Færsluflokkur: Bloggar
Fallegir hlutir gera þig fallegri..
13.2.2012 | 16:39
Búin að vera að leita og leita af einhverju áhuga verðu á netinu, hef ekki rekist á neitt sniðugt líka núna er mest um sumartísku og hér er allt á kafi í snjó og er mjög kalt svo erfitt að hugsa um sól og opna kjóla. Ég rakst samt á síðu sem ég var búin að gleyma, en ekkert er skemmtilegra en fallegir hattar, töskur, skór og gleraugu. Ég er mun meira fyrir aukahlutina heldur en fötin sjálf svo þetta blogg tileinka ég Patriciu Field,og hennar stíl!!
Ég er nánast alltaf með gleraugu á mér svona til að gera "outfittið" áhugaverðara þá eru gleraugu mest áberandi og mikilvægur aukahlutur. En hér eru skemmtileg gleraugu:
Jeremy scott - hand gleraugu!
Jaesyn Burke- steina gleraugu
Ég fór í bæinn hér í mílanó fyrir nokkrum dögum og var ég alsæl þegar ég sá að það eru að koma aftur kúluhattar og það sem er skemmtilgra eru pípuhattar fyrir stelpur bæði svartir og rauðir. Ég er svo ástfangin af höttum og væri ég alltaf með hatta ef hausinn á mér væri ekki svona stór.. hef komist að því að hattar passa því miður ekki á minn of stóra haus sem er fullur af risastórum heila ( sem er kostur)
Bowler hattur - Æði!
Annar Kúluhattur
Svo er alltaf gaman að öðruvísi skartgripum!!
Klifur Beinagrind
Anne Holm - fjaður hálsmen
Givenchy- Eyrna og neflokkur
Þar sem það eru erfiðir tímar getur fólk með sítt
hár reddað sér svona- frítt hálsmen!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Milano
31.1.2012 | 00:45
Ég veit ekki með ykkur en ég er svo svakalega þreytt að lesa íslensk blogg, facebook pistla, síður um Sílikonbrjóst, Gillz eða einhvern blessaðan hund sem dó fyrir ári (blessuð sé minning hans). Hef verið að velta því fyrir mér hvað þarf fólk að gera til að gerast blaðamenn á íslandi? Get ekki séð að kröfurnar séu gríðalega háar! En ég ætla að skrifa um eitthvað allt annað.
Siðustu ár hef ég búið á Ítalíu í Milanó og fyrir fólk sem hefur áhuga á tísku er þetta hin besta borg. Ég hef einnig ferðast út um allt hér og finnst mér ítalía æðisleg!
Milano/Milan:
Fyrir stórborg er þessi borg mög lítil, kemst á alla staði þ.e. þvert yfir borgina á um 30 min, hægt er að labbað nánast allt ef þú hefur viljann fyrir því. Hér er þessi skemmtilega aperitivo menning sem er "basically" leyfi til að drekka mjög snemma: Aperitivo er ódýrir kokteilar á milli 7 og 10 og þú færð frítt að borða með drykkjum (hlaðborð). Ansi skemmtilegur siður fyrir félagsverur (þetta á ekki við um alla ítalíu, heldur er þetta siður hér norðan meginn). Ekki er svosem mikið að sjá hér nema maður sé mikið fyrir kirkjur það er nóg af þeim EN það er stutt í allt, tekur um klukkutíma í að fara til Liguria ströndina og tekur um klukkutíma að komast í fjöllin á skíði. einnig er stutt til Frakklands, Sviss og Króatíu. Fyrir þá sem tala ítölsku skilja mig hér, "hreimurinn" í Milano þ.e. Milanese sem fólk talar í Milano er mjög auðvelt að skilja og fáir tala "Dialetto" svo maður skilur ítölskuna hér (sem ég geri t.d. ekki í napoli, skil ekkert hvað þeir eru að segja þar) . Hér er enginn munur á þriðjudegi eða laugardegi, þú getur farið út þegar þú villt ogá hverjum degi er fullt af fólki allstaða sem er kostur að mínu mati. Uppáhalds staðurinn minn hér er án efa Naviglio fyrir markaðinn sem er á sunnudögum og svo Colonne di San Lorenzo þar sem fólk situr úti á götu og fær sér bjór!
