D&G kveður
22.9.2011 | 20:15
Ég er núna alveg að missa mig í spenningi yfir tískusýningum, mér líður eins og 13 ára gömlum strák sem er yfir sig spenntur á gamlárskvöld. Ítalía er svo rík af mörgum frábærum hönnuðum það er hægt að telja endalaust Gucci, Max Mara, Salvatore Ferragamo, Cesare Paciotti, Fendi, Dolce and Gabbana, Prada, Miu Miu, Armani, Versace, Valentino, Costume National svo eittherjir séu nefndir.... það er hægt að nefna alveg endalaust af merkjum en það gerir Milano tískuvikuna alveg einstaklega spennandi og skemmtilega.
Ég sá í dag "boðskort" eh boðskort er svakalega "understatement" þar sem kvöldmaturinn í þessu boði kostar rétt aðeins 1,64 milljónir og ef maður vill taka heilt borð fyrir 5 manns fær maður afslátt eða 6,3 milljónir. Þetta kvöd er að þessu sinni haldið í Milano og er til styrktar AIDS rannsóknum. Svo ef þið eigið alveg hellings nóg af pening og hafið ekkert að gera á laugardaginn getið skellt ykkur í smá dinner í milano: http://www.amfar.org
... en aftur að tískusýningum en aðal frétt daginns er að D&G label eitt frægasta merkið frá Dolce and Gabbana er að hætta. Þeir ákváðu að hætta með þessa línuna en þessi lína hefur verið fyrir yngra fólkið og var því ódýrari. Ég er búin að segja að mikið af munstri og mikið af litum sé ljótt og ég stend við það en guð hvílik dásemd frá D&G collecton. Það voru jú fullt af litum og fullt af munstri en fötin pössuðu svo vel saman, munstrin minna helst á klúta og sérstaklega á gömlu slæðurnar frá Chanel. Fötin eru mjög sexy án þess að ganga of langt svo fötin henta við öll tækifæri. Sumarleg lína, falleg hreyfing á kjólunum og já svakalega vel gerð þessi lína frá þeim líka allt annað en maður hefur verið að sjá frá hinum - endilega líka að taka vel eftir skónum svakalega skemmtilega útfærðir. D&G collection er fyrir Sexy hippar árið 2012 - LOVE IT!
D&G S/S 2012
Það voru svo mörg merki í dag sem eru mikilvæg í tísku heiminum en ég sá sýninguna af PRADA í dag streaming, það er einmitt það merki sem ég fíla svona upp og niður, þessi sýning var því miður meira niður á við. Allars sýningarnar í Mílanó hafa sýnt mjög sexy og kvennleg föt, stutta kjóla, gegnsæ efni og háa skó en PRADA fór að mínu mati smá geyst í þetta og er jú þeirra sýn á næsta sumar að vera með mikið bert á milli. Ég veit ekki með aðra en það hafa nú fæstir líkama á við súpermodel það er að vera 1.80 og 60 kg en bert á milli finnst mér bara ákaflega 90's gone wrong á öllum einstaklingum! Sýningin skiptist niður,bert á milli og svo er einkonar eld þema sem ég botna heldur ekkert í. Sýningin var ekki alveg að gera sig fyrir mig ekki miða við hinar allar sýningarnar sem hafa verið sýndar hér í Milano. Hér má sjá myndir af mallakútunum:
PRADA S/S 2012
Jæja ætla láta þetta nægja í bili fyrir þá em hafa mikinn ákuga á tísku vil ég einnig mæla með sýningunni frá FENDI og Max Mara sem voru í dag og Alberta Ferretti sem var í gær.
-Ansy
Athugasemdir
Vá hvað þetta er flott hjá D&G!!!
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 23.9.2011 kl. 00:26
Tad finnst mèr lika :) Allir samt òsammàla mèr med prada, en èg hef gràdu sem gefur mèr rètt ad segja ad tetta er LJòTT!! :)
Ansy (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 08:07
Eitt að vera fallegt eða ljótt hitt að notagildið sé fyrir "okkur" hinar sem fitta ekki inní 1.80 og 60 kg. Annars gaman að fylgjast með þessum öra heimi.
Suðrænt knús til Ansý
www.zordis.com, 24.9.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.