Einhverfa í dag!

Jæja ég hef mikið verið að skrifa um ferlið hjá syni mínum síðan hann var forgreindur með einhverfu. Ég fékk smá skell eftir síðasta póst því ég fékk skilaboð frá nokkuð mörgum sem voru að segja mér að þau eigi líka börn með einhverfu og hafi það ekkert að segja að hafa greingu á barnið sitt því það fái alla þá hjálp sem börnin þurfa. 

Það er samt ekki rétt!! Sama hvort það sé einhverfa eða hvað annað þá villtu vita hvað er að barninu þínu og hvernig er best að meðhöndla það. Ég veit að barnið mitt er einhverfur en hvernig? Hversu mikið? Hvaða þjálfun þarf hann? Er hann á rófinu eða er hann með dæmigerða einhverfu? Það koma upp milljón spurningar en núna erum við búin að bíða í 6 mánuði og eru aðrir 18 mánuðir í bið þar til við fáum að vita eitthvað nánar. 

Eins og með allt þá þarf peninga til að hafa hlutina í lagi, ég var einstaklega óheppin með leikskóla fyrir srákinn minn og var hann á stað þar sem ekki var þekking né mannskapur til þess að mæta þörfum hans. Ég er nú þannig manneskja að ég sit nú ekki lengi aðgerðarlaus svo ég setti mig í samband við Reykjavíkurborg sérdeildarsvið, ég setti mig í samband við velferðarráðurneytið og já sótti um fund á leikskólanum um að taka strákinn minn þaðan. 

Eftir langa fjóra mánuði á leikskólanum og engin framför náð, engin hjálp, enginn skilningur hvað var að, strákurinn var nánast hættur að borða, við vorum hætt að geta klætt hann þar sem hann var einfaldlega hræddur við að fara á leikskólann og bara mikið álag á mig. Ég fékk að heyra það mánaðarlega að hann ætti rétt á allri þeirri þjónustu sem önnur einhverf börn hafa en hvað er ef það er ekki mannskapur í það? Hvað er ef það er ekki menntaðir einstaklingar til að tækla þetta á réttan hátt? Engin til að sjá um þjálfun. Fékk að heyra aftur og aftur að verið var að leita af fólki sem ekki náðist að finna á þessum tíma. 

Ég fékk ábendingu um að kannski þyrfti strákurinn minn að fara í talþjálfun en þar er minnst 14 mánaða bið, og einngi heyrði ég góða sögur af tónlistar þerapíu en þar er meira en árs bið svo það er allstaðar sama sagan og sömu erfileikar sem foreldrar þurfum að berjast við.

Ég barðist og tók strákinn minn úr aðstæðum sem ég var ósátt við og hann var ósáttur svo ég ákvað frekar að hafa hann heima eftir að hafa fengið þær fréttir að hann kæmist væntanlega ekki inn á leikskóla fyrr en næsta september en það er forgangurinn hér á íslandi. En eftir að fara á fund með rvk borg senda nokkur mail hér og þar var syni mínum boðið strax á 2 leikskóla :) Og nú er hann kominn á stað þar sem hann fær alla þá hjálp sem hann mögulega þarf og fer hamingjusamur á hverjum morgni þangað. En ég tel okkur vera einstaklega heppin að vera í þessari stöðu þar sem þetta því greinilega ekki allir í sömu stöðu og við því að sjá muninn á syni okkar í dag og bara fyrir 2 mánuðum er svakaleg og því miður eru leikskólar og skólar að taka inn börn sem hafa sérþarfir þrátt fyrir að vera ekki með þekkingu né mannskap. 

Mæli með að allir styrki Einhverfu samtökin og eða bláan apríl þennan mánuðinn þar sem það er Apríl <3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband