneskja svo oftar en ekki er ég með skyndibita í kvöldmat og ég fer út að borða í hádeginu. Já ég semsagt byrjaði að tala við heilbrigðara fólk en ég sjáf með mat. Ég komst fjótt að því að það er danskur kúr, Bara grænmetiskúr, kúr sem felur í sér bara að drekka vökva og annað sem virðist vera mjög vinsælt sem er að vigta allt sem fólk borðar.. Ég segi nú bara að öfgarnir hér fyrir mig persónulega eru svakalegar.. ætlast til að ég fara um með vigt og setjti ákveðin grömm í líkaman minn er ekki alveg það sem ég kalla notarlegt líf. Er ekki sirka bara hægt að segja til hvað maður þarf sjálfur að láta ofan í sig,ein kjúklingabringa og grænmeti til dæmis?! kannski fá sér mandarínu í eftirmat?
Ég lét þetta nú ekki trufla mig enda mjög ákveðin persóna og staðföst að halda mín áramótaheit svo ég fór að kíkja á líkamsræktastöðvar og kíkja á internetið eftir æfingum, þá er það nú enþá flóknara úff.. Það er eitthvað sem er Hot fitness, zumba, rope joga, þrekstigi! Ég er nú frekar mikið fyrir allt sem kemst í tísku og fell því oft fyrir furðulegum tískubylgjum en leikfimistíska? Held ég fari bara út að hlaupa með ipodinn minn og fái mér fisk í kvölmat og læt þar við sitja og vona það besta :)
Dagur 1:
Fékk mér jógúrt í morgunmat, salat í hádegismat (ekki á veitingarhúsi heldur heimagert!!!) Fékk mér svo lasagna í kvöldmat (ekki heimagert) og bjór sem er ekki alveg í anda hollustunnar en þetta er bara dagur 1 svo þetta er allt að koma já svo labbaði ég stigann í stað að taka lyftu og skokkaði í 40 min. Mér líður mjög "hollt og heilbrigt".
Ekki það væri svakalega til í ráð um æfingar sem fela ekki í sér saunu eða að hengja mig í rólur og reipi!
Athugasemdir
Þú ert dásamleg elskan mín....góð byrjun, frekar alþjóðleg...þ.e. bjór=danskur, lasagna=ítalskt og salat= fjölþjóðlegt....
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 13.1.2012 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.