Star Wars stríð í París...?
29.9.2011 | 18:56
Ég verð að segja að ég er ekki dómhörð manneskja, en eitt sem ég hef frá mínum yngri árum aldrei þolað er Star Wars. Ég hef svo gaman af tónlist og bíómyndum, ég tel mig hafa talsverða þekkingu á hvoru tveggja en ég hef þver neitað að horfa á allt sem tengist Star Wars eða hvað sem þetta heitir nú allt saman. Ég kemst svo skemmtilega að því að kærastinn minn er mikill afneitunar lúði, það er hann spilar sig nokkuð kúl en hann er samt sem áður mikið Nörd og eitt af hans ástríðum er einmitt Star Wars og eins með allt hitt "space" lúða dótið. Ég ákvað að slást til og horfði á 3 Star Wars myndir, ég legg ekki meiri á ykkur en komst að því (þ.e. þegar ég var ekki sofandi yfir myndunum) að nýju hönnuðirnir í dag eru greinilega komnir af þessari "space" kynslóð og fór ég að skilja hönnuði eins og Comme de garcon, Gareth Pugh og Mugler.. Þetta eru semsagt Star Wars lúðar og skil ég fyrst núna fötin þeirra, en verð ég að segja að myndin á ekkert í þessa hönnuði, líktust bara krakka búningum miða við latex- alien - madness sem er nú í gangi í tískuheiminum...
Ég var að horfa á sýninguna hjá Mugler, eins mikið og ég elska Nicola Formichetti (creative director) og hans sýningar og er það einnig honum að þakka að Zombie boy hefur notið svona mikillar frægðar sem módel, þá var þessi sýning frekar mikil vonbrigði . Silhouettin voru mjög einkennileg, mikið um bera maga og einhverja anga lafandi úr fötunum. Efnin í fötunum voru hins vegar mun fallegri en frá fyrri sýningu en já þessi sýning var ekki alveg að gera sig. Einnig lagið frá Lady Gaga ,en hún er mikil vinkona Nicola, var ekkert svakalega kúl, eða segjum ekki hennar besta lag.
Mugler S/S 2012
En Mugler var nú bara með frekar venjulega sýningu miða við Star Wars keppinauta á sýningunni í París. Belenciaga er mjög þekkt fyrir sértakar línur í fötum og eru þeir gjarnan með efni sem gera fötin púffí er held ég besta orðið til að lýsa fötunum. Fötin eru smá "spacuð" en engu að síður var sýningin mjög falleg og kosturinn við fötin er sá að ef það er vindur getur maður bara hoppað upp og maður breytist í human loftbelg
Belenciaga 2012:
Vinninginn í Star Wars stríðinu átti samt Gareth Pugh sem ætti ekki að koma neinum sem þekkir hönnuðinn á óvart. Fötin frá þessum hönnuði eru mjög falleg, eru mjög dökk og agressive en sýningin fór kannski smá út í öfgarnar því ekki get ég ímyndað mér að eitthvað að þessum fatnaði hér að neðan sé þægilegur til að vera í og efast ég stórlega að við eigum eftir að sjá mikið af þessu collection á rauða dreglinum nema þá kannski í mestalagi Björk. Flottast við sýninguna voru lokin en síðustu "outfittin" voru sýnd með ljósum logum.
Gareth Pugh S/S 2012:
Athugasemdir
Hugmynd að jólagjöf handa Dario????
Flottur pistill hjá þér Anna mín.
Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 07:49
heyrdu nàdi ad sameigna àhugamàlin okkar à verulega langsottann hàtt! Oh vona ad komi faersla à bloggid titt i dag :)
Ansy Björg, 30.9.2011 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.