Önnur lota: London!
18.9.2011 | 17:55
Jæja, sunnudagur og ég er svakalega hress og fersk!!! Í stað þess í gær að fara út í aperitivo (ítalskt orð fyrir kokteil drykkju) þá ákvað ég að vera heima og byrja á að fara yfir sýningarnar frá London. Úff ekki man ég til þess að sýningarnar væru alltaf svona margar.. mér tókst þetta á endanum og sá allar sýningarnar sem komnar eru á einu bretti í gærkvöldi/nótt!
Fyrstu hönnuðurnir hafa sýnt í London og bíð ég spennt eftir áframhaldinu því vikan í London byrjaði vel og er ég mjög glöð í mínu litla hjarta. Fötin eru mun meira "classical", einfaldari litir, minna um munstur og skemmtilegri stíll. Það sem komið er af ss 2012 collection má segja að næsta sumar verður mikið um belti í öllum stílum, stórar töskur, "platform"hælar í litum, mikið um gegnsæu efni og einnig stórir hattar.
Hér koma nokkri hönnuði sem stóðu upp úr á góðann góðann og slæmann hátt - fyrir þá sem nenna ekki að skoða Allar þessar sýningarnar..
Ég vil byrja á að nefna merkið Basso and Brook, það eru ef till vill einhverjar manneskjur sem eru svo svakalega litaglaðar að það nægir þeim ekki að vera bara í 3 til 5 litum, þá er þetta merki alveg tilvalið fyrir þau. Ég sem er með fullkomna sjón þurfti að setja á mig gleraugu eftir að hafa skoðað þessa sýningu. Litirnir eru æpandi og munstrin alltof mörg of á hverri flík. Segi við þessu merki less is more, sem þau greinilega skilja ekki!
Og verðlaun fyrir ljótasta print vikuna fer til House of Holland. Kræst, lokið augunum og ímyndið ykkur baby bláar buxur með myndir af skýjum, þrí lituð gegnsæ skyrta (fjólublá,lillablá og bleik) og til að toppa lookið snáka skinn axlabönd já og ekki má gleyma snáka skinn skónum. Sumir eiga bara alveg að láta eiga sig að hanna föt ekki nema þá kanski barna náttföt eða dúka í mesta lagi! (hér að neðan er eitt skemmtilegt "look" frá þeim)
Þá komu aukahlutirnir frá Jeager London á óvart, stór skemmtilegir hattar, sólgleraugu og töskur frá þessum hönnuði. Fötin aftur á móti í þessari línu eru ósköp lítillát og einföld, ekkert sem fær mann til að stökkva til London að kaupa. Collection línan verður alltaf að vera smá ýkt og meira ævintýraleg.
Ég held að mörgum íslendingum muni líka við hönnunina frá Willow. Falleg silhouette og flott efni í fötunum. Einnig má sjá að hönnuðurinn er svakalega flinkur við að drape-a, sem sést á nokkrum flíkum, mætti jafnvel vera fleiri flíkur í þeim dúr. Stuttir kjólar, síð pils og pálmatré er það sem má sjá i þessari línu.
Vivienne Westwood hefur lengi verið ein af mínum uppáhalds. Sýningar hennar eru litríkar og skemmtilegar og ef ykkur finnst ekki gaman af tísku þá getið þið glaðst yfir módelum í allt of háum hælum dettandi hér og þar um sýningarpallinn. Línan hennar þetta árið Red Label by Vivienne Westwood var eins og svo oft áður alveg frábær, dragtirnar voru æði og var þar sérstaklega ein köflótt dragt sem ég tók eftir. Falleg víð hálsmál, pilsin tekin upp á hliðinni og blazer jakkar þrengdir með þunnum lituðum beltum. Sýningin endar á eld rauðum síðum, hlýralausum kjól to die for. Þessi lína er casual línan fyrir konur ef svo má orða og fær fullt hús stiga frá mér! (mynd hér að neðan)
Nú bara vona ég að London sýningarnar halda svona áfram svo ég geti skemmt mér í vinnunni á morgun :)
Athugasemdir
Frábært hjá þér elskan! Greinilega á réttri hillu í tískufaginu þínu.
xxx
Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.