Eru börnin okkar geymsluvara?

Það er svo skrítið að þegar þú eignast fatlað barn þá oftast nær þarftu að vera vel upplýstur um hvernig hlutirnir ganga í þínu bæjarfélagi og hjá mér er það Reykjavík. Það er svo mikið í kringum allt sem barnið þarf eins stuðnings aðila sem barnið þarf að fá, þjálfun, sérkennslu, akstur og fleira. Samfélagið okkar ekki vel undirbúið fyrir þessa krakka og eru því allstaðar biðlistar, skertur stuðningur, það er á foreldrum að sækja allar þjálfanir með barninu og fleira sem gerir foreldrum ansi erfitt fyrir. Strákurinn minn skipti um leikskóla 3 sinnum á 3 árum þar sem aldrei var stuðningur til staðar til að vera með honum og hjálpa og þar sem hann er einhverfur var þetta rosalega erfiðar breytingar.

Líðan barna okkar eru okkar foreldra að passa upp á og sjá til þess að þau þroskist og dafni eins vel og möguleiki er á. Til þess þá þarf umhverfið eða þar sem börnin þrífast dags daglega að vera tilbúin að taka  þá  ábyrgð að sjá til þess að börnin okkar líði vel og þroskist eins og þeim ber að gera. 

Nú á ég þó yngri son sem er á leikskóla í Reykjavík og hefur hann verið sá allra hamingjusamasti í sín 3 ár þar. Hann eignaðist þar sína bestu vini á sinni deild og hann var kominn í fótbolta með sínum vinum og leið honum vel. Hann er mjög sjálfstæður 4 ára strákur, hann vildi læra ensku þegar hann var 3 ára til að geta sungið lög og skilið teiknimyndir og nú ári seinna er hann altalandi á íslensku og ensku. Hann hjálpar eldri bróðir sínum mikið t.d. með að klæða sig í skó og minnir hann á að þvo hendur eftir klósett ferðir. Hann er svo góður og blíður og hefur alltaf verið sá allra hamingjusamsti strákur.  

Nú tók svo leikskólinn upp á því að hafa aldurs hreinar deildir og þar sem strákurinn minn var eini sem var ári yngri var hann einn tekinn  út og settur á nýja deild eftir að hafa eytt 3 árum með sömu krökkunum. Sem móðir og með mikla þekkingu á að vera með sjónrænt skipulag og undirbúa strákana mína vel þá var ég búin að reyna að undirbúa strákinn minn að hann væri að fara á nýja deild með nýjum krökkum og það væri æðislegt. Litli maðurinn minn hélt nú ekki, skildi ekki afhverju hann mætti ekki leika við sína vini eins og áður. 

Ég sem móðir bað um fund bara til að reyna að skilja hugsunina á bak við þessa ákvörðun að taka eitt barn út, finnst það sjálf persónulega út í hött en það er bara mín skoðun. Jú það kom þá á daginn að auðvitað snýst þetta að fylla leikskóla eins mikið og mögurlegt er og voru fleiri börn á því ári svo og á endanum er það út af peningum en ekki endilega hvað er barninu fyrir bestu. Leikskólar í dag eru margir hverjir undir mannaðir og því miður ekki alltaf nóg þekking inn á þeim, ég hef þurft að læra það á mjög erfiðan hátt. En vík ég aftur að fundinum, mér var tjáð að þetta væri nú bara venjulegast foreldrar sem gerðu mál úr svona hlutum og þetta tæki börnin nokkra daga að aðlagast, en ég spurði nú hvort einhver hafði spurt stráinn minn hvernig honum leið þá fékk ég þau svör að 4 ára barn hefur ekkert vit fyrir sér. Ég get bara ekki verið meira ósammála því þar sem tilfininga þroski barna er mjög mismunandi á þessum árum. Einnig þegar ég vildi fá formlegan fund með okkur báðum foreldrum var ekki vel tekið í það þar sem ákvörðun hafði verið tekin og skipti engu máli hvað okkur fannst eða leið með þetta.

Auðvitað lét ég reyna á þetta eins og leikskólinn tjáði mér um vita þau einfaldlega best hvað er gott fyrir börnin og núna eftir 3 ár í leikskóla með barn sem hefur verið erfitt að fá heim þaðan þarf að slíta úr fanginu mínu grátandi á morgnana og heyri ég bara "ekki skilja mig eftir hér":(. 

Hann er farinn að gera sér upp veikindi og segir við mig á hverjum morgni að honum sé illt í maganum, hann sé sorgmæddur og vilji vera heima. Kerfið virðist virka þannig að það er tekin hver króna yfir allt annað og þá líka líða barnanna okkar. Í stað þess að leikskólinn reyni að finna einhverja lausn á vandamálinu með þá foreldrum  þá eru þau a að hringja í leikskóla til að fá hann fyrr fluttann en ég sótti um flutting þar sem ég tel það barninu mínu fyrir bestu í þessum ömulegu aöstæðum. Semsagt skilaboðin eru barnið mitt er vandamál fyrir þau! 

En ég hef þurft að ganga í gegnum mjög margt með eldri son minn þegar hann var í leikskóla í Reykjavík og er því kannski þráðurinn styttri hjá mér en eins og ég sé þetta þá er aldrei hugsað um hvað er BEST fyrir barnið frekar hvað hentar leikskólanum og fjármagnið sem kemur inn. 

Núna sit ég og hugsa hvernig fer ég að og hvað ég get gert, ég er með einhverft barn sem ég þarf að undirbúa alla daga um hvernig dagurinn hans er, hjálpa að klæða hann, fara með á æfingar, ýta á eftir að koma honum inn þar sem hann er á bið. Einnig núna hef ég yngri strákinn minn sem neitar að klæða sig, neitar að borða og segist alltaf líða illa og hef ég aldrei séð barn gráta eins mikið á morgnanna. Ég er kannski mjög viðkvæm og er kannski óréttlát að biðja um að forgangurinn sé líða barnsins míns en hvað gerir maður sem foreldri því ég er komin á þann stað að hvernig á ég að treysta að barninu mínu líði vel þar sem hann þarf að eyða 5 dögum vikunnar ? Þarf ég að hafa hann heima eins og ég þurfti að gera í heilt ár með eldri strákinn minn. Er þetta ég eða er leikskólakerfið orðið svona mein gallað og við sem foreldrar höfum einfaldlega ekki tíma né orku í að berjast því þannig er ég farin að hugsa.   

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband