Hjúkkubúningar vinsælir í Milano
28.9.2011 | 11:06
Ég sá myndina Horrible bosses í gær og eina sem ég gat hugsað er pff ég vildi óska að yfirmenn (í ft.) mínir væru svona skemmtilegir! Meina að ætlast að fá stöðuhækkun þegar þú færð borgað?? Eiga yfirmann sem djammar of mikið??? Yfirmann sem er smá skotinn í þér?? Ég ætti nú að segja handritshöfundi þessa myndar að "joina" mig í tískuheiminum, þá mundi hann skilja hvað væri að vera með lélega yfirmenn. Ég lærði jú að vera stílisti í Milano í 3 ár og er núna að taka Stage hjá Calvin Klein sem eftir háskólanám þýðir hér að þú færð ekkert borgað en þú átt að vera til staðar fyrir alla og Alltaf. Ef þú gerir mistök (þar sem enginn hefur tíma til að kenna þér og þú neiðist til að læra allt sjálfur) þá má búast við að einhver komi og gargi á þig á ítölsku sem er jú reyndar fallegra en á ensku og ofan á allt þetta þarftu að vinna líka um helgar. Vikan mín er búin að vera 68 tímar í vinnu, er búin að snúast í kringum ritstjóra frá öllum helstu blöðum í heimi, Vogue, Elle, Marie Clair, I-D og fleirum og fólk í þessum stöðum er ekkert svakalega kurteist né almennilegt.. Ég játa mig sigraða, af hverju lærði ég ekki bara lögfræði eða viðskiptarfræði eins og hinir 80% af íslendingum, ég þurfti að fara erfiðu leiðina bara svona til að fá "smá" challenge en ég sé ekki eftir neinu er að bíða eftir að Franca Sozzani stígi niður svo ég geti gripið starfið sem Editor in Chief hjá Vogue Italy. Um að gera að setja markmiðið hátt á tímum eins og þessum. En í dag þá sit ég heima "veik" (meira lömuð af þreytu) reyna að forðast yfirmenn mína og skoða tísku sýninganar sem ég auðvitað missti af um helgina vegna vinnu :)
Þar sem ég byrja þetta á neikvæðu nótunum held ég því hér áfram!! Raf Simons fékk boð um að verða Creative director fyrir Dior en gefur það honum rétt til að eyðilegga nafn Jil Sander? Ég beið spennt eftir Jil Sander sýningunni, því miður var ég látin, af einum af yfirmönnum mínum, taka leigubíl um alla borgina til að ná í kjóla og skó og svona smotterý hér og þar allann laugardaginn svo ég sá sýninguna á litlu myndum í gegnum símann minn. Ég ætla að geta mér til eftir að hafa séð þessa sýningu að Mr. Simons sé að bíða eftir að verða rekinn frá Jil Sander svo hann geti tekið Dior stöðunni án nokkurs samviskubits. Ég set inn nokkrar myndir frá þessari sýningu sem minnir einna helst á prufu fyrir nýja spítalabúninga. Helmingurinn af þessu Collection er hvítt og minnir á hjúkku outfit frá 50 áratugnum svo eru þarna sú allra verstu munstur sem ég hef séð og síðast kom svo brúðarlína. Eitt veit ég að ég mundi aldrei gifta mig í þessum kjól - Svo á til að stytta dóminn á þessari sýningu niður í aðeins eitt orð: OJ!
Jil Sander S/S 2012
Ég ætti kannski að láta stílista Mad Men vita af þessari línu ef þeir hafa í huga að senda einhvern á spítala.. Ég mun skrifa seinna um jákvæðu hliðina á þessu öllu saman, passa mig að koma Jil Sander sýningunni út úr hausnum á mér!
Ansy
Athugasemdir
ææææ litla pirraða stelpan mín...mikið er þetta samt flottur pistill, ég meina það þurfa ekki allir alltaf að vera á jákvæðu nótunum. Gaman að lesa þetta.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 28.9.2011 kl. 11:36
verð jákvæðri á morgun hehe þegar ég er búin að hugsa um eitthvað annað en vinnu :)
Ansy Björg, 28.9.2011 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.