Er þetta þín eða mín jarðaför?

Það er lítill bær á lítilli eyju sem er staðsett á milli frakklands og ítalíu, Sardegnía og heitir þessi litli bær Sarroch. Ef við hoppum til baka árið 1930 á Reyðarfjörð þá ertu komin með ágætis hugmynd um hvernig þessi bær virkar. Það eru 3.200 manns sem búa þar og 2 af þeim eru tengdarforeldrar mínir og auðvitað öll fjölskylda mannsins míns, fyrir utan einn sem varð svo djarfur að fá sér vinnu í Róm sem er alveg 40 min flug frá eyjunni(sama land tæknilega séð en hvað um það). 

Þrátt fyrir fjöldann sem búa þarna þá þekkjast nánir allir alla því það hefur alltaf verið sama fólkið þarna og einnig er fólkið þarna einstaklega forvitið að þegar eitthvað gerist eins og t.d. þegar maðurinn minn kemur í heimsókn í bæinn sinn má sjá mörg andlit gæjast á hliðið á húsinu. 

Við eyðum þó nokkrum tíma á þessari eyju á hverju ári og einnig eyðum við miklum tíma með tengdaforeldrum mínum. Þau eru alveg einstök hvor í sínu lagi en málið var í sumar þá dó ein vinkona tengdamóður minnar sem var alveg orðin 78 ára og búin að vera veik ansi lengi en jarðaför á ítalíu er bara nokkrum dögum eftir að manneskjan deyr og var tengdamamma nokkuð viss um að hún ætti að vera á laugardeginum. Tengdó vildi samt ekki spurja nákvæmlega hvenær jarðaförin var enda fréttist allt bara á spjalli við grænmetissölu manninn eða við fólkið í súpermarkaðnum. Á föstudeginum kemur tengarpabbi hinsvegar hlaupandi inn um dyrnar gargandi að jarðaförin sé að byrja því hann sá fólk labba með kistu inn í kirkjuna og hann þekkti fólk sem var að labba inn, það er alltaf vitað í þessum bæ hvenær fólk deyr og hvaða jarðafarir eru í gangi eins mikil skemmtun og það er.

Kallinn sem er kominn vel yfir sjötugt tók sturtu á sirka 2 min, komin í kristinlegu kirkjufötin sín (polo bol, svartar stuttubuxur og sólgleraugu) þaut af stað í jarðaförina en því miður var tengdarmamma ekki eins fljót á sér eins og sagði hún að hún færi sko ekki í jarðaför í bænum ómáluð... Hann fer í jarðaförina fyrir hönd fjölskyldunar, sest á bekk framlega þar sem hann er einnig góður vinur eiginmanns konunar sem dó en hann fattar í miðri jarðaför þegar presturinn var að tala um þennan látna að þetta var bara alls ekki rétt jarðaför. Hann sat í vitlausri jarðaför!!! Hann kannaðst jú við suma þarna en manneskjan sem var í kistunni þekkti hann alls ekki neitt. Hann sat jú alla 2 tímana sem jarðaförin var en var svo snöggur að forða sér út. Næsta dag fór hann semagt með tengdó í réttu jarðaför og enn og aftur kirkju klæddur.

Eftir allt þetta þá fóru þau að spyrjast fyrir um en þá var jarðaförin á föstudeginum hjá einum manni sem var úr næsta bæ við hliðin á en kirkjan þar var bara upptekin. 

Jah allt getur gerst segi ég bara

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband