Kjaftshögg frá New York!
17.9.2011 | 13:15
Þetta er mín fyrsta blogg færsla, hef séð að allir á íslandi eru farnir að blogga og fyrst mamma bættist í hópinn þá get ég ekki setið á kúlinu mínu lengur og verð að herma!
Ég er búin að sitja í vinnunni alla þessa viku og eyða meira og minna öllum tímanum mínum að horfa á tísku sýningarnar frá new york eða þá lesa gangrýni eða skoða myndir. Þar sem vinnan mín felst í að stílisera fólk fyrir sjónvarp og finna áhugaverð "look" þá nánast tengdist þetta vinnunni minni!
Eftir þessa viku stend ég uppi orðlaus...... HVAÐ ER AÐ SKE! Tískan fyrir sumar 2012 jú hefur ákveðinn stíl og það má sjá mikið af blúndu, gengsæju efni, plasti, og printi. Einnig eru sterk þema í gangi eins og hjá Michael Kors með safarí þema, Threeasfour fóru í pólitískt þema og fleira í þessum kanti.
Vonbrigði vikunnar í New York var jú Michael Kors hann hefur alltaf gert svo hreinar og fallegar línur, fötin hans alltaf verið mjög elegant en þetta árið var honum í huga Afríka svo sýning hans minnti á þorp sem var étið upp af tígrisdýra kápu. Línana hans var að mestu leiti græn - brún með slettum á og öll rifin og peysurnar hans semeru nú eitt af hans "signature looki" minntu helst á kartöflupoka.
Sama get ég sagt um Mr. Jacobs, en línan hans Marc by Marc Jacobs kom einnig sérstaklega leiðinlega á óvart. Þótt hans stíll hefur aldrei heillað mig neitt sértaklega þá hefur hann jú alltaf skemmtileg element í sýngunum, þetta árið skreytti hann modelin fyrir SUMAR tískuna með þessum forljótu húfum og vafði svo modelin í eitthvað sem virtist vera endurunnir plastpokar.. Eitthvað sem virðist vera mjög óþægilegt og enþá óþægilegra í sumarhita.
Einnig verð ég að minna á sýninguna hjá Donna Karan New York (DKNY) veit ekki hvort það sé bara ég en eina sem ég sá úr þessari sýningu er IKEA málverkin!
Printin þetta árið skil ég bara ekki, minna helst á barna rúmföt! Það er ekki að sýningarnar hafa alla verið vonlausar það var bara ekki nein sýning sem tókst að heilla mann upp úr skónum.
En burt sé frá þessu öllu get talið upp endalaust af sýningum sem voru með ansi vafasöm föt en ég vil nú frekar tala um það sem var gott og hægt að nota hugmyndir frá þeim.
Sem stóð alveg upp úr var Oscar de la Renta, sýningin hans var voðalega falleg. Byrjaði með high volume pilsum sem tóku allann sýningar ganginn. Litirnir voru skemmtilegir og í sýningunni voru fallegar draktir sem og kjólar. Hann fór ekki í öfgana með sýningar fötin, sem margir hönnuðir eiga til með að gera, þannig maður fær góða hugmynd hvernig línan hans er árið 2012.
Einnig kom línana hennar Vicroriu Beckham skemmtilega á óvar, fötin voru mjög kynþokkafull mjög "playfool" og sá maður fallega og hreina liti. Fallegt hvernig hún setur saman bláann og apperlsínugulann, en eina sem stakk í augun voru skórnir sem voru támjóri að framan með áföstum leður legghlýfum.
Chado Ralph Rucci fékk standi klapp eftir sína sýningu enda voru þarna margir kjólar sem maður á án efa eftir að sjá á rauða dreglinum. Hann notaði mikið af ullar efni og hesta hárum í fötin en það voru þarna smá plast í fötunum sem var óþægilegt að horfa á en hann kanski býst við miklu regni næsta ár svo ég segi ekkert neikvætt um það, sýning hans var svo falleg!!
Proenza shoulders voru samir við sig, settu fram falleg föt og fallega sýningu. Fötin höfðu fallegar línur og voru fötin mjög "artistic með geometric línum". Komu nokkrir vafa samir kjólar en þessi lína hefur verið smá blanda af hönnun og art svo allt er fyrirgefið. Falleg lína frá þessu merki eins og ávallt.
Merkið sem kom mér á óvar líka var Bill Blass, lógóið þeirra er akkeri og voru fötin í sjóarastíl en það sem stóð upp úr í sýningunni voru fallegir blazer jakkar, bláir með gylltum tölum sem segir það að blazer jakkarnir eru ekki að fara neitt úr tísku á næstunni svo um að gera að kaupa sér ef þið eigið ekki einn slíkann.
Áhugaverðasta sýningin og ef þið hafið ekki séð þessa sýningu mæli ég 100% með að þið farið á annaðhvort www.style.com eða þá á youtube og horfið á sýninguna frá Imitation of Christ. Þetta merki er einmitt mjög artistic og segir hönnuðurinn einmitt að tískann sé bara einn parturinn af þessu merki. Það skemmtileg við þessa sýningu varað hún var sett upp eins og brúðkaup og modelin voru eins og brúðhjón og brúðarmeyjar. Einnig í endann á sýningunni var eitt par sem gifti sig, svo þessi sýning er allt örðuvísi en hinar.
Svona í lokin verð ég að skrifa smá um Calvin Klein þar sem ég er búin að sitja fundi, kynningar og fleira á þessari línu. Hann Francesco Costa hönnuðirinn fyrir Calvin Klein Collection Konur er litill maður að hanna fyrir háar konur. Jákvæða er að hann missti sig ekki í print viltleysu og í litagleðu eða fór að vefja plasti utan um módelin svo jú hann fær plús fyrir það og læt ég það vera mín síðustu orð af New York fashion week. Núna er að halda áfram með næstu borg!
Athugasemdir
Flott elsku stelpan mín, greinilega með það besta úr móðurfjölskyldunni. Miklu betra að vera hérna með tískubloggin þín....you go girl
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 17.9.2011 kl. 13:24
jah segðu :) tími til kominn að ég deili mínum frábæru hugmyndum um hvað er töff og hvað ekki!!!!! :) þarf að fá mér íslenska orðabók svo ég fari ekki að sletta líka á ítölsku...
Ansy Björg, 17.9.2011 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.