Tískan hér er mjög fjölbreytt, hér eru búðir all frá Gucci (Montenapoleone), D&G (san babila) til H&M (allstaðar). Skemmtilegast finnst mér þó götumarkaðarnir sem selja secondhand og eru þeir að finna alla föstudaga í P.ta Genova og öðrum stöðum hina dagana. Ég fer nú nokkuð mikið út á lífið hér og sé því mikið af fólki og er ótrúlegt hversu margir ítalir hafa einstaklega ljótann stíl en hafa samt brennandi áhuga á tísku. Ítalskar stelpur klæða sig allar mjög svipað, þær eru oftar en ekki í svörtum voðalega plain kólum sem eru oftar en ekki óþarflega stuttir og svo í þessum allra ljótustu indíána plast stígvelum (grá eða hvít) við og á sumrin eru þær svo villtar að breyta um og fara í þessa skjannahvítu kjóla sem eru alveg eins og þessir svörtu og ballerínu skó við (gubb). Strákarnir eru alveg einstakir hér þeir eru sko MUN meiri fyrir tískuna heldur en stelpurnar og minna strákarnir hér mig örlítið á strákana í jersey shore (ef þið þekkið þann þátt, eini þátturinn hér sem sýndur er á ensku svo hálf neyðist til að horfa á það). Hér klæðast þeir í skyrtum , 2 efstu tölurnar eru óhnepptar, peysu yfir og seinna er svo peysan bundin um herðar eða um mitti, Gallabuxur og íþróttaskór (en allt í einhverju fancy smancy merki).. þetta á við um 85% af ítölsku strákum. Ég gæti skrifað 1000 bls bók um ítalska karlmenn, hef kynnst óþarflega mikið af þeim í gegnum tíðina enda flestir mínir vinir hér eru ítalir(karlmenn, ítalskar stelpur eru ekkert svo hrifnar af mér,surprise surprise). Spá í að láta það efni um ítalska karlmenn alveg eiga sig annars mun ég brenna mig á því.
Kenni ykkur samt bestu frasana ef þið eigið leið um Milano eða ítalíu!
Basta: Stop
Vai via : Farðu burtu
Um að gera að nota þá oft og mikið!!!!
Mæli svo með mílano enda kom ég hingað fyrst fyrir um 5 árum síðan í tungumálanám og núna er ég búin að taka háskólanámið mitt hér og er hér enn! Ákvað að skrifa smá um borgina mína þar sem ég er í tísku blokki, finnst þessa dagana allt eitthvað klisjukennt og leiðinleg,(ef maður hefur ekkert gott að segja er þá ekki bara betra að sleppa að segja það) áhugaverðasta þessa vikuna fannst mér Ís sem kemur í sterkum litum þá er nú mikið sagt!
þar til næst þegar ég tísku skot í heilann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Menn 2012 - Tíska
20.1.2012 | 16:19
Það er svo mikið af bloggum, síðum, pistlum og fleiru með tísku en einhvernveginn gleymist alltaf að það er virkilega stór markaður fyrir karlmannstísku og held ég að strákar hafa ekkert minni áhuga á tísku heldur en kvennmenn. Veit að flestir strákar hugsa um útlit sitt svo eitthvað tískuvit hlýtur að leinast hjá ykku!
Tískuvikurnar fyrir haus menn 2012 standa yfir akkurat núna og ætla ég að sýna helstu trendin sem verða á þessu ári.
Áberandi litir: Rauður,Blár, Grár og svo auðvitað Svart og Hvítt einnig eru enþá leifar af ljósbrúna litnum.
Aukahlutir: Stórar og miklar handtöskur, mikið er einnig um sólgleraugu með kol svörtum glerjum og einnig lituðum glerjum ( rauð, blá og gul) svona space gleraugu sem voru í tísku back in the day.
Stílinn í ár er mjög karlmannslegur og verða mikið um jakkaföt, nánast öll merkin einbeittu sér að aðsniðnum jakkafötum og það sem skemmtilegasta er við það að þau koma í öllum gerðum, munstrum og efnum. Mikið er um flauelis (velvet) jakkafata-jakka, buxurnar eru slim fit semsagt jakkaföt sem stelpurnar muna líka vel við. Annars er einnig mikið um rauðarbuxur þá sérstaklega gallabuxur, hvítar skyrtur, síðar úlpur með skinni, og leður buxur og leðurjakkar OG bara leður í öllu!!
Persónulega er ég "all in" í leðurbuxurnar, flauelisjakkana og leðurstígvél:)
MENN VOR 2012
MUGLER
Falleg jakkaföt, töff stíll og fallegir frakkar í þessari línu. Nicola Formichetti er töff hönnuður og greinilega ekki hræddur við að prófa nýja hluti. Eini gallinn sem er í collection línunni er ð það er mikið um ljót efni, þ.e.a.s. mjög heit og eldfim!
BALMAIN
Svakalega flottur stíll frá þessu merki, slim fit gallabuxur, gollur og jakkafata-jakkar. Strákalegt en samt töff.
Bottega Veneta
Fyrir þá sem þora að vera öðruvísi þá eru jakkafötin alveg "awesome" frá þeim. Munstrin og lita samettningarnar eru "spot on". Alltaf gaman að sjá menn í leðri :)
Louis Vuitton
Merkið sýndi mikið af hlýjum fatnaði sem er gott fyrir íslendinga, stórir teflar, síðar úlpur og frakkar.
Falleg smáatriðin hjá L.V. jakkafatanælurnar með fjöðrum!
3.1 Phillip Lim
Lítið að segja bara æðislegt merki og er allt flott frá þeim!
Er búin að þræða allar sýningarna, þetta er brot af því besta frá því sem mun verða í haust fyrir menn eða jafnvel konur sem fíla karlmanns tísku, mér finnst karlmanns tískan alltaf mun skemmtilegri heldur kvennmanns... Ég held að ég væri mjög töff gæi, ég væri alltaf í jakkafötum með vasaklút og með vasaúr! Vona einhver hefur notið góðs af þessu bloggi, skemmti sjálfri mér að minnstakosti mjög vel við að gera það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
H&M eða ekki H&M!
19.1.2012 | 22:39
Íslendingar hafa alltaf verið vitlausir í verslanirnar H&M, get vel skilið það þar sem þessi keðja er einstaklega ódýr og fötin eru oftar en ekki eftirlíkingar frá "high fashion" merkjum. Sem helst má sjá núna t.d. eru eftilíkingar frá Stellu Mccartney, gegnsætt með doppum, stjörnuskreyttar skyrtur sem tekið er frá Dolce and Gabbana 2011 og allt hitt sem tekið er frá öðrum merkjim. Ég viðurkenni að oft versla ég sjálf í H&M og geri ég sömu mistökin aftur og aftur þegar ég kaupi þar. H&M er verslun sem maður þarf sérstaklega vel að passa sig hvað maður er að kaupa. Fyrst þarf að passa gæðin á efnunum því þau eru lítil sem engin, og saumarnir illa gerðir og eiga faldarnir til með að rakna upp við enga áreinslu
Ætla ér hað segja frá reynslu minni:
Ef ég tek dæmi á síðasta ári keypti ég mér hæla skó (8cm) og ekki var það hællinn sem brotnaði heldur brotnaði botninn í tvennt í annað skiptið sem ég fór í þá. (eins gaman og það er að halda á skónum sínum í miðri samkomu)
Ég keypti kjól en faldurinn rifnaði að neðan í fyrsta skiptið sem ég fór í hann... (í góði lagi ef maður á saumavél sem ég á Ekki hér í mílanó)
Ég keypti hálsmen með 4 fjöðrum þegar ég kom heim af djamminu var 1 fjöður eftir (get kennt mér um það samt sem áður, nokkuð viss um að ég hef flækt mér í okkrum "fólkum")
Ég keypti nærföt sem voru einnota og get ég alveg talið mjög mörg önnur dæmi um boli og peysur og kjóla en nenni því ekki. En bara hér er ég búin að telja saman 150 evrur sem er 20 þús.
Eins og með margar svona ódýrar keðjur þarf að skoða vel hvaða efni er í flíkinni því H&M og eins með ZÖRU eru með mismundandi gæðaflokkur innan keðjunnar og er það merk of með "white label" sem er mjög ódýrt og algjört drasl og einnota svo er black label sem kostar aðeins meira en endist í meira en mánuð og oftar en 1 skipti (stundum er grey label þarna á milli) svo er Collection flíkur sem eru enþá dýrari og færri eintök af flíkinni.
Einnig með verslanir eins og þessar þarf að passa sig einstaklega vel á stærðum, þar sem þegar að fjöldaframleiðsla er svona svakalega mikil (og þetta er allt framleitt í asíu) þá eru stærðirnar smá ágiskun og ef það stendur 38 er það í raun og veru ekki alltaf 38! Ég fór í síðustu viku í H&M til að kaupa mér jakka og var 36 og 38 nákvæmlega sama stærðin sem er mjög furðulegt!
Svo eru stórir hönnuðir að hanna fyrir þessa keðju og sú síðasta var hún Donatella Vercase, yfir 70% af fatnaðinum var skilað vegna lélegs "quality" (orðið gæði passar helst við það) og var allt komið núna á 80% afslátt sá ég.. og voru meira segja kjólarnir sem kostuðu 159 evrur komnir niður í 30 evrur. ( þeir eru ekki einu sinni 30 evru virði verð ég að segja)
Bara svona deila pirring mínum á þessum búðum, þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt að hafa þær svona þegar manni vantar kjól fyrir 1 kvöld en að öðru leiti er þetta bara peningatap því oftar en ekki er kjólinn ónýtur daginn eftir!
Bloggar | Breytt 20.1.2012 kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tísku megrun?
13.1.2012 | 00:12
Gleymdi mér í smá langri pásu... en er byrjuð að blogga aftur!
Eins og með svo margir þá ákvað ég að setja mér þau áramótaheit að koma mér í form, svona borða hollar, styrkja mig og lifa heilbrigðu lífi. Ég er mjög mikið "grípa mér mat á ferðinni" manneskja svo oftar en ekki er ég með skyndibita í kvöldmat og ég fer út að borða í hádeginu. Já ég semsagt byrjaði að tala við heilbrigðara fólk en ég sjáf með mat. Ég komst fjótt að því að það er danskur kúr, Bara grænmetiskúr, kúr sem felur í sér bara að drekka vökva og annað sem virðist vera mjög vinsælt sem er að vigta allt sem fólk borðar.. Ég segi nú bara að öfgarnir hér fyrir mig persónulega eru svakalegar.. ætlast til að ég fara um með vigt og setjti ákveðin grömm í líkaman minn er ekki alveg það sem ég kalla notarlegt líf. Er ekki sirka bara hægt að segja til hvað maður þarf sjálfur að láta ofan í sig,ein kjúklingabringa og grænmeti til dæmis?! kannski fá sér mandarínu í eftirmat?
Ég lét þetta nú ekki trufla mig enda mjög ákveðin persóna og staðföst að halda mín áramótaheit svo ég fór að kíkja á líkamsræktastöðvar og kíkja á internetið eftir æfingum, þá er það nú enþá flóknara úff.. Það er eitthvað sem er Hot fitness, zumba, rope joga, þrekstigi! Ég er nú frekar mikið fyrir allt sem kemst í tísku og fell því oft fyrir furðulegum tískubylgjum en leikfimistíska? Held ég fari bara út að hlaupa með ipodinn minn og fái mér fisk í kvölmat og læt þar við sitja og vona það besta :)
Dagur 1:
Fékk mér jógúrt í morgunmat, salat í hádegismat (ekki á veitingarhúsi heldur heimagert!!!) Fékk mér svo lasagna í kvöldmat (ekki heimagert) og bjór sem er ekki alveg í anda hollustunnar en þetta er bara dagur 1 svo þetta er allt að koma já svo labbaði ég stigann í stað að taka lyftu og skokkaði í 40 min. Mér líður mjög "hollt og heilbrigt".
Ekki það væri svakalega til í ráð um æfingar sem fela ekki í sér saunu eða að hengja mig í rólur og reipi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
..að vera flottur á brúðkaupsdaginn!
23.11.2011 | 18:35
Giftingar eiga sèr jù rétt alveg eins stað á íslandi eins og annars staðar en ekki hef ég verið mjög mikið vör við tískuna tengd brúðarklæðnaði, sennilega jú þar sem flestir leigja kjólana sina þà er ekki mikid val um að breyta þeim eða ráða hvernig þeir eru, en eitt verð ég samt að segja að þessi ameriska brúðaköku kjóla "tiska" finnst mer persónulega alveg fráleit!!!!
Frà því ég var litil var ég med brjálaðar àhyggjur í hverju ég ætti að klæðast þegar ég mundi gifta mig, ég var mjög skrítið barn og snérist allt um klæðnað. Persónulega er ég ekki mjög hrifin af hvitum lit (þar sem 5 mínutur eftir notkun veit ég að ég mun klessa einhverju í hvítu fötin mín og ég veit ekki hversu glæsileg ég væri með eins og eitt stykki rauðvinsglas framan à kjólnum mínum á sjálfann giftingardaginn)
Ég spàði nú aldrei í hverjum ég ætladi að giftast enda var það aldrei neitt svo mikilvægt í mínum huga en eg var alltaf med áhyggjur af kjólnum. Oft hef ég líka hugsad afhverju eru kjólarnir allir hvitir og afhverju er allt þetta eldfima tjull út um allt!!! Nú er svo komið ad þvi (minnstakosti að móður minnar tímatali) ad það sé kominn timi til að spá í giftingu í "nánustu" framtið (gef þvi samt góð 5 ár), svo ég hef veriö ad skoða hönnudi sem gera brúðarkjóla, skoðað mismunandi trend og fleira. Hér é ítaliu er t.d. brúðurin aðeins i sjálfum bréðarkjólnum í kirkjunni svo skiptir hún um kjól fyrir veisluna, tad er t.d. mjög skemmtileg hugmynd þegar kemur að þægindum, í kína gifta flestir sig í rauöu, þad fyrir lukku og einni segja þeir að sterkur rauður litur haldi burt illum öndum..
Ég er semsagt buin ad skoða margt og mikið á netinu og það eru til svo fallegir brúðakjólar sem eru brúðarlegir àn þess ad vera klisjukenndir og hallærislegir!
Hér eru myndir af nokkrum sem eru voda fallegir:
Vogue - Editorial !!!
Runway Collection Silfur kjóll
Runway Collection silfur blúndu kjóll
Prêt à Porter - Hvitur kjóll sem er mjog einfaldur og fallegur!
Runway collection - Þessi finnst mér vera æði, lika fallegt hálsmenið sem hun er með vid hann, mjóg nutimaleg brúðardress!
Villa Carlotta Collection - Þessa er svakaleg fallegur ef giftingin er að sumri til, eins og ég segi þvi einfaldara þvi betra!
Og fyrir þá sem eru meira fyrir liti þà koma þessir til greina:
Runway collection - Þessi kjóll er mjög spes, hvitur blúndu kjóll med grænum og hvitum blómum
Romantic look: Hvitur med blàrri blundu, kemur fallega út að setja upp raudann varalit
Atalier Ameè - Hvit og svart hefur verið að koma sterkt inn hér á ítalíu undarfarin ár.. Ekki slæmur þessi kjóll!
Einnig eru nokkur brúðartrend sem ég hef aldrei skilið, jú kanski á þetta ekki við um alla og eflaust var þetta einhvern tímann flott en èg mundi alveg sleppa öllu þessu:
Hvitar neglur - neglurnar þurfa bara alls ekki ad vera í stíl við kjólinn
Að vera tanaður a brúðkaupsdaginn - tísku leifar af 1997 trendi!
Að vera með uppgreidslu og blóm í hárinu - getur komið vel út en yfirleitt bara alls ekki!
Að vera með perlu skartgripi - Ætla ekki að commenta hér en bara nei nei!
Þetta er jú gifting sem er mjög mikilvægt og er þetta stór dagur en þetta er ekki grímuball og er lika mjög gott að geta horft á myndirnar eftir 5 ár án þess að skammast sin svo öll tímabils trend er betra ad sleppa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Flottustu gellurnar 2011
21.11.2011 | 15:54
Mikið af listum hafa verið gerðir um hver er sú sem er flottust klædd þetta àrið.. èg er nú ekki alveg sammála þessum listum enda hef èg sèð nöfn eins og Sarah Jessica Parker á toppnum, persónulega finnst mèr hún ekkert hafa verið að gera neina byltingu í tískunni, jù hún hittir af og til á flott look en annars bara alla ekki!! Svo hef èg sèð fólk eins og Olsen tvíburana sem er bara skandall og fleiri sem persònulega mèr finnst alls ekkert töff fólk...
Svo èg gerði minn lista!
Fallegar konur í flottum fötum...
Evan Rachel Wood
Súpergellan hún Evans fær mitt fyrsta sæti, ekki bara að hùn sè àvallt ofur svöl og sæt heldur tekur hùn svakalegar àhættur í klæðavali og takast þær alltaf vel. Nùna nýlega klippti hùn hárið stutt og er bara flott!!
Hèr er hùn i Gucci kjòl (S/S2012)
Blake Lively
Gosspip girl stjarnan kann að klæða sig.. Hùn er alltaf smekklega klædd en samt töff. Ljósir lokkar, platform skór og klassískir kjólar er stílinn hennar, einnig er hùn venjulegast mjög töff hversdagslega!
Olivia Palermo
Að vera fræg fyrir að vera fræg, raunveruleikastjarnan, modelið og leikonan Olivia er oftar en ekki í huganum hjá mèr þegar èg skoða trend. Hùn notar yfirleitt flíkur ofanà flíkur, smà hippa fílingur hjà henni en samt fer hùn ekki yfir línuna.
Alexia Chung:
það sem gerir hana svona töff er að hùn tekur svakalega miklar àhættur, oft takast þær bara alls ekkert vel en hùn nær samt alltaf að "pulla off" outfittin! Með sterkann casual stíl sem èg fíla í botn..
Emma Stone:
Hvort sem hùn er ljòshærð rauðhærð, í stuttum eða síðum kjòl, þá klikkar hùn aldrei. þetta àr hefur hùn undantekningarlaust verið flott!
Henni fer einstaklega vel að klæðast appelsinugulu hèr að ofan klæðist hùn Lanvin, en hèr að neðan Calvin Klein Collection.
Og svona er það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Annie Leibovitz fyrir Vogue US
17.11.2011 | 10:19
Cover af Vogue US Desember 2011 er myndað af einum besta ljósmyndara í heimi Annie Leibovitz og sést það vel á þessu Editorial hversu góð hùn er.
Hùn myndaði Suður Afrísku leikonuna Charlize Theron í fossum í Pennsylvaniu og við strönd Rhode Island. Fyrir þá sem hafa gaman af ljósmyndun eða einfaldlega bara tísku er vert að skoða þetta Editorial og sjá Video-ið:
Charlize Theron klæðist Calvin Klein Collection og Alexander McQueen
Hé er einnig linkur að gerðar myndartökunnar!! Svo Enjoy..
http://www.youtube.com/watch?v=pNA5rCjxJ2Y&feature=player_embedded
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einstök hönnun..
16.11.2011 | 15:52
Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ég uppgvöta nýja hönnuði, það þarf nú fæstum að segja að merki eins og Fendi, Dior, Chanel, Viktor & Rolf, Balenciaga og fleiri séu að gera góða hluti..
Allt sem er einkennilegt og skrítið og helst óskiljanlegt finnst mér afskaplega skemmtilegt. Föt sem er mjóg erfitt að finna út hvernig eiga að vera eða hvernig maður kemur sér í flíkina er eitthvað sem ég dregst mjög mikið að!!
..ég mun seint gleyma kjólnum sem seldur var í All Saints sem gerður var úr fallhlýf en ekki nóg með það þá var virkilega flókið að koma sér í hann (eða að minnstakosti tók það mig vel góðar 15 minutur) og hann vegur um 5 Kg en váá það er ein skemmtilegasta flík sem ég hef séð!
Hér eru nokkrir hönnuðir sem eru að gera eitthvað nýtt og öðruvisi sem hafa náð athyggli minni:
Light keeper Pendant
Adam Shulman er einstaklega flinkur við að hanna mjög einstaka skartgripi. Hèr er eitt af hans verkum sem er hálsmen með ljósi, flísatöng og skrúfjárni. Verð 900 Evrur
Gleraugu eftir Stevie Boi
Allar Skrítnustu stjörnurnar sem hafa minnsta tískuvitið hafa sett upp Stevie Boi "Sòlgleraugu" eins og m.a. Lady Gaga. Sem er mest skemmtilegast við hönnunina á gleraugunum hans er "challenge-ið" að ganga með þau àn þess að ganga á eitthvað/einhvern!
Invisible shoe eftir Andreia Chaves
Eins konst 3D skór held það þufi ekki að segja meira en það!!
Make a Wish ring eftir Bettina Nissen
Hver vill ekki brenna sig á keravaxi á afmælisdaginn sinn! Er skemmtileg hugmynd hjá henni, ekkert svakalegur tilgangur með að eignast svona en samt sætt svo þetta fær að vera með á Like listanum
Gleraugu eftir Natasha Morgan!!
Hef lítið annað að segja en Flott Flott hjà henni!
Skór eftir Alberto Guardiani
þessa þekkja reyndar eflaust margir en alltaf þegar ég sé þessa skó þá brosi ég! kæmi sér vel ef það væri "actually" snyrtidót í skónum, þà væri bara að finna lausn fyrir kortið og simann og maður getur verið töskulaus :)
Bullet hringar eftir Akillis
Flott skartgripa hönnun og þá sérstaklega þessi byssukúlu línan frá þeim
Hér er svona brot af því besta sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana.. annars er svo mikið af frábærum hönnuðum að það er erfitt að fylgjast með öllu sem er að gerast!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Modelum skipt ùt fyrir hunda!
7.11.2011 | 14:42
Nùna eru engin limit fyrir því hvað kemst í tísku og nùna sem virðist vera að koma i auknu mæli í sem "fyrirsætur", littlu hundarnir sem kallast Pug. Fleiri merki eru farin að hafa Þessa hunda sem andlit fyrirtækisinns og nokkur merki hafa gengið Það langt að nota Þà à tískusyningum. Valentino hefur gert syna hunda mjög fræga en hann à alls 6 stykki af PUG og hafa Þeir setið fyrir à ansi mörgum myndum!
Hèr eru mynir af Editorial, hundum Valentino og fleiri Pug-um:
Valentino Garavani með hundana sina Molly, Milton, Monty, Margot, Maude Maggie og Oliver.
Auglysing fyrir POLLINI
Auglysing fyrir Louis Vuitton vetur 2011
Vogue Italia
Tiskusyning hjà Mulberry
Peysa frà Markus Lupfer
Eins og mà sjà hèr eru Þessir smà hundar mjög vinsæl mòdel, einnig eru Þessir hundar mjög latir og er því lítið màl að làta Þà slaka à fyrir framan myndavèlar. Svo ef stílistum vantar model er Þetta tilvalinn möguleiki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)