Færsluflokkur: Ljóð

Milano gerði mig hamingjusama í dag.

Jæja núna er rétt tæpt 1 ár síðan ég flutti frá Milanó aftur til Íslands og voru tilfinningar mínar blendnar við ákvörðuntökuna mína. Eftir 7 ára dvöl mína þar þá finnst mér ég alveg vera orðin hálf ítölsk og það eru skringilegustu hlutir sem ég sakna þaðan. Þegar fólk hugsar til ítalíu þá kemur oft í hugann kaffi, sól, strönd, rauðvín, menning og ekki má gleyma matur... þegar ég hugsa til baka þá sakna ég mest því að það heilsa manni allir hvort sem það er afgreiðslufólkið í búðinni, konan sem ég keypti lottóið af eða barþjóninn á local barnum mínum, ég sakna þess að sitja í tram í gegnum borgina og horfa á blómin en mest sakna ég búðanna og hvernig fólk klæðist. Stílinn í Milano er svo frábrugðinn frá þessum Íslenska en ég er ekki ennþá að skilja "stílinn" sem er hér.. meira og minna allir keppast um að vera örðuvísi að þetta er eins og lífrænt ræktuð, flóamarkaðs, over-sized skrúðganga með marglitað hár - munirinn er sá ef allir vilja skera sig úr og vera örðuvísi þá hver er örðuvísi.. þá er það líklegast bara manneskjan sem er í gallabuxum og stuttermabol jah maður spyr sig! 

Núna er einstaklega skemmtilegur tími að vera í Milan þegar tískusýningarnar eru í gangi, mikið af litríku fólki út um allan bæ og það er einstaklega skemmtileg að fara út að skemmta sér á tískuviku því það eru svo margar uppákomur út um allt... nú sé ég borgina í hyllingum (eftir þetta litglaða og sumarlega sumar sem við erum búin að  eiga hér) 

En aftur að tískunni þá komu New York og einnig London með frekar leiðinlegar sýningar.. Burberry Prorsum sem sýnd var í London var með svipuðum brag og NY, pastel litir í bláu og orange, mikið af blúndu og gegnsæju, mikið brúnt og svart. Ekkert sem ég mun hrópa húrra fyrir EN svo kom mín ástkæra Milano og sneri öllu við, vona að þið sem nennið að spá í há-tísku merki njótið jafn vel og ég gerði: hér er brot af því besta:

 Fendi ss2014

Fendi
 
Fendi

fen_9865_450x675.jpg

 Gucci

Gucci

 Prada

Prada

 Prada

Prada

 

í Milano voru þeir mun litaglaðari og voru sýndir sanseraðir-kjólar, mikið grænt, blátt og hot purple, mjög mikið af allskonar printum og var gaman að sjá hjá Prada að þeir voru mikið með andlits-print. Mæli samt helst með línunni frá FENDI þar sem Karl Lagerfeld fer á kostum eins og vanalega! 

Jæja nú er það bara að fá sér te og skoða detailin á sýningunum.. ég kem sjálfri mér á óvart hversu óspennandi ég get orðið :) 

Detox áfram áfram - held upp á 2 vikna detox með hvítvíni og dýfi Brauði ofaní það og BORÐA.... í næstu viku :) 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband