Að sjá það ósýnilega!

Það sem þú sérð er eitthvað allt annað en það sem ég sé í flestum tilvikum. 

Ég fer með son minn að versla og öryggisvörðurinn sér óþolandi barn sem fiktar í hliðinu, ég sé strák sem er að velta fyrir sér hvernig hliðið opnast og lokast. 

Ég fer með son minn að versla og ókunnugir sjá illa upp alinn krakka sem grætur, leggst í gólfið eða jafnvel öskrar ég sé strák sem á erfitt með að vera í þessum aðstæðum og ræður illa við tilfiningarnar sínar. 

Ég fer með son minn á læknavaktina og afgreiðslukonan pirrast á að þessi strákur er að kalla á lyftuna aftur og aftur en ég sé strák sem finnst ekkert skemmtiegra í heimonum en að sjá lyftu opnast sem er svo sem ekkert örðuvísi en barn sem er að opna pakka því þetta finnst honum skemmtilegt! 

Ég fer með son minn á kaffihús og afgreiðslukonan spyr hvað heitirðu og finnst henni það dónalegt að hann svari ekki, ég sé bara strák sem getur ekki svarað en ekki af því hann skilur það ekki og ekki af þvi hann veit ekki svarið, bara einfaldlega honum finnst hann ekki þurfa að svara. 

Ég fer með son minn í flugvél og farþegi öskrar á strákinn minn fyrir að tromma með höndunum því það pirrar hann, það sem ég sé er barn sem er að róa sjálfan sig og bara með því að tromma þá er hann ekki að gera neinum neitt illt. 

Ég fer í Byko með son minn og þar eru ljós og læti svona rétt fyrir jólin. Strákurinn æsist upp við allt áreitið og var þetta kannski of einum of mikið fyrir hann. Hann hendir í æsingnum niður kössum af ljósaseríum og gamall maður tekur í hálsmálið á honum og skammar hann. Hann sem finnst hann þurfa að "ala upp" son minn í miðju Byko gerði sér örugglega ekki grein fyrir hversu illt hann var að gera syni mínum þar sem hann var grátandi og öskrandi í klukkutíma eftir þetta. En Takk þú sem fannst þú verða að taka í son minn sem var bara allt of spenntur inn í búð. 

Ég fer á bílaþvottastöðina til að þvo bílinn með syni mínum og hann vill auðvitað "Hjálpa mér" en ég kemst svo að því að básinn er  bilaður. Strákurinn minn þolir illa breytingar af einhverju tagi svo að fara upp í bílinn og færa hann er ekki til í stöðunn svo ég þarf að finna einhvern nálægt til að færa bílinn fyrir mig bara til að halda friðinn og að hann fái ekki "meltdown" á miðju planinu. 

Fólk gagnrýnir að hann sé dekraður því það er eldað sérstaklega fyrir hann í hverju hádegi og á kvöldin en ég þakka fyrir að hafa fundið eitthvað sem honum finnst gott að borða.

Svona tilfelli eru orðin svo mörg að ég get ekki talið þau lengur því þetta gerist í hverjum mánuði, í hverrri viku og nánast daglega. Það sem gerir það að verkum að fólk sér ekki það sama og ég því fólk er illa upplýst um einhverfu, það er illa upplýst um að það er margt fólk með alls konar einkenni sem eru ekki sjáanleg og gerir það að verkum að þau hegða sér kannski ekki akkurat eftir einhverjum félagslegum ramma. 

Stundum hugsa ég þótt ljótt sé að það væri auðveldrara þá sérstaklega gagnhvart öðru fólki ef barnið mitt væri með sjáanlega fötlun því ef hann væri t.d. í hjólastól þá þyrfti ég ekki að vera afsaka hann. Mér finnst sem móður að ég eigi ekki að þurfa að afsaka son minn eða útskýra fyrir fólki afhverju hann er eins og hann er því fyrir mér er hann er alveg fullkominn eins og hann er. Fólk á það til að dæma of fljótt og vera of skoðanaglatt en það sem ég hef lært á síðustu árum er að þolinmæði kemur manni langt áfram sem og að pirra sig ekki á litlu hlutunum sem á endanum skipta ekki máli. Við skiljum kannski ekki alltaf hvernig einhverfir hegða sér eða hvað þau hugsa en það er líka pottþétt að þau skilja heldur ekki hvernig og afhverju við hin hegðum okkur eins og við gerum. 

Ég hef lært meira á síðustu 4 árum en ég gerði á 31 ári og það er allt bara með að horfa á heiminn út frá syni mínum og reyna að setja mig í þau spor hvernig hann sér og skynjar heiminn. Áður fyrr taldi ég upp á 2 en í dag upp á 1000. Ég hef náð að læra að bera virðingu fyrir öllum hvort sem þau séu yngri eða eldri og bara það að brosa og segja við fólk eigðu góðan dag því það kostar engan neitt. Ég er reyndar talsvert þreyttari en ég var fyrir 5 árum en ekkert sem að kaffi getur ekki lagað :) 

Ein stór ást frá einhverfu mömmu

-Ansy  

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband