Færsluflokkur: Bloggar

Sólgleraugu fyrir sumarið

Jæja ég veit ekki hvernig það er á íslandi en hér í Mílanó er komin sól svo ég get loksinns haft not fyrir sólgleraugun mín. Sólgleraugu og gleraugu finnst mér lang mikilvægasti aukahluturinn því þau geta breytt útlitinu alveg talsvert. Þetta sumarið eru gleraugun ekki jafn litrík og var í fyrra, mun einfaldari og látlausari. Litirnir eru dökkir eða munstrótt annars er silfur og gull alltaf í tísku. Vinsælasta umgjörðin í ár er án vafa kringlótt gleraugu en í öllum stærðum ég segi því stærri því betri. Hér eru nokkur dæmi af Vor/Sumar sól gleraugum 2012:

 MIU MIU

miu_miu_2012_1149287.jpg

A- MORIR

amorir_2012.jpg

RAG & BONES

rag-bone-keaton-d-frame-acetate-sunglasses-598x340.jpg

 ISSON

isson.jpg

THOM BROWNE

thom_browne_2012.jpg

Vil benda á að ég er með nýtt blogg í vinnslu: http://fashionfetishism.blogspot.com

Er farin út í sólina vona að þið eigið góðann dag :)

-A

 


Vogue Paris - Giampaolo Sgura

Einn af bestu tískuljósmyndurum heims í dag hann Giampaolo tók myndir fyrir Vogue Paris Jewelry fyrir Maí tölublað sem kemur út á næstu dögum. Þetta er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum en hann er snillingur í að ná festa tilfiningar í myndunum. Fyrir þá sem þekkja ekki til ljósmyndarans þá gerði hann Armani nærfata herðferðina fyrir Vor/Sumar 2012 og einnig fyrir Dolce and Gabbana Jewelry

Hér er Editorial sem verður í Vogue Paris:

6a00e54ecca8b988330163043ad1e6970d-pi_1148477.jpg

Model: Crystal Renn

Ljósmyndari: Giampaolo Sgura

6a00e54ecca8b988330168ea3044af970c-650wi_1148481.jpg 

6a00e54ecca8b988330167652eb51f970b-pi.jpg

6a00e54ecca8b988330163043ad228970d-pi_1148482.jpg

6a00e54ecca8b988330168ea3044dc970c-pi.jpg

6a00e54ecca8b988330168ea3044f4970c-pi_1148484.jpg

Fleiri Editorial má sjá eftir hann í Vogue Paris Beauty (Maí) og Marie Claire Spain (Maí)

-A

 

 

 

 

 

 


Carine Roitfeld hannar línu fyrir MAC

Það er engin önnur en fyrrverandi Director af franska Vogue sem hannar limited edition línu hjá snyrtivöru fyrirtækinu MAC. Línan sem hún hannar verður í hennar stíl eða brúnt og svart fyrir augun og nude varir. Carine er ein sú áhrifa mesta konan í tískuheiminum í dag og verður því gaman að sjá hvernig línan kemur út. Hún er einnig í auglýsinga herferðinni fyrir MAC en það var Mario Sorrenti sem tók myndirnar af henni:

 

carine-roitfeld_dentro.jpg


Bleikt hár

Hef tekið eftir að í apríl og í maí 2012 eru svakalega margar tísku myndartökur með væmnum ljós bleiku hári. Er svakalega flott á vissu týpum og finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða Editorial með þessum hárlit, þetta á eftir að verða stórt trend fyrir sumarið svo fyrir þá sem eru djarfir þá er bleikt málið:

 

charlotte_free_for_numero_tokyo_may_2012_th_eric_guillemain_1148297.jpg

 

Model: Charlotte Free

Ljósmyndari: Eric Guillemain

Magazine: Numero Tokyo, Maí 2012

naty_chabanenko_-_elle_vietnam_phot-kevin_sinclair_th_april_2012.jpg

Model:Naty Chabanenko:

Ljósmyndari: Kevin Sinclair

  Magazine:Elle Vietnam, Apríl 2012

quinta_witzel_th_phot-_justin_hollar_-_nylon_march_2012_1148300.jpg

Model: Quinta Witzel 

Ljósmyndari: Justin Hollar

Magazine: Nylon, Mars 2012

charlotte_free_-_purple_mag_ss_2012_pho_terry_richardson.jpg

Model: charlotte Free:

Ljósmyndari: Terry Richardson

Magazine: Purple Vor/Sumar 2012

theres_alexandersson_th_pho-camilla_akrans_-_bon_mag_ss2012.jpg

 Model: Theres Alexandersson

Ljósmyndari: Camilla Akrans 

Magazine: Bon  Vor/Sumar 2012

 

Til að lita hárið í svona bleikum lit þá þarf að fyrst aflita hárið svo það nái alveg hvítum lit, svo þarf að nota lit se heitir Cotton Candy Bleikur og ekki setja litinn í hárið eins og venjulega heldur þarf að greiða hann inní svo hárið verði mislitað skola svo hárið með köldu vatni svo liturinn haldist í betur fyrir þá sem hafa áhuga á að verða bleikhærðir.

Þar til næst

-A

 


Flare magazine fyrir maí!

Ég á það til að gleyma mér svona af og til með blogg eins og allt annað í lífinu. Búið að vera mikið að gera og sól hér í Mílanó svo garður og bjór stóð í vegi fyrir mér.

Ég sá hér Editorial sem er í maí blaði frá Flare Magazine. Frábært editorial, því ekkert er erfiðar en að gera látlausar myndir sem "looka" vel saman. Fötin eru líka lýsandi hvað verður í sumar, blúndur og veikir litir: 

 

sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-2-e1334722756514.jpg

 

 Model: Sarah Godon

Ljósmyndari: Chris Nicholls

Flare Magazine, maí 2012

sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-6-e1334722881152.jpg

sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-3-e1334722800417.jpg

 

sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-8-e1334722913613_1147749.jpg
sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-5-e1334722860254.jpg
sarah-gadon-in-flare-magazine-may-2012-amazing-lace-1-e1334722776289.jpg
 

 

- A 


Gucci haust 2012

Milano fashionweek byrjaði í gær og byrjuðu þeir með eitt af sterkustu merkjum og sýning ársinns. Frida Giannini sannaði sig enn og aftur með svakalega töff haust línu frá Gucci. Þetta Collection er í sama anda og Gucci menn 2012 sem sýnd var í síðasta mánuði, en ég alveg féll fyrir fötunum. Þau hjá Gucci nota alltaf flottustu Súper módelin og mátti meða annars sjá Anja Rubik og Natasha Poly. Fötin hafa innblástur frá 9unda áratuginum og eru þau mjög rómantísk á dramatískann hátt ekki á "sweet and cute" hátt eins og Valentino á til með að gera. Fötin lýsa sterku kvennfólki, flíkurnar eru allar mjög dökkar, mikið notað af flaueli og þunnu gegnsæju efni og skórnir ýmist hælar eða há krókodila leður stígvel yfir buxurnar. Kjólarnir hafa fallegar hreyfingar en buxurnar og jakkarnir  minna helst á gamla hermannabúning. Blómamunstrið á blússunum og á kjólunum er gallalaust (flawless) og litirnir haldast vel saman, allir litir dökkir fjólublár, vínrauður, blár og grænn og einnig voru á sýningunni skemmtileg lítil hringlaga sólgleraugu fyrir haust byrjun. Ég heillaðist einnig mikið af  kápunum og cape-unum. Í fáum orðum mjög fallegt Collection eins og ávallt frá Gucci:

GUCCI A/W 2012

00060m_1137482.jpg 

00090m.jpg

00160m_1137484.jpg

gucci.jpg

00340m_1137488.jpg

00310m_1137489.jpg

00280m.jpg

anja_rubik.jpg

natasha_polu.jpg

 Þetta eru myndir sem sýnir helst hvað var í boði frá Gucci fyrir haustið, og nú vonandi sér maður einhver flott editorial með fötum frá þessu Collection. Ég er alveg ástafangin af þessari sýningu þ.e.a.s. af fötunum, hárinu og make-up ... allt smellur saman!


Tíska haust 2012

Nú er London tískuvikan að klárast og loksins komið að Milano! Nokkur mjög áhugaverð trend voru sýnd í London en stóðu 2 merki uppúr McQ frá Mcqueen collection og einnig Burberry Prorsum var æði! Annars var flest allt mjög litríkt og Neon-ish smá 80's fílingur í sýningunum þetta árið, ég er ekki alveg að meðtaka þessa neon tísku þar sem mér finnst það of barnalegt og fáránlega ljótt!

 

BURBERRY

burberry_prorsum.jpg

burberry.jpg

burberry2.jpg

burberry4.jpg

byrberry3.jpg

Burberry Prorsum fannst mér áhugaverðasta sýningin, bolirnir í sýningunni voru með sama munstur og regnhlýfirnar, hálsmálið er skreytt með steinum sem mynda rósir. Hnésíðu pilsin eru með hátt mitti úr flaueli og mikil hreyfing eru á pilsunum.  Mikil áhersla er lögð á smáatriðin, en Burberry er auðvitað merki sem þekkt er fyrir falleg munstur og svakalega fallegar línur á fötunum. Kápurnar í þessu Collection eru guðdómlegar, eru allar ólíkar í laginu en klæðilegar og svo eru beltin sem þeir skreyttu flest "lookin" með mikið signature look. Leður hanskar með litlum jarnbroddum svo það virðist ekki að vera fara úr tísku enþá. 

Í fáum orðum: Leður, gaddar, flauel og mikið svart 

McQ

mcq.jpg

mcq2_1137285.jpg

00340m.jpg

00350m.jpg

Hjá McQ var mikið af tjulli, einnig blandað saman tjulli, blúndum og flaueli. Hlýralausið flaueliskjólar yfir blúnduboli og háir leðurhanskar. Sýningin var sú allra flottasta og undirbúningur sá allra lengsti, þeir notuðu haust laufblöð sem þeir ræktuðu í London sérstaklega fyrir þessa sýningu þar sem núna eru ekki þessi litur á laufblöðunum. Silouettin á kjólunu, beltin og hárið var allt mjög mikið í anda Mcqueen, virkilega falleg sýning og vildi ég að ég væri að fara að gifta mig því ég mundi vilja gifta mig í þessum hvíta kjól, er ástfangin af honum!

Sýningin sem kom samt mest á óvar og veit ég ekki hvort ég sé hrædd eftir að horfa á hana eða hvort mér líkaði við þetta allt saman..minnti mig helst á  Lady Gaga á krakki 

Meadham Kirchhoff

00240m.jpg

00180m_1137289.jpg

meadham_kirchhoff.jpg

Mjög litríkt Collection, fallegt gegnsæ efni og finnst mér síðasti kjólinn svakalega fallegur en svona collectionið í heild sína er alveg fáránlega litríkt og með því að lita andlitið á modelunum í sama lit og fötin truflar það smá fyrir hvar fötin byrja, smá geimveru fílingur í þessu öllu saman. Hönnuðurinn lýsir þessi sem feminista reiði, en það fær mig ekki til að skilja þetta betur!

 


MUSE fyrir Dolce&Gabbana

Hún er GORGEOUS 47 ára ítalska gyðjan hún Monica Bellucci....

Hún er núna í auglýsingaherferð fyrir Dolce&Gabbana Make up, og er þessi mynd fyrir varlitinn úr þeirra Make up collection fyrir 2012.

monica-belucci-ima_2142136a.png

Önnur MUSE fyrir Dolce & Gabbana þetta árið er ítalska super modelið Bianca Balti en hún sat fyrir Japanska Vogue í Mars útgáfunni 2012 fyrir einmitt Dolce&Gabbana

bianca-balti-in-posa-per-vogue-japan-marzo-2012.jpg

il-servizio-fotografico-con-bianca-balti.jpg

 Er ánægð með Dolce&Gabbana í þetta sinn, svakalega fallegar konur og verulega smekklegar auglýsingar sem þeir eru með þetta árið!!!


Tískuvikan í London

Jæja þá er komið að London, ég er búin að vera að vega og meta sýningarnar sem eru komnar "so far" get ekki sagt að London sé að heilla mig. Í  New York voru  alveg frábærar sýningar og fannst mér Michael Kors með sína útgáfu af ull og sjölum alveg frábær,  svakalega falleg cape og vesti og alveg frábær köflótt munstur. Einnig fannst mér 10 Crosby Derek Lam línan falleg, var casual og auðveld.. línan er svona fyrir hversdagsklæðnað en það voru sýnd aðeins 10 final look.

Hef enþá ekki séð neitt sem hefur sérstaklega gripið mig.. og London er alveg að gubba af milljón litum og afar sérstökum munstrum, var sérstaklega sorgmædd yfir Acne þar sem ég hef alltaf verið hrifin af því merki en plast buxurna og púffí kápurnar voru ekki alveg að gera sig fyrir mig í ár. 

Hér er það "besta" af því versta frá London:

Matthew Williamson

matthew_williamson.jpg

matthew.jpg

Ég hef alltaf verið hrifin af fötunum frá Williamson einnig voru nokkur look sem mér fannst þokkalega ágæt en svona persónulega finnst mér litavalið alveg hræðilegt en turquoise og appelsínugulur fá mig til að verkja í augun og þeir saman í einum og sama kjólnum er eitthvað sem ég mun aldrei kaupa!

Acne

acne.jpg

acne2_1137150.jpg

Minnstakosti ef maður fer í útúr púffaða plastkápu og setur á sig þröngt málmbelti að vera meira fancy, minnstakosti setja upp hæla til að maður virki ekki eins og strumpur í strandasandölum en samt á leiðinni á skíði. Eins mikið og ég fíla smekkuxur og samfestinga þá er þetta ekki að gera sig fyrir mig. Varð fyrir vonbrigðum að sjá Acne!

Louise Grey

00140m.jpg

louise_grey.jpg

Fötin eru að sjálfu sér ekkert ljót, punk vs 80's þema í gangi og það er vandamálið að blanda þessu saman og öllum munstrum og litum sem hægt. Þau settu fram 23 total look sem hefði betur átt að vera 40 look og setja helmingi minna á hvert model, ég veit ekki hvert ég á að horfa, á þessa risa stóru hanakamba, skæru stígvélin eða hvað?! Held að margir missi af fötunum í þessari sýningu.

peter_pilotto_1137149.jpg

Eins og áður allt of margr litir settir saman í eitt "Look"

Ég varð líka fyrir svakalegum vonbrigðum að sjá vivienne Westwood red label en bíð spennt eftir að sjá allt hitt, enda allar flotturstu sýningarnar eftir í London og svo hlakka ég til MILANO :) 

Semsagt að setja þetta í nokkur orð, skærir litir, mikið af munstri, 80's is back fyrir þá sem fíla það! 

Hér eru myndir frá Michael Kors til að enda þetta á jákvæðum nótum :) 

Michael Kors

00320m.jpg

00470m.jpg


Star Wars þema á Grammy klæðnaði:

Já ég sit  nokkuð orðlaus eftir að fletta yfir öll "dressin" eða hvað sem gekk á á Grammy verðlauna afhendingunni í gær. Þetta var mjög áhugavert að sjá! Get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstakt þema nema þá kannski star wars árás á vatikanið?! Það væri svona næst því að vera eitthvað þema. Annað þema sem sást er að kjóll "match-i" hárlitinn. Sá margt mjög undarlegt á rauða dreglinum hef ekki alveg orð yfir það allt en ég tók saman það sem mér fannst best, áhugaverðast og einnig það sem var einfaldlega ljótt!

Þar sem ég er að reyna að verða þessi jákvæða bubblí persóna þá ætla ég að byrja á flottu kjólunum :)

Ég tók eftir mörgum áhugaverðum hönnuðum og fallegum Couture kjólum.. 

Adele

 

adele

 

Kjóll: Armani Couture

Carrie Underwood

carrie underwood

Kjóll: Gomes and Gracia

Katy Perry

katy perry

Kjóll: Elie Saab

Taylor Swift

taylor swift

Kjóll: Zuhair Murad

Kelly Osbourne

kelly

Kjóll: Tony Ward Couture

Svo voru nokkrir kjólar sem mér þótti áhugaverðir, ekki viss hvort Grammy sé rétti staðurinn fyrir þessa kjóla en engu að síður flottir kjólar

Paris Hilton

paris hilton 

 Kjóll: Basil Soda

Þessi kjóll minnir mig hlest á gríska gyðju og væri hann mjög fallegur sem giftingarkjóll, hún var ekki í honum á réttum stað né tíma, en samt glæsileg engu síður. 

 

Jessie J

jessie j
 
Kjóll: Julien MacDonald
 
 Þessi kjóll væri gaman að nota í photoshoot jafnvel í myndband veit samt ekki alveg með  hvort hann virki á þessu "event" aðeins of diskókúlulegurfyrir minn smekk, enn Jessie er allt töff!!
 
 
Þá er komið að stjörnustríðinu:
 
Sasha Gradiva
 
sasha
 
Upp með hendur? Skil ekki hvernig hún komst þeð þetta axlar armbands byssu skartgrip í gegnum tollinn í bandaríkjunum. Veit ekki hvort þetta fylgdi kjólnum en að minnstakosti sér maður ekki kjólinn fyrir hræðslu um að hún muni skjóta! Nei aðeins of langt gengið fyrir minn smekk!           
Star Wars Warning
 
Nicki Minaj
 
nicki_minaj_-_versace.jpg

 Vissi ekki að hún væri svona trúuð að hún vefji um sig prest skykkju og verst við þetta allt saman að hún fékk Versace að hann þessa hörmung.. EN þetta er úr silki! Eins og það skipti máli þegar hún lítur út eins og týndur hirðmaður í teiknimynd! Beint í vatikanið og biðja um vinnu við gæslu á hliðinu!

Cindy Lauper

cindy

 Neiii Cindy neiiiiiii neiiiii!

Bonnie Mckee

bonnie

Þetta er svona geimveru búningur með áfasta sópa um hendurnar.. kannski var hún hrædd um að detta um eitthvað svo það sé pælingin að láta þetta gula busta gólfið á undan henni! Samt nei virkar alls ekki sem "outfit"

Robyn

robyn

Ekki það mér hefur alltaf fundist hún svakalega hallærisleg en hún náði samt að toppa allt hérna.. með eina ljótustu hárgreiðslu sem ég hef séð á ævi minni. Svo er hún í "over sized" stuttermabol sem glansar og í alltof þröngu Mullet pilsi við.. talandi um sítt að aftan! OJ! Sem toppar nú þetta hvíta drasl sem hún klæðist þá er þetta alls ekki málið: 

robyn_1.jpg

Æi nei!

Lady Gaga

 

gaga

 

Þegar maður er að velja óþægilega kjóla þarf maður að velja og hafna: eitt ef kjólinn er mjög síður og maður þarf að einnbeita sér að detta ekki, tvö að vera í einhverju úr plasti eða leðri og of hitna ekki. Númer 3 ef maður er að sýna of mikið og maður þarf að  halda öllu á réttum stað og 4 ef maður er með eitthvað fyrir andlitinu eins og net, sem gerir það að verkum  að maður sjái ekki alveg nógu vel og þarf að passa sig vel að detta ekki.

Að setja þetta allt saman í einn kjól þýðir bara eitt: DISASTER

Fergie

 

fergie

 

Svört nærföt og virkilega ljótur appelsínugulur vafningur með öxlum frá Jean Paul Gaultier.. ekki að gera sig! Kemst auðveldlega á listann yfir ljótustu kjólana á árinu þó það sé bara febrúar!

Þetta var svona helsta frá Grammy í ár.. áhugavert eins og ég sagði :) 

Hér er svo DJ Daudman5 sem toppaði allt í ár með alltof hefðbundnum klæðnaði og skrítnum haus!

dj_deadmau5.jpg

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband