Litadýrðin veldur augnskemmdum
19.9.2011 | 20:12
Jæja þá, þetta blogg átti nú ekki að vera svona vel fókusað á tísku en þar sem ég datt inn á þetta á tísku vikunni er varla annað hægt. Skrifstofan hjá Calvin Klein er að springa þessa stundina (ekki eins og sýningin hafi verið í milano), allir á hlaupum og allir eru fyrir öllum og allir að trufla alla, mjög afslappandi og kósý tími í vinnunni huh sem byrjar klukkan 8 á morgnanna og lýkur svona um kvöldmataleytið þegar ég þykist þurfa að fara á klósettið og sný ekki aftur til sætis.
En tískan já, ég sný mér aftur að London. Það sem pirrar mig einna helst þetta árið er að allir hönnuðurnir eru að reyna svo mikið og svo mikið af öllu að tískan virðist vera frekar rótlaus og erfitt að finna línuna í trendi. Jújú það er auðvitað ákveðin element sem standa upp úr en margir ganga of langt með þeman sín og missa sig smá í litagleði.
Þá má helst nefna Matthew Williamson hann einmitt byrjar sýninguna á mjög kúl dressi með japanese blossoms kjól og fallegum blazer jakka en svo fer sýningin bara niður á við. Dressin eru illa sett saman og mjög stefnulaus collection línan hjá honum.
Hér er annað dæmi um að hönnuð sem tók þemað sitt mjög bókstaflega. Ætli hann Peter Pilotto hafi verið í smá safari pælinum???? Jah það er nú spurning!!! Þetta er því miður ekki eina svona dressið í línunni, en veit ekki hver mundi klæðast þessu og hugsa, með allar flugurnar í kringum sig, Ég er æði lítandi út eins og illa ræktð blómabeð!
Ohhhhhhhhhhhhh unaður sé bara fransk film noir svarthvítt þegar ég sá sýninguna hjá Marios Schwab. Svo fallegir kjólar, flestir hlýra eða hlýralausir með 2 földu efni (lituð að innan og svo gengsætt yfir). Rómantískt yfirbragð á þessum stíl svo eina sem kemur í hugann á mér er ohhhhhhhhhhhhh sætt! Þeir sem fíla 50s style af kjólum er þetta alveg merkið..
Mulberry eins og ávallt sýndu flottar töskur og var mest áberandi töskurnar úr gulu regnplasti, einhvernvegin virkuðu þær samt sem og "lookið" það sem þeir mixuðu gulri regnkápu við mjög elegant kjól. Ekki það að Mulberry sé ekki fallegt merki þá komu þeir samt skemmtilega á óvar með nýju línunni sinni. Var einstaklega hrifin af tvískiptu kjólunu. (mynd hér við hliðin á)
Vá vá vá Topshop Unique var alveg með vinninginn í dag. Allt svo svakalega fallegt hjá þeim, einfaldir litir eða svart,hvítt og gull að mestu leiti. Skemmtilegar línur á fötunum og þá sérstaklega hálsmálum, sem var skemmtileg tilbreyting frá öllum litglöðu skyrtunum sem hinir hönnuðurnir hafa misst sig í. Þeir sýndu hæfilega fjölbreyttni með kjólum, leggins og jökkum. Ég væri alveg til að komast showroom hjá þeim og fá lánað eins og 1 kjól og jakka. Eina sem vantaði voru aukahlutir, þeir hefði alveg mátt sýna eins og eina eða 2 töskur en að öðru leiti er allt gorgeuos í þessari línu.(mynd úr sýningnni hér til hliðar)
En svona í lokin verð ég að gefa athyggli á ljótustu náttfata hönnun ársins eða hvað sem þetta á að vera frá hönnuðinum Richard Nicoll, sumir kalla hönnunina hans list en það er þá list sem ég skil ekki. Mundi ekki einu sinni sofa í þessum fötum svona bara ef nágrannarnir eða póstmaðurinn mundi koma auga á mig
Athugasemdir
Hvernig er með svona fólk eins og þig, geturðu ekki keypt svona kjól frá Top Shoppinu, líst nokkuð vel á hann eða kostar hann kannski hálf fjárlög 3. heimsins..
Flott hjá þér elskan.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 19.9.2011 kl. 22:44
Þetta er svo mikið feik, allt sem maður sér á sýningum er bara fyrir sýningar. Er samt ógðeslega flottur!!! Ætli topshop komi ekki með einhverja lýkingu við þetta jeii jeii eða þá ég ræni bara show roomið í London það er alltaf option :)
Takk luv, elska samt bloggið þitt.. <3
Ansy Björg, 19.9.2011 kl. 23:19
Ekki ræna þessu Pret a porter stöffi ( vá hvað ég er heppin að hafa horft á einhvern jesú þátt sko designerinn heitir jesú, eldgamall, líklega gay án skeggs ) Allavega, þú ert dásemd litla barn.
Ætla að mæta í litríka kjólnum mínum með skærbláa hárkambinn minn með kórónuna og vera edrú til að hafa þetta enn dramatískara.
She´s out of it this crazy mamá ...
www.zordis.com, 20.9.2011 kl. 13:44
Sko þegar við móðir þín drösslumst saman í stelpuferð (lesist skóferð) til Italia, prego
www.zordis.com, 20.9.2011 kl. 13:45
Einmitt búin að bíða spennt eftir stelpu/ skó / rauðvínsferðinni hér í mílanó góðu :)
Ansy Björg, 20.9.2011 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